Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 C 13 Keisaradýrkun: kross á þeim stað þar sem zarinn og fjölskylda hans voru tekin af lífi fyrir 72 árum í Sverdlovsk. Stjórnaði aftökunni: Júrovskíj (þriðji frá vinstri í fremstu röð). ist í aukana í Sverdlovsk. ípatjev-húsið: þar var morðið framið. Morðherbergið: skipunin um morðið kom frá Lenín. Radzínskíj: gamalt leyndarmál staðfest. skyldunnar 10 árum áður. Þessu til staðfestingar birti blaðið ljósmynd af hauskúpu, sem Rjabov fullyrti að væri af Nikulási II. Að sögn Rjabovs þorði hann ekki að segja frá því að hann hefði fund- ið bein keisarafjölskyldunnar vegna andrúmsloftsins á Brezhnev-tíman- um, en þar sem ástandið hefði batn- að síðan Míkhaíl Gorbatsjov kom til valda hefði hann ákveðið að leysa frá skjóðunni. Rjabov fór til Ganín-námunnar 1979 til að kynna sér aðstæður. Hann kveðst hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þegar flytja hafi átt líkin frá námunni til greftrunar á leynilegum stað hafi bíllinn festst í mýrlendi einhvers staðar á leiðinni. Því hefðu líkin verið vætt með sýru og þau grafin í mýrinni. Þegar Rjabov og vinir hans grófu í mýrinni fundu þeir 11 lík. „Jafnvel mér reyndist ekki erfitt að bera kennsl á þau,“ sagði hann. Það sem sannfærði hann var „fjöldi líkanna, einkenni sáranna, gervitennur, sem oft hefur verið lýst í eriendum ritum, og leifar af sýrupottum umhverfis líkin“. Romanov-ráðgátan Hins vegar kvaðst Rjabov ekki vilja tilgreina nákvæmlega hvar í mýrinni hann hefði fundið líkin fyrr en keisarafjölskyldan fengi sóma- samlega útför. Moskvufréttir virtust því ekki vilja útiloka að um gabb væri að ræða. Margar fjöldagrafir úr borgarastríðinu eru í mýrinni og eitthvað virðist málum blandið í sam- bandi við gervitennurnar, sem Rjabov kvaðst hafa fundið. Tannlæknir keisarafjölskyldunn- ar, Serge Kostrítskíj, sem flúði frá Rússlandi í byltingunni, kvaðst hafa skilið skýrslur sínar um tannviðgerð- ir eftir í St. Pétursborg, en leit að þeim bar ekki árangur. Einu gervi- tennnurnar, sem getið er um í heim- ildum í sambandi við keisarafjöl- skylduna, eru gervitennur Botkins læknis og þær fundust á allt öðrum stað. Ekkert kom fram um það hvort ummerki eftir sár, sem Nikulás hlaut á höfði þegar reynt var að ráða hann af dögum'1890, væru á haus- kúpunni sem fannst. Sá langi tími sem leið áður en sagt var frá líkfund- inum þótti grunsamlegur. Rjabov kvaðst hafa líkin í sinni vörzlu, en vildi ekkert um það segja hvar þau væru niðurkomin og hvar þau hefðu verið geymd í 10 ár. Um það leyti sem Rjabov sagði frá líkfundinum fékk Elísabet drottning boð um að fara í fyrstu heimsókn brezks þjóðhöfðingja til Sovétríkjanna. Afi hennar, Georg V, og Nikulás II. voru systrasynir og getum var að því leitt að-sovézk- ir ráðamenn kynnu að hafa séð sér hag í því að spurningum um dauða „Nicky frænda" yrði svarað. Ljóst er að hafi Rjabov rétt fyrir sér falla ýmsar kenningar, sem komu fram um afdrif keisarafjölskyldunnar af því að engin lík fundust eftir blóð- baðið. Saga Önnu Andersons Ein lífseigasta kenningin var sú að kona að nafni Anna Anderson, sem skaut upp kollinum í Berlín 1920, væri Anastasja Níkolajevna keisaradóttir. Hún hætti ekki til- raunum til að fá dómstóla til að við- urkenna að hún væri lögmætur erf- ingi Romiánov-hásætisins fyrr en 1977, sex áður en hún lézt í Charl- otteville í Virginíuríki, Bandaríkjun- um. Anna Anderson kvaðst hafa sloþpið lifandi úr skothríðinni í íp- atjev-húsinu, en henni tókst aldrei að gefa viðhlítandi skýringu á því hvernig henni hefði tekizt að flýja frá Ekaterínburg. Margt af því sem hún sagði frá þernskuárum sínum við rússnesku hirðina var hins vegar svo sannfærandi að margir trúðu því að hún væri í raun og veru Anast- asja. Meðal þeirra sem enn trúa Önnu Anderson eru Anthony Summers og Hauskúpan: líkin fundin? Tom Mangold, höfundar metsölu- bókarinnar The File On the Tsar, sem kom út í Bretlandi 1976. Þar voru birt skjöl, sem lýstu því í smá- atriðum hvernig Anastösju hefði tekizt að komast undan. Summers og Mangold telja hugs- anlegt að þjónarnir hafi verið myrtir í Ipatjev- húsinu, en að keisarinn og Alexej hafi sennilega verið skotn- ir á einhveijum stað í grennd við Ekaterínburg. Keisaradrottningin og dætur hennar hafi verið fluttar með lest til Perm, um 350 km vestur af Ekaterínburg, vegna hótana Vil- hjálms II. Þýzkalandskeisara um að gera innrás í Rússland, ef eitthvað kæmi fyrir ættingja hans • þar. Drottningin og dæturnar hafi verið í haldi í Perm þar til í nóvember 1918, en síðan horfið sjónum. A þessu tímabili; júlí til nóvember 1918, reyndi ein dóttirin að flýja að sögn Summers og Mangolds, en hún náðist og var einangruð frá móður sinni og systrum. Þeir telja að þéssi dóttir hafi verið Anastasja. Birzt hafa enn ótrúlegri frásagnir þess efnis að Romanov-fjölskyldan hafi komizt lífs af, tekið sér nýtt nafn og setzt að í Danmörku, Bret- landi, Bandaríkjunum eða á Spáni. Tatjönu bjargað? Nýstárleg staðhæfing um afdrif keisarafjölskyldunnar kom fram í bókinni Armour Against Fate eftir brezka hernaðarsagnfræðinginn Michael Occleshaw í fyrra. Hann hélt því fram að Hugh Trenchard, fyrsti yfirmaður brezka flughersins, og brezki leyniþjónustuforinginn Richard Meinertzhagen hefðu sent fimm menn með leynd til Ekaterín- borgar til að bjarga keisaranum og fjölskyldu hans í flugvél. Að lokum tókst þeim aðeins að bjarga Tatjönu stórhertogainnu," sagði Occleshaw, sem studdist við dagbækur Mein- ertzhagens. Radzínskíj hyggst ljúka við bók sina um dauða keisarafjölskyldunnar á næsta ári. Varla væri hægt að velja betri tíma til útgáfunnar, því að vinsældir zarsins aukast stöðugt og Lenín hefur beðið mikinn álits- hnekki síðan Gorbatsjov kom til valda . Ráðizt hefur verið á styttur af Lenín í sovézkum borgum, en á sama tíma bjóða götusalar ljósmynd- ir og helgimyndir af síðasta zamum. Með bók sinni vonast Radzínskíj til að geta gert goðsögnina um Len- ín að engu. Hann telur að morð Leníns á keisaranum og fjölskyldu hans hafí markað upphafið að blóð- ugum hreinsunum Stalíns. „Stalín var sannur lærisveinn Leníns," segir hann. „Harmsaga þjóðar okkar hófst með Lenín.“ Til skamms tíma töldu sovézk yfirvöld minningu keisarans hættu- lega og bönnuðu að hans væri minnzt. Margir stuðningsmenn rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa litið á á Nikulás II. sem píslarvott, en kirkjan var lengi treg til að ijúfa bann stjórnvalda. Fyrir níu árum tók deild rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar í New York keisarafjölskyld- una í dýrlingatölu. Jarðýtur Jeltsíns Árið 1977 gaf framkvæmdastjórn kommúnistaflokksins leynileg fyrir- mæli um að ípatjev-húsið skyldi jafnað við jörðu í varúðarskyni. Á þeim tíma komu fram nýjar upplýs- ingar um morðið í útsendingum vest- rænna útvarpsstöðva til Sovétríkj- anna. Borís N. Jeltsín, sem þá var leið- togi flokksins í Sverdlovsk, fram- ’ fylgdi skipuninni. Hann^sendi jarðýt- ur í skjóli myrkurs til Ipatjev-húss- ins, sem stóð við Sverdlov-stræti, eina helztu umferðaræð borgarinn- ar. Nú virðist hann sjá eftir því að hafa látið bijóta húsið niður. „Ég get vel ímyndað mér að við munum fyrr eða síðar skammast okkar fyrir þessa villimennsku," segir Jeltsín, sem nú er forseti rússneska sovétlýð- veldisins, í nýútkomnum endurminn- ingum. Þar sem glasnost-stefna Gorb- atsjovs hefur stuðlað að auknu um- burðarlyndi hefur baráttan fyrir end- urreisn Romanov-ættarinnar smám saman getað farið fram fyrir opnum tjöldum. Dæmi um það hafa verið ítarlegar greinar í blöðum og tímarit- um um líf og dauða keisarafjölskyld- unnar. Nú er unnið að gerð kvik- myndar um dauða Romanov-fjöl- skyldunnar. Afkomendur rússneska aðalsins hafa komið á fót sérstökum samtökum til að beijast fyrir endur- reisn Romanov-ættarinnar. Fámennir hópar keisarasinna og aðrir „rússneskir ættjarðarvinir" hafa gert vegsömun Nikulásar að einu helzta baráttumáli sínu. Sumir þeirra höfða til Gyðingahaturs með því að benda á að bæði Júrovskíj, foringi aftökusveitarinnar, og Sverdlov voru Gyðingar. Mikil að- sókn hefur verið að sýningu í Æsku- lýðshöllinni í Moskvu er nefnist „Síð- ustu dagar Romanov-ættarinnar“. Þar er meðal annars sýnt líkan af kjallara ípatjev-hússins, þar sem sjá má blóðslettur upp um alla veggi. Píslarvotturinn Á afmæli morðsins í fyrra leysti lögregla upp útifund á lóð ípatjev- hússins í Sverdlovsk. Nokkrir voru handteknir, en kirkjan neitaði að hjálpa þeim. Nokkrir sögðu sig úr henni og gengu í kirkju rússneskra útlaga. Þessi hópur hefur fengið aðstöðu í skrifstofu þingmanns frá Sverdlovsk og eitt helzta baráttumál hans er að borgin verði aftur kölluð Ekaterínburg. Melkhísedek erkibiskup fór til Moskvu seint í október, meðal ann- ars til þess að koma í veg fyrir fjölda- úrsagnir úr kirkjunni í Sverdlovsk, og fékk Alexíj patríarka til að sam- þykkja að kirkja yrði reist á morð- staðnum. Ákveðið hefur verið að kenna kirkjuna við alla píslarvotta Rússlands. „Engar skírnir, útfarir eða hjónavígslur munu fara þar fram,“ sagði erkibiskupinn við Bill Keller. „Þetta verður staður píla- gríma, iðrunar og bæna.“ „Þjóðin mat Nikulás keisara mik- ils,“ sagði erkibiskup, þótt hann tæki fram að hann hefði haft galla frá sjónarmiði kirkjunnar, meðal annars vegna þeirrar þolinmæði sem hann hefði sýnt Raspútín, síberíska munkinum sem hafði mikil áhrif á konu hans með dáleiðsluhæfileikum sínum. „Síðan keisarinn var líflátinn hef- ur minning hans lifað með þjóðinni,“ sagði Melkhísedek. „Hann lifir enn, ekki sem dýrlingur, heldur vegna þess að hann var tekinn af lífi án dóms og laga og varð að þola rang- læti og þjást fyrir trú sína ...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.