Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 1
frgmiMitMft MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 BLAÐ Það verður að vera viss uppreisn í manni - segir Arngunnur Ýr Gylfadóttir sem opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag í FRÆGU Uóði yrkir William Blake til sjúkrar rósar, og vera kann að fólki sem leggur leið sína á Kjarvalsstaði á næstunni finnist sem rósin sú sé komin þar upp á vegg. í dag opnar myndlistarkonan Arngunnur Ýr Gylfadóttir einkasýningu; og ekki bara á máluðum rósum, heldur einnig sölnuðum, og ýmsu fleiru; marmara, röntgenmyndum, hári, holskurðum, trékössuin með tiósi, purpurarauðum oggrænum litum, svo eijthvað sé nefnt. Þetta er þriðja einkasýning Arngunnar á íslándi, áður sýndi hún í Nýlistasafninu 1987, og listsalnum Nýhöfn 1989, og auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum í Evrópu og San Fransisco; þar sem hún býr og starfar. Arngunnur Ýr nam við Mynd- lista- og handíðaskóla ís- lands 1982 til 1984, hélt þá til San Francisco og lauk þaðan prófi úr málaradeild 1986. Síðan hefur hún málað af kappi ytra og sýnt á milli, auk þess sem hún dvaldist í Amsterdam síðastliðinn vetur. „San Francisco á orðið mikið í mér, það fann ég þeg- ar ég kom aftur þangað frá Hol- landi. Þetta er yndælisstaður, og mér finnst ég vinna mjög vel þar. Svo er veðrið líka alltaf svo gott, sumarið stóð alveg fram í miðjan desember!" segir Arngunnur Ýr og hlær. „Sjálfsagt verð ég þar næstu misserin, en annars ákveð ég bara þegar að því kemur hvoit það verði til frambúðar. í fyrra langaði mig að skipta um umhverfi, fór til Amsterdani, og áttaði mig þar á því að þetta var í raun afskaplega lítil breyting. Hlut- irnir eru svo keimlíkir á Vesturlönd- um. Held að næst þegar ég ætla SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.