Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 15

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 C 15 ættismanna. Þegar ég spurði hvað þeir mundu skrifa svöruðu þeir að jafnvel þó þeir skrifuðu um það sem við hefðum verið að tala um þá yrði því varla breytt. Eyðimörkin Það er vandasamt að lýsa ferða- lagi inn í eyðimörk, maður sér svo margar sýnir, og eftir á veit m'aður ekki hvað er satt og hvað vitleysa. í mínu tilfelli, það sem kemst næst sannleikanum, er að frá Lanxhou hafði ég tekið lest um Hexígöngin til Jiayuguans og þaðan rútu til Dunhuangs. Þeir sem fyrst er vitað til að búið hafí í Hexígöngunum voru Wusun-menn — fyrstu fórnarlömb- in í röð þvingaðra þjóðflutninga úr göngunum inn í Mið-Asíu. Þeir voru hraktir út af Yuechi-mönnum sem síðar voru hraktir út af Xiongnu- mönnum. Á 1. öld e. Krist tókst svo heijum Han-keisaraættarinnar (206 f. Kr,—220 e. Kr.) að hrekja Xiongnu-menn á brott. (Flóttinn til vesturs leiddi loks til rupls og ráns Evrópu á fjórða öld af afkomendum þeirra undir forystu Atla Húnakon- ungs). Upp frá þessu voru Hexí- göngin oftast á valdi Kínveija. Ann- að slagið tókst þó Tíbetum,- Mongól- um og tyrkneskum þjóðflokkum að stofna þarna konungsríki sem oft borguðu samt Kínveijum skatta. Mongólar ríktu yfir Kína frá 1271- 1368 (heimsveldi þeirra náði átíma- bili allt frá Búrma til Rússlands) og Mansjúríu-menn frá 1644-1911, en báðar þessar innrásarþjóðir tóku að meira og minna leyti upp 'lífs- hætti og menningu Kínveija og höfðu höfuðborgina í Peking. Borg- inar á vinjum Hexí-ganganna voru eins konar útvirki kínverska keis-- araveldisins. Þarna höfðu aðsetur hermennirnir sem gættu Kínamúrs- ins, og eins þeir sem fóru í hernað- arleiðangra lengra inn í Mið-Asíu. Silkivegurinn lá um þessar borgir og kaupmenn sem komu frá vestri þurftu oft að setjast að í þeim til langs tíma á meðan þeir biðu eftir leyfi til að fá að halda áfram inn í landið. Margskonar fjöllistafólk fór þarna einnig um til að skemmta íbúunum, og kirkjur margra trúar- bragða spruttu upp. Smám saman dró þó úr mikilvægi þessara borga og í dag eru þær aðeins einmana eyðimerkurborgir sem reyna að sýna viðleitni til að vera „stórar" eins og Pekíng. í Jiayuguan skoðaði ég „ósigran- legasta virkið undir himninum" sem Ming-keisaraættin (1368-1644) reisti eftir að herir mongólsku keis- araættarinnar höfðu verið hraktir hér um aftur til heimahagana. Og löngu fyrir þessa atburði höfðu Kín- veijar talið þessar slóðir marka endamörk hins siðmenntaða heims. Þarna át ég t.d, brauð mitt og drakk ávaxtasafa á grundunum sem Lao- Tse, sem sagður er upphafsmaður Taoismans og höfundur „Bókarinn- ar um veginn“, á að hafa riðið um á buffalóanum sínum á leiðinni út í buskann til að lifa í ró síðustu æviárin. Síðar teygðu keisararnir svo Kínamúrinn hingað vestur og sögðu að fyrir austan hæfist sjálft Miðríkið en fyrir vestan Bar- baralandið, og náði Miðríkið þó oft dijúgan spöl inn í Barbaral- andið í Dunhuang skoðaði ég m.a. Mogao-hellana hverjum í er víst fólginn heimsins mesti fjársjóður Búdda-styttna og málverka. Hellarn- ir voru að mestu höggnir á tímabil- um Norður, Sui og Tang-keisaraætt- arinnar (386-907), gróskutíma Búd- disma í Kína. Til þessa dags hafa varðveist 492-hell- ar sem innihalda yfir 2.000 styttur og yfír 45.000 múrmálverk. Veggir hellanna eru m.a. málaðir ævintýr- um Búdda Sakyamuni en einnig eru margar myndiar af Silkivegarferða- mönnum sem vildu kaupa sér gæfu á ferðum sínum með því að fjár- magna gerð hellanna. Stytturnar eru yfirleitt af Búdda Sakyamuni, Búddisvöttum, og lærisveinunum Anada og Kasyapa. Sagt er að stíll þessara listaverka sé blandað af indverskum, grískum og kínversk- um stílbrigðum. Það sem helst dró að sér athygli mína er ég ferðaðist um Hexí-göng- in voru þó ekki fornminjar heldur eyðimörkin. Þegar nóttin og dagur- inn önduðu yfir sandinn, fleyttu honum, átti ég þess kost að hlýða á eyðimerkurtónverkið: Eins og tón- verk hafsins og himinsins, þögn, gróft brotin af eilífðarbrælunni, sorgleg vegna stefsins um hættunar sem aðskilja samstæður lífsins, seiðandi vegna vonarinnar, draum- anna og ímyndanna sem hún kveik- ir í brjóstinu — án boðskaps en samt ein af ástæðunum fyrir svo mörgu annars óskiljanlegu. umkringja sameiginlega húsa- garða. Húsin eru yfirleitt tveggja hæða timburkofar, neðri hæðin notuð sem eldhús, geymsla og gripahús, á efri hæðinni svefnpláss. Hríslum, stáum og öðru þvílíku er safnað upp á þak og notað sem eldsneyti. Aðalfæðan eru ýmiss konar hveitilengjur sem eru kryddaðar, soðnar og borðaðar með grænmeti og kjötflísum. Úrval í verslunum er ekki mikið, en þó nóg af helstu nauðsynjum: tíbetsk- um trúaráhöldum eins og bænahjól- um og bjöllum; til búsins, hnakkar, reiðtygi, leðurstígvél og Baoan-hní- far; snjóhlébarðaskinn fyrir þá efn- uðustu og skartgripir úr beinum og silfri handa eiginkonum þeirra. Margir eyða klukkustundum á hveijum degi í að ganga eða skríða dæmi tilvitnun úr bók Che Muqis (ritstjóra tímaritsins „Kína alþýð- unnar“) sem hann skrifaði um Silki- veginn: „Einu sinni þegar ég og konan mín vorum að borða gúrkur í kvöldmatinn fór hún að tala um hinar slæmu afleiðingar sem hlut- ust af banni Jiang Qings (ekkja Maós og ein af fjórmenningunum sem handteknir voru við uppgjörið eftir menningarbyltinguna) við út- lendum vörum. Þá sagði ég: Af hveiju ættum við að banna útlendar vörur sem gera okkur gott — eins og gúrkur? Þær komu nú um Siljri-1 veginn frá vestrinu.“ Ég fékk far með blaðamönnunum frá Línxia til Lanzhou í gömlum heijeppa sem þeir höfðu til umráða. Umræðuefnið á leiðinni var m.a. fátæktin. í sveitinni og spilling emb- höfuðkúpur, fór ég að velta fyrir mér hvort þetta væri ef til vill nokk- urs konar framúrstefnu-fornminja- safn. 'Ástæðan fyrir því að ég strandaði í Lanzhou var sú, að til að fylgja Silkiveginum þurfti ég að komast suður í sveitir, en þangað liggja engir lestarteinar auk þess sem útlendingum er bannaður að- gangur að áætlunarbílunum. Loks greip ég til þess ráðs að klyfja mig farangri mínum, halda út á þjóðveg og „húkka“ far. Fyrstur stoppaði áætlunarbíllinn og bauðst bílstjór- inn til að taka mig uppí gegn 100% aukaþóknun! Með þessum hætti komst ég til Linxia og Xiahe (og reyndar hef ég þurft að notast við þessa aðferð síðan til að ferðast með áætlunarbílunum). Til fortíðar í tíbetsku þorpi Línxia lá á tveimur af leiðunum sem Silkivegurinn lá um frá Changhan inn í Gansú-hérað. Hér settust að arabískir kaupmenn og staðurinn gegndi mikilvægu hlut- verki í útbreiðslu íslams í Kína. I dag eru Hui-Kínveijar fjölmennast- ir í Línxia, Han-Kínverjar eru marg- ir, og hér eru einnig heimkynni Donxiang-Kínverja, sem taldir eru afkomendur hermanna Genghis Khans er settust þarna að á 13. öld eftir mongóla-innrásina inn í Jiamuyang (lifandi Búdda sem nú Iifir í sinni sjöttu endurholdgun — staða innan stjórnkerfis Lamaism- ans sem kemur næst á eftir Dalaí Lama og Panchen Lama að mikil- vægi). Klaustrið samanstendur af sex skólum: Skólum hins dýpri búddisma, æðri og lægri trúfræða, stjörnufræða, laga- og læknis- fræða. Einu sinni störfuðu þarna yfír 4.000 munkar og klaustrið hafði yfir 100 öðrum smærri klaustrum að ráða. En það fór illa út úr menningarbyltingunni (1966-76) og eftir að það var opnað aftur 1980 hefur ríkið takmarkað ijölda munkanna við 500. Árið 1985 brann musterið sem hýsti skóla hins dýpri búddisma til kaldrá kola. Svo vildi til, að einmitt þegar ég var staddur í Xianhe, var endurbygg- ingu musterisins nýlokið. í tilefni þess drógu munkarnir fram hið helga klæði af Búdda og breiddu úr því á hlíðar bæjarijallsins og bændurnir efndu til hestamanna- móts sem stóð í fimm daga. Ekki gat ég séð annað en að hinir tíbetsku bændur byggju við mjög léleg lífskjör: Moldarveggir hringinn í kringum klaustrið, hneigjandi sig og beygjandi, snúa bænahjólunum og'Tiafa fyrir sér búddíska texta — þetta fólk gengur óhemju illa til fara og betlar. Mér fannst Han- og Hui-Kínveij- arnir yfirleitt líta út fyrir að vera efnaðri en Tíbetarnir og er það e. t.v. í samræmi við boðskap Lamais- mans að fátækt sé mikil dyggð. Eitt sinn beindi einn Hui-Kínveiji athygli minni að hundunum, sem eru þarna um allt flatmagandi í skuggum húsveggjanna, og sagði mér að Tíbetarnir tryðu að látnir munkar breyttust í hunda í næstu. endurholdgun — þess vegna væri svona mikið af hundum í þorpinu. Meðan ég dvaldi í Xihe varð ég var við að rígur er á milli þjóðarbrot- anna sem þarna búa saman. Næst lá leið mín eftir Silkiveg- inum aftur til Lanxhou. Á leiðinni þangað gisti ég eina nótt í Línxia og komst þar í kynni við kínverska blaðamenn sem voru að afla „upp- lýsinga" í ferðabók er þeim hafði verið gert að setja saman. Það er reyndar mjög fyndið að lesa þessar kínversku ferðabækur; égftek sem Stefán Úlfarsson gengur frægustu þjóðleið allratíma. inni til Linxia en' sveigði þá til Lanzhou þar sem farið var yfir'fljót- ið. Allar leiðirnar runnu síðan sam- an í eina í Hexígöngunum og fylgdi þeim gegnum Kínamúrinn við Jiay- uguan og til Dunhuangs. Við Dun- huang greindist leiðin aftur í þrennt eftir því hvernig farið var út úr Gansu og fyrir Taklamakan-eyði- mörkina í Xinjiang. Sjálfur tók ég lest frá Xian til Lanxhou, höfuðborgar Gansu-hér- aðs, þaðan sem ég svo komst ekki í burtu í nokkra daga. Larixhou er ekki ósvipuð Xian, og reyndar flest- um þeim kínversku borgum sem ég hef komið til, en þær vaxa upp eins og lítil afkvæmi Pekíngar: enginn nen-nir neinu, allir rífast út af öllu, íbúarnir flestir hinir illa klæddu, andlitsflötu og skáeygðu Han-kín- versku hortittir. (Athugasemd núm- er eitt: Þetta er yfirdrifin lýsing, en svona uppnefni ég Kínveijana þegar þeir fara í taugarnar á mér. Athugasemd númer tvö: í Kína búa 56 þjóðarbrot. Han-Kínveijar, þeir sem upphaflega settust að í dölum Gulafljóts, skópu kínversku menn- inguna og fóru oftast með völdin í landinu, eru lang flestir, eða 'u.þ.b. 93% af þjóðinni. Tíbetar, Mongólar, Hui-kínveijar (múslímskir afkom- endur arabískra kaupmanna sem settust að í Kína aðallega á 7., 8. og 9. öld) og Uygur-menn (múslím- skir afkomendur tyrkneskra hirð- ingja sem settust að í Xinjiang og Gansu á 9. öld) eru stór hluti af hinum sjö prósentunum og búa flestir í norður og vestur héruðum landsins, þar af margir á slóðum Silkivegarins. Hver borg er með sitt friðartorg, sínar forboðnu borg- ir, alþýðuhallir og byltingarsöfn, hér og þar eru lystigarðar, oft fal- legir, og einu skjólin undan hinum yfírþyrmandi hring- og krossgötu- kerfum sem teygja sig frá miðjunni til svartra frumskóga fjölbýlishúsa og eiturspúandi verksmiðjuskor- steina. í Lanzhou-safni bauðst mér að vaða gegnum þykk Iög ryks og drullu í leit að sýningargripum og gerði misheppnaðar tilraunir til að draga upplýsingar út úr safnvörð- um sem sögðust aðeins vilja frið til að sofa. I vandræðum mínum ramb- aði ég þó inn í undarlegt herbergi þar sem fram fóru tilraunir með spegla og leifturljós og þegar lýst- ist með þessum hætti gegnum köngulóarvefína, svo glampaði á Kína. Línxia er eiiis og ég ímynda mér litla sneið af'Arabíu — ekki laus við að vera heillandi; en vegna þess að ég fer Silkiveginn um Xínj- ianghérað munu fleiri íslömsk sam- félög verða á vegi mínum, sem ég mun segja frá í næsta pistli, ætla ég að láta þetta gott heita frá þess- ' um stað. Xiahe, skammt suður af Línxia, er lítið þorp sem spratt upp til að þjónusta Labrang-klaustrið. íbú- arnir eru flestir tíbetskir bændur, en þarna býr einnig slangur af Han-Kínveijum er aðallega virðast ■'sjá um stjórnsýslustörf, og Hui-Kín- veijar sem reka flestar einkareknu verslanirnar. Labrang-klaustrið er eitt af sex mestu klaustrum gula- hatts — i afbrigði tíbetskra trúar- bragða. Það var stofnað 1709 af

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.