Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 29
c, 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 óhagstæðu aðstæður hindruðu hana í að undirbúa sig og „skreppa" síðan heim um vorið til að ljúka stúdents- prófi og geta síðan hafið háskóla- nám í félagsvísindum. Marksækni og áræðni voru aðalsmerki hennar. Heimili þeirra Katrínar og Rögn- vaidar á „Internationella“ var mið- stöð þess litla hóps íslendinga sem var á þessum árum við nám í Lundi. Það voru lesin blöðin, sagðar fréttir að heiman, hneykslast á end- emum íslenskra stjórnmála og skeggrætt um sendiráðstöku þeirra Uppsalamanna í Stokkhólmi. Þá var mikið hlegið, skipst á hangikjöts- boðum, sötraður bjór og rætt af ábyrgð og æstri innlifun um heims- mál jafnt sem háskólamál, m.a. hústökur og (ofjsóknir gegn óhæf- um kennurum. Traust og hæglátt fas Katrínar stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum. Yfirvegaðar athugasemdir hennar, hvellur hlát- ur Rögnvaldar, reiði Högna Hans- sonar, m.a. yfir umhverfismálum, og umvöndunarorð Sveinbjarnar Rafnssonar hljóma enn í eyrum. Allt hefur þetta fólk látið til sín taka á sviði fræða og þjóðmála. Ferill Katrínar er þar ekki sístur. Hún réðst til rannsóknarstarfa við háskólann í Lundi og lauk þaðan doktorsprófi í félagsfræði menntun- ar árið 1983. Hún varð fljótlega eftirsóttur fyrirlesari á fræðilegum ráðstefnum og þingum á alþjóðleg- um vettvangi. Hún lagði hönd á plóginn á fyrsta norræna rannsókn- arnámskeiðinu í félagsráðgjöf, auð- vitað af samstöðu við mig. Hún var fastráðin við háskólann í Uppsölum en starfaði tímabundið við háskóla í Þýskalandi og í Bandaríkjunum og lagði jafnvel nýlega fram sinn skerf hé_r við félagsvísindadeild Háskóla íslands — þegar eftir því var óskað. Katrín kynntist Bo Gustafsson eftirlifandi eiginmani sínum fyrir u.þ.b. átta árum. Hann var mér og fíeiri íslendingum að góðu kunnur fyrir ritstörf og virka þátttöku í stjómmálum og andófi sjöunda og áttunda áratugarins í Svíþjóð. Hann er prófessor í hagsögu við háskól- ann í Uppsölum og hefur afskipti af menntamálum og öðrum þjóð- málum. Samband þeirra Katrínar kom mér fyrir sjónir sem ekki að- eins ástríkt og tilfinningalega sterkt heldur voru áhugamál þeirra og störf samofin. Á sl. ári kom út bók um stöðu sænskra samfélagsvísinda sem Katrín ritstýrði og lagði Bosse þar fram sinn hlut. Þau virtu hvort annað og það var jafnræði með þeim í orðsins fyllstu merkingu. Ég minnist góðra stunda á heimili þeirra í Uppsölum og nú í vor hér heima á heimili okkar Þorsteins. Þá voru líka málin rædd líkt og í gamla daga en — að sjálfsögðu — í nokkuð öðrum tón. Umræðuefnin voru óþijótandi sem fyrr. — Fáir mundu hafa sýnt aðra eins sam- stöðu, heilindi og umhyggju og Bosse sýndi Katrínu í hinum erfiðu veikindum hennar. Á tímabili bjó hann á sjúkrahúsinu hjá henni. Það er dæmigert fyrir hann þegar hann sagði við mig að hann ætti ennþá hluta af Katrínu hjá sér þótt hún væri horfin þar sem Denni væri svo dýrmætur og náinn hluti af henni. Við vinir Katrínar urðum líka vinir hans. Nú er hún öll og mun ekki fram- ar ljá góðum málum lið með sínum skýra huga, einurð og atorku. Ég hef misst góðan vin og stend nú meira ein en áður. En ég er líka þakklát fyrir að eiga minningar um vináttu sem lifir. Við Þorsteinn og Orri sendum Bosse, Denna og Maríu og öðrum aðstandendum Katrínar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Júlíusdóttir Dr. Katrín Friðjónsdóttir lést í Svíþjóð þann 2. desember sl. eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún verður jarðsungin 17. desem- ber í Svíþjóð, sem fóstraði hana lengur en Island, þa_r sem hún var þó fædd og uppalin. í Svíþjóð skilur hún eftir sig mikinn arf, son og tengdadóttur, eiginmann og farsælt starf sem háskólakennari og vísindamaður. Til íslands lágu ættir hennar og rætur. Hennar er nú minnst hér heima með söknuði og virðingu af ættingjum og vinum. Katrín var yngst þriggja barna Friðjóns Stef- ánssonar rithöfundar sem lést 1970 og Maríu Þorsteinsdóttur, mikillar baráttukonu fyrir hvers konar jafn- réttismálum. Hún lifir dóttur sína og hefur staðið við hlið hennar í erfíðum veikindum, þótt oft hafi það orðið að vera úr ijarlægð. Rætur okkar Katrínar lágu sam- an. Við vorum bræðradætur. Feður okkar voru ekki einungis bræður heldur einnig mjög nánir vinir með- an báðir lifðu. Saman áttum við Katrín skemmtilegasta afa í heimi og ömmu sem mettaði svanga munna okkar og brýndi fyrir okkur virð- ingu fyrir foreldrum okkar og nauð- syn þess að rækta fjölskylduböndin. Það kom því af sjálfu sér að við vorum tengdar sterkum böndum frá barnæsku, þótt heimili okkar væru sitt í hvorum landshlutanum. Bréfin hans Friðjóns voru lesin við eldhús- borðið heima á Stöðvarfirði á þeim tíma sem koma bréfs til afskekkts staðar úti á landi var algjör gersemi. Fyrsta minning mín um Katrínu var líka frá þessu sama eldhús- borði. FjÖlskylda hennar var að flytja búferlum frá Seyðisfirði til Vestmannaeyja og kom við með strandferðaskipinu. Það geislaði af þessari litlu frænku minni og kankvísin skein úr augum hennar. Kvik var hún og spurul um allt umhverfi sitt. Eiginleiki sem varð henni aflgjafi í námi og starfi síðar á lífsleiðinni. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar Katrín kom 17 ára í Mennta- skólann á Akureyri, þar sem ég var líka nemandi. Hún og bekkjarbróðir minn, Rögnvaldur Hannesson, felldu hugi saman og giftust stúd- entsárið okkar Rögnvaldar. Þetta sama ár, 1963, fæddist Þorsteinn sonur þeirra. Þau settust að í há- skólabænum Lundi í Svíþjóð, steinsnar frá Kaupmannahöfn þar sem ég var við nám. Heimili þeirra stóð mér alltaf opið og mér þótti mikils virði að geta heimsótt þau af og til. Einkum var mér dýrmætt að kynnast Katrínu og fá að fylgjast með syni hennar fyrstu árin og síðar að geta deilt með henni gleðinni yfir syni mínum. Katrín var dul um einkahagi sína en sýndi öðrum mikla hlýju og al- veg einstaka nærgætni. Hljóðlát nærvera hennar gerði mér gott og minningarnar frá samverustundum okkar á erlendri grund munu fylgja mér alla tíð. Á þessum árum var Katrín að mótast úr ungri stúlku í fullþroska konu. Hún hóf háskólanám og hélt ótrauð áfram æ síðan í leit að meiri þekkingu og sjálfstæði. Leiðir okkar Katrínar skildu að mestu, þegar ég sneri til íslands en hún ílengdist í Svíþjóð við nám og störf. Stolt fylgdist ég þó alltaf með því hversu vel henni vegnaði í námi en hún lauk doktorsprófi í félags- fræði árið 1983 og stundaði kennslu og vísindastörf í Svíþjóð í fjölda ára. Katrín og Rögnvaldur skildu árið 1970, en mér er nær að halda að vinátta þeirra og gagnkvæm virðing hafi haldist óbreytt. Síðari manni sínum, Bo Gustafsson, giftist Katrín 1986 og áttu þau heimili í Uppsölum. Einkasonur hennar var henni líka gleðigjafi og hún lifði að sjá hann menntast og enn fremur að ganga í hjónaband sl. sumar. Við leiðarlok minnist ég Katrínar með þakklæti og söknuð í huga. Maríu móður hennar, Þorsteini syni hennar og Bo eiginmanni hennar og öðrum ástvinum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur mínar og for- eldra minna. Megi minningin um góða móður, dóttur og eiginkonu verða þeim styrkur í sorg þeirra. Guð blessi minningu Katríriar Friðjónsdóttur. Lára Björnsdóttir Minningarguðsþjónusta um dr. Katrínu Friðjónsdóttur verður hald- in föstudaginn 21. desember kl. 15 í Fossvpgskapellu. 108 Reykjavík. Sími 31099 Opi& öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR BJARKAN frá Blönduósi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. desember kl. 15.00. Margrét Konráðsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Margrét Kr. Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Konráð J. Sigurðsson, Björg Sigurjónsdóttir Alexandra B. Konráðsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, KRISTÍN EYSTEINSDÓTTIR bóndi, Snóksdal, Miðdölum, Dalasýslu, er lést 10. desember sl., verður jarðsungin frá Snóksdalskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.00. Kristín Pálmadóttir, Elín Pálmadóttir, Finna Pálmadóttir, Einar Pálmason, Björn Pálmason, Guðmundur K. Pálmason, Jóhann E. Pálmason, barnabörn og barnabarnabörn. Hörður Vilhjálmsson, Viktor Hjaltason, Einar T ryggvason, Jóhanna Arnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Gunnlaug Arngrímsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för ástkærrar móður okkar, JÓHÖNNU THEÓDÓRU BJARNADÓTTUR, Hamraborg 18. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Lungnadeildar Vífilsstaða- spítala. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Hrefna Birgisdóttir, Brynja Birgisdóttir, Kristín Elísabet Guðjónsdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, tengdasynir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, amma og systir, ÁSTHILDUR THORSTEINSSON, og elskuleg móðir mín og systir okkar, ÁGÚSTA BRYNJÓLFSDÓTTIR, verða jarðsungnar frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 13.30. Friðþjófur Thorsteinsson Ruiz, Magnús Logi Kristinsson, Svala Birna Sæbjörnsdóttir, Emelía Thorsteinsson Ágústudóttir, og systkini hinna látnu. LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. ' \u\ wí m jn \\ tmm » w m n min tií ‘R&ykjavííqtr z ---og vönduð hljómplata frá Sigfúsi Halldórssyni 27 REYKHOLT Faxafeni 12, sími 678833

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.