Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 7
riMR®ÖNííIJftfilÐ í •SUNNUJDIA.G'UR J 16í tDESEMBER ;IS9 0 -c $ sem spretta úr hópum mennta- manna. Næsti áratugur mun án efa bera sterkan svip af athafnamönn- um annars vegar og menntamönn- um hinsvegar í staðinn fyrir tiltölu- lega litlausa menn af milli-kaliber úr röðum lögfræðinga og viðskipta- fræðinga sem yfirleitt koma ungir og reynslulitlir inn í stjórnmálin," segir Össur. „Skipulagsbreytingar í sjávarút- vegi munu setja svip sinn á fyrri hluta áratugarins og um þær verða mikil átök. Komið verður á hreinu markaðskerfi þannig að allur fiskur fer í gegnum uppboðsmarkaði hér- lendis. Auk þess verður búið að koma á veiðileyfasölu fyrir alda- mót. Þetta mun hafa í för með sér mikið hagræði, mikinn sparnað og aukna velferð. Jafnframt verður unnið að gjörbreytingum á landbún- aðarmálum. Leyfður verður inn- flutningur á unnum landbúnaðar- vörum og iagðar verða niður út- flutningsbætur. Kvótakerfið í land- búnaðinum verður gert miklu hreyf- anlegra og leyfð verður frjáls sala kvóta til þess að stuðla að hag- kvæmni. Þegar líða fer á seinni helming áratugarins, munu nýir þættir koma inn í þjóðmálaumræð- una. Sala stórra ríkisfyrirtækja verður þá, að mínu mati, mjög í brennideplinum — ríkisfyrirtækja, sem hingað til hafa ekki verið orðuð við einkavæðingu á Islandi, svo sem rafmagnsveitur. Óneitanlega munu Evrópumálin setja svip sinn á 10. áratuginn og þó ég sé mikill Evrópusinni, held ég að niðurstaðan verði sú að ís- lendingar telji sér ekki fært að ganga í Evrópuandalagið. í fyrsta lagi eigum við sem sjávarútvegsþjóð mjög erfitt með að fara inn í banda- lag þar sem sjávarútvegur er geysi- lega niðurgreiddur. í öðru lagi er ríkjandi sjávarútvegsstefna, sem búin er að leggja í rúst alla helstu fiskistofna sem Evrópubanda- lagsríki ráða yfir,“ segir Össur. Miðjan færist til hægri „Mér finnst líklegt að miðjan í stjórnmálunum færist til hægri á næsta áratug," segir einn af fulltrú- um Sjálfstæðismanna. „Sjónarmið, sem áður áttu á brattann að sækja, svo sem minni ríkisumsvif, aukið frjálsræði og minni miðstýring, munu eiga greiðari aðgang á næsta áratug. Hinsvegar munu eiga sér stað mikil átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna, ekki síst þegar við tengjumst þróuninni í Evrópu. Fijálsræðið mun aukast, en það verða átök um það. Mikill ágreiningur á eftir að koma upp meðal manna þegar hingað verður farið að flytja inn landbúnaðarvörur og kvótakerfi landbúnaðarins af- lagt. Það gerist ekki hávaðalaust. Hvort sem við göngum inn í Evr- ópubandalagið eða ekki, verðum við að tileinka okkur leikreglur sem gilda í heimi viðskipta og atvinnu- lífs. Við eignumst kannski bændur, sem geta þá gengið um með reisn i stað þess að ganga um sem ein- hveijir ölmusumenn. Að svo stöddu er erfitt að spá um hvernig við komum til með að tengjast Evrópu. Evrópumálin held ég þó að verði til þess að þjóðernis- og menningar- mál verði ríkari þáttur í stjórnmá- laumræðunni en verið hefur því óhjákvæmilega þýðir tengingin við Evrópu að hér mun verða alþjóð- legra umhverfi.“ ÞUNGTROKK, BLÚS OGÞJÓÐLEG TÓNLLST „LIÐINN áratugur er markverður fyrir margt, og þá helst fyrir þá tónlistarbyltingu sem varð í upphafi hans og í lok áttunda áratugarins. Þeir tónlistarmenn, sem komu fram þá hafa reynst furðu lífseigir og eru margir í fullu fjöri enn og verða eflaust vel fram á tíunda áratuginn. Annað sem er minnisstætt er sú fjölbreytni í tónlist sem hefur verið áberandi, sérstakiega frá því um miðjan áratuginn," segir Árni Matthíasson tónlistargagnrýn- andi Morgunblaðsins. Bubbi Morthens er tvímælalaust dægur- tónlistarmaður níunda áratugarins. Enjjinn hefur komist með tærnar þar sem hann hefur haft hælana. Á áratugnúm hefur hann. sent frá sér 25 breið- og smáskífur, sem selst hafa í vel á annað hundrað þúsund eintökum. Ekki er hægt að ætla annað en að hann verði áberandi á tíunda áratugnum, eins og hingað til. Sykurmolarnir eiga líka sinn sess þegar litið er yfir áratuginn, því þeim tókst það sem alla tónlistar- menn hefur dreymt um síðustu áratugi: að slá í gegn í útlöndum. í því sambandi má svo ekki gleyma Mezzoforte, þó ekki hafi sú sveit náð eins langt. Þegar menn velta fyrir sér. hvaða dægurtónlistarfólki eigi eftir að bera á er vert að greina á milli flytjenda og skapandi tón- listarmanna. Framúrskarandi flytjendur eins og Andrea Gylfa- Björk Guðmundsdóttir Sykurmolasöng- kona á eftir að vera áberandi á næsta áratug eins og hingað til. dóttir, Stefán Hilmarsson og fleiri stjörnur verða vitanlega áberandi á áratugnum, og í þann hóp eiga eftir að bætast söngvarar eins og Bjarni Arason þegar líður á ára- tuginn. Af skapandi listamönnum á Björk Guðmundsdóttir Sykur- molasöngkona eftir að vera áber- andi á næsta áratug eins og hing- að til. í poppgeiranum má nefna Þorvald B. Þoivaldsson, Björn Friðbjörnsson og Eyþór Gunnars- son, svo einhverjir séu nefndir, en af jaðartónlist, eru það meðal annarra Jóhann Jóhannsson, Sig- urjón Kjartansson og Gunnar L. Hjálmarsson, sem eiga líklega eftir að ná í poppgeir- ann. Einnig hlýtur að bera allmikið á hinum geysisnjalla gítarleik- ara Guðmundi Péturs- syni. Hvað tónlistina varð- ar er nánast ógjörning- ur að sjá fyrir hvað á eftir að gerast, enda óvíða örari breytingar en í popptónlist. Ekki kæmi mér þó á óvart þó þyngra rokk eigi eft- ir að færast í aukana næstu ár, en dali síðan. Dansrokkið nær líklega ekki lengra en hingað til, en líklegt þykir mér að þjóðleg tónlist og blús eigi eft- ir að hafa meiri áhrif víða um heim, enda hefur blúsinn sótt mjög í sig veðrið undanfarið, og fari jafnvel að skila sér hér í popp/rokkinu á landi, en það halli undan^ fæti hjá froðupoppinu,“ segir Árni. Rúnar Helgi Vignisson. Gyrðir EÍíasson. Vigdís Grímsdóttir. að gera ráð fyrir að á komandi áratug muni nákvæmlega sömu hlutir gerast hér,“ segir Heimir Pálsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda. Engin leið er að spá fyrir um hvers kon- ar bókmenntir munu ganga í þjóð- ina á næstu árum enda höfum við lifað margvíslegar sveiflur í því sambandi, að sögn Heimis. „Menn eru að gera því skóna að tími ævisagnanna sé að verða liðinn enda hefur dregið verulega úr út- gáfu þeirra nú. Mér finnst senni- legt að skáldsögur taki við af ævisögum. Þessa dagana eru t.d. að koma út mjög athyglisverðar skáldsögur og það eru mjög kröft- ugir höfundar að skrifa um þessar mundir. Tilvera okkar verður sífellt flóknari og það verður æ erfiðara að skilja hana eftir því sem árin líða, að minnsta kosti fyrir fólk sem komið er yfir miðjan aldur. Þessi stíffrosna kaldastríðs- heimsmynd, sem maður var kannski á einhvern hátt búinn að sætta sig við, er allt í einu horfin. Svörin, sem voru sjálfgefin fyrir þremur til fjórum árum, eru nú ónýt. Og það er ekkert fráleitt að hugsa sér að menn leiti svara í skáldsögum frekar en að reyna að skilja nýja heimsmynd. Menn flýja frá þeirri raunhyggju, sem reynst hefur marklaus. Hún hefur ekki skilað okkur svörum. Eins og gengur verður ákveðin öldugangur í skáldsagnagerðinni, en með því á ég við að á einu tímaskeiði skrifa menn tiltölulega táknrænar og flóknar skáldsögur, og á því næsta koma fram mjög einfaldar raunsæissögur. Bókmenning og bókmenntir þjóðarinnar geta átt góða daga á næsta áratug. í því sambandi gef ég mér það að þessi þjóð haldi áfram að tala, lesa og skrifa það tungumál sem það hefur talað, lesið og skrifað hingað til. Islensk menning verði svo sterk að hún megni að standa undir þjóðtung- unni. Því ég sannfærist alltaf meir og meir um það að það er ekki tungan sem varðveitir menn- inguna heldur er það menningin sem varðveitir tunguna. Ef íslensk menning, það er hversdagsmenn- ing og siðvenjur okkar, hrynur að einhveiju leyti, þá mun þessi spá vissulega hrynja,“ segir Heimir. Meðal höfunda, sem eftirvænt- ing beinist að eru Vigdís Grímsdóttir, Gyrðir Elíasson og Rúnar Helgi Vignisson. Menn vilja líka spá því að tíðinda sé jafnvel að vænta frá ungum skáldum, sem ekki eru alltaf í sviðsljósinu, svo- kölluðum „neðanjarðarskáldum". í ÞAÐ ER LITIÐ MAL ab útbúa dýnur eftir þínum óskum. Hjá Lystadún færðu dýnuna og svampinn móta&an eftir þínu höfbi - og líkama. Vib mótum svamp í allar gerbir og stærbir af rúmum, sófum, stólum, púbum, jafnvel leik- föngum og allt annab sem þér dettur í hug. Einnig eigum vib vöndub áklæbi í fallegum litum og mynstrum. Sendum í póstkröfu um land allt. LYSTADUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.