Morgunblaðið - 25.10.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.10.1990, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Bókaútgáfa Höfum faríð afar djúpt í okkar sjóði — segir Örlygur Hálfdánarson, hjá bókaútgáf- unni Erni og Orlygi sem gefur íslensku alfræði- orðabókina ALFRÆÐIORÐABOK — íslenska alfræðiorðabókin er mikilvægt tæki til að viðhalda íslenskri tungu og hafa áhrif á þróun hennar,“ segir Örlygur Hálfdánarson, útgefandi Islensku alfræðiorðabókarinn- ar sem gefin verður út á næstu vikum. ÍSLENSKA alfræðiorðabókin sem gefin verður út á næstu vik- um af bókaútgáfunni Erni og Örlygi hf. er sennilega dýrasta ritverk sem út hefur komið á íslensku. Unnið hefur verið að útgáfunni um fimm ára skeið og verður heildarkostnaður bókar- innar nálægt 200 milljónum króna. Af þessum sökum verður hún talsvert dýrari en aðrar nýj- ar bækur hér á hér landi og mun kosta 45 þúsund krónur út úr búð. Bókin er í þremur bindum og telur hátt í 1900 blaðsíður. í henni eru hátt í 38 þúsund upp- sláttarorð og um 4.500 myndir og kort. Til marks um þá vinnu sem lögð var í bókina má nefna að þrír menntaskólakennarar sátu sumarlangt við að semja íslandssöguhluta hennar. Við sölu íslensku alfræðiorðabókar- innar verður reynt að höfða til heimila í landinu og verður hún því auglýst með yfirskriftinni „Háskóli heimilanna“. Öm og Örlygur hafa á undan- fömum áram gefið út fjölmörg upp- sláttarverk t.d. Landið þitt-Island, Reykjavík-sögustaður við Sund, Lögbókina þína, Formálabókina og orðabækur. „Því meira sem við höf- um unnið að þessum sérhæfðu verk- um hefur staðið ljósari fyrir okkur þörfin á einu alhliða verki sem spannaði yfir flest svið,“ sagði Ör- lygur Hálfdánarson í viðtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður hvemig hugmyndin að verkinu hefði kviknað. „Það eru lið- in um 7 ár síðan við hófumst handa með að reyna átta okkur á hvemig hægt væri að vinna þetta verk. Okkur varð ljóst mjög fljótlega að eina leiðin til að kljúfa það væri samstarf við erlendan aðila sem hefði forannið efnið, sérstaklega alþjóðlega efnið, og metið vægi milli efnisþátta og innan þeirra. 241 efnisflokkur Ég hef orðið var við að menn haldi að til að búa til alfræðiorða- bók þurfi aðeins að kaupa 5-6 slíkar, taka sitt lítið úr hverri og blanda því saman. Þetta er hinn mesti misskilningur vegna þess að það fer eftir forminu á bókinni hversu ítarleg umfjöllunin er yfir- leitt um hvert atriði. Efnisflokkarn- ir era alltaf jafnmargir hvort sem um er að ræða bók eins og okkar í þremur bindum eða Encyclopædia Britanica sem er 21 bindi. Það eru 241 efnisflokkur yfir hið mannlega og náttúrulega svið sem við hrær- umst í. í Encyclopædia er hægt að lesa nokkra tugi blaðsíðna um eitt- hvað tiltekið efni en í Alfræðiorða- bókinni er kjami hvers máls dreginn saman í eins stuttu máli og mögu- legt er. Það er mikið verk að meta vægi hvers þáttar innan síns flokks og flokks á móti öðram flokkum. Við skoðuðum fjölmargar erlendar alfræðiorðabækur en staðnæmd- umst að lokum við alfræðiorðabók Gyldendals sem heitir Fakta og hefur komið út þrisvar sinnum. Akveðið var að ganga til samninga við fyrirtækið um heimild til að nýta þeirra bók þ.e.a.s. þýða hana, staðfæra, fella út sérdanskt efni og setja inn íslenskt efni. Þó við þyrft- um að leggja gífurlega vinnu í þýð- ingu og staðfæringu vora danirnir búnir að vinna vægið milli efnis- flokka og innan efnisflokka." Samið við rúmlega 100 sérfræðinga Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir voru ráðnar til að rit- stýra bókinni en þær höfðu þá reynslu af gerð ensk-íslensku orða- bókarinnar. I upphafi voru gerðir samningar við rúmlega 100 sér- fræðinga til að þýða, staðfæra og framsemja. Ennfremur þurfti hægt og bítandi að ráða fleira fólk á rit- stjórn sem Ias yfír efnið frá sérfræð- ingunum og aðlagaði að ritstjómar- stefnu bókarinnar. Tryggja þurfti að efnið skaraðist ekki og einn starfsmaður hafði eingöngu það verkefni að vera í sambandi við sérfræðingana. Undir Iokin störf- uðu 15 manns við gerð bókarinnar. „Það má segja að styrkur fyrirtæk- isins sé farinn að liggja í reynslu og þekkingu fólksins sem hefur verið þjálfað upp,“ segir Örlygur. . Til að standa undir tæplega 200 milljóna kostnaði þurfa að seljast um 6 þúsund eintök af íslensku al- fræðiorðabókinni og því vaknar sú spurning hvernig tiltölulega lítið útgáfufyrirtæki ræður við svo stór- an bita. „Iðnþróunarsjóður Islands hefur sýnt þessu verki gífurlega velvild frá upphafi og lánað okkur umtalsverðar upphæðir. Vissir stór- ir aðilar í samfélaginu sem við eig- um mikil viðskipti við hafa sýnt okkur skilning og biðlund. Síðan hefur fyrirtækið sjálft farið afar djúpt í sína eigin sjóði. Framleiðslu- kostnaðurinn við endanlega gerð bókarinnar kemur ekki á verkið fyrr en undir lokin og um það er samið til ákveðins tíma. Verkið leggur okkur það á herð- ar að þeir sem eignast það og vilja nota það áfram hafi alltaf nýjustu og bestu upplýsingar. Við munum því árlega gefa út viðbætur sem tryggja að fólk sé með eins nýjar upplýsingar og mögulegt er. Leitast verður við að halda þeim viðbótum kostnaðarlega séð algjörlega í lág- marki þannig að engum verði ofviða að eignast þær ef þeir era búnir að kaupa verkið. Við vitum og við- urkennum að verkið er dýrt en hjá því verður ekkert komist þar sem þjóðin er lítil. Það er ekki hægt að láta jafnstóra hópa standa undir útgáfunni hér eins og erlendis en á móti munum við reýna að hafa þess- ar árlegu viðbætur eins ódýrar og kostur er. Þær ættu að koma fólki að gagni við að fylgjast með.“ Ákvörðun miðaðist við reynslu af fyrri verkum Öriygur segir að ákvörðun um gerð bókarinnar hafi miðast við þá reynslu sem fyrirtækið hafi af sínum fyrri stóra verkum eins og Ensk-íslensku orðabókinni. Fyrir- tækið sé því ekki að taka of mikla áhættu með útgáfu á svo stóra verki. „Þegar hafa borist pantanir þó ekkert hafi verið gert í að leita eftir þeim. Við fáum daglega þakk- ir frá fólki utan úr bæ fyrir að hafa ráðist í verkið. Þetta fólk hef- ur sagt við okkur að útgáfa bókar- innnar sé þvílíkt þjóðþrifafyrirtæki að því sé nánast skylt að taka þátt í því. Ég get einnig nefnt að hingað komu Belgar vegna prentunar bók- arinnar til'að skoða fyrirtækið og okkar verk. Eftir að við höfðum sett fram allar okkur kröfur fóru þeir og sögðust koma daginn eftir. Næsta dag komu þeir og gengu að öllum skilyrðum sem við höfðum sett fram en í millitíðinni höfðu þeir gert litla markaðsrannsókn. Þeir kynntu sér afstöðu fólks og spurðu hvort það myndi kaupa bók- ma.“ Örlygur telur að íslenska alfræði- orðabókin sé mikilvægt tæki til að viðhalda íslenskri tungu og hafa áhrif á þróun hennar. Bendir hann á til samanburðar að í Svíþjóð sé unnið að gerð alfræðiorðabókar í 22 bindum og hafi ríkið lánað út- gáfufyrirtækinu 17 milljónir sæn- skra króna til að fara af stað með útgáfuna. „Svíar eru orðnir mjög uggandi vegna ágangs enskrar tungu inn á þeirra mál. Ráðamenn telja slíkt verk eitt sterkasta vígið þar sem sænskum orðum er gefinn forgangur og ekkert muni hafa eins mótandi áhrif á tunguna.“ AuöurBjarnadóttlr Atvinnurekendur athugió! (L(SKl®ðc!Ðlí){DQÐ[E ®Œ^QD®“MQD[L®OD(L[L@tö[ÐG) o veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum Sjóðurinn veitir lán með góðum vaxtakjörum í gengis- tryggðum íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum. Lánin endurgreiðast í sama gjaldmiðli. Lánstími og afborganir miðast við þarfir og markaðs- gildi verkefna. Áhersla er lögð á að verkefnin nái að skila arði á lánstímanum. Umsækjendur þurfa að meta verkefnin fjárhagslega í samvinnu við starfsmenn sjóðsins. Trygging fyrir láni þarf að vera veð í góðri fasteign eða bankaábyrgð. Þegar lánsumsókn er fullunnin fær hún skjóta af- greiðslu stjórnar sjóðsins. Sjóðurinn, sem tók til starfa haustið 1987, er í eigu Norðurlandanna. Athafnasvæði hans er Færeyjar, Grænland og ísland - þ.e. þau lönd, sem í norrænni samvinnu eru kölluð Vestur-Norðurlönd. Samvinnuverk- efni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði fyrir láni. Ef þú heldur að sjóðurinn eigi samleið með fyrir- tæki þínu eóa hugmyndum, ættirðu ekld að hika við að hafa samband við skrifstofuna og fá nánari upplýsingar. Lánas jóður Vestur-Norðurlanda hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri hæð. Pósthólf 5410,125 Reykjavík. Sími: (91) 60 54 00. Telefax: (91) 29 0 44 .tefHi James Audubon U04ÚrT/» Auöhumta Vm>rtw4««wmte.bronMWia(rá 1909«tar&oa» Jáotaoo Bitds ol Amenc* (L«í*»a)n&nar> Jóoaaonat) < Colflic Siaanne Jtmmini' OíkIic- vllle l. i JKÖ: fr. kvlkmymJft- JrUckofw: lék lf(yr»tu kvtíon. $Hmii í1&57íOJ1 orkunnu»í(yrir Wutvork f myndunvolfjiiimafws *ín». C.Clwtool.tWl t«u fíiches (IDW) ottiv Farnne iníitUHe (1969); b«Júr fMnnig lelkiö l ma. Wt'imnnciliKrei tkr loboargv- aisie (1972) wfíotxHtes gu’iktbud (1997). Audubon, dohn tiames 17«>- DiTil: fr.'bamiiir. lUtmAtarí og náttúru/r.; iriálartl *ncmnw ú l9. óid, myndir af ötlum þekkium ddMMíföuram. (ugtaofi btrtusl ; Jwr. iTLal Thefílnfí o! Amtico (1827-98) Texti nieö myndtinum blrttst I OniiilioJoRkal Biogmphy (IKU-Itð). Nokkru «(t(r 1*1 A vht stoírwólionumtli txúðurs íélagtö Thch'atiwuit Amhitxni «ru eln hetatu nAUúruvtfrtwtarwmiðk I Uamtar auógunarbrot: aJtirot wrm lclajt f.þvl að elnlwvr flíJnrnér eAa öðrurn (JArlw«sJci{s Avinnlng* ó annnrs kosuwft á rcísivoröan tiáU. TJI <r |elta*t mii. þjótrvaöur. fjórrJrAmir. (|árkú«un og mtsneyllnjí- AÍ»I. oruo r«ísivorð flkv. Akv»ðum almenorA begntngartagn nuðhrlngur lirinjdn: húpur *jú|(- »t*ðro lyrtrtsekta »amlð hflta.um aO laknuuka samkttppnt »in á mll|t.»4. moó þvl aö aklpta moð sérmarkoðlnum 0tvarita- i hrtaaar). takmorka vorOsam- kcptinl, IramleiftsliiinriKn o.ll. Auóhumlp Auí)um(b)la: kýr l ««Hr. «oð«lr.: yarð tll í ántajtfl lir hrtaKjrupurn Vmlr iútunn imrMt A mlúlkA. Auókúluhoiði: lieiðasvKtai i A- iHún . suöur ai Svtnactal. mtlli Grlmsiunguhciðar »»g IKöikIii: •ttKÞSOIt m yjiv4 orilremur (tattand otl.vel gróin norðantU eti sunnor tflfct vlð uppbtósln svreði <og ítólitawJi. Á A eíu mór« vötn. iiui. Krlðmiimtarvöln. Þri.tlikia ojí núðtunarh'm Ulönduvlrkjuiwr. V*tn»dal»á lumitH að.nokkru UPP •> A. Bilvegurlnn um KJöl llggur urn >\. fKjKtaívcgur. Auðktiluhroppur: hrttppurf.V- ;».::ft».**;2K;|i«rlstu atvtnnuv.*'*. Jandb. (4.W,). Jtjúnusln GKE»t) ptf iðtwður C21%).:lyl er MlúlkAr- vlrkiun; smneinaður-ÞíHgeyrar- lireppl 1 Wti. þflíitaiHl. ( .Auðliegl; *JÁ»taani. J auðnutittlingur t'anluelu fkiinnm: (u«l aí llnkuarti . briin- lcttur ineð rautt ennt, twrlliigtlnn með lpJrauOa brlngu; varpjpgl f N-.\m.. £vr ogMlu; staðíugl ú 1*1: al« í blrklskóguni; 1.1 cm A lcnjjd. Auðun Þorberflssoo aukncinl muOi d. 1322: ik>. blskup á Isl; Þftatata Myntknor lokmáftur or»(r«mkv«melir ho/u*t viö v«Nun BWxto í féhlrðir IIAkuiu Norvgnkon,. ibtótoip á tlðlum frá 12(3: höf flð reisíi nteiukirkju A tlóium cu onttat ekkl aklur t|l að Ijúka ihonnibrctaU AuðuoarstotuAlél 44ka betn (íuömutidar Arafpnar Itðöa úr jiirðu 13»r>«>K »1uötaði i|wð að auknum áhettum A GuðniuiMl pg auknum lckjum llúlasiúta. A var nilktl! IjArheímtu MMður og reymlu twendur ttyrðra að hflmltaka ltnppl>o»r rítuOu kommgi kmv A lMmdur honum »cm svarað vflrl320 ng ylirgangur-4 víttur. AuAurmr þáttur veatfirska: oinn al metku*«u tataiKlingp- Itattum. m.a varövctlUK í fíut e\jurMh og MurMoskinnu. A jtcgir >4 Auðuni scm eyöir aJclgu *Jr»nt I bjarndýr á Grwnl. <fHt hygft»t4njra paðSvcJni Itana- kontmgi A lcJðiimi ktmur twum v» hta * taraWl twrðráða .Noregs- kunungi iwni víU etgmut lilörnirm cn Auðun iMrttar M vJH liekliir (ar.i til 6vcius wiii í Jwkkarskynl siycklr twnin Mt Kúnwrtarflr.Átwimlotðlnni er Auðtm ICtau* og Sveinn gefur Jiomim skipoK létjl íslamta- itarar. Auðim lor fyrst |JI Norcg* Ott (rWnwltat vW llarald harörúðn Aður ep lwnn lieldur hcimA taið. auðugur g»(umflður. HðlMm i HtaltaitaJ. rctat um iaiS í btajtupstið Auðtmar Þorbergs. spnar; iKMuð *cm kirkja 1750-4.1 iticöan ö byggtngu tJómklrkjtmn- ar atðð. A var rtlín 1810 og var ;þá tatin óhiin að vWum. A var leogi elstn UmlMirlu'i* A.t*l. Auöur Auöuns 1.1011: tal. stiómmAJam. pg lögfr ; Iðgfr. frA Ti,t. ;IK(5. fymt tal.ikvenna; -(ortcll bu-jor- pg siðar burgar- sljórniir Rvtkur 195-1-5!) og 1060- 7h; borgarstj Hvlkur; »950-60. Asamt Gejr Hallgrlnusyni; atþm. Keykvikinga 1059-74; Mt á þlngt (yrír 5jáltata.-ðtaíl; d«)n«3- og kirkjurnAlaráðli 1070-71 I vW- rctanac»ij(rrn. ráðhcrra fyr*t 1*1. kv.-iina. Auöur Cja.nadottlr f 1958: 'tal. flamart og darwkconart; (lans.ui vfð islenskfl ftans- I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.