Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 20

Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 t Stórbrotinn maður þrátt fyrir alla sína hógværð - segir Einar Heimisson umsjónar- maður heimildamyndar um Olaf Jó- hann Sigurðsson sem Sjónvarpið sýnir í tengslum við „Litbrigði jarðarinnar“ UNNIÐ er nú á vegum Sjónvarps- ins að gerð heimildarmyndar um skáldið og rithöfundinn Ólaf Jó- hann Sigurðsson, höfund „Lit- brigða jarðarinnar“ sem verður eitt stærsta verkefni Sjónvarpsins á næsta ári. Aætlað er að sýna * verkið um páskana, en tökum er nýlokið undir sljórn Agústs Guð- mundssonar. Einar Heimisson hef- ur aftur á móti haft veg og vanda við gerð heimildarmyndarinnar um skáldið. Viðmælendur eru 23 talsins þannig að reynt er að draga upp sem breiðasta mynd af rithöfundinum. Þá verða mynd- inni leikin atriði, sem skrifuð hafa verið upp úr verkum Ólafs Jó- hanns, í leikstjórn Hlínar Agnars- dóttur. Eg geri ráð fyrir að það hafi verið vegna þess að ég þekkti Ólaf ansi vel síðustu árin sem hann lifði,“ segir Einar þegar hann er að því , spurður hvers vegna hann hafí verið fenginn til að gera heimildarmyndina. „Þegar ég var í menntaskóla, kynnt- ist ég þessum stórkostlegu smásögum hans sem hann sendi frá sér á árun- um 1942 til 1946. Ég hreyfst mjög og skrifaði síðan ritgerð um þær á sínum tíma í MR. Ég hafði þá sam- band við Ólaf. Við kynntum'st og það var afar gefandi fyrir mig. Olafur Jóhann var mjög sérstakur maður og þó hann bæri hógværðina alltaf með sér, held ég að fáir hafí haft eins mikil áhrif á þá sem hittu hann. Per- : sónan var svo sterk. Hann fór alltaf sínar eigin leiðir í lífínu. Hann var róttækur ungur maður, skrífaði þess- ar hvössu sögur upp úr 1940, ætlaði sér að breyta heiminum og gekk mjög vasklega fram í því satt að segja. Verk hans voru bæði umdeild og vöktu andúð margra. Síðan fór hann að breytast bæði sem persóna og rithöfundur. Hann mildaðist með árunum og þessi síðustu ljóð hans eru eins og brunnur liðínna tíma frek- ar en samtímaspegili.“ Ólafur Jóhann fæddist árið 1918 og lést nokkrum vikum áður en hann hefði orðið sjötugur árið 1988. „Það er virkilega ánægjulegt að Sjónvarpið skuli vilja leggja svona mikið að mörkum til að kynna verk hans. Það - veitir ekki af nú á tímúm þegar tungumáiið er að glata sínum lit- brigðum," segir Einar. Einar er 23 ára gámall og hefur verið í við nám í nútímasögu og þýsk- um nútímabókmenntum í Freiburg í Þýskalandi. Hann hefur nýlokið við gerð annarrar heimildarmyndar fyrir Einar Heimisson Sjónvarpið sem verður á dagskrá í nóvember. Hún ber yfirskriftina „Inn- flytjendur á ísiandi" og fjailar um fólk sem hingað hefur komið frá stríðslokum og fram á okkar daga. „Ég held að ýmislegt muni koma í ljós í þeirri mynd sem koma mun fólki á óvart. Mynd þessi er nokkurs konar framhald af mynd um gyð- inga, sem hingað komu fyrir stríð, og sýnd var í Sjónvarpinu í fyrra. Lítill nútímamansöngur Þá hefur Einar nýlega skrifað sína fyrstu skáldsögu sem ber titilinn „Söngur um konu“. Vaka-Helgafell mun gefa bókina út og er hún vænt- anleg á jólabókamarkaðinn. „Þetta er svona lítill nútímamansöngur. Sag- an gerist í okkar allra nánasta samtíma úti í Mið-Evrópu. Hún fjall- ar um íslenska stelpu, sem ætlar sér stóra hluti á söngsviðinu. Hún fer til Evrópu til að læra söng, en gengur hálf-brösuglega. Hún kynnist strák frá Búdapést og með þeim takast miklir kærleikar áður en byltingin í Ungveijalandi brýst út. Verkið geng- * ur út á samband tveggja persóna frá ólíkum stöðum og ekki hvað síst út á hans miklu vonir um endurreisn þjóðar sinnar um leið og hann er að bijótast undan þeirri fullkomnu bæi- ingu, sem fylgir því að alast upp í kommúnisku þjóðfélagi. í ieiðinnj er þetta spegill samtímans og sögunnar. Sagan tengist þessum miklu bylting- artímum, sem við nú lifum, og þessum heimi, sem er stöðugt að breytast. Þetta er líka svolítil hugleiðing um ást á okkar tímum.“ Vörumerki sem Sjónvarpið skóp, en mala nú gull fyrir samkeppnisað- ilann á Krók- hálsi. Er Sjónvarpið ríkisrekinn fjölmiðlaskóli fyrir Stöð 2? FYRIR fjórum árum voru þau Páll Magnússon og, Edda Andrés- dóttir skrautfjaðrir fréttastofu Sjónvarps, Ómar Ragnarsson var þá fjöllistamaður fréttastofunnar og Hallur Hallsson var sá starfs; maður hennar sem fólk hafði hvað mest skiptar skoðanir um. I dag eru þessi andlit sem urðu til hjá Sjónvarpinu, stjörnumar í vetrardagskrá samkeppnisaðilans á Krókhálsi. Það var eðlilegt á sínum tíma þegar Stöð 2 var stofnuð að einhverjir héldu yfir en að straumurinn haldi ennþá áfram hlýtur að teljast óeðlilegt. Fyrirtæki sem missir sína reyndustu og kunnustu menn yfir til samkeppnisaðilans getur ekki verið á réttri leið. Með þessu fram- haldi verður Sjónvarpið æfingabúðir eða fjölmiðlaskóli fyrir til- vonandi starfsfólk Stöðvar 2. Hafa ber í huga að sjónvarps- stöð er ekkert venjulegt fyr irtæki og þeir sem sinna frétta- flutningi eru engir venjulegir starfsmenn. Sjónvarp er meira fyrir augum almennings en aðrar stofnanir og þeir sem flytja frétt- ir eru andlit út á við, sem í raun þýðir að þeir eru eins konar vöru- merki. Mark- aðssérfræðing- ar Coka Cola vita það betur en flestir að vörumerki skiptir engu minna máli á neytendamarkaði en innihaidið því kók-vörumerkið, án hinnar leyndardómsfullu upp- skriftar, er metið tii fjárhæðar sem- talnameistarar í íslenska ríkisbókhaldinu teldu stjarnfræði- legar. Það má því segja að þó svo fréttastofu Sjónvarps takist að halda sömu gæðum á innihaldi fréttatíma, þá sé hún að missa vörumerki sem hún hefur skapað, þegar reynd andlit fara yfir til keppinautarins. A Stöð 2 virðist aftur vera til sá skilningur að helstu verðmæti sjónvarpsstöðvar er fært fólk, — ekki síst fært dagskrárgerðarfólk sem er þaulvant fyrir framan tökuvélar. Þetta sést best á því að nýlega gerðu stjórnendur þar Eddu Andrésdóttur tilboð sem hún gat ekki hafnað. Einnig kemur þetta fram í því hvernig andlit Stöðvarinnar eru nýtt. Það er mjög áberandi þegar vetrardag- skrá Stöðvar- innar er skoðuð hversu innlent efni er mikið í höndum reyndra manna sem flestir hafa komið nálægt fréttastofum. Flest þetta fólk er líklegt til að draga að áhorfendur auk þess sem góð áferð og framsetning þátt- anna er tryggð. Stöð 2 er ekki á höttunum á eftir nýgræðingum, — hún ætlar ekki að kosta tilraunir og uppeldi. Frekar kaupir hún reynslu, færni og þá vonandi áhorfendur í þeirri von að fjár- munir skili sér í fleiri auglýsingum og betur greiddum áskriftargjöld- um. Það er engin launung að frá Sjónvarpinu fer fólk yfir á Stöð 2 vegna hærri launa. Sjónvarps- menn telja sig bundna af samn- ingum um laun og bera því fyrir sig að þeir geti ekki greitt starfs- mönnum hærri laun. Vel getur ■ Fyrirtæki sem missir sína reynd- ustu lykil- menn getur ekki verið á réttri leið verið að þetta sé satt en það breyt- ir ekki þeirri staðreynd að oft getur það reynst dýrt spaug að borga lykilfólki lág laun. í sam- keppni um fært fólk leitar það á aðrar slóðir og kostnaðurinn við að þjálfa sífellt fólk er kannski ósýnilegur en hann er mikill. Áð auki er endalaus byijendabragur í dagskrárgerð ekki til þess fallinn að fjölga áhorfendum. Það er ekki tilviljun að á frétta- stofu Stöðvar 2 eru miklu minni hreyfingar á starfsfólki en á fréttastofu Sjónvarps. Við laus- lega athugun kom í ljós að á und- anförnum þremur árum hafa helmingi fleiri hætt hjá fréttastofu Sjónvarps en hjá Stöð 2. Skyldi það eitthvað hafa með laun að gera? Það skal fullyrt hér að ef Sjón- varpið ætlar ekki að missa þá forystu sem það hefur í sam- keppni við Stöð 2 þá verður það að bjóða sínum bestu fréttamönn- um og fréttaflytjendum Krók- háls-kjör. Sjónvarpið verður að koma í veg fyrir það að næst þegar Pál Magnússon vantar reyndan og vinsælan sjónvarps- mann þá stilli hann á rás 1 og bendi á þann sem að honum þyki bestur. BAKSVID eftir Ásgeir Fridgeirsson ABYRGÐ OGAÐGAT Sjónvarpsmenn verða að skynja þá miklu ábyrgð er þeir axla fyrir framan sjónvarpsvél- árnar og minnast þess ætíð að aðgát skal-höfð í nærveru sálar“. Þessi tilvitnuðu um- mæli eru tekin úr einni af mörgum ágætum greinum Ólafs M. Jóhannessonar um ljósvakamiðla í Morgunblað- inu, nánar til tekið laugar- daginn 29. september. Þessi órð eru svo sannar- lega rétt og þau gilda ekki aðeins um sjónvarpsmenn, heldur fjölmiðlamenn yfir- ’ leitt. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að oft hitta fréttir og frásagnir sem sverðsstunga og saklausir verða oft fórnarlömb verka þeirra ekki síður en þeir seku, sem ætlunin var að hirta. Karlagrobb Ég vona að mér fyrirgefist það sem saklaust karla- grobb, þótt ég riíji upp aldar- fjórðungs gamla atburði, þegar sjónvarpið var í burð- arliðnum. Nær ailir þeir, sem hófu þar störf í upphafi, sóttu fræðslu sína til Evrópu, mestan part til Norðurland- anna, en einnig til Bretlands. Einn úr okkar hópi fór þó til Bandaríkjanna. Það var séra Emil Björnsson, verð- andi fréttastjóri. Hann hafði reyndar áður starfað lieiit ár í Bretlandi, þannig að hann var kunnugur sjón- varpsfréttum þar. Mér er það jafnan minnis- stætt þegar séra Emil talaði við okkur, „strákana sína“, þegar við vorum allir komnir heim. Honum var ægimáttur sjónvarpsins gagnvart ein- staklingnum mjög ofarlega í huga. Ofar en okkur, enda bandarískt sjónvarp mis- kunnarlausara gagnvart ein- staklingum en sjónvarp í Norður-Evrópu var þá. Okk- ur, „strákunum", fannst hann kannski á stundum gera full mikið úr þessu, og eins og oft vill verða voru ungir menn ógætnari en sá sem hafði meiri reynslu að baki. En smám saman síaðist þetta inn í okkur, þó ekki slysalaust. Mér er til dæmis jafnan í minni ein frétt sem ég skrif- aði með mynd af slysi, þar sem ökumaður varð fyrir því óláni að aka á ungling á gangbraut. Ég leyfði mér að dæma ökumanninn í frétt- inni og birti mynd af bifreið hans. Ég minnist þess að séra Emil sagði þá við mig sömu orð skáldsins og Ólafur vitnaði til um aðgát í nær- veru sálar. Mér fahnst þetta þá smámunir og var hinn kotrosknasti, en satt best að segja er þetta ekki sú frétt úr mínu starfi sem ég er hreyknastur af, öðru nær. Mér er löngu orðið ljóst hve tilgangslaust það var að ata mann auri fyrir það sem fjöl- margir gera og sleppa með, og hve auðvelt vár að ná fram þeim hughrifum til varnaðar, sem ég vissulega var að reyna að ná, með allt öðrum hætti. Breyttir tímar Fyrirgefið að ég skuli vera að draga lítilfjörlegt atvik upp úr glatkistu áranna. í dag myndi enginn taka eftir slíkri frétt, né heldur þvi orðalagi sem ég notaði. En þá var öldin önnur og svona fréttamennska tíðkaðist ekki. Fréttamenn fyrir aldar- fjórðungi litu fyrst og fremst á það sem hlutverk sitt að skýra frá eins rétt og þeir vissu. Þeir voru augu og eyru neytandans og lögðu metnað sinn í að frásagnir þeirra væru nánast óumdeilanleg- ar, hvað sannleiksgildi varð- aði. Vissulega telja fjölmiðla- menn það enn skyldu sína að segja satt og rétt frá, en þeir telja sig ekki lengur skylduga til að vera hlutlaus- ir áhorfendur. Sumir virðast jafnvel telja sig eiga að dæma fyrir neytendur sína og rekja bæði orsakir og af- leiðingar þess sem frá er skýrt. Er slíkt svo sem í góðu lagi ef þekking er næg að baki og hlutiægt mat lagt til grundvallar, en eitthvað greinir menn nú á um að það sé ávallt gert. Af þessu öllu leiðir að fjöl- miðlamenn verða oft nokk- urs konar aðilar að máli. Þeir eru búnir að mynda sér og öðrum gijótharðar skoð- anir, sem þeir komast ekki frá frekar en Saddam frá Kúvæt, og eiga oft á tíðum erfitt með að varpa Ijósi á nýjar staðreyndir, ef þær koma upp í umræðunni. Þeir lenda inni í ritdeilum, ekki fyrst og fremst vegna frá- sagnar sinnar af atburðum heldur vegna túlkunar sinnar, sem oft byggist óneitanlega á skoðunum þeirra. Þær skoðanir geta byggst á lífsviðhorfum, til dqemis stjórnmálaskoðunum, en þær geta líka byggst á upplýsingum, réttum eða röngum. Auknar kröfur Þróun verður ekki stöðv- uð, hvað þá snúið við. Fjarri mér er líka að boða nauðsyn afturhvarfs í ijölmiðlun. Én hin nýja stefna gerir miklar kröfur til þ'ess fólks sem starfar við ljölmiðlun. Það gerðu hin eldri viðhorf einn- ig, en meiri ábyrgð hvílir á herðum þeirra sem.dæma en bara segja frá. Ég held að mörg slæm óhöpp hafi orðið í þróuninni bæði hér og er- lendis, en þau eiga að verða til þess að læra af þeim. Og orð þjóðskáldsins um þörf á aðgát í nærveru sálar eru jafn gullvæg og þegar þau voru fyrst sögð. Magnús Bjarnfreðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.