Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 8
8 G MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 MJmiGUMNN stefnur & straumar Listfræðsla í grunnskólum verði stóraukin og í því sambandi verði einblínt á nauðsyn þess að virkja sköpunarþörf barnanna. Einnig verði öllum nemum í framhaldsskól- um gert kleift að iðka listir og auka þekkingu sína á því sviði. Tónlistarháskóli, sem deild ; í Listaháskóla, verði stofnaður þar sem áhersla verði lögð á nýsköpun í tónlist og á rannsóknir í tónvísind- um. Slíkur skóli þarf að koma upp öflugu safni tónverka og bóka um tónlist. Lög verði sett um starfslaun til handa tónskáldum, sem hafi það að markmiði að efla atvinnu- mennsku á sviði tónsköpunar. Stofnaður verði sjóður með þátt- töku einkafyrirtækja, sem söngvar- ar og hljóðfæraleikarar geta sótt fjármagn í til þess að kosta smíði frumsaminna tónverka þeim til handa. Framlög til íslenskrar tónverka- miðstöðvar verði stóraukin þannig að sú stofnun geti enn betur en nú sinnt því hlutverki sínu að gefa út tónlist íslenskra tónhöfunda og dreifa henni og kynna bæði innan- lands og á erlendum vettvangi. Tónlistarhús verði byggt þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands hefði aðsetur. Rekstri íslensku óperunnar verði komið í viðunandi horf og húsa- kynni hennar stækkuð verulega og endurnýjuð. Komið verði á fót tölvubúnu rannsóknarveri, þar sem stundaðar verða rannsóknir í hljóðlist í sam- vinnu við hliðstæðar stofnanir er- lendis. Tónlistardeild Ríkisútvarpsins verði gert kleift í ríkari mæli en nú að styðja við bakið á nýsköpun í tónlist og skilningur aukist á því hlutverki útvarpsins að varðveita hljóðritanir með íslenskum flytjend- TR YGGJA ÞARF TIL VIST ÍSLENSKRAR MENNINGAR „íslendingar verða á næstu árum að gera það upp við sig hversu náin þau tengsl verða sem þeir binda við aðrar Evrópuþjóðir á sviðum efnahags- og menningar- mála. Hvort sem íslendingar ganga í Evrópubandalagið eður ei, er það ljóst að þessi tengsl eiga eftir að verða miklu nánari en þau eru nú og hafa afdrifarík- ar afleiðingar fyrir menningarlíf þjóðarinnar. Ef við viljum tryggja tilvist íslenskrar menn- ingar i þeirri menningarlegu samkeppni þjóðanna, sem bíður okkar í næstu framtíð, verðum við að gera stórátak til þess að styrkja þær stoðir sem íslenskt menningarlíf hvílir nú á,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. Slíkt átak þarf fyrst og fremst að beinast að skóla- og fræðslumál- um og að því að efla með öllum hugsanleg um ráðum nýsköpun á sviði vísinda og lista. Ef skilningur skapast hjá almenningi og meðal ráðamanna þjóðarinnar á því að slíks átaks sé þörf, þá geri ég mér vonir um að mörgum brýnum verkefnum á sviði tónlistar verði hrint í framkvæmd á næsta áratug — verkefnum sem við höfum því miður ekki enn borið gæfu til að sinna á markvissan hátt. Stjómvöld og peningastofnanir geta lagt sitt af mörkum til að efla Sólrún Bragadóttir. Gunnar Guðbjörnsson. Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sigrún Eðvaldsdóttir. nýsköpun í tónlist og til að efla vit- und og þekkingu fólks á þeim verð- mætum sem skapast við iðkun fag- urtónlistar." í bjartsýni sinni segist Hjálmar ætla að spá því að þessir aðilar taki verulega við sér að þessu leyti og að í því sambandi verði sérstakar áherslur lagðar á eftirtal- in atriði: Jónas Sen. Rannveig Bragadóttir. Ashildur Haraldsdóttir. Guðbjörn Guðbjörnsson. Kæru vinir, œttingjar og fyrrum starfsfélagar. Hjartanlegt þakklœti fœri ég ykkur öllum, sem glödduö mig meö heimsóknum, gjöfum, blóm- um og skeytum á 70 ára^ afmœlisdaginn minn þann 7. desember sl. Ég óska ykkur öllum GuÖsblessunar í framtíÖinni og sendi ykkur mínar bestu jóla- og nýársóskir. MeÖ kœrri kveðju, Jón Arndal Stefánsson. JOOP! GULLFALLEGAR Herra LOÐHÚFUR TILVALIN JÓLAGJÖF Safalinn, Laugavegi 25, 2.hæð. Sími 17311 KRUPS BRAUÐRISTAR með og án rúnstykkjahitara. f Fást í öllum betri raftækja- og búsáhaldaverslunum. Heildsöludreífing Cartier 18 karat gullhringur. Sá eini sanni frá Cartier Tækifærisgjafir frá Cartier Upptakarar, lyklakippur, bókamerki, bókahnífur, pennar o.fl. GARÐAR ÓLAFSSON, úrsmiður, Lækjartorgi, sími 10081 Áskriftarsíminn er83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.