Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990' Carolkvintett. F.v.: Arnór Guðjónsson Sig’urdór Karlsson, Bjarni Sigurðsson, Ásbjörn Österby, Gissur Geirsson og Björn Þorsteinsson. Þarna er Hjördís 17 ára gömul MARGT FÓLK DRflGfl SIG segir Hjördís Geirsdóttir söngkona m.a. í spjalli um feril hennar eflir Guðrúnu Guðlougsdóttúr AUSTUR í Flóa Iiggja rætur Hjördísar Geirsdóttur sem nú fyrir skömmu sendi frá sér sína fyrstu hljómplötu, Paradís á jörð. A plötunni eru 12 lög, 10 ný en tvö göm- ul. Lagahöfundar eru Björn og Olafur Þórarinssynir, Geirmundur Valtýsson, Jón Sigurðsson, Stefán Kjartans- son og Helgi Kristjánsson. Bræðurnir Björn og Ólafur eru gamlir kunningjar Hjör- dísar frá því hún var í hljóm- sveitinni Carolkvintett sem var tilþrifamikil danshljóm- sveit fyrir austan fjall um miðbik sjöunda áratugarins. Annað gamla lagið á fyrr- nefndri hljómplötu er Mama, sem Gitta Henning gerði heimsfrægt á Islandi um 1960. „Ég byrjaði að syngja þetta lag í fjósinu heima á Byggðarhorni," segir Hjör- dís þegar ég sæki hana heim þar sem hún býr uppí Breið- holti ásamt Þórhalli Geirs- syni manni sínum og fjórum börnum þeirra. Með trefil um hálsinn og heitt hungangste við hendina, situr hún við eldhúsborðið og blaðar í námsbókum, hún er komin talsvert áleiðis í sjúkraliða- námi og prófín standa yfir. Það er svolítið kvefhljóð í röddinni þegar hún segir mér undan og ofan af söng- ferli sínum en þegar hún bregður hinni nýju hljóm- plötu á fóninn er nú aldeilis annað uppi á teningnum. Fyrsta lagið er reglulegt stuðlag, eða Geirmundar- sveifla eins og Hjördís kallar það. Og meðan eitt lagið tek- ur við af öðru tölum við Hjör- dís saman. Hjördís Geirsdóttir Söngsystur úr Húsmæðraskólanum á Laug- arvatni. Hjördís er sú í hvítu skónum. Hljómsveit Karls Lilliendahls. F.v.: Karl Lilliendahl, Sveinn Óli Jóns- son, Hjördís, Björn Haukdal og Árni Elfar Hjördís og tveir af Tónabræðrum, f.v.: Viggó Þorsteinsson og Guðmundur Björnsson Við hljóðnemann á Hótel Loftleiðum. ið hverfum aftur í fjósið á Byggðar- horni, sem áður var reyndar virðulegur ofííserabraggi hjá hermönnum í Kal- daðamesi. Eftir að herinn yfirgaf þann stað keyptu bændurnir fyrir austan ijall braggana og gerðu að útihús- um. „I þessum bragga var hljóm- burður með því besta sem gerist, það er að segja þegar beljurnar voru komnar út,“ segir Hjördís. „Ég var svo lánsöm að komast í Selfoss- bíó þegar Gitta Henning hélt þar tónleika og spilaði á silafon. Það var ógleymanlegt og ekki síður tón- leikar sem KK-sextettinn hélt þar um svipað Ieyti. Ég fékk að vísu ekki að kaupa mér miða, því ég þótti of ung, en við lágum á hurð- inni nokkrar stelpur og loks mis- kunnaði sveitungi minn sig yfir mig og hleypti mér inn. Það var ævin- týri líkast að fá að standa alveg upp við sviðið og hlusta á Ellý og Ragga Bjarna syngjá. Mér finnst það mjög gleðilegt að það er Menning- ar- og styrktarsjóð- ur KK sem gefur út þessa nýju plötu mína. Söngæfingar mínar í fjósinu á Byggðarhomi urðu til þess að Gissur bróðir minn dreif mig niður í kjallara- herbergi sem hann hafði til umráða heima og lét mig þar fara að syngja með hljómsveit sem hann va.r með þá og kallaði Tónabræður. Ég var svo ung að ég mátti ekki fara inn í fyrsta skipti sem ég söng á balli, en Gissur bróðir tók ábyrgð á mér og ég tróð upp í Brúarlundi í Lands- sveit. Ulfhildur systir mín söng með mér, en hún hafði sungið með þess- ari sömu hljómveit um tíma. Ég söng þarna lagið Mama og það gerði svo mikla lukku að ég varð að syngja það þrisvar um kvöldið. Ég hélt svo áfram að syngja með hljómsveit Gissurar bróður, sem nokkru seinna breytti um nafn og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.