Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 16.' DESUMBER 1990 Hljómsveitin Sljórnin bar sigur úr býtum í Söngvakeppni Sjónvarps- ins hér heima á síðasta ári og náði fjórða sæti í Eurovision-keppninni í Júgóslavíu. Söngvakeppni Sjónvarpsins: Framkvæmdin með svipuðu sniði og í fyrra A annað hundrað lög bárust Rúmlega eitt hundrað lög bár- ust í Söngvakeppni Sjónvarps- ins að þessu sinni, en skilafrest- ur rann út 10. desember síðast- Reader’s Digest í rússneskri útgáfu Enn eitt fyrirbæri banda- rískrar popp-menningar heldur bráðlega innreið sína í Sovétríkin að sögn Financ- ial Times. Það er mánaðar- ritið Reader’s Digest, úrval greina í samþjöppuðu formi, sem verður gefið út á rússn- esku. Lesendur mánaðarritsins eru rúmlega 100 milljónir að þess sögn og þegar rússneska útgáfan hefur göngu sína í ágúst opnast nýr markaður. * Upplag rússnesku útgáfunnar verður 50.000 eintök fyrst í stað, en verður aukið í 100.000 eintök á tveimur árum. Sovésk yfirvöld hafi lofað því að kýrillíska útgáfan verði ekki ritskoðuð. liðinn. Að sögn Sigrúnar Sig- urðardóttur í innlendri dag- skrárdeild eru þetta heldur færri lög en í fyrra, en fram- kvæmd keppninnar nú verður með svipuðu sniði og þá. Dómnefnd sem skipuð er fímm manns, einum frá Félagi íslenskra hljomlistarmanna, einum frá Félagi tónskálda og textahöf- unda og þremur starfandi tónlist- armönnum, velur 10 til 12 lög úr þeim lögum ,sem bárust, til áfram- haldandi forkeppni hér heima. Síðan mun dómnefnd, sem skipuð er nokkrum tugum manna, velja sigurlagið í sjónvarpssal. Er það sama fyrirkomulag og haft var á síðasta ári og þótti reynast vel. Ekki hefur endanlega verið ákveð- ið hversu margir þættir verða sendir út við val á sigurlaginu, en fyrsti þátturinn er áætlaður á dag- skrá Ríkissjónvarpsins 25. janúar næstkomandi. Ekki er búist við að niðurstaða um lög í úrslitakeppnina liggi fyr- ir fyrr en eftir áramót, enda hefur fimmmanna-nefndin ærin starfa á næstu vikum við að velja úr þeim rúmlega eitt hundrað lögum sem bárust. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verð- ur haldin á Ítalíu í maí á næsta ári ög mun sigurlagið í forkeppn- inni hér heima væntanlega taka þátt i þeirri keppni. Verða Pavarotti og Baggio keppinautar? Hvernig ætli standi á því að íslensku sjónvarpi sjáist meira af körfubolta en myndlist? Þar sem á það hefur verið bent að marg- falt fleiri sækja sýningar listasafnanna en körfuboltaleiki er erfitt að halda því fram að karfan sé vinsælli. Eins má spyrja af hverju það sé regla að sýna vikulega frá fleiri en einum handknattleik í viku hverri á meðan það er undantekning að á skjánum birtist svipmyndir af gróskumiklu tónlistarlífi höfuðborgarinnar. List og að njóta listar er að verða ein helsta og vinsælasta afþreying nútímamannsins en fram til þessa hafa íþróttir skipað þann sess. Tákn um breytta tima er að eftirminnilegasti leikur heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu í sumar á Italíu var stórleikur tenór- söngvaranna Domingos, Carreras og Pavarottis. Vonandi er ekki langt í að íslenskar sjónvarpsstöðvar, sem og erlendar, átti sig á þessum straumhvörfum og mæti vaxandi áhuga almennings á list- um. * Ibókinni Megatrends 2000, sem víða hefur vakið athygli, er því spáð að einhvern tímann á þeim áratug sem er að hefjast munu list- ir verða vinsælasta afþreying al- mennings. Þar er á það bent að þegar hafi listir skotist fram fyrir íþróttir á sumum sviðum, þar sem í Bandaríkjunum hafi fólk á árinu 1988 greitt í að- gangseyri að list- viðburðum um 3,7 milljarða bandaríkjadala en „einungis" 2,8 milljarða fyrir að sjá íþróttakappleiki. Tekjur list- greinanna aukast síðan stöðugt á meðan tekjur íþróttafélaganna af aðgangseyri minnka. Að mati höfunda þessarar bókar á þessi þróun sér stað samhliða því að iðnaðarsamfélagið þróast óðfluga í átt til upplýsingasamfé- lags. Sú kynslóð sem er að ná völdum í samfélaginu og stýrir neyslunni, er betur menntaðri en eldri kynslóðir og þar af leiðandi, að mati bókarhöfunda, líklegri til að meta gildi lista. Þess vegna spá þeir straumhvörfum. Höfundar ganga svo langt að tala um endur- reisn lista í markaðssamfélagi nú- tímans. Oft hefur því verið haldið fram að íþróttir falli einstaklega vel að sjónvarpi, einkum beinum útsendingum. Þegar að er gáð er listin ekkert síðra sjónvarpsefni. Fram til þessa hafa listaþættir í sjónvarpi alltof oft verið yfirdrifnir, upphafnir og helgislepjulegir spjallþættir um list en eins og með íþróttir þá er það lifandi flutningur sem heillar, þ.e. beinar útsendingar. Til þess að mæta auknum áhuga almennings á listum þurfa sjónvarpsstöðvar og listastofnanir að auka og þróa beinar útsendingar frá listviðburð- um. Ættu islendingar t.d. kost að fylgjast í beinni útsendingu með sýningu á La Bohéme á La Scala með stórsöngvurum þessa heims, yrði engu minni eftirvænting og áhugi en þegar toppliðin í ítölsku knattspyrnunni leika listir sínar. Eins væri með ballettsýningar frá New York City Ballet eða sinfóníur frá Musikverein í Vínarborg. Hér, í okkar litla landi, gerast einnig atburðir á sviði lista sem í raun er synd að ekki skuli berast um sveitir lands á öldum ljósvak- ans. Nægir að benda á alla þá tónleika sem haldnir eru um þessar mundir vegna útkomu nýrra hljóm- platna. Undirritaður var t.d. þeirr- ar ánægju aðnjótandi nýverið að hlýða á og sjá heimskunna íslenska söngkonu vekja upp frá dauða löngu grafna slagara með mátt- ugri rödd sinni. Þarna var á ferð- inni einstakur listviðburður sem teldist til tíðinda í mörgum stór- borga Evrópu. Ætli tökuvélar sjón- varpsstöðvanna hafi ekki verið uppteknar þetta kvöld við að fylgj- ast með fallbaráttunni í 1. deild- inni í handknattleik? Listir eru í raun óþrjótandi auð- lind fyrir framleiðendur sjónvarps- efnis. Aukinn áhugi almennings á listum ætti því að vera sjónvarps- stöðvum fagnaðarefni. Þessi straumhvörf ættu að bæta til muna skilyrði sjónvarpsstöðva til þess að framleiða vandað og uppbyggilegt afþreyingarefni. Nú er lag, kynni einhver að segja. BAKSVIÐ eftirÁsgeir Fridgeirsson Búast má við Jiví að sjónvarp sýni list- um meiri áhuga í kjöl- far þess að innan tíðar munu listir velta íþróttum úr sessi sem vinsælasta afþreying almennings á Vestur- löndum Bein útsending frá heimsins bestu óperuhúsum er ekkert síður spennandi og lifandi sjónvarpsefni en knattspyrnuviðureign stórliða. Hlutleysi og hlutleysi H-in „harða“ fjölmiðlun nútímans gerir það að verkum að mönn um finnst oft á tíðum ómak- lega að sér vegið í fjölmiðlum. Þeim finnst umijöllunin ómakleg, hlutdræg og ósann- gjörn, sannleikurinn snið- genginn og vankunnátta blaðamannanna yfirþyrm- andi. Víst eiga þessi sjónar- mið á stundum rétt á sér. Oft hygg ég þó að menn geti að nokkru leyti sjálfum sér um kennt. Viðbrögð manna hérlendis við því er fjölmiðlar 'fara að hnýsast í mál þeirra eru allt of oft þau að þeir segja ósatt. Þeir reyna að leiða blaðamenn á villigötur og gefa skýringar, sem ann- aðhvort skipta engu máli eða eru beinlínis rangar. Með því missa þeir ekki einvörðungu samúð blaðamannsins, heldur og einnig traust hans, þannig að þeir eiga mjög erfítt með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þótt rétt kunni að vera. Hlutleysis skal gætt Þessi viðbrögð eru svo sem ekkert séríslenskt fyrirbæri. Um þau má lesa í fjölmörgum erlendum bókum og greinum. En tvennt gerir þau ef til vill meira áberandi hér. í fyrsta lagi návígið sem ávallt skap- ast í litlu samfélagi og í öðru lagi það, að hér virðast menn undantekningarlítið telja það óþarfa fyrirhöfn að brynja sig gegn gagnrýni fjölmiðla fyrir- fram, enda þótt þeim sé ljóst að líkur séu á að.þeir verði fyrir henni, heldur treysta á snilld sína og slembilukku, ef hún dynur á. Ríkisfjölmiðlum hérlendis hefur löngum verið uppálagt að ástunda hlutlæga frétta- mennsku og gæta hlutleysis milli pólitískra afla. Enda þótt öðrum sé ekki fyrirskip- að þetta í jafn ríkum mæli telja allir góðir fjölmiðlar það samt aðalsmerki sitt að fólk geti treyst því að þeir fari nokkurn veginn rétt með og liti fréttir sínar ekki pólitísk- um viðhorfum. Kyndug fyrirbæri En hlutleysi og hlutdrægni eru nokkuð kyndug fyrirbæri. Tveir greinargóðir menn geta hlustað á (eða lesið) sömu fréttina og að því loknu ber annar í borðið og formælir miðlinum fyrir hlutdrægni en hinn fullyrðir að hér hafi ýtr- asta hlutleysis verið gætt og meðferð Ijölmiðilsins á mál- inu verið til fyrirmyndar. Báðir tala af fyllstu sannfær- ingu og í raun og veru eru því skoðanir beggja jafn rétt- háar. Það kyndugasta er svo það að daginn eftir gætu þessir sömu menn hlustað á eða lesið frétt unna af sama blaðamanni í sama fjölmiðli um sama mál og umsnúist, þannig að sá er fyrr taldi gæta hlutdrægni yrði harð- ánægður en hinn ekki. Hvað veldur þessu? Er ekki til mælikvarði á hlutleysi í frásögn? Jú, kannski, en fyrst og fremst til lengri tíma litið. Eitt af því skemmtilega við mannskepnuna er það að hún er ekki óskeikul (og guði sé lof fyrir þaðl). Við höfum skoðanir, og þær eru yfirleitt réttar, eða í það minnsta rétt- ari en aðrar skoðanir. Þegar við sjáum eða heyr- um tvo menn deila um þjóð- mál flytur sá maður, sem við erum sammála, yfirleitt mál sitt betur, er rökfastari og býður af sér betri þokka. Sé hann stirðmæltur er það vegna þess að hann ígrundar mál sitt vel, sé hann sífellt að grípa fram í fyrir andstæð- ingnum er það af því hann er svo mælskur og klár. Sé hinn aftur á móti stirðmæltur er það vegna þess að hann er svona greyið, en grípi hann fram í er hann ruddalegur og ósvífínn og stjórnandi um- ræðnanna ómögulegur. Auðvitað er þetta einföld- un, það viðurkenni ég fús- lega, en engu að síður er mikið til í þessu og líti nú hver í eigin barm. Það er því ekkert skrítið við það þótt dómur manna. um einstakar fréttir eða um- ræður geti verið misjafn. Menn þurfa ekki einu sinni að tala gegn sannfæringu sinni. Eftir því sem þeir eru öfgafyllri sem um ræða, verða þeir sannfærðari sjálfir um að h lutleysisbrot hafi verið framin og að viðkom- andi fjölmiðill sé hlutdrægur. < Það er því alger óþarfi fyr- ir blaðamenn að hrökkva við þótt æsingamenn tali um hlutdrægni varðandi einstaka frétt eða umsögn. Hitt er verra ef fjölmiðill, sem hefur yfir sér yfírskin hlutleysis, fær á sig það orð meðal æs- ingalítilla manna, að hann sé sífellt hallur undir sama stjórnmálaafl eða hagsmuna- samtök. Einn vilji - ein þjóð Þótt hér hafi verið tekin dæmi um þjóðmálaumræðu geta vissulega komið upp svipuð sjónarmið þegar rætt er um einstaklinga, félög eða fyrirtæki. Því miður er of al- gengt að heyra starfsmenn fjölmiðla vera með svo fast- mótaðar skoðanir á málum að skýringar einstaklinga í vanda fá yfirleitt ekki að komast til skila fyrir hama- ganginum í þéim sem einir mega vita. Menn eru stimpl- aðir óbótamenn og svindla.rar og að því er virðist til þess eins dregnir að hljóðnemum að láta þá játa skoðanir spyr- ilsins. Með því hefur oftar en einu sinni verið sköpuð slík múgæsing að aðeins ein skoð- un hefur átt rétt á sér, allt annað verið ósannindi. Og þá eru allir sammála um að fyllsta hlutleysis hafi verið gætt, nema þeir sem ekki þora að bera hönd fyrir höfuð sér. Magnús Bjarnfreðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.