Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 11

Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 B 11 Bankar Blómstrandi við- skipti „fyrir austan “ Hins vegar er skortur á þjálfuðu starfsfólki Xrier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins NYJU þýsku sambandslýðveldin sem til skamms tíma mynduðu Austur-Þýskaland hafa að undanförnu orðið fyrir hálfgerðri inn- rás vestur-þýskra fyrirtækja. Það eru ekki síst vestur-þýsku bank- arnir sem hafa einbeitt sér að hinum nýja markaði í austri enda var hann svo gott sem óplægður akur hvað bankastarfsemi varð- ar. Fjármagnsmarkaðurinn átti ekki upp á pallborðið hjá hinum kommúnísku sljórnendum Austur-Þýskalands. Vestur-þýsku lána- stofnanirnar þurftu því að fylla upp í skarðið, og eru þær nú nánast allar með tölu komnar með útibú, dótturfyrirtæki eða sam- starfsaðila í nýju sambandslýðveldunum. Þær óánægjuraddir sem uppi voru fyrir nokkrum mánuðum vegna samstarfs Deutsche Bank, stærsta banka Þyskalands, og Deutsche Kreditbank, eru nú þagnaðar. Deutsche Kreditbank er fyrirtæki stofnað um Staat- bank, sem var ríkisbanki Austur- Þýskalands og með einokunarað- stöðu á markaðinum. Töldu aðrir bankar, að samstarf Deutsche Bank og Deutsche Kreditbank, sem tilkynnt var í apríl, myndi takmarka mjög möguleika a'nn- arra banka að ná fótfestu. Allir fá nóg Nú tæpu hálfu ári síðar virðist sem kakan hafi þrátt fyrir allt verið nógu stór handa öllum, að minnsta kosti heyrist ekkert nema fagnaðarlæti úr herbúðum bank- anna. Deutsché Bank hefur fengið til sín 250.000 nýja viðskiptavini og næststærsti bankinn, Dresdner Bank, 210.000. „Við fáum fimm þúsund nýja viðskiptavini dag- lega,“ sagði Wolfgang Röller, æðsti maður Dresdner Bank fyrir skömmu. Nýir viðskiptavinir þriðja stærsta bankans, Commerzbank, eru 65.000. En bankastarfsemin í nýju sam- bandslýðveldunum hefur ekki al- veg sloppið við vaxtaivcj’ki. Stærsta vandamálið er skoitur á þjálfuðu vinnuafli og ei'u dagblöð- in full af auglýsingum þar sem auglýst er eftir starfsfólki í nýju bankaútibúin „fyrir austan". En þrátt fyrir að tekist hafi að lokka töluvert af fólki að vestan austur yfír, m.a. með launahækkunum, bílastyrkjum og stöðuhækkunum, er ástandið enn þá erfitt. Deutsche Bank skýrði á dögunum frá því að nýir viðskiptavinir gætu þurft að bíða í allt að hálfan mánuð eftir því að fá viðtal við ráðgjafa í bankanum. Erfiðleikar vegna starfsfólks Sparisjóðirnir í fyrrum Austur- Þýskalandi eru einnig taldir eiga eftir að lenda í erfíðleikum vegna skorts á þjálfuðu starfsfólki, að minnta kosti er það álit sparisjóðs- manna að vestan. Hingað til hafa sparisjóðirnir fyrir austan, alls 196 að tölu, staðið sig vel í samkeppn- inni við bankana og sýna markaðs- kannanir að fólk vill sýna sam- stöðu með sparisjóðunum „sín- um“. Er markaðshlutdeild spari- sjóðanna í nýju sambandslýðveld- unum nú um 70%. Þetta forskot er þó talið geta horfið á skömmum tíma ef ekki fást reyndir stjórn- endur að vestan til að skipuleggja starfsemina. Lét Wolfgand Doi'n- seifer, sem er formaður stjórnar sparisjóðs Dusseldorf, það álit sitt nýlega i ljós, að það væri ekki síst nauðsynlegt sem hvatning fyrir starfsfólk spax'isjóðanna að vestui-- þýskir stjómendur tækju við foi'- ystuhlutverkunum í austur-þýsku sparisjóðunum. En það verður líklega ekki mestum erfíðleikum bundið að fá hæfa menn í æðstu stöður heldur í önnur stjórnunarstörf nær miðju valdapýramídans. Þar þaxí fólk í um 3.000 störf sem gæti orðið erfitt að fylla í. Engin leið er fyrir vestur-þýsku sparisjóðina að láta af hendi fólk í þau öll enda er heildarijöldi starfsmanna vest- ur-þýsku sparisjóðanna einungis 30.000. Því er stefnt að því að sía úr þau 10-15% núvei-andi starfs- manna sem hæfust eru talin og þjálfa þannig að þeir geti tekið við stjórnunarstörfum innan eins árs. En þó að þessi „blóðtaka" sé á margan hátt erfið fyrir vestui'- þýsku bankana veldur hún stjórn- um bankanna ekki miklum áhyggjunx. Þvert á móti er nú búið að létta af mörgum því fai'gi að þui'fa að skera niður starfsfólk í spai'naðarskyni. Staðreyndin er sú að í fæstar þær stöður sem losnað hafa vegna þess að fólk hefur flutt sig austuxyfir hefur verið í’áðið á ný. Ulrich Caxtelliei'i, sem sæti á í stjórn Deutsche Bank, metur stöð- una þannig að þróun sé komin á skrið sem muni leiða til þess að peningastofnunum fækki á næstu árum. Einungis hæfustu ljármála- stofnanirnar og hæfasta starfs- fólkið muni lifa þessa þróun af og uppi muni standa fáar en mjög stórar stofnanir. „Bankarnir eru stáliðnaður tíunda áratugarins,“ segir Cartellieri. MCOPAR ORLANDO PARÍS STO NYC STOKKHÓLMUR NEW YORK SZG FAE SALZBURG FÆREYJAR GLALUX GLASGOW IXJXEMBOURG INNFLUTNINGUR ÚTFLUTNINGUR Simi: Simi: 690101 672824 Fax: Fax: 690464 672355 ÞÚ HEFUR HEIMINN í HENDI ÞÉR MEÐ Fnikt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.