Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990- C 29 Ragnar Emilsson arkitekt - Minning Það er svo undarlegt hvernig tíminn líður. Það er ósköp stutt síðan ég sat aftur í stóra bláa jepp- anum hans Ragnars. Ég sat við gluggann, horfði á fólkið, húsin, garðana og bílana líða fram hjá. Eg spáði í framtíðina, reyndi að gera mér í hugarlund hvernig allt yrði. Ég hlakkað til að verða stór og geta ráðið mér sjálf. Það eru tíu ár síðan þetta var. Einhvern veginn tókst mér að eld- ast. Það gerðist miklu hraðar heldur en ég átti von á. Heimurinn lítur nú allt öðruvísi út en forðum. Hann er alls ekki eins og ég hafði ímynd- að mér. Fráfali Ragnars var ekki innj í myndinni. Ég hef þekkt Ragnar frá því að ég man fyrst eftir mér. Hann hefur verið einn af þessum föstu, 'sjálf- sögðu punktum í tilverunni. Þegar ég hugsa um bláa jeppann standa tóman úti á götu, þá fínnst mér svo ótrúlegt að Ragnar skuli ekki vera til staðar til að keyra hann. Bíl- stjórasætið er tómt, svo undarlega tómt. Ragnar var góður fjölskylduvin- ur. Hann var heilmikið í hesta- mennsku og reyndist hjálplegur þegar fjölskyldan prófaði sig áfram á þeirri braut. Hann var alltaf reiðu- búinn til að hjálpa þegar þörf var á. Hann var skemmtilegur og skart- aði óvenjulegri kímnigáfu. Hann hafði þessa sérstæðu djúpu rödd sem skar sig ávallt úr fjöldanum, rödd sem erfitt er að gleyma. Hann var ekki maður sem sýndi tilfinn- ingar sínar, en það mátti lesa þær úr verkum hans. Ég man eitt sinn að ég var að fara yfir eina bóka- hrúguna sem koma átti fyrir í geymslunni. Ég rakst á bók sem vakti forvitni mína. Hún var stærri en allar aðrar. Þetta reyndist vera eldgömul teiknimyndabók. Hún var slitin og sundurtætt, blöðin rifin og upplituð. En fremst var skrifað með fallegri og stílhreinni skrift, stafirn- ir stórir og dansandi: „Til Svövu ...“ Það skein svo mikil hlýja úr jafn fábreyttum orðum að ég var agndofa. Þarna birtist mér ný hlið á manni, manni sem ég taldi mig þekkja svo vel, viðkvæm og hlý. Þetta var jólagjöf frá Ragnari til mömmu. Tíminn hegðar sér undarlega. A morgnana er hann svefndrukkinn og flýtir sér hægt, um miðjan dag- inn er hann í kappi við sjálfan sig. Hann gefur og tekur í senn. En það er sumt sem fær staðist tímans tönn. Það eru tilfinningar og minn- ingar. Rétt eins og með stafina sem stóðu hreinir og skýrir í gamalli slitinni bók, þá mun minningin um Ragnar lifa í hjarta mínu. Hrund Olöf Andradóttir Minning: Fjóla Jóhannsdótt- irfrá Hlíðarlandi Hví er nú visnuð vangarós og viðkvæm stirðnuð mund? Hví er nú brostið brúnaljós er blikaði skært um stund? Hví er nú sofinn svipur hreinn og saklaust hjarta kalt? Ég veit það ei! - þú veist það einn sem veist í heimi allt. (K.J.) Kær vinkona, Fjóla Jóhannsdótt- ir er nú horfin sjónum. Ég fæ víst seint skilið þá almættishönd er slík högg greiðir. Mín kæra vinkona, hve margs er ekki að minnast frá okkar sam- eiginlegu stundum á Reykjalundi fyrir 2 árum. Er við fyrst hittumst og vorum þar samvistum í 4 mán- uði. Þó að kynnin yrðu ekki löng, þá bundumst við strax sterkum böndum. Böndum sem fólk binst oft er á við sjúkdóma að stríða, fólk sem skilur hvort annað. Þau bönd héldust fram til hénnar hinstu stunda er við spjölluðum um hinar mörgu hliðar mannlegs lífs og hún ræddi af slíku raunsæi og innri styrk að ég fór ætíð sterkari af fundi hennar. „ Hvarvetna gat Fjóla sér hið besta vitsorð og með sinni ljúfu og já- kvæðu framkomu vann hún hug allra þeirra er henni kynntust. Ekki síst þeirra er voru samferða okkur á Reykjalundi haustið 1988. En þar var háð hörð barátta um bætta heilsu, betra líf. Halla ég ekki á neinn þó ég segi að þar hafi Fjóla verið í forustu. Og hversu gott var að ýlja sér við heitan kaffisopa með henni eftir erfiðar göngur dagsins hvort sem úti var frost eða fjúk. Og er kvölda tók og húmið færðist yfir, þá urðum við aftur eins og telpur á heimavist er deildu saman sínum innstu þrám og draumum. Og enn er komið haust, óveðursskýið við sjóndeildar- hringinn nálgaðist, sólin skammtaði geisla sína. Fjóla gekkst undir mikl- ar og erfiðar aðgerðir, og hver slík aðgerð kveikti veika von í bijósti, von um að lífi hennar yrði bjargað. Hún kunni glögg skil á sjúkdómnum og'ræddi áhrif og möguleika af slíku raunsæi að enginn var þar af ósnortinn. En eigi má sköpum renna, mannlegur máttur náði ekki að bjarga lífi hennar. Hún bar höfuðið hátt uns yfir þyrmdi og helstríðinu lauk. Fjóla gengur ekki framar í þessu lífi, en bros augna hennar er minning, kær ' minning um yndislega konu og góð- an félaga. Megi Guð almáttugur veita hénni ró, en hinum líkn sem lifa. Svo gengur allt að guðs vors ráði, gieðin og sorgin skiptast á. Þótt vinur hnigi lík að láði og logi tár á hrelldri brá, þá huggar eitt, er aldrei brást, Við aftur munum síðar sjást. (Kristján Jónsson.) Þórhildur Sigurðardóttir. Blomastoja Fnöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig umhelgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. HVAÐ ER PARADOR ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi Þ.ÞORGRfMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrísmóum 9, lést í Landspítalanum 4. október. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Helgi Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR frá Gröf, Hvassaleiti 56, Reykjavik, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 11. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu,-er bent á Krabba- meinsfélag íslands. Kristinn Jónsson, Sigurborg Kristinsdóttir, Kári Valversson, Guðmundur Kristinsson, Íris Sigurðardóttir og barnabörn. .JrSato a® LEIKFIMI Nú er hafin hin vinsæla þrek- og teygjuleik- fimi í Breiðagerðisskóla. Æfingar miðaðar við alla aldurshópa. Upplýsingar í síma 40089 eftir kl. 19.00. Er meistariim þinn meistari? MEISTARA- OG VERKTAKASAMBAND BYGGINGAMANNA SKIPHOLTI 70 - 105 REYKJ AVÍK - SÍMI 91-36282 Birting afmælis- og minningargreina, Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á_2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á þvl vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- : ið. Sarna gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð og með góðu línubili. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu INGUNNAR JÓNASDÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavík. Kristbjörg Helgadóttir, Þóra Helgadóttir, Jónas Helgason, Gisli Helgason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Armanns JÓNSSONAR, Hraunbæ 124. Anna Benediktsdóttir, Diana Ármannsdóttir, Anna Dóra Ármannsdóttir, Brynjar Ármannsson, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.