Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ MINIVIINGAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 Leifur Ásgeirsson prófessor - Minning Hniginn er til foldar einn af virt- ustu og merkustu brautryðjendum mennta og vísinda á íslandi, þessa viðburðaríku öld. Ég harma hug- heilan og einstæðan vin. Dr. Leifur Ásgeirsson prófessor, kvaddi fyrir fullt og allt 19. ágúst síðstliðinn. Hann fæddist 25. maí 1903, á Reykjum í Lundarreykjadal, sonur hjónanna Ásgeirs bónda Sigurðs- sonar og konu hans, Ingunnar Dan- íelsdóttur kennara. Leifur kvæntist sæmdarkonunni Hrefnu Kolbeins- dóttur. Böm þeirra eru Kristín og Ásgeir. Hér munu ættir Leifs ekki raktar eins og vert væri, né sér- stæður æviferill hans, enda hafa aðrir orðið til þess, að nokkru leyti. Ættarrætur hans lágu aðallega í Borgarfirði og Vestur-Húnavatns- sýslu. Þætti mér ekki ólíklegt að til langfeðga Leifs mætti telja víkingana Ingimund gamla, er þótti göfugastur allra landsnámsmanna, og skáldið Egil Skallagrímsson, auk kynborinna írskra leysingja. Ólafur Ólafsson, fyrst prestur á Lundi í Lundarreykjadal og síðar prófastur í Hjarðarholti, telur í æviminningum sínum föðurföður Leifs til annars af tveimur merk- ustu bændum í sókn sinni, prýðilega greindan, og fróðan bókasafnara. Mun sjaldgæft hafa verið í þá daga, að bændur landsins ættu álitlegt bókasafn. Er skemmst frá því að segja, að meðal ættmenna Leifs er margt afburða menningarfólk að finna. Sjálfur var hann hinn vænsti maður og margt til lista lagt, fékkst meðal annars við ljóðagerð og smíðar, auk kennslu og vísindaiðk- ana. En hann var enginn hávaðamað- ur og auglýsti ekki athafnir sínar og afrek. Leifur var hár vexti, miðað við samtíðarmenn, karlmannlega byggður, höfuðstór og breiðleitur nokkuð, með enni mikið og bjart, sem margir hugsuðir. Hárið var þétt og ræktarlegt og hrökk. Fyrr- um var það dökkt, en síðar grá- hvítt, er aldur færðist yfir. Áber- andi skörp, móleit augu lágu undir myndarlegum brúnum, athugul, eins og aldrei færi neitt framhjá þeim. Svipurinn var fastúðlegur og drengilegur í senn, og framkoman öll einkenndist af öryggi og yfir- burðum, án hroka. íslendingar hafa löngum dáðst að gáfumönnum, jafnvel þótt margir þeirra væru mestu gallagripir, dramblátir rudd- ar og ribbaldar. En um höfðingja einn á þjóðveldisöld var sagt að hann hafi verið bæði „vitur maður og góðgjarn". Þannig mætti og lýsa Leifi. — Hann var ofstopalaus mað- + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, KRISTINN GUÐJÓNSSON, Víðimel 55, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. október kl. 13.30. Sigurveig Eiríksdóttir, Rannveig Hrönn Kristinsdóttir, Guðrún Drífa Kristinsdóttir, Kristín Mjöll Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN JÓHANNSSON fyrrverandi vegaverkstjóri, Bólstaðarhlíð 6, Verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 13.30. Jóna S. Jónasdóttir, Guðni P. Kristjánsson, Alda Ingvarsdóttir, Kristján Kristjánsson, Ebba Arngrímsdóttir og barnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐURBOGASON frá Flatey, Rauðalæk 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Ólöf Guðbrandsdóttir, Grétar Þórðarson, Katrin Jónsdóttir, Bogi Þórðarson, Ólöf Einarsdóttir, Bryndís Þórðardóttir, Einar Stefánsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir, dóttir og stjúpdóttir, Ó. P. ANNA HALLGRÍMSDÓTTIR, Erluhólum 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 9. október kl. 13.30. Hreinn Sumarliðason, Sigurlína Hreinsdóttir, Reynir Hilmarsson, Ágústa Hreinsdóttir, Sigurður Ómar Sigurðsson, Jóna Margrét Hreinsdóttir, Sigurður Baldvin Sigurðsson, Hallgrimur G. Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir og barnabörn, og fyrir hönd systkina og fóstursystkina. ur og gæddur ríkri réttlætiskennd. Ég er sannfærður um að Leifur ól aldrei með sér, það sem einkum eitrar mannlífið öfund og illvilja. í heiðríkum og heilbrigðum huga er ekkert rúm fyrir siíkar kenndir. Leifur unni heitt landi sínu og þjóð og vildi að íslenzki kynstofninn héldi sér, og menningu sinni, en hóf hann þó aldrei til skýjanna, sem um eitthvert guðsútvalið lið væri að ræða. Þjóðernisrembingur og fordæming á mönnum, eða þjóðum, var honum víðsfjarri. Liðið er nú hátt á fjórða áratug síðan ég fyrst kynntist Leifi Ás- geirssyni. Hann var þá í boði kollega sinna við Kaliforníuháskóla, og þegar þekktur fyrir framlag sitt á sviði stærðfræðivísinda. Einn sólbjartan hátíðisdag í Berkeley tók hann þátt í litríkri skrúðgöngu háskólakennara í skikkjum með skotthatta á höfði. En ekki var akademískum rembingi fyrir að fara, eins og stundum fylg- ir lærðum mönnum sem langt hafa komist. Við íslenskir námsmenn í Kali- forníuháskóla vorum stoltir af þess- um landa okkar, en hann kom fram við okkur eins og við værum skóla- systkin hans. Mig furðar á því hve mikinn áhuga og skilning hann sýndi mannfræðirannsóknum mínum og fyrirætlunum, á íslandi. Til dæmis virtist það vera honum jafnmikið kappsmál og mér sjálfum, að ýmis einkenni manna eftir héruð- um og ættum á Islandi yrði könnuð áður en allt rynni saman í Reykjavík, eða öðru þéttbýli, í eina kös. Hann sá bæði sögulega og líffræðilega þýðingu þeirra rann- sókna sem ég hafði verið að puða við allmörg ár og hafði af því áhyggjur hvernig hægt væri að tryggja framhald þeirra. Og Leifur lét ekki deigan síga. Meðan ég var enn erlendis við nám í ýmsum há- skólum og mannfræðistörf hér og þar, virkjaði hann vísa menn til stuðnings starfsemi minni á Fróni, án þess að ég hefði hugmynd um fyrr en löngu síðar. Ásamt nokkrum öðrum braut- ryðjendum innan Háskóla íslands og fleira heiðursfólki úr öllum átt- um gerðist Leifur svo einn af áhugasömustu stofnendum ís- lenska mannfræðifélagsins og nokkrum árum síðar varð hann einn af fremstu baráttumönnum fyrir því að koma Mannfræðistofnun Háskóla íslands á fót. Lét hann sér ávallt annt um þessar stofnanir og vildi efla þær til framtíðar. Ég minnist margra funda með Leifi hjá mér eða honum, í íslenska mannfræðifélaginu og Mannfræði- stofnun háskólans. Hann gekk allt- af beint og útúrdúralaust til verks, og var ætíð málefnalegur og hrein- skilinn í umræðum. Hann var eldfljótur að gera sér grein fyrir kjarna hvers máls, þótt hann væri ekki sérfróður í því. Það var reyndar hressilegt að ræða við slíkan mann um hvað sem var. Og ég fór jafnan ríkari og bjart- sýnni af fundi hans. Leifur var heiðursfélagi íslenska mannfræðifélagsins. Við félagar hans þökkum þann stóra þátt sem hann átti í starfi félagsins, frá upp- hafi, og Mannfræðistofnun Háskóla íslands minnist einnig „guðföður" síns, með miklum söknuði. Stjórnir ofannefndra stofnana votta að- standendum Leifs djúpa samúð. En þótt Leifur sér horfinn sjónum okkar mun fordæmi hans og leið- sögn ekki gleymast þeim, sem báru gæfu til að kynnast honum, lífsstíl hans og skoðunum. Einbeittur en yfirlætislaus stóð þessi stóri svip- sterki maður eins og klettur úr hafi mannlífs, hvar sem hann var og fór. Andi hins hreinlynda baráttu- manns eggjar enn til dáða þá sem eftir standa og fram vilja halda. Á meðan ísland elur slíka menn verður þar alltaf von um góða tíð. Jens Ó.P. Pálsson Minning: Margrét Bjamadóttir frá Miðvík í Aðaldal Hún amma mín er dáin og lang- ar mig til að minnast hennar í fáum orðum. Hún fæddist í Efri-Miðvík í Aðalvík 14. maí 1895. ' Foreldrar hennar voru Sigríður Kristjándóttir og Bjarni Þorsteins- son. Þau bjuggu fyrst í Efri-Miðvík hjá foreldrum Bjarna en fluttu síðan í Þverdal er amma var barn og bjuggu þar fáein ár. Eftir það fluttu þau í Neðri-Miðvík, sem var tvíbýli og á öðrum bænum bjuggu foreldr- ar Sigríðar, og til þeirra fluttu þau. Amma giftist Guðmundi Halldórs- syni 1916, er bjó þá á hinu býlinu í Neðri-Miðvík hjá foreldrum sínum, og varð heimili þeirra þar. Þeim varð 9 barna auðið, en misstu 3 við fæðingu. Þau sem eftir lifa eru; Laufey, Sigríður, Halldór, Bjarn- veig, Kristján og Ingibjörg Sólrún. Niðjar þeirra telja í dag tæpt 100 manns. Guðmundur lést 1973. Aðalvíkin er falleg sveit og ég veit að það hefur verið þungbært fyrir afa og ömmu að hverfa það- an, eins og aðra Aðalvíkinga er fluttu burt þegar ekki var lengur búandi þar sökum einangrunar og atvinnuleysis. Þau höfðu flutt sig um set og flutt að Látrum í Aðalvík í von um betri afkomu og byggðu sér þar bæ, sem var tiltölulega nýtt hús er þau fluttu frá Aðalvík. Ég minnist þess sem barn að amma talaði oft um sveitina sína er hún hafði aldrei kost á að heim- sækja aftur eftir að hún hvarf það- an. Þau fluttu fyrst til Bolungarvík- ur og síðan til Reykjavíkur 1950. Ég átti þess kost að heimsækja bæinn þeirra í Aðalvík áður en allt var horfið er minnti á fólkið er þar hafði búið, því margt varð að skilja eftir er flutt var þaðan. Það var ólýsanleg tilfinning að standa í eldhúsinu hennar ömmu, með ýmislegt smádót ennþá á hill- unum eins og hún skildi við það. Það var ómetanlegt fyrir borgar- barn að fá örlitla innsýn inn í heim forfeðra sinna. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, FINNS HERMANNSSONAR, Vesturbergi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki MS heimilisins, heimahjúkr- unar og Landakotsspítala fyrir góða umönnun undanfarin ár. Ágúst Finnsson, Einar Finnsson, Ásdís Finnsdóttir, Gunnar Finnsson, Bjarghildur Finnsdóttir, og barnabörn. Svandís Eyjólfsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Kjartan Hjartarson, Helga Bjarnadóttir, Skúli Bjarnason + Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu INGUNNAR JÓNASDÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavík. Kristbjörg Helgadóttir, Þóra Helgadóttir, Jónas Helgason, Gísli Helgason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Amma mín varð langlíf og veit ég að hún er þakklát hvíldinni sem hún þráði svo mjög síðustu árin. Mér er svo minnisstæð orðin hennar er hún sagði oft „er það nokkur meining að láta mann sitja svona aðgerðalausan allan daginn“ og meinti hún þá að betur væri ef hún væri komin til guðs og gæti gert eitthvað gagn þar, heldur en að sitja hér í líkama er var farin að gefa sig og ekki lengur til stór- ræða. Einmitt þetta lýsir henni ömmu minni best, henni féll aldrei verk úr hendi, ég man hana ekki öðruvísi en önnum kafna við eitt- ’nvert verk, annað hvort í eldhúsinu, að sulta rabarbara eða kæfu, úti í garði að hlúa að garðinum sínum eða er hún settist niður við að pijóna. Hún virtist hafa ótæmandi orku og sá okkur barnabörnunum hennar sem og sínum börnum fyrir sultu, kæfu og pijónalesi löngu eft- ir að hún varð háöldruð. Hún var einstök atorkukona, og ég hef alltaf verið stolt af því að bera nafnið hennar, þó ég viti að ég geti aldrei orðið eins og hún var, kenndi hún mér margt, eins og það að gefast ekki upp þó á móti blási. Ég minnist svo brossins hennar þegar mér fannst eitthvað erfitt. Það lýsti bæði kímni og blíðu, það fólst í því umburðarlyndi og viska. Mér fannst það segja mér, þú átt eftir að sjá að þetta er ekk- ert erfitt, reyndu bara. Nú er amma komin til guðs og ég veit að hún er þegar farin að starfa þar, og þá veit ég að hún er ánægð og þannig vil ég að við minnumst hennar og þökkum guði fyrir miskunn hans. Margrét Sölvadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.