Alþýðublaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 9
Q Bg^roft ir~^) Viðtöl við haodknattleiksmenn. ÍI. i siieiizlca lidinu er fi! fyrirmyn segir Guðjón Ólafsson markvörður. TÍÐINDAMAÐUR íþrótta- síðunnar lagði leið sína í í- þróttahús Vals sl. miðvikudags kvöld, en þá stóðu yfir æfing- ar íslenzka landsliðsins í hand- knattleik. Stúlkurnar voru á undan, en HSÍ hefur valið nokkrar stúlkur til sérstakra æfinga fyrir Norðurlandameist aramót kvenna, sem fram fer í júní í Noregi. —, Landsiið kvenna verður valið síðar. — Þegar kvenfólkið hafði lokið æfingu, kom landslið karla í salinn og var ánægjulegt að sjá tilþrif þeirra, virðist liðið vera komið í ágæta æfingu. Einn af hinum ungu landsliðs- mönnum heitir Guðjón Ólafs- son og er úr KR. Hann leikur í marki og hefur þótt sjálfsagð- ur, þegar valin hafa verið úr- valslið eða landslið undanfarin ár. Guðjón er fæddur 29. okt- óber 1936. — Eins og allir drengir á ís landi stundaði ég íþróttir frá blautu barnsbeini, knattspyrnu sund iog sundiknattleiik og svo auðvitað leikfimi í barna- skólanum, en það var eiginlega af hreinni tilviljun, að ég hóf keppni í handknattleik, sagði Guðjón. — Það var á móti að Hálogalandi 1953, að markmað ur KR í 2. flokki, Óskar Val- garðsson, meiddist og gat ekki leikið. Strákarnir komu þá til mín og spurðu, hvort ég vildi ekki hlaupa í skarðið og keppa þennan leik og það varð úr. Guöjón Ólafsson, KR — Hvernig finnst þér aö vera í marki? Það er oft erfitt og ekki er Mér gekk allvel og síðan hef ég látlaust varið markið fyrir KR, fyrst í ,2. flokki og frá 1954 í meistaraflokki. — Áttir þú ekki merkisaf- mæli sem markma'ður nýlega? Jú, svo skemmtilega vildi til, að úrslitaleikurinn á Reykja- víkui’meistaramótinu í fyrra, var 100. leikur minn í marki hjá meistaraflokki K!R, en eins og kunnugt er sigruðum við í mótinu og unnum hinn fagra bikar samvinnutrygginga til fullrar eignar. Stokkhólmi, 30. jan. (Reuter). — SVÍAR og blöð þeirra gengu af göflunum í dag yfir því, að í gær voru undir- ritaðir í New York samningar um, að „þjóðhetja“ þeirra, Ingemar Johannson, berjist í .iúní n. k. um lieimsmeistara- titiiinn í þungavigt við heims- meistarann, Bandaríkjamann- inn Fioyd Patterson. Blöðin voru full af myndum af undir- skrift samninganna og fyrir- sagnirnar voru m. a.: „Mesti bardagi síðan á dögum Demp- seys“ og „Auðvitað er Floyd hræddur við Ingemar“. '■fc 12 SIGRAR á „KNOCK-OUT“. Sem atvinnuboxari er Inge- mar Johannson raunverulega byrjandi. Hann hefur aðeins barizt 21 sinni, en hann hefur líka unnið alla bardaga sína, 12 af þeim með knock-out. Inge mar er rúmlega sex fet á hæð og 198 pund á þyngd og hefur geysilega sterka hægri hendi. í fyrra rotaði hann Eddie Mac- hen, Bandaríkjamann, sem þá stóð næstur því að fá að berj- ast við Patterson um titilinn. VIKIÐ ÚR LEIK Á OL ’52. Byrjun Ingemars sem boxara var ekki sem bezt. Á Ólympíu- leikunum 1952 var honum vik- ið úr leik, sviftur silfurverð- launum og sænski fáninn dreg- inn niður, vegna þess að hann „hefði ekki gert sitt bezta“. Eftir það gerðist hann atvinnu- maður og fjórum mánuðum, og fjórum bardögum síðar, varð hann Norðurlandameistari. Síð an skoraði hann á Evrópumeist arann, ítalann Franco Cavicchi, o gsigraði á knock-out. Hann hefur haldið þeim titli síðan. því að neita, að stundum hefur mér ekki litizt á blikuna, þegar einhver frábær skytta hefur knöttinn frír á línunni, eins og sagt er. En mér finnst mark mannsstaðan skemmtileg og æsandi, það er alltaf eitthvað að ske. Sumir halda, að mark- maðurinn þurfi ekki að æfa eins mikið og aðrir leikmenn, en það er misskilningur, ég fæ oft að leika út á vellinum. til að auka úthaldið, því að góður markmaður þarf alltaf að vera á hreyfingu. — Hvað finnst þér skemmti- í legast við handknattleik yfir-1 leiít? Hinn mikli hraði og fjöl- breytni í leiknum. Hann krefst snöggrar og skýrrar hugsunar og mikils íþróttaanda. Annars mun handknattleikurinn hér taka miklum jákvæðum breyt- ingum, þegar stóra íþróttahús- ið kemur og vonandi verður það bráðlega. Hálogalandshúsið var ágætt á sínum tíma, en nú er það orðið alltof lítið. — Hvernig lízt þér á utan- förina? Ég er mjög bjartsýnn, lið okliar er f ágætri æfingu og ef við verðum heppnir, er mögu- leiki á sigri gegn Norðmönn- um, Leikirnir gegn Svíum, sem eru heimsmeistarar, og Dönum verða erfiðari. Danir sigruðu Svía í landsleik, sem fram fór nýlega, en þessar þjóðir eru fremstar í heimi í þessari í- þróttagrein. Undirbúningur okkar hefur verið ágætur og andinn og samheldnin í liðinu er til fyrirmyndar. Þetta er mikið átak hjá stjórn HSÍ og sýnir, að stjórnendur hand- knattleiksins taka áhugastörf sín af festu og dugnaði. Mín skoðun er sú, að innan nokkurra ára muni handknatt- leikurinn verða sú íþróttagrein- in hér, sem hvað hæst ber í samanburði við aðrar þjóðir, sagði Guðjón að lokum. Skjaldaglíman SKJALDARGLÍMA Ármanns verður háð í íþróttahúsinu að Hálogalandi kl. 16,30. — Meðal keppenda er Trausti Ólafsson, Á, sem sigraði óvænt í glím unni í fyrra. Einnig Ármann J. Lárusson, UMFR, glímukóngur. Afmælisskíðamót Armanns AFMÆLISMOT Glímufé- lagsins Ármann verður haldið í Jósepsda! sunnudaginn 1. febrúar. Mót þetta er haldið í tilefni þess, aö félagið átti 70 ára afmæli 15. dcs. s.l., en það var stofnað árið 1888. Keppt vei’ður í stórsvigi í öllum flokkum karla, A, B og C, svo og drengjaflokki og kvennaflokki. Allir beztu skíða menn Reykjavíkur verða þátt- takendur í mótinu, þar á meðal Eysteinn og Svanberg Þórðar- synir, Ólafur Nílsson, Stefán Kristjánsson, Ásgeir Eyjólfs- son, Guðni Sigfússon, Valdi- I mar Örnólfsson, Úlfar Skær- ingsson og Marteinn Guðjóns- | son. í kvennaflokki má nefna Mörtu B. Guðmundsdóttur og Karólínu Guðmundsdóttur. Ármenningar óska að kepp- endur og starfsmenn komi í Dalinn á laugardag, en hús- rými er nægilegt í skálanum. Keppnin hefst kl. 11 á sunnu- dag, og verður þá keppt í kvennaflokki, drengjaflokki og C-flokki. í A- og B flokki hefst keppnin kl. 2. Ef véður og færi verður gott á sunnudaginn, má búast við margmenni á skíðum í Jóseps- dal. Iðnó Ið no DANSLEIKUR Iðnó í kvöld klukkan 9. * ÓSKALÖG * ELLY VILHJÁLMS * RAGNAR BJARNASON og * K.K, sextettinn leikur nýjustu calypsó, rock og dægurlögin. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—G. Komið tímanlega og tryggið ylskur miða og borð. S ímanúmer o kk a r er 35760 T résmíðaverkstæðið Síðumúla 23 ýmsar stærMr nýkcjimar Helgi Magnússon & Co, Hafnarstræti 19 Símar 13184 og 17227. Jarðarför eiginkonu minnar GYDU ÓSKARSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskapellu þpiðjudaginn 3, febrúar 1959. Athöfnin hefst kl. 3 síðdegis. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarfélag lamaóra og fatlaðra. Fvrir mína hönd og annarra aðstandenda Jón Lárusson. Aiþýðublaðið — 31. jan. 1959 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.