Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 21

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 21
FÖLK „Á tali“ í nýjan búning ■Hermann Gunnarsson verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu með þátt sinn „Á tali“ á miðvikudags- kvöldum í vetur og verður fyrsti þáttur hans á dagskrá fyrsta mið- vikudag eftir fyrsta vetrar- dag. Það mun vera miðviku- dagurinn 31. október. Hermann hefur skemmt sjón- varpsáhorfendum síðustu tvo vetur með glensi og gamni og hefur þátt- ur hans mest megnis verið með svip- uðu sniði frá upphafi. I ár mega áhorfendur hins vegar búast við áherslubrejdingum. Ný leikmynd og aðrar hugmyndir verða pússaðar upp auk þess sem umgjörðin verður önn- ur, að sögn Sveins Einarssonar dagskrárstjóra Sjónvarps. Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar mun eftir sem áður sjá um hljómlist- arflutningin í þáttunum, en sú sveit hefur verið Hermanni til halds og trausts í þáttum þessum frá upphafi. Hinsvegar mun Egiil Eðvarðsson taka við dagskrárstjórninni úr hönd- um Björns Emilssonar. Áramótaskaup í höndum Andrésar Sigurvinssonar ■ Andrés Sigurvinsson hefur ver- ið ráðinn sem leikstjóri Áramóta- skaups Sjónvarpsins 1990 og mun þetta vera í fyrsta sinn sem hann tekur sér það fyrir hendur. Að sögn dagskrár- stjóra Sjón- varpsins ríkir algjört leynd- armál um efni skaups- ins og verða allir þeir, sem nálægt því koma, að innsigla varir sínar. Und- irbúningur er á frumstigi, en ætlun- in er að safna og semja efni í októb- ermánuði þannig að tökur geti haf- ist í nóvember. Björn Emilsson kemur til með að stjórna dagskrárgerð Áramóta- skaupsins. Auk þess hefur hann með höndum annað stórt verkefni sem framundan er á vegum Sjón- varpsins og það er bein útsending vegna 60 ára afmælishátíðar Ríkisútvarpsins sem áætluð er í desembermánuði. Nýir menn á DY ■Á DV gætir þessa dagana nokk- urra mannabreytinga, en eins og fram hefur komið hefur blaðið misst tvo af sínum blaðamönnum yfir á Pressuna sem eru þeir bræður Gunnar Sniári Egilsson og Sigur- jón M. Egilsson. Þá hefur Sigurður Már Jónsson verið ráðinn af DV yfir á Bylgjuna. í stað þeirra hef- ur Kristján Ari Arason verið ráð- inn til blaðsins. Sá er sálfræðingur að mennt og starfaði áður sem blaðamaður á Þjóðlífi. Um næstu mánaðamót tekur Isak Sigurðsson einnig til starfa sem blaðamaður DV. Hann hefur að vísu setið þar áður á blaðamannabekk, en hefur nú um nokkurt skeið unnið sem framkvæmdastjóri Bridssambands- ins. Þá hefur Helga Guðrún Eiríks- dóttir gengið til liðs við DV, en hún var blaðamaður á ísafirði auk þess sem hún gegndi fréttaritarastarfi DV þar í bæ. Óráðið er í einn blaða- mannabásinn hjá DV ennþá, en von- ir standa til að það fyllist fljótt og vel. MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR éÚNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 C 21 Einar Karl Daði Tvöföld Athygli ■ATHYGLI hf. fjölmiðlafyrirtæki þeirra Guðjóns Arngrímssonar og Ómars Valdimarssonar er að færa rækilega út kvíarnar og hefur nú ráðið til sín tvo nýja starfsmenn, sem hefur í för með sér tvöföldun á mannafla fyrirtækisins. Nýju starfsmennirnir eru Einar Karl Haraldsson og Daði Friðriksson. Einar Karl er einn af kunnustu og reyndustu fjölmiðlamönnurn landsins. Hann var m.a. fréttamað- ur á Útvarpinu og umsjónarmaður útvarpsþátta um árabil, ritstjóri Þjóðviljans og nú síðustu fimm árin hefur hann verið búsettur í Stokkhólmi, þar sem hann hefur ritstýrt tímaritinu Nordisk Kon- takt. Daði Friðriksson er 23ja ára með próf í alþjóðaviðskiptum frá Banda- ríkjunum. Hann hefur á undanförn- um árum stundað ýmis sölu- og kynningarstörf með náminu, nú síðast hjá Italska verslunarfélag- inu hf. Daði er jafnframt markaðs- stjóri hjá útgáfufyrirtækinu Fram- tíðarsýn hf. Efnistengdar ritstjórn- ir taka völdin á Rás 1 Tvær deildir Ríkisútvarpsins, fræðslu- og skenmitideild og barna- og unglingadeild, hafa verið lagðar niður. í staðinn hafa verið tekn- ar upp fjórar ritstjórnir sem hver samanstendur af liópi dagskrár- gerðarmanna sem er ætlað að sjá uin ákveðinn tíma í dagskrá Rásar 1 og ber sá hópur ábyrgð á dagskránni að öllu leyti, bæði hvað varðar efni og aðferð. Ritstjórnirnar eru efnistengdar þannig að dagskráin verður markvissara uppbyggð en áður. Hlustendur ættu því að geta gengið að ákveðnu efni á vissum tímum. Morgunútvarpið er í umsjá þeirra Soffíu Karlsdóttur og Þorgeirs Ólafssonar frá klukkan 7 til 9 á morgnana. Þá tekur árdegis- útvarp við til klukkan 12, en rit- stjóri þess er Bergljót Baldursdótt- ir. Þar kemur Jónas Jónasson inn með nýjan þátt sem ber nafnið „Af hveiju hfingirðu ekki“. Einnig munu þau Ólafur Þórðarson og Sigrún Björnsdóttir taka á móti gestum í „Laufskála“ á milli kl. 9 og 10. Hádegisútvarp verður frá kl. 12 til 13.30 og þar verður að finna pistla um viðskipta- og markaðsmál og aflabrögð svo dæmi séu nefnd. Ævar Kjartansson er ritstjóri miðdegisútvarps sem nær frá kl. 13.30 til 16. I miðdegisútvarpi kennir efnis fyrir fólk sem hefur góðan tíma til að hlusta, m.a. má nefna miðdegissöguna, leikrit, bók- menntaþætti og svipmyndir af lista- og fræðimönnum. Ragnheiður Gyða 'Jónsdóttir er ritstjóri síðdegisútvarps sem stend- ur frá kl. 16 til 18. Spjallað verður við fólk á förnum vegi og hún fær til liðs við sig þá Ara Trausta Guð- mundsson og Illuga Jökulsson í fræðsluþætti milli kl. 17 og 18 sem bera heitið „Vita skaltu“. Þátturinn „Hér og nú“ hefur verið færður frá laugardögum yfir á virka daga og hefst sá þáttur kl. 18 og verður eftir sem áður í umsjá fréttastof- unnar. Á hveiju virku kvöldi frá 20 til 22 verður á dagskrá tónlistar- útvarp Rásar 1 sem er ein merk- asta nýjungin í dagskránni. Ætlun- in er þar að reyna að útvai-pa beint frá sem flestum tónleikum. Af öðr- um nýjungum má nefna þátt á mánudagskvöldum í umsjá Þórarins Eyfjörð. í þáttum sínum fjallar hann um lífsviðhorf og áhugamál ungs fólks, sem stendur á tímamót- um. Á fimmtudagskvöldum mun svo Jón Ormur Halldórsson stjórn- málafræðingur ræða við hugv- ísindamenn Háskóla íslands. „Við leggjum mikið upp úr fjöl- breytni á virkum dögum, en kvöldin höfum við hugsað okkur undir held- ur sértækari þætti. Menningar- og skemmtiefni er uppistaðan í helgar- dagskránni á það að höfða til allra aldurshópa," segir Margrét Odds- dóttir, dagskrárstjóri Rásar 1. Að sögn Margrétar hafa þessar skipulagsbreytingar hvorki fækkun fasts starfsfólks í för með sér né teljandi kostnaðarauka. Þó væri um einhveijar tilfærslur fólks að ræða. Farið var að vinna eftir þessum nýja dagskrárramma sl. mánudag. Margrét segir að allir starfsmenn Rásarinnar sem að dagskránni koma hafi tekið þátt í mótun nýrrar Rásar 1. Hins vegar værí það vitað mál að breytingar tækju alltaf tölu- vert á í bytjun. Þó stuttur tími sé liðinn frá því að ný Rás 1 hóf göngu sína, hafi hún ekki orðið vör við nema jákvæð viðbrögð. . M \ l' 1 '1 1.660,- Víknn 14.-18. okt. Vikan 7.-U.okt. Matseóill fra kl. 18 Matseðill fró kl. 18 Grafnar viliigæsabringur á kryddjurtabeði Pönnusteiktur smokkfiskur í hvítlaukssósu Sítrónuískrap Kampavínskrap Roastbeef með bearnaisesósu og smjörsteiktu grænmeti Léttsteiktar villigæsabringur með eplasalati og villibráðarsósu Piparmyntusouffle Tvær tegundir af ís með heitri apr^tósusósu. Borðapantamr ísima

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.