Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 17

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 C 17 Húsgögnin í skrifstofunni stinga í stúf við nýtískulega umgjörðina. Gengið er í gegnum fjólubláa hurð á hvítum vegg, en fyrir innan eru húsgögn frá því á fyrri hluta aldar- innar, úr þungum dökkum viði. „Ég geri þetta hálft í hvoru til að ögra samstarfsfólkinu," segir hann bros- andi þegar hann sér svipinn á mér. Svo vill hann fara að ræða starf- semi íslensk-ameríska félagsins, en ég spyr hann fyrst hvað hann sé að vilja til London: „Ég er ráðgjafi svokallaðrar markaðs- og kynningarnefndar for- sætisráðherra, sem hefur það hlut- verk að gera tillögur að stefnumót- un á sviði umhverfismála, heilbrigð- ismála og annarra þeirra mála- flokka sem gætu orðið til þess að Island skapi sér þá ímynd sem við þurfum að byggja á í framtíðinni, það er að Island sé hreint og ómeng- að land sem geti boðið bæði vörur og þjónustu, sem skeri sig úr frá öðrum. Helsti söluhvati okkar er- lendis yrði landið sjálft, lega þess og aðstaða og útbreiðslustarfínu því væntanlega skipt í tvo hluta: Ann- ars vegar áróður um landið og hina hreinu ímynd þess, og þá ímynd verður að vinna upp með skipulögðu markaðssamstarfi. Hins vegar er það hlutskipti útflytjenda vöru og þjónustu, sem njóta góðs af heildar- ímynd landsins ...“ — Hefur þú trú á að þetta takist? „Já, ég hef mikla trú á að það sé hægt að vinna stórvirki á þessu sviði. Island stendur á tímamótum hvað varðar útbreiðslu- og mark- aðsmál. Sívaxandi umræða um mengun og alla þá neikvæðu um- hverfísþætti, sem vart hefur orðið víða um heim, gerir það að verkum að ísland gæti skapað sér ímynd og viðskiptalega aðstöðu, sem fáar þjóðir gætu verið í samkeppni við. Og ef svo fer sem horfir, að yfir- völd hafi skilning á þessum málum og vilji leggja fram fé til þess að markaðssetja ísland á erlendum vettvangi, til þess að íslenskir út- flytjendur annars vegar og þjón- ustuaðilar hérlendis hins vegar geti notið góðs af, þá hef ég þá trú að við getum gert mjög*góða hiuti á þessu sviði. En þetta byggist á því að forráðamenn þjóðarinnar hafi skilning á því að núna verði að marka ákveðna stefnu og veija tals- verðu fé í að staðfæra ísland á rétt- an hátt. Það er í tengsium við þetta sem ég er að fara til London til viðræðna við markaðsráðgjafa, sem nefndin hefur átt mjög gótt sam- starf við, og er núna að leggja drög að skýrslu fyrir fyrsta áfanga þessa starfs." Félagið hefur unnið þrekvirki Stofnun íslensk-ameríska félags- ins má rekja til þess er ungur ís- lenskur lögfræðingur, Ragnar Ólafsson, var við nám í New York veturinn 1938 til 1939. í stórborg- inni kynntist hann starfsemi Amer- ican Scandinavian Foundation og einn starfsmaður þess, John Watk- ins, hvatti Ragnar til að stofna fé- lag á Islandi, sem starfaði að því að efla samstarf þjóðanna á sviði mennta- og menningarmála í sam- vinnu við ASF, líkt og gert var á hinum Norðurlöndunum. Ragnar hreifst af hugmyndinni og eftir heimkomuna hófst hann handa við að hrinda henni í framkvæmd. Hann fékk til liðs við sig fjóra þjóðþekkta menn, sem allir höfðu verið í Banda- ríkjunum, þá Asgeir Asgeirsson, Jónas Jónasson, Sigurð Nordal og Thor Thors. Þeir tóku höndum sam- an og stóðu að fundarboðinu um stofnun félagsins. Fjórmenningarn- ir, ásamt Ragnari, skipuðu fyrstu stjóm félagsins og var Sigurður Nordal fyrsti formaðurinn. Ólafur Stephensen var kjörinn formaður félagsins fyrir nokkrum árum og ég spyr hann nánar út í starfsemina: „Starfsemin er fyrst og fremst á sviði menningar- og menntamála og að mínum dómi hefur verið unn- ið þrekvirki í þeim efnum, því hér er um algjöra áhugamennsku að ræða og félagið hefur aldrei haft launaða starfsmenn í sínum snær- um. Fyrsta stjórn félagsins lagði strax á það áherslu að meginmark- mið félagsins yrði að greiða götu íslendinga til náms í Bandaríkjun- um, jafnframt að félagið yrði vett- vangur félagslegra samskipta ís- lendinga og Bandaríkjamanna bú- settra á íslandi, svo og að stuðla að auknu samstarfi þjóðanna á sviði menningarmála. Um þessi mál hef- ur starfsemin að mestu snúist allar götur síðan. Árangur starfsins hef- ur meðal annars skilað sér í auknum samskiptum ríkjanna á sviði mennta- og menningarmála, félags- og atvinnumála og námsmenn hafa snúið heim með nýjar hugmyndir í takt við bandaríska og íslenska menningu. Samstarf á sviði lista og vísinda hefur skilað nýjum við- horfum og víkkað sjóndeildarhring manna bæði hér á landi og í Banda- ríkjunum. í nútíma þjóðfélagi er' hlutverk Islensk-ameríska félagsins ekki síst mikilvægt á sviði mann- legra samskipta. Það er og verður verkefni félagsins að kynna sérein- kenni þjóðanna, koma þeim á fram- færi og leggja áherslu á gildi þeirra í auknum samskiptum og um- gengni. I þessu sambandi er rétt að geta þess að einn merkasti kafli í sögu félagsins hófst árið 1965, með stofnun Thor Thors-sjóðsins. Sjóð- urinn var stofnaður í .minningu Thor Thors, sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og hefur ver- ið kjölfestan í starfsemi félagsins frá því hann var stofnaður. Frá upphafi hefur verið úthlutað úr honum styrkjum til íslenskra náms- manna, kennara og rithöfunda, svo og bandarískra nemenda til náms á íslamji, samtals að fjárhæð um 543 þúsund Bandaríkjadala. Frá stofnun sjóðsins hafa 339 íslenskir námsmenn hlotið styrk úr honum að fjárhæð rúmlega 412 þúsund Bandaríkjadala og 33 bandarískir til náms á íslandi að fjárhæð tæp- lega 66 þúsund Bandaríkjadala." — Og nú minnist þið fimmtíu ára afmælisins? „Já, við verðum með athöfn við styttu Leifs Eiríkssonar á laugar- dag og kvöldfagnað um kvöldið þar sem útnefndir verða fyrstu heiðurs-^ félagar félagsins, sem eru Sigurður- Helgason stjórnarformaður Flug-| leiða, Þórhallur Ásgeirsson fyrrver-* andi ráðuneytisstjóri og Þórunn Jónsdóttir fulltrúi hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna. Á þessum tímamótum gefur félagið út bók um fimmtíu ára samskipti íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta eintakið verður áritað af forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og þetta eintak verður með í för 25 ís- lenskra grunnskólabarna, sem fara í þriggja daga ferð, í kjölfar Leifs Eiríkssonar vestur um haf, og væntanlega fært Barböru Bush að gjöf í Hvíta húsinu. Börnin verðá valin í þessa ferð með þeim hætti að efnt verður til getraunar meðal grunnskólabarna um Leif Eiríksson og samskipti íslands og Bandaríkj- anna og sigurvegarinn fær að bjóða bekknum sínum og kennara í ferð- ina.“ Heltekinn af djassdellunni Ólafur Stephensen ólst upp við Bjarkargötu í Reykjavík, „fæddur og uppalinn Vesturbæingur og KR-ingur“ eins og hann orðar það sjálfur. Hann hefur komið víða við, var meðal annars einn af forvígis- mönnum JC hreyfingarinnar á Is- landi, var fyrsti formaður JC Reykjavík og fyrsti alþjóðaforsetinn sem Islendingar eignuðust í þeirri hreyfingu. Á unga aldri tengdist hann djass- og dægurlagatónlist og annaðist meðal annars þætti á því sviði í Ríkisútvarpinu um margra ára skeið: „Eitt af mínum mestu áhugamál- um er tónlist, hveiju nafni sem hún nefnist. Þó hefur djassinn höfðað einna mest til mín og ég hef dálítið verið að spila hann sjálfur. Ég byij- aði ungur að spila í hljómsveitum og kornungur spilaði ég eitt sumar sem harmonikkuleikari með KK- sextettinum í Tjarnarkaffi. Ég var þá undir lögaldri og þurfti sérstakt leyfí lögreglustjóra til að koma þar inn fyrir dyr. Seinna spilaði ég aðal- lega á píanó með ýmsum hljóm- sveitum, og ég man sérstaklega eftir hljómsveit Andrésar Ingólfs- sonar, sem þótti dálítið sérstök á þeim tíma og spilaði mikinn djass og svo hljómsveit Jóns Páls, sem einnig var talsvert á þeirri línu, en í þeirri hljómsveit var meðal ann- arra ágætra manna Árni Egilsson bassaleikari, sem síðar gerði garð- inn frægan sem tónlistarmaður í Bandaríkjunum. En í framhaldi af þessu fór ég svo að fjalla um þessi mál í útvarþinu og var með djass- þátt þar í mörg ár.“ — Og nú ertu aftur kominn í djasshljómsveit? „Já, allt í einu núna, eftir áratuga hlé, tók ég mig sam- an í andlitinu og byij- aði að spila í djass- hljómsveit og fékk til liðs við mig Pétur Grétarsson trommu- leikara og Tómas Einarsson bassaleik- ara, sem eru að mínu viti í hópi þeirra bestu í dag. Við byrj- uðum á því að taka þátt í „Norrænum djass-útvarps- dögurn" í sumar, síðan höfum við spilað í tvígang í útvarpið og komið fram í „Heita pottínum“ í Duus- húsi. En þetta er nú meira til gam- ans gert og kemur bara til af því að maður hefur verið heltekinn af þessari djassdellu ..." Geturðu ekki gert betur? Ólafur starfar við markaðsráð- gjöf og almenningstengsl í fyrir- tæki sínu ÓSA og hefur meðal ann- ars unnið í tengslum við Forum Communications í London og Gry- bauskas and Partners í New York, en herferð þeirra fyrir Eldurís-vod- ka var verðlaunuð í Bandaríkjunum 1988 og 1989. Ég spyr hann nánar út í starfsferilinn: „Eftir nám í Bandaríkjunum, þar sem ég lagði stund á áróðurstækni og almenningstengsl við Columbia- háskóla í New York, starfaði ég fyrst fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli við starfsmannaþjálfun og útbreiðslumál og var meðal annars með þætti í sjónvarpi og útvarpi á Vellin'um. Síðan varð ég fram- kvæmdastjóri Rauða kross íslands og fljótlega eftir að ég lét af því starfi fór ég að starfa að auglýs- ingamálum, fyrst hjá Auglýsinga- stofunni Argusi og síðan stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki, sem hefur í gegnum árin starfað á sviði mark- aðsmála og auglýsinga. En nú er ég hættur í auglýsingabransanum sem slíkum og starfa nær eingöngu að markaðsráðgjöf. Ég var líka lengi viðriðinn útvarp og sjónvarp og var meðal annars eitt sinn með spurningaþátt í sjón- varpinu hér. Þegar ég var við nám í Bandaríkjunum vann ég við „Voice of America", við fréttatengda þætti og Útvarp Sameinuðu þjóðanna, þar sem ég vann fréttapistla frá Allsheijarþinginu og af starfsemi samtakanna. Að loknu námi vann ég líka um skeið fyrir „NBC- News“, — aðallega í deild sem þótti dálítið harðskeytt og var undir stjórn Pauline Fred- erics, Sem var á sín- um tíma þekktur fréttahaukur vestra og þótti sérlega hörð í horn að taka, enda lét hún okkur heyra það óþvegið. Hennar viðkvæði var alltaf: „Geturðu ekki gert betur en þetta?“ — og gilti þá einu hversu mikla alúð og vinnu menn höfðu lagt í verkið. En þetta var auðvitað afar góður skóli eins og gefur að skilja. Ég var fyrsti íslendingurinn sem lauk háskólaprófi í þessu fagi, sem lýtur að markaðsmálum og almenn- ingstengslum, og þegar ég kom heim átti fólk dálítið erfítt með að átta sig á um hvað þetta snerist. Það var líka á vissan hátt vand- kvæðum bundið að kljúfa náms- kostnaðinn því ég var í námi á þeim tíma þegar erfitt var að fá yfir- færslu á gjaldeyri. Þá kom sér vel að maður gat spilað á búllum fyrir mat. Ég spilaði meðal annars í Harlem ...“ - Segðu mér nánar frá því? „Nei, nei... það er ekkert merki- legt við það. Á þeim árum var Harlem ekki eins hættulegt hverfí og nú er, þótt það hafi kannski ekki verið mjög algengt að hvítir menn væru þar heimagangar. En sú tónlist sem ég hef verið að reyna að spila í gegnum árin er frekar lituð og ég þakka það því tónlistar- lega uppeldi sem ég fékk hjá frænda mínum Gunnari Ormslev„ Mér konr ágtætlega saman við fólkið í Harl- em og kannski er það þess vegna sem ég er einn af fáum hvítum mönnum sem hefur verið valinn í dómnefnd samtaka í Bandaríkjun- um, sem veita verðlaun fyrir fram- bærilegustu auglýsingar á þeim markaði sem höfðar til litaðs fólks. Ef til vill kom það þó frekar til af því að ég er fyrsti Norðurlandabú- inn sem var tilnefndur í „The Ad- vertising Club of New York“ og þar kom í ljós að ég hafði ákveðin tengsl inn í þennan markað. Þessi klúbbur er afar rótgróinn og formfastur, stofnaður 1911, og félagar í honum eru aðallega úr markaðs- og auglýs- ingabransanum.“ Til að minna mig á... Á meðan Ólafur bregður sér frá í símann svipast ég um á skrifstof- unni og rekst þá á bók, sem sam- kvæmt bókarkápu er eftir hann. Bókin ber heitið „Nýtt og betra“ með undirtitlinum: „Skemmtun, skrum eða svartigaldur": „Það hafa aðeins komið út tvær bækur um auglýsingamál hér á landi. Sú fyrri kom út 1947 og heitir „Auglýsingabókin" eftir dr. Símon Jóhann Ágústsson og mín bók kom út fjörutíu árum seinna. Bókin er eins konar samantekt heil- ræða sem eiga rætur sínar að rekja til tuttugu ára auglýsingastarfs og hún er tileinkuð afa mínum, Guð- mundi Böðvarssyni, sem trúði á mátt hins ritaða orðs.“ Á einum veggnum í skrifstofu Ólafs er skrautlegt samsafn ljós- mynda, teikninga og ýmissa tilvitn- ana og þar má meðal annars sjá mynd af áróðursmeistara Hitlers, Jósef Göbbels. Ennfremur er þar stækkuð tilvitnun úr blaðagrein svohljóðandi: „Hann er hinn full- komni áróðursmeistari, jafnvel menn eins og Göbbels og Ólafur Stephensen fölna við hlið hans ..." Ólafur er krafinn skýringa á þessu: „Þarna er Ingólfur Margeirsson að tala um Hrafn Gunnlaugsson og hann stillir mér upp við hlið Göbb- els, líklega af því hann vissi að Göbbels var prófverkefni mitt á lokaprófínu í háskólanum. Ástæðan fyrir því að myndin af Göbbels hangir þarna er hins vegar sú að þegar ég útskrifaðist spurði einn kennarinn mig hvernig ég ætlaði að hafa skrifstofuna. Ég svaraði honum svo til að ég ætlaði að hafa borð, stól, síma og þijár myndir uppi á vegg. — Hann spurði þá hvaða myndir það yrðu og ég sagði: Göbbels, Sadruddin Aga Khan og Pierre Salinger, — sem þú sérð líka hérna á veggnum. Ég vann með Aga Khan í verkefni varðandi Flótt- amannastofnun Sameinuðu þjóð- anna á sínum tíma og Salinger var fyrrverandi blaðafulltrúi Kennedys forseta og einn af mínum uppáhalds áróðursmeisturum. Göbbels er þama hins vegar til að minna mig á prófverkefnið. Ég safna alls kon- ar hlutum á þennan vegg, bæði til gamans og eins til að minna mig á Topvisagist IVAN SAPUTERA föróunarmeistari kynnir JIL SANDER COLOUR PURE haustlínuna dagana 15.-18. október í eftirtöldum snyrtivöruverslunum: CLARA, Kringl unni, HYGEA, Austurstræti, SARA, Bankastræti, NANA, Lóuhólum, BYLGJAN, Hamraborg, ANNETTA, Keflavík, GJAFA- og SNYRTIVÖRUBÚÐIN, Suðurveri. Tímapantanir fyrir ráögjöf ogförðun íofangreindum verslunum. „Islensk - ameríska f é lagiö hefur unniö þrek verki"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.