Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 33

Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 C 33 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Elísabet Sigurgeirsdóttir sýnir Þór Magnússyni þjóð- minjaverði og Arna Björnssyni þjóðháttafræðingi eitt- hvað merkilegt í heimilisiðnaðarsafninu. Lærisvemn . 1 galdramannsins' iftirÁmaLaugdal litl» 3W61»vöröu»lllt ,, Mr. — en við n»n»n innih»ldlð « panma >P° þ»a mundi tenn.lega v»M» »» „ ■fnkaoleea Vísan ekki rétt Til Velvakanda. Arni Laugdal skrifar grein í Morgunblaðið 3. október sem bar fyrirsögnina Lærisveinn galdra- mannsins. Þar fer hann ranglega með vísu og einnig það hvernig hún er til komin. Vísan sem um er rætt varð til á búnaðarþingi fyrir 30 eða 40 árum. Þá var Bjarni Asgeirsson, formaður Búnaðarfélagsins að leita að Þorsteini Þorsteinssyni sýlsu- manni í Dalasýslu. Ragnar Ásgeirs- son ráðunautur var ritari búnaðar- þing. Bjarni spyr Ranar um Þor- stein sýslumann með þessari vísu: Hefurðu séð þijótinn þann, Þorstein Dalasýslumann, kom ég víða og hvergi fann, karl helvítis andskotann. Þá svaraði Ragnar um hæl. Sigmar Ólafsson á Brandsstöðum hefur smíðað nýjan rokk sem tengdur er við borvél. Sigmar fylgist með Guðrúnu Jónsdóttur á Hnjúki í Vatnsdal nota nýja rokk- inn í heimilisiðnaðarsafninu. Bölvaðu ekki Bjarni minn, bráðum vænkast hagurinn. Bráðum kannski kemur inn karl helvítis andskotinn. Gunnar Bjarnason Um hættur í umferðinm Til Velvakanda! Undirritaður vill leggja nokkur orð í belg um umferðarmál. Ég hef mikla reynslu af umferðinni sem gangandi vegfarandi. Helstu orsakir fyrir slysum eru margv- íslegar. Sérstaklega vil ég nefna tillitsleysi, fljótfærni, falska örygg- iskennd og klaufaskap við að stjórna bílum á réttan hátt. Þeir sem aka og hinir sem ganga yfir götu án þess að líta til hægri eða vinstri stofna sjálfum sér í tölu- verða hættu. Of hraður akstur teng- ist kæruleysi og er því oft afar ' hættulegur. Sérstök ástæða er til að vara við framúrakstri á götum borgarinnar. Eg vil ljúka þessari stuttu grein með því að vara gangandi fólk við að treysta of mikið á græna ljósið. Ég hef margsinnis séð bíla æða áfram, þótt grænt ljós sé á gang- brautum. Hef ég óljósan grun um að slys hafi orðið vegna þessa og þar hafi komið til aðgæsluleysi og fölsk öryggiskennd, sem er hættu- leg. Þorgeir Kr. Magnússon Landssíminn - Slæm mistök Velvakandi góður. ilefni þess að ég sest niður og festi þessa hugleiðingu mína á blað er lítið atvik sem henti mig | í júní síðatsliðnum. Þannig var að maðurinn minn fór út á land að vinna um tíma í sumar og var ég því svokölluð grasekkja á meðan. Nótt eina stuttu eftir að maður- inn minn fór vakna ég kl. 4.30 við | símhringingu. Ég staulaðist svefn- drukkin að símanum og þá heyri ég konurödd sem segir eitthvað á þessa leið: „Þetta er hjá Landss- ímanum — þú ert vakin samkvæmt beiðni.“ Ha, stundi ég, varla komin til meðvitundar, en sama röddin end- urtekur vélrænt sömu orðin og taldi ég því að þessi setning rúllaði áfram I af bandi og lagði tólið á. Ég hvarf inn í draumalandið á ný og þetta atvik hvarf út í afkima hugskots míns en var síðan dregið fram er ég fékk símareikninginn núna á dögunum. Þá kemur rukkun upp á 64,75 krónur fyrir að vekja Gunnar! Ég var komin í svolítið óþægilega aðstöðu. Hvaða Gunnar var vakinn á heimili mínu þegar eiginmaður minn var víðs fjarri! Sem betur fer. þá stendur hjóna- band mitt ekki á þeim brauðfótum að það þyldi ekki þessa atlögu Landssímans, en mér flaug í hug hvílík ábyrgð hvílir á herðum ykk- ar, kæra starfsfólk Landssímans. Það að taka feil á einni tölu er þið veitið viðskiptavinum ykkar þessa þjónustu veldur ekki einungis því að viðskiptavinurinn sefur af sér mikilvægan atburð, heldur get- ur þetta valdið hjónaeijum hjá sak- lausu fólki úti í bæ. Ég borgaði svo símareikning heimilisins ásamt þessum sextíu og fjórum krónum og sjötíu og fimm aurum fyrir að láta vekja mig að tilefnislausu þessa björtu júnínótt. En ég verð að viðurkenna að eftir að ég fékk símareikninginn þá hefur mér alloft orðið hugsað til þín, Gunnar minn, hvar í veröld- inni sem þú nú ert og spurningar leita á hugann. Svafst þú yfir þig nóttina góðu í júní? Af hverju misstir þú? Varstu á leið í flug? Fór sumarfríið í vask- inn? Við þessum spurningum fæ ég sjálfsagt engin svör og sætti mig fyllilega við það. Fyrrum grasekkja NÝ LÆKNINGASTOFA Hef opnað lækningastofu að Laugavegi 42. Tímapantanir í síma 25311, mánudaga - fimmtudaga kl. 9-17, föstudaga kl. 9-16. Arnbjörn H. Arnbjörnsson Sérgrein: Bæklunarlækningar. Skrifstofa stuðningsmanna Geirs H.Haarde í prófkjöri sjálfstœðismanna opnar í dag, sunnudag, kl. 15 að Túngötu 6. Allir velkomnir í síðdegiskaffi. Skrifstofan verður opin virka daga kl. 17 - 21 og kl. 14 - 18 um helgar. Símar:24527 og 24597 TILBOÐ ÓSKAST í Pontiac Grand AM.LE., árgerð ’87 (ekinn 48 þús. mílur), Ford Bronco II, árgerð ’84, og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðju- daginn 9. október kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í diesel rafstöð (Detroit) á vagni 100 kw og loftpressu með dieselvél „ Dav- ey“ 125 CFM/1OOPSI árgerð '77, en þessi tæki verða sýnd á sama stað. Tilboðin verða opnuð kl. 16.00. Sala varnarliðseigna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.