Morgunblaðið - 07.10.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 07.10.1990, Síða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 MYNDLIST/Ofmargar, ofstuttan tímaf MYNDLIST íMÁNUÐ ÍSLENDINGAR hrósa sér oft af því að vera skorpufólk á öllum mögulegum sviðum; allt skal gert á eins stuttum tíma og hægt er, og vandvirkni og hagkvæmni má oft lúta fyrir afköstunum. Þessi sérkennilegi þjóðarlöstur kemur einnig fram í menningarmálum landsmanna, og er besta dæmiðum það eflaust bókaflóðið sem skell- ur á fyrir hver jól í landinu. Þetta gerist einnig í myndlistinni, þó færri taki eftir, og þar sem bylgjan á þessu ári er farin af stað, er rétt að Iíta á afleiðingar hennar í örlítið víðara samhengi. Myndlistin birtist landsmönnum í ákveðnum vertíðum; líkt og bókmenntimar. Þannig er sumarið tími yfírlitssýninga og kynninga, gjaman á íslenskri list almennt, eða á einstökum lista- mönnum sem ann- ars er hljótt um. Þannig hafa sölu- sýningarsalirnir þann ágæta sið að hafa þá blandaðar hópsýningar, Listasafn íslands almenna sýningu á verkum í eigu safnsins eða kynn- ingu á eriendum listamanni, Kjarv- alsstaðir sýna verk Kjarvals, og Norræna húsið hefur um nokkurra ára skeið kynnt einn íslenskan lista- mann á hverri sumarsýningu. í september hefst síðan vertíðin, og stendur sleitulaust fram í síðari hluta nóvember, en þá hægist nokk- uð um fram yfir hátíðamar. í síðari hluta janúar fer myndlistin af stað aftur, og nær sýningarhald'oft há- marki í mars/apríl, en dofnar aftur eftir páska. Vorsýningar frá lista- skólunum em oft síðasti viðburður vertíðarinnar, en á Listahátíðar- ámm lengist hún auðvitað. Listunnendur gleðjast að sjálf- sögðu yfír nægu framboði af mynd- list, og aðsókn á sýningar ber þess merki að þessu fólki fer sífellt fjölg- andi. En því verður ekki mótmælt, að mestu sýningartímabilin fylla menn einnig örvinglan, þvi að bylgj- an er orðin of stór. Hér er auðvelt að benda á tölur: Samkvæmt fljótlegri talningu vom nærri þijátíu sýningar í boði á höfuðborgarsvæðinu einhvern tíma frá upphafí til loka september- mánaðar. Til að sjá þær allar þurfti listunnandinn því að fara á eina á dag - eða á sex hveija helgi, en það er sá tími sem fiest vinnandi fólk getur best skoðað myndlist. Fjöldi verka á hverri sýningu er skiljanlega mismunandi (t.d. frá þremur verkum á lítilli einkasýn- ingu upp í rúm eitthundað og sextíu verk' á yfírlitssýningu Svavars Guðnasonar), en ef reiknað er með að meðaltalið sé nálægt fjörutíu, voru milli ellefu og tólf hundruð listaverk hengd upp eða sett á stall á tímabilinu. Er þetta ekki of mikið? Þó að einhveiju kunni að skeika í þessum tölum er það orðin staðreynd, að framboð myndlistar í þessum eina mánuði var slíkt, að það em vænt- | anlega fáir sem geta með sanni sagt að þeir hafi náð að kynna sér þetta allt. Þessu verður örugglega líkt farið næstu mánuði, og þannig áfram út veturinn. Afleiðing sýn- ingarskorpu af þessu tagi verður einfaldlega sú, að þeir verða sífellt færri, sem hafa einhveija yfírsýn yfír sviðið, en þeim fjölgar að sama skapi sem einungis fylgjast með þeirri myndlist sem þeim er kær. - En hvað er til ráða? Þessar mörgu sýningar stóðu mislengi, og þar er komið að atriði sem þyrfti að endurskoða. Það er misjafnt eftir stöðuni hver sýning- artíminn er; stystur hefur hann verið tíu dagar, en algengt er sext- án til átján daga sýningartímabil. (Yfirlitssýning Svavars Guðnasonar stendur í einar sex vikur, en það er auðvitað undantekning.) Þetta er í flestum tilvikum of stutt til að nýtast öllum. Myndmenntakennar- ar hafa takmarkað svigrúm til að skipuleggja ferðir nemenda sinna á sýningar, og umræða í formi gagn- rýni og kynninga er ef til vill aðeins að komast í gang rétt áður en sýn- ingartímanum er lokið; þeir sem vilja sjá verkin fyrir hvatningu slíkrar umræðu hafa því fáa daga til að gera það. Það yrði mikið til bóta ef sýning- artímabilin yrðu almennt lengri en nú er, t.d. tuttugu og þrír dagar (þ.e. fjórar helgar), og að þau yrðu samræmd milli helstu sýningarstað- anna, þannig að ekki opnuðu allir á sama tíma. Með þessu mundi sýningum ekki endilega fækka, heldur mundu þær dreifast jafnar og þá yfir lengri tíma, sem gerði einnig mögulegt að hafa alla um- fjöllun og kynningu jafnari og reglulegri; skorpuvinnubrögðin mundu hverfa. Það er ekki líklegt að allir taki vel í slíka jöfnun, og þeir eru marg- ir sem virðast þrífast best í skorpu- mennsku af einu eða öðru tagi, myndlistarmenn sem aðrir. En sú vertíðarhugsun sem þetta byggir á mun hverfa fyrr en síðar, hvað sem hver segir. í sjávarútvegnum er þetta búið að vera; takmörkun afla hefur leitt til skynsamlegri veiða og jafnari nýtingar, og vertíðir til- heyra sögunni. I myndlistinni kem- ur einnig að því, að menn sjá að það er meira vit í að jafna sýningar- hald en að ofbjóða listunnendum með því að hvolfa yfir þá fimm til sex nýjum sýningum á hverri helgi í lengri tíma; þá hætta þeir einfald- lega að koma. ... nærn þrjátíu sýn- ingar í boði í septem- ber... eftir Eirik Móksson BOKBDUKA UTSALA HEFST Á MÁNUDAG • Straufríir borðdúkar • Straufríir blúndudúkar • Heklaðirdúkar • Flauelslöberir og dúkar • Jólavara frá ífyrra, jólasvuntur • og margt fleira 15% til 40% afsláttur póstsendum Uppsetniitgabúðin, VISA' Hverfisgötu 74, sími 25270. EINBYLIS- 0G RAÐHUSALOÐIR Setbergshlíð í Hafnarfirði SH VERKTAKAR óska eftirtilboðum í 8 einbýlishúsalóðir og 2 raðhúsalóðir í hinu eftirsótta Setbergslandi í Hafnarfirði. Einstakar útsýnislóðir. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 18:00 mánudaginn 15. október. Útboðsgögn og allar nánari upplýsingar fást á söluskrifstofu okkar. I SH VERKTAKAR SÖLUSKRIFSTOFA, STAPAHRAUNI4, HAFNARFIRÐI, SÍMI652221 BLÚS/jBorgar sig ad henda 'plötuspilaranumf GEISLA VÁ GEISLADISKURINN hefur yfirleitt ekki átt upp á pallborðið hjá blússöfnurum, enda mun dýrari en vínylplata og blús sá sem gefinn hefur verið út á diskum iðulega léttvægur og ætlað að ná til rokk- og poppáhugamanna. Nú er þó vá fyrir dyrum, því helstu blúsút- gáfufyrirtæki Bretlands og Bandaríkjanna hafa ákveðið að hætta að gefa út vínylplötur; framvegis verður allt á diskum. Sigurganga geisladisksins síðustu ár hefur ráðist af mörgum þáttum og þeim ekki sístum að útgefandi hagnast mun meira á geisladisk en plötu, enda er ódýrara að framleiða disk, en hann seldur á 30-50% meira en vínylplata. Fyrir stuttu lýstu bresku fyrirtækin Ace, Charly, Demon og Flyr- ight, sem hafa verið helstu endurútgáfufyrirtæki á blús og gömlu rokki, að þau hygð- ust eingöngu gefa út tónlist á geisladiskum framvegis og sum þeirra tóku til við að nema úr list- um fjölmarga titla, sem óvíst er hvort munu birtast aftur á diskum. í Bandaríkjunum var það Arhoolie, sem gefið hefur út grúa af blúsplötum sem tilkynnti að framvegis kæmu bara diskar frá fyr- irtækinu, um leið og 20-30 titlar voru strikaðir út og bú- ast má við að fleiri fyrirtæki bætist við á næstunni. Víst eru þetta slæm tíðindi fyrir blús- safnara, en fela í sér vissa huggun, því næstu vikur verður hægt að kaupa vægu verði þær plötur sem strikaðar voru úr útgáfulistum (yfirleitt um 50% ódýrari). Til lengri tíma litið þýðir þetta þó töluverðan útgjaldaauka, vilji menn' halda áfram að fylgjast með. Einn iðnasti bússafnari hérlend- ur er Ingimundur Magnússon við- skiptafræðingur, sem á á milli 2-3.000 plötur. Hann sagðist ekki eiga diskaspilara og ekki hyggjast kaupa sér slíkt tæki á næstunni. Ingimundur sagðist þó hafa velt fyrir sér að kaupa spilara og hann hafi fengið lánaðan geislaspilara, en ekki líkað. Hann sagði greini- legt að fyrirtæki þau sem hætt hefðu að gefa út vínyl væru að reyna að ná til yngri safnara, ekki síður en freista eldri safnara til að kaupa titla sem þeir eigi fyrir á vínyl. Ingimundur sagðist fá tvær plöt- ur á verði eins geisladisks og því ekki í vafa hvort hann kysi en sagði þó að svo myndi líklega fara að hann keypti sér geislaspilara, enda stefndi í að erfítt yrði að fá vínylplöt- ur á næstu mánuð- um. Hann tók undir að framundan væru góðar stundir hjá vínylsöfnurum þeg- ar plötur sem strik- aðar hafa verið út úr útgáfuskrá yrðu falar fyrir lítið fé og sagðist þegar vera farinn að nýta sér slík tilboð. eftir Árno ■Motthíosson Ingimundur Magnússon Góðar stundir framund- an.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.