Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 12

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 Þú ert það sem þú Morgunblaðið/Ami Sæberg Hraðsteiktir fróðleiksmolar og hugleiðingar um skyndibita eftir Pál Lúðvík Einarsson Kkal %Kkal úr fitu Jám mg. B-víta- mínmg. Hamborgari 330 31 2,7 0,2 Kokteilsósa 300 97 0,1 0 Franskar kartöflur 260 48 1,0 0,1 Gosdrykkur 100 0 0 0 Samtals 990 52 3,8 0,3 Ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðinn karlmann 2.500 35 10 1,4 „ÞÚ ERT það sem þú etur.“ Hefur þú Morgunblaðsles- andi, gefið þér tima til að hug- leiða þessi vísdómsorð? Eða ert þú kannski einn afþessum mönnum sem varla hefur tima til að borða? Lát ei hugfallast, þú getur keypt þér skyndibita. Hvað er skyndibiti? Það felst í orðinu að skyndibita verð- ur að afgreiða í snarhasti, neytend- ur fara að ókyrrast og tala um „Þjóðarbókhlöðuhraða“ ef þarf að bíða lenguren 3-5 mínútur. Skyndi- bitaneytendur eru allajafnan að- haldssamir í fjármálum; bráðlátir skyndibitaunnendur gefa sér tóm til íhugunar ef verðið er mikið hærra en 500 krónur. Það er ekki auðvelt að fá greina- góða mynd af skyndibitaneyslu ís- lendinga - eða jafnvel manns eigin ef út í það er farið. Mörgum finnst þeir nánast svelta heilu og hálfu hungri. En einhvem veginn lánast þessum einstaklingum að skila sínu dagsverki, - sumum „tekst“ meira að segja að safna sæmilegum hold- um. - En þegar grannt er skoðað, var oft nartað í lítinn bita hér og lítinnbitaþar. Hverjir eru hinir dæmigerðu skyndibitanejAendur? Fólk á hlaup- um? Veitinga- og afgreiðslumenn segja það alls ekki alltaf vera, Það sé t.d. mjög algengt að fjölskyldur vilji tilbreytingu frá matargerð og uppvaski. Það er mjög háð efna- legri afkomu hve fólk getur oft lát- ið slíkt eftir sér. Einn veitingamað- ur taldi að nokkur samdráttur væri í sölu, sérstaklega saknaði hann þess að nú um stundir væri fátíðara að sjá mæður einar og væntanlega einstæðar með böm á sínum veit- ingastaðnum. Veitingamenn segja einnig að skyndibitaneysla sé háð veðurfari, t.a.m. dragi úr sölu í slag- viðri. Tölfræðileg gögn um skyndi- bitaneyslu landsmanna liggja ekki á lausu; hefur lítið verið safnað sérstaklega. Það því er erf- itt, jafnvel ómögulegt að gera sér nokkra tölfræðilega mynd af neysl- unni. Á skrifstofu starfsfólks í veit- inga- og gistihúsum taldist starfs- mönnum svo til að á höfuðborgar- svæðinu væru 77 veitingastaðir sem þeir flokkuðu sem skyndibitastaði. En starfsmenn bentu á að þessi tala væri í sjálfu sér merkingarlítil. Forskeytið „skyndi-“ væri þegar allt kæmi til alls einstaklingsbundið skilgreiningaratriði. Ogþarað auki væri skyndibiti seldur mun víðar t.d. úr söluvögnum og sjoppum. Eigendur og veitingamenn á skyndibitastöðum frábuðu sér að gefa tölfræðilegar upplýsingar. Var svo að skilja að þeir vildu ekki að sarrikeppnisaðilarnir sæu á þeirra spil. Víster, að meðvitaður neyt- andi verður var við umtalsverða samkeppni á þessu sviði. T.a.m. er verðið á hamborga með frönskum kartöflum mjög breytilegt, allt frá 299 krónum. Morgunblaðsmaður gerði eina síðdegisstund á virk um degi, mjög óformlega könnun í miðbæ Reykjavíkur og spurði fjöru- tíu menn og konur um hver hádegis- verðurinn hefði verið. Tveir höfðu neytt síns matar í ró og næði á veitingastað með þjón- ustu. Níu einstaklingar höfðu borð- að í mötuneyti á vinnustað, þar af voru fimm opinberir starfsmenn hjá ríki eða sveitarfélagi. Fimm höfðu tekið með sér nesti. Það var at- hyglisvert að ellefu einstaklingar höfðu borðað heima og þrír þeirra létu þess getið að sú máltíð gæti talist skyndibiti og stæði í sam- bandi við flutning barna milli dag- mæðra, gæslustofnana og skóla. Fjórir einstaklingar höfðu borðað á skyndibitastað, einn til viðbótar hafði keypt pylsu úr söluvagni og þrírtöldu sig hafa nærst á „hreinu sjoppufæði" s.s. kexi og gosdrykkj- um. Fimm sögðust hafa soltið „heilu hungri“. Þótt ekki megi draga víðfeðmar ályktanirgefa niðurstöð- umar vísbendingu um að skyndi- bitastaðir eigi enn mikinn markað óunninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.