Alþýðublaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. íiitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiöslu- sími: 14900. A'Ösetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Burt mcð framtölin! VÆRI ekki dásamlegt að losna við framtölin til skatts, allt erfiðið og áhyggjurnar. sem þau valda? Þannig hugsa margir þessa dagana, þegar mönnum er fyrirskipað að viðlögðum refsingum að skila hinu opinbera nákvæmri skýrslu um einkafjárhag sinn. Sumurn finnst ábyrgðarleysi að láta sér detta slíkt í hug. Við gerum kröfur til ríkis og bæjar, og þær ekki litlar. Við heimtum sjúkrahús, trvgg- ingar, öryggi og samgöngur. Við krefjumst raf- magns. vatns og sorphreinsunar. Og krefjumst ráf- standa straum af öllu slíku án skatta á einstaicl- ingana? Það er rétt, að ríki og bær verða að fá tekjur og þær miklar. Hins vegar er alls ekki víst, að tekjuskattar og útsvör séu rétta leiðin til að i afla þeirra tekna. A þeim grundvelli eiga nú- í tímamenn að hugsa um skattamálin. Er ckki hægt að afla hinu opinbera nauðsynlegra tekna á réttlátan hátt án þess að leggja á tekjur ein- staklinganna og krefjast framtals af þeim? Miklar líkur eru til þess, að við nútíma að- stæður séu aðrar leiðir hentugri og réttlátari til skattheimtu en tekjuskattar. Nú er hægt að baga sölu og neyzlusköttum svo, að þeir komi niður á þeim. sem hafa ráð á að veita sér gæði líísins, en hinir efnaminni sleppi. Það er að skoðun súmra oérfræðinga skynsamlegra síð iskattleggja fyrir- tæki eftir útgjöldum þeirra en hreinum tekjum. Þannig mætti lengi telja. Hér þarf grandvara end urskoðun, sem byggist á hinum breyttu aðstæð- um í þjóðfélaginu. Skattakerfi geta breytzt og eiga að breytast með breyttum tímura. Alþýðuflokkurinn tók af skarið um þessi mál með því að flytja á alþingi tillögu um athugun á afnámi tekjuskattsins, sem mundi verða fvrsta skref í rétta átt. Nú er starfandi nefnd, sem kannar það mál, og skilar hún vonandi áliti áður en mörg ár líða. Það væri gott að losna við framtölin, enn bretra að afmá skattsvikin. Við verðum að leita íýrra úrræða í þessum málum eins og öllum öðr- um, og taka upp nýia hætti, ef þeir virðast örugg- ■ ega betri en hinir eldri. áðaKundur .Hraunprýði', kvennadeiidar Siysavðrnarféiapins í Hafnarfirði. NÝLEGA hélt „Hraunprýöi“ I.\en;nadeild Slysavarnaíélags í.slands í Hafnarfirði aðalfund :-mn. Auk venjulegra fundar- síarfa samþykkti deildin að t/íefa 10 þúsund krónur til bygg- ingar Slysavarnáhússins á Grandagarði í Reykjavík. — l unfremíur afhcntu konurnar Sfysavarnafélaginu rúmlega 55 I úsund króna framlag frá árinu 1958 sem þær hafa aflað með . ivommtunum, merkja- og kaffi i- iJu og á ýmsan annan hátt. Sýnir þessi dugnaður Hraun prýðiskvenna ihve mikið er l:segt að gera þar se mviljinn og íórnfýsin ræður ríkjum. Stjórn ceildarinnar skipa nú: Rann ur Magnúsdóttir, gjaldk., Elín Jósefsdóttir, ritari. Til vara eru þær Sclveig Eyjólfsdóttir, Hulda S. Helgadóttir og Ingi björg Þorsteinsdttir. Meðstj. eru þær Soffía Sigurðardóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir og Marta Eiríksdóttir. STÖRGJÖF. Einnig hefur Slysavarnafé laginu nýlega borists stórmynd arteg, gjöf til björgunarskút.u sjóðs Austurlands frá Slysa varnadeildinni Hafdísi á Fá skrúðsfirði. Gaf deildin kr. 25 þúsund að þessu sinni en áður hafði deildin gefið 10 þúsund í sama skyni. MikilL áhugi er með al Austfirðinga fyrir þessu nauð Framhald á 10. síðu. vetg vigfusdottir form., Sigríð 31. jan. 1959 — Alþýðuhlaðið Skyndiaftökurnar á Kúbu liafa vakið andúð flestra og menn hafa talið að þær bentu til þess að liið sama mundi gerast þar og í öðrum Suður-Ameríkuríkjum að afloknum stjórnarbylting- um. Þessi gagnrýni á nokk- urn rétt á sér. Það sem nú er að gerast á Kúbu er hroða- legt. En vert er að gera sér ljóst hvað raunverulega hef- ur gerzt. Vopnfátækir og fámennir uppreisnarmenn unnu sigur á einræðisherra, sem byggði vald sitt á lögreglu og pynd- ingum. En blaðalesendur geta auðveldlega ályktað eftir skrifum heimsblaðanna, að ógnaröldin á Kúbu hafi ekki hafizt fyrr en með sigri Cast- ros á hryðjuverkasveitum Batista. Ekkert er fjær sanni. Völd Baíista grundvölluðust á hryðjuverlium og spillingu, en ströng ritskoðun kom í veg fyrir að umheimurinn fengi sannar fregnir af því, sem fram fór á eynni. Og upp- Ijóstrunum ábyrgra ferða- manna var ekki trúað. Fang- elsi Batista voru yfirfyllt af pólitískum föngum. . Ðaglega birtust fréttir af andstæðing- um stjórnarinnar, sem skotn- ir voru er þeir reyndu að . flýja land. Fjöldamargir fang ar voru pyndaðir á hinn hryllilegasta hátt áður en þeir voru teknir af lífi. Þúsundir limlestra líka hafa verið graf- in upp úr fangelsisgörðunum síðan Castro kom til valda. Talið er, að yfir 20.000 manns hafi verið myrtir af lögreglu- mönnum Battista. Innibyrgt hatur þjóðarinn- ar á Battista og þjónum hans fékk útrás þegar Castro hafði sigrað. Óvíst er að nokkur mann- legur máttur hefði getað kom- ið í veg fyrir skyndiaftökur þegar liarðstjóranum var velt af stóli. Castro hefur sjálfur sagt að ef liann hefði elski hafið. strax aftökur stríðs- glæpamanna þá hefði lýður- inn ærzt og tekið lögin í sín- ar hendur. Aftökurnar eru á engan liátt afsakanlegar, en ef þær hefðu ekki verið framkvæmd- ar, má gera ráð fyrir að eitt- hvað verra hefði komið í stað inn. Sterk þjóðernisalda geng- Hanne á h o r n i n ★ Límirnar hafa vorið lag'ðar. ★ Þannig verður kosn- ingabaráttan. ★ Ofund og afbrýðisemi ★ Eldur hagsmunabar áttunnar að nýju, ★ Bréf frá skipaskoðun arstjóri. KOSNINGABARÁTTAN hófst með útvarpsumræðunum á mið- vikudagskvöldið. Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason höfðu al- gera sérstöðu í umræðunum. Það hljóta menn að viðurkenna hvar svo sem þeir standa í flokki. Emil og Gylfi ræddu eingöngu um málefnið, brýnasta mál ís- lcnzks þjóðfélags nú. Hinir ræðumennirnir tættu hvern ann an í sig eftir öllurn kúnstarinn- ar regium. — Línurnar voru lagðar, og menn sjá af þeim hvernig kosningabaráttan verð- ur háð. HATRIÐ OG AFBRÝÐISEM- IN rriilli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu verða að skíðlogandi báli, en kommúnistar munu leggja alla áherzlu á, að espa starfshópa þjóðarinnar hvern gegn öðrum, spenna upp kröfupólitíkina, kveikja eld hvar sem því verð- ur við komið til þess að eyða því sem eytt verður í hagsmúna- streytunni og beita lygum og blekkingum af mikilli ósvífni í von um, að tortryggnin og öf- undin milli stéttanna geti fleytt flokki þeirra gegnum brimið. ÞAÐ RÍÐUR LÍFI® Á fyrir þjóðina, að hún geri sér grein fyrir sjálfum málefnunum, láti ekki vígorðin leiða sig afvega, reyni að skoða málin eins og þau liggja í raun og veru fyrir, en ekki eins og hægt er að þau séu eða muni verða eins ok kom- múnistar lögðu alla áherzlu á við umræðurnar. —■ Ef þjóðinni tekst ekki að sjá í gegnum mold viðrið, þá glatar ltún sjálfstæði sínu. Þá sannar liún, að hún er ekki fær um að stjórna sér sjálf. ALÞÝÐUFLOKKURINN stendur algerlega einhuga. Hann hefur ekki í síðast liðin þrjátíu ár, eða síðan árið 193Q, verið eins einhuga og hann er nú. ■— Þetta þarf að koma fram í á- kveðnu og fórnfúsu starfi allra þeirra, sem vilja frið í íslenzku þjóðfélagi, sem vilja leggja hönd á plóginn til þess að okkur tak- ist að vernda þau lífskjör, sem við höfum aflað okkur. Um það er í raun og veru barizt nú — og verður barizt næstu mánuði. IIJÁLMAR R. BÁRÐARSON, skipaskoðunarstjóri hefur skrif- að mér eftirfarandi: „Vegna um- mæla, sunnudag 25. þ.m. send af ,,togarasjómanni“, vil ég leyfa mér að fara þess á leit að þú birtir eftirfarandi í pistli þín- um: Ég vil þakka „togarasjó- manni“ grein hans um björgun- artæki í togur.um, sem birtist í blaðinu í gær. Skipaskoöun rík- isins skoðar búnað hvers skips minnst einu sinni á ári, og er þá allt fært í það lag, sem lög ákveða. Auk þessarar árlegu skoðunar eru framkvæmdar sér stakar skoðanir þegar tækifæri gefst. Starfslið skipaskoðunar ríkisins er of fáliðaö til að fært sé að skoða hvert skip í lrvert skipti, sem það kemur í höfn. Það er því brýn nauðsyn að sjó- menn sjálfir sýni nokkurn áhuga á málum þessum. ur nú yfir Kúbu. Þjóðin er einhuga, ekki sízt í hatri sínu. á, Bandarílíjamönnum, sem um langt slteið veittu Batt- ista vopn og varning. En Castro er, eins og allir stjórn- endur Kúbu, háður BandaríkJ unum. Þeir eru helztu við- skiptavinir Kúbu, hafa lagt stórfé í fyrirtæki þar og ferðamannatekjur Kúbu eru að mestu leyti frá bandarísk- um ferðamönnum, og næst á eftir sykurútflutningnum, eru ferðamenn helzta tekju- lind eyjarinnar. Hausaveiður- um á Borneo að fœkka. I s v V s s s s s s ANGT inni í frumskóg-S um Borneo býr kynflokk-S ur, scm Marut nefnist.^ Meðlimir hans eru á steinA aldarstigi, lágvaxnir, veik-) burða. Þeir eru einn af öi-A fáunr kynflokkum heims,^ sem enn stunda hausa-^ veiðar. Vísindamenn vita ekkiii margt um þetta fólk, senR býr í fjallahéruðum, erfR iðum yfirferðar mitt í ein-S hvcrjum þykkvasta frum-S skógi jarðarinnar. LítiðS sem ekkert er vitað um S trúarbrögð eða siði þessA ara manna annað en að S íS þeir stunda hausaveiðar einhverjum trúarlegmn til-: gangi. Fyrsti maðurinn,^ sem komst á fund þeirra ^ var þ j óðf élagsf ræðlingur-, ^ inn Lloyd Davies við há-ý skólann í Malaja. Rann-s sóknir hans sýna, að á ár-S unum 1953—1957 fækkaðis meðlimum ættbálksins umS 23 af hundraði og í árslokS 1957 taldi Davies að þeix-S væru ekki nema 18.000 að^ tölu. Barnsfæðingar cru af? ar sjaldgæfar og Marut-^ arnir virðast ekki hafa^ neinar áhyggjur út af fram^ tíð ættbálksins. Næring-^ arskortur veldur því að^ Marutarnir eru mjög næm\ ir fyrir öllum sjúkdómum.S Tveir vísindamenn, semS um skeið dvöldust hjáS þcim, komust að raun um,S að sjúkdónmr veldur þvíS að svo fá hörn fæðast rneð-S al þeirra. Konurnar látaS fóstrum er stutt er liðið á^ Allt) meðgöngutímann. bendir því til, að þessir^ frumstæðu hausaveiðarar,^ deyi út innan fárra ára. ^ SAMKVÆMT ÁKVÆÐUM reglnanna ber skipstjóra skylda til að hafa bátaæfingar minnst annan hvern mánuð í fiskiskip- um. Þegar skipaskoðun ríkisins hefur orðið vör við, að æfingar hafa ekki verið haldnar er oft- ast fundið að því í eftirlitsbók- inni. Þéssum aðfinnslum er oft- ast svarað með því, að ekki sé tími til slíkra æfinga í heima- höfn, enda áhöfn þá aldrei um borð í fiskiskipum. ÉG GET ÞVl fyllilega tekiS undir hvatningarorð „togarasjó- Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.