Morgunblaðið - 28.12.1990, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.12.1990, Qupperneq 6
.6 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 STOÐ 2 Afangar áMunka- ■■■■ Björg G. Björnsson heldur áfram 1 Q 45 að kynna landmönnum sveita- A ir kirkjur og höfuðból í þáttaröðinni Áfangar. í dag er á dagskrá þáttur sem hann gerði um kirkjuna á Munkaþverá. Hana reisti Þorsteinn á Skipalóni. Munka- þverá var mikið höfðingjasetur og staðurinn er merkur fyrir margt til viðbótar við kirkj- una. Meðal annars var þar klaustur til forna, eiiis og nafnið bendir til, en einnig er á staðn- um minnisvarði um Jón biskup Arason. Fiskurinn Wanda John Cleese í hlutverki sínu. ■■■■ Monty Python-gengið OA 15 breytti ásýnd bresks húmors í augum heimsins, en breskur húmor var í augum margra eitthvað sem gefið var í skyn frekar en sagt beint út, fram að því að gengið sendi frá sér hvetja farsamynd- ina af annarri. Hópurinn er löngu uppleystur, en fyrrum meðlimir hans halda sig þó jafn- an við kímnina. Einn þeirra er John-Cleese, sem gerði myndina Fiskurinn Wanda, A Fish called Wanda, og er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Myndin segir frá þjófa- gengi sem rænir dýrmætum demöntum. Höfuðpaurinn er handtekinn, en kom fengnum undan og innan gengisins er hver hendin upp á móti annarri, því allir vilja koma höndum yfir þýfið. Inn í þetta allt blandast svo málafærslumaðurinn sem á að veija höfuðpaurinn fyrir rétti, en fellur flatur fyrir hinni fögru Jamie Lee Curtis, sem er einn meðlima gengisins. Með aðal- hlutverk fara John Cleese, Jamie Lee Curtis, Kevin Kline og Mic- hael Palin. Maltin gefur: ★ ★ ‘A. Kirkjan á Munkaþverá. SJONVARPIÐ ■■■■ Milli fjalls og fjöm, fyrsta íslenska talmyndin gerð af Lofti 1 Q 00 Guðmundssyni árið 1949, er á dagskrá Sjónvarps í dag. lö — Mynd þessi, sem tekin var í litum, er sannkölluð sveitalífs- mynd og er sögusviðið fært til síðustu aidar. Segir hér af viðskiptum sýslumanns nokkurs og kotungssonar, sem ratar í þá ógæfu að vera' vændur um sauðaþjófnað. í hlutverkum voru nokkrir af þekktustu leikurum samtímans, þar á meðal nokkrir sem nú eru horfnir af sjón- arsviðinu. Má þar nefna Brynjólf Jóhannesson, Alfreð Andrésson og Ingu Þórðardóttur en einnig fara þau Gunnar Eyjólfsson, Ingibjörg Steinsdóttir, Jón Leós og Bryndís Pétursdóttír með hlutverk. Blómatíðí WOLFGANG AMADEUS ■■■■ Samtíðarmenn eiga næsta erfitt með að gera sér í hugar- qa 35 lund hvílíkan sess hin litla Flatey á Breiðafirði skipaði í “** mtnningu og framförum í íslensku samfélagi nítjándu ald- arinnar. Ber þar hæst tímaskeiðið frá 1822 til 1850, er eyjan var byggð stórhuga athafnamönnum er ekkert létu sér fyrir brjósti brenna. Utvegsbændur á borð við þá Ólaf Sívertssen og Brynjólf Bjarnason höfðu mikil umsvif í eynni, fluttu hús sín tilhöggin frá Noregi, létu smíða för í eynni, er höfð voru til miililandasiglinga, auk þess sem þeir hlúðu að fátækum efnispiltum og styrktu þá til dáða. í hópi þeirra er gott þáðu af hendi þeirrá voru m.a. Gísli Brynj- ólfsson, Matthías Jochumsson og Sigurður málari. í eynni reis tii að mynda hið fyrsta almenningsbókassafn er stofnað var hérlendis, auk fyrstu menntastofnana fyrir sjómenn og bændur, svo nokkuð sé nefnt. ■■■i Sam-Evrópskur þáttur, gerður í tilefni af 200 ára dánarafmæli Mozarts er á dagskrá Sjónvarps 1 r 00 > dag. Á árinu sem nú fer í hönd verða 200 ár liðin frá því að einn mesti tónsnillingur er 10 — mannkyn hefur eignast var jarðsettur í ómerktri ijöldagröf í fátækrakirkjugarði suður í Vínar- borg. Til að minnast þessa munu tónlistarmenn, hþomplötuútgáfur og sjónvarpsstöðvar víðsvegar um hinn vestræna heim heiðra heiðra minningu tónskáldsins með hinum fjölbreytilegasta hætti á árinu. M.a. hafa sjónvarpsstöðvar í Evrópu sameinast um gerð einnar og hálfrar klukkustundar langrar dagskrár, er sýnd er í 15 löndum álfunnar um þt ssar mundir og bætist ísland nú í hópin. Nútímafólk á ekki gott með að gera ér í hugarlund þá erfiðleika sem ferðalög voru fyrr á tímum. Á 18. öld þótti t.a.m. gott að leggja að baki 30 km. dagleið á eínum degi. í Ijósi þessa gjörðist tónskáld- ið Mozart afar víðförull um sína láu daga og sótti allmargar borgir Evrópu heim. I dagskrá þessari verður fylgt í fótspor hans á nokkrum íerðalagana, þá er hann sótti heim borgir í Austurríki, Tékkósló- vakíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Niðurlöndum. Sjónvarpsstöðvar í viðkomandi löndum hafa lagt til „tónlistarmýndbönd“ frá hinum ýmsu áfangastöðum, þar sem rakin er stuttlega dvöl tónskáldsins á hveijum stað, leikin tónlist er hann samdi í viðkomandi landi og brugðið upp listaverkum eftir samt- íðarmenn hans. i' 1 i §!1 * ' fi mm i á j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.