Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 Aðalgeir Kristjánsson Um hliöstæður í sögunum „Litbrigði jarð- arinnar" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og „Holt og skál" eftir Jón Trausta að er alkunna að stef og stefjabrot eldri verka eru tekin og notuð sem uppi staða í ný og ólík verk. Stundum skilja aldir stef og tilbrigði. Dæmi um þetta má finna í ýmsum listgrein- um. Ólíkir höfundar mætast í ákveðnu efnisatriði, en fara síðan hvor sína leið og er margt sem veld- ur. í sígildri tónlist eru verk yfirleitt byggð upp úr stefjum og stefjabrot- um. Þau eru oftar en ekki fengin úr verkum annarra tónskálda og verða næsta ólík því upphaflega, fá meir og meir svipmót og stíleinkenni þess sem þráðinn spinnur áfram svo að í lokin er næsta fátt eftir sem minnir á uppspnann. En hvernig er þessu háttað í heimi skáldsögunnar? Þess eru mörg dæmi að ein saga fæðir af sér aðra. Gott dæmi um það er Fóstbræðra saga og Gerpla. Þar skilja aldir höfunda að, en ólík lífsviðhorf og gildismat valda því að viðhorf þeirra til hetju og hetjuskapar verður ólíkt. Ekkí þurfa að líða aldir á milli ritunartíma svo að það sama verði uppi á teningnum eins og nú skal greina. Fyrir nokkru veitti sá sem þetta ritar því eftirtekt að tveimur fyrstu köflum Litbrigða jarðarinnar eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson svipar mjög að efni til kafla í Holt og Skál eftir Jón Trausta sem ber heitið Meyj- arkoss. Upphaf söguþráðarins í Holt og Skál er að söguhetjan Vigfús er á austurleið heim í Holt að vori til af vertíð. Hann hefir fengið léðan hest í Skaftártungum síðasta áfangann að austustu kvísl Skaftár. Vorblíð- unni og hinu mikilfenglega útsýni sem blasir hvarvetna við augum hans er lýst svo: „Hann lét hestinn lötra ofurhægt eftir götunni. Skógviðarhríslurnar á báðum götubökkunum gnæfðu yfír höfuðið á honum og slógu stundum nýútsprungnum greinunum framan í hann. Milli gulhvítra birkistofnanna voru nýrúnar kindur á beit. Yfír snarbröttum hlíðunum á Skálarfjalli liðu skuggar þunnra skýja, sem sett- ust fyrir sólina. Hlíðamar voru dökk- grænar, með fagurgulum mosaveit- um til og frá og djúpum, skuggaleg- um giljum, sem lækirnir höfðu .graf- ið. Fjallið var yndislega alvariegt í þessum vorbúningi. næstum því óbliknuð eftir kuldann óg norðangjóstinn undanfarnar næt- ur. Hann hætti að blístra, lét Grána gamla ráða ferðinni og horfði á þessa ' litríku jörð, horfði á skýin yfír jörð- inni, blágrá og kyrrlát, horfði á fjöll- in og hæðimar, horfði á lyngbreið- urnar og víðiflákana hinumegin við ána, hlustaðj á niðinn í ánni og an- daði að sér' svölum, haustþungum ilminum frá laufí og grasi.“ Guð- mundur, söguhetja Ólafs Jóhanns, lét Grána gamla ráða ferðinni að vaðinu á ánni. „Hann rétti úr sér, stríkkaði á beislistaumunum, danglaði fótun- um við síður hestsins og tók stjóm ferðarinnar snögglega í sínar hend- ur. Það var eins og hann hefði vakn- að af dvala. Litirnir í skynjun hans þokuðu til hliðar, því að spölkom framundan sat ung stúlka á. bleikri lyngþúfu skammt frá vaðinu á ánni. Hann þekkti hana strax, hún hét Sigrún María Einarsdóttir, seytjan ára heimasæta á næsta bæ, lítil og hnellin, kölluð Sigga, Rúna eða Rúna María, — hún sat þarna álút á lyng- þúfunni og hafði farið úr öðrum sokknum, en flett hinum ofan á mjóa- legginn." Efnisatriði þessara frásagna em næstum þau sömu, nema hjá Jóni Trausta er vordægur, en Ólafi Jóhanni haustdægur. Það er nær óhugs andi að texti Ólafs Jóhanns sé óháður frásögn Jóns Trausta, svo fátt ber þar á milli. í þessum stuttu textadæmum sem lesandinn hefír fyrir augum kemur skýrt fram hvað þeim er sameiginlegt og hvað skilur þá að. Báðar eru lýsingarnar mynd- rænar, en mjög ólíkar. Jón Trausti dregur upp lýsingar á stóm land- svæði með fjöllum og fljótum sem Yigfús hefir fyrir augum. Söguhetja Ólafs Jóhanns hrífst fremur af litun- um í runnunum en fjöllum og hæðum í fjarska þó að þau séu með á mynd- inni. Myndgerð Ólafs Jóhanns beinist að því smáa og nálæga fremur en hinu stórfenglega og fjarlæga sem Jón Trausti dregur upp fyrir augu lesandans. Báðir hafa þeir þann hæfíleika í ríkum mæli sem Henrik Ibsen mat mikils þegar hann sagði: „Á dikte er á se.“ Myndir- þeirra em næsta ólíkar. Hjá Ólafi Jóhanni fág- aðar og fíngerðar, hjá Jóni Trausta þróttmiklar og mikilúðlegar. Enda dró það athygiF ferða- mannsins langmest að sér. Þangað horfði hann stöðugt og til hamranna í Skálarstapa, sem nú var rétt hjá honum. Hann tók því ekki eftir, hve langt hann var kominn, fyrr en hesturinn nam sjálfkrafa staðar. Þá var hann kominn að aust- ustu kvísl Skaftár. Þar á bakkanum sat ung stúlka og var að gráta. Hún var berfætt og vot um fæt- uma. Pilsin lágu rennblaut um ber hnén, og streymdi úr þeim niður um Ieggina. Sokkarnir og skórnir lágu í kjöltu hennar. Það leyndi sér ekki, að hún hafði ætlað að vaða kvíslina, en orðið að hætta við það.“ Hverfum nú til upphafs Litbrigða jarðarinnar eftir Ólaf Jóhann. Sagan hefst á haustdegi, blíðum og logn- væmm. Söguhetjan er á leið heim til starfa, en fellur í þá freistni að hverfa á vit hvikulla og viðkvæmra drauma. „Jörðin hafði aldrei verið svona litrík og fögur: Hún var brún og græn, bleik og gul, rauð og ljós, sumsstaðar hálfsölnuð og fallin, en annarsstaðar í mildum skrúða og Pað var heimasætan á Skál — Guðrún Alexandersdóttir — sem var að gráta. Hún hafði tekið trippi traustataki og riðið berbakt yfír kvíslina með sokkabandið sitt fyrir taum, en misst trippið aftur yfír kvíslina og þurfti á því að halda að vera-flutt yfír. Þau Vigfús þekkt- ust og höfðu átt barnleiki saman. Eftir smáertingar og þegar Guðrún hafði heitið því að kyssa hann ósköp vel var öllum hindranum ratt úr vegi og svo um samið að Guðrún settist framan við hann í hnakkinn. Þannig reiddi Vigfús hana yfir kvíslina. Lýs- ingin á ferðinni yfír er á þessa leið: „Gunna steig nú með beram fætinum upp á ristina á Vigfúsi og vatt sér í einni svipan upp í fangið á honum. „Þú ferð klaufalega að þessu,“ mælti Vigfús. „Þú átt ekki að snúa þér svona. Snúðu' þér fram og sittu karl- veg yfír hnakknefið." Það varð ekki umsvifalaust að snúa Gunnu við í sætinu. En af því klárinn var þolinmóður og stóð alltaf kyrr á meðan, tókst þetta þó slysa- laust." Lýsingin á flutningnum yfir kvís- lina heldur áfram á þessa leið: „Hún Ólafur Jóhann Sigurðsson. Jón Trausti. lamdi berum bífunum utan í bógana á hestinum til að herða á honum, og hún buslaði með þeim niðri í köldu jökulvatninu, þar sem það var svo djúpt, að hún náði til þess. Hún skeytti því ekkert, þó að fötin toguð- ust upp fyrir hnén, jafnvel upp á mið læri, og hún notaði ýmist skýl- una af sér eða sokkana sína fyrir písk á klárinn, þegar henni þótti hann stirður að vaða. Samt var eitthvað við hana, sem Vigfús kannaðist ekki við og var hálfhræddur við í fyrstu. Hann vissi ekki, hvað það var, en það gagntók hann allan með sælublöndnu seiðmagni. Þegar hann lagði hand- legginn fram fyrir hana, til að halda henni í sætinu, urðu mjúk og þrosk- uð bijóst fyrir hendinni. Hann fann til fjaðurmagnsins í þessum mjúku bijóstavöðvum, hvenær sem hún hreyfði sig. Eftir að hún reif af sér skýluna, hrundi hárið, sem allt var laust úr fléttunum, niður um herð- amar á henni og bijóstið á honum. Það var dökkjarpt, silkimjúkt og líf- mikið. Fæturnir voru smáir og vöðva- þéttir, nærri eins og bobbar í laginu; leggirnir ávalir af holdum svo að lautir komu við liðamótin, og hörund- ið var ljós-rósrautt, mjúkt og smá- gert eins og á barni. Allt þetta hafði lík áhrif á hann eins og ljúffengur, sterkur drykkur. Það steig honum til höfuðsins. • Það var ekki barn, sem hann hafði í fangi sér, heldur gjafvaxta mey, sem ekki vissi sjálf, hvað aldri sínum leið. Hesturinn óð hægt og gætilega yfir kvíslina með þau bæði á bakinu. Hann brá sér ekki vitund, þó að hottað væri á hann, en hann var stöð- ugur eins og bjarg, þótt straumurinn beljaði upp á búkinn á honum. A austurbakkanum renndi Gunna sér fimlega ofan af hestinum. En um leið sneri hún sér að Vigfúsi, Vafði handleggjunum utan um hálsinn á honum og kyssti hann. Kossinn var heitur,. mjúkur og votur eins og bamskoss, og sætleiki hans gekk allt til hjartans. Vigfús fór líka af baki. Hann reik- aði eins og drakkinn maður og gat engu orði upp komið.“ Líkt og hjá Jóni Trausta er heill kafli hjá Ólafi Jóhanni lýsing á því hvernig söguhetja hans fór að því að reiða Sigrúnu Maríu yfir ána. Hún hætti við að fara úr sokknum og kippti í pilsið sem hafði dregist upp fyrir hnén. Þau ræddust við og hún „kippti aftur í pilsið sitt, leysti af sér skýluklútinn," hagræddi hár- inu og hnýtti klútinn á sig að nýju. „Hreyfingar hennar voru þrungnar slíkri mýkt og varfæmi, að það var engu líkara en hún væri að hand- jjalla viðkvæmar rósir.“ Pilturinn leit öviljandi „á bláar æðamar á fótleggj- um hennar, um leið og hann beygði sig niður til að slíta upp hálfsölnað puntstrá." Það tók þau nokkurn tíma að komast að þeirri niðurstöðu að tvímenna á Grána gamla yfír ána, því að „hana svimaði alltaf, þegar hún færi yfír straumvatn," auk þess trúði hún honum fyrir því að hún væri svolítið hjartveik og fengi ein- kennilegan sting fyrir bijóstið og klukknahljóð í eyran. „En þrátt fyrir trúnaðinn og inni- leik raddarinnar var hann stöðugt feiminn og hljóðlátur. Sigrún María hafði tekið stakkaskiptum, síðan þau sáust í fyrravetur. Hún kom honum ókunnúglega fyrir sjónir og vakti einhvern titring kringum hjartað, sem hann hafði aldrei fundið áður. Hann þorði varla að líta á hana, fór hjá sér og roðnaði, en sá þó allt, sem hafði breyst og ummyndast í sumar. Hún var ekki lengur föl og gelgju- leg, ... Nei hún hafði eignast nýtt vaxtarlag, nýjan líkama á fáeinum mánuðum. Það geislaði af henni þro- skinn: Varirnar höfðu öðlast mjúka fyllingu, bijóstin ólguðu undir skrautpijónuðu peysunni og æðarnar tvinnuðust saman og greindust sund- ur á kúptri ristinni, bláar og hríslótt- ar eins og örsmáir lækir.“ Þegar að því kom að Sigrún Mar- ía færi á bak Grána gamia, greip hún í faxið, tyllti sér á tá, strengdi varimar ofurlítið og hóf sig í einu vetfangi á bak hestinum.'Piltinum gekk ekki eins vel að komast á bak fyrir aftan hana, en þegar það tókst sagði Sigrún María alvarleg í bragði: „Þú verður að halda yfram mig ... Annars dett eg kannski í ána! Hann hlýddi henni í leiðslu og hélt varlega utan um hana, eins og hún væri brothætt. Það hljómaði eitthvað fyrir eyram hans, skært og blítt, glatt og angui’vært í senn, áþekkast dularfullum kliði á bjöttum vormorgni. Hesturinn lagði flipann að straumnum og blakaði eyrunum til málamynda, en þar sem hann þekkti vaðið út í æsar, fannst honum ekki taka því að frýsa, áður en hann óð út í bergvatnið. Hann óð hægt og festulega, en þegar kom- ið var út í miðjan straumstrenginn, tók stúlkan bakföll og hrópaði: Æ-æ! Haltu fastar yfram mig! Eg er að detta! Hann hélt fastar utan um hana, þrýsti henni að sér, klemmdi fætuma að siðum hestsins og reyndi að sigr- ast á einhverri ringiun, sem gagntók hann allan, eins og hann væri að fá aðsvif. Hann fann, hvemig rósótti skýluklúturinn straukst við vangana, hvemig bijóstið hófst og hneig, hvemig hitann lagði gegnum skraut- pijónuðu peysuna, en skynjaði allt í þoku, svipulli, ljúfri og regnbogalitri þoku, heyrði ekki skvaldrið í vatninu fyrir hjartslætti sjálfs sín og hrökk við, þegar Gráni gamli staðnæmdist á bakkanum hinumegin og hristi hausinn án afláts, eins og hann vildi losna sem fyrst við þessa ósann- gjömu byrði. Nú svimar mig ekki lengur, sagði Sigrún María og renndi sér af baki. Skelfíng varstu vænn að reiða mig yfír ána! Hann renndi sér líka af baki og tuldraði eitthvað ofan í barminn, þorði ekki að líta upp og fitlaði ák- aft við hnútinn á beislistaumnum." Hjá báðum höfundum eru efnisat- riðin nálega þau sömu, á stundum jafnvel notuð sömu orð. Sigrún Mar- ía renndi sér af baki og Gunna renndi sér fímlegá ofan af hestinum. Engu að síður er stíll Ólafs Jóhanns ótrufl- aður af fyrirmyndinni, frásagnar- mátinn er alltaf hans, en það er engu líkara en hann vilji gjörnýta efnisat- riðin hjá Jóni Trausta. Frásögn Jóns, eftir að þau era komin yfir kvíslina er á þessa leið: Gunna settist flötum beinum á grasið og fór að fara í sokk ana og skóna. Hún var kafijóð í framan og dálítið fát á hverri hreyf- ingu hennar. Vigfús horfði fyrst á hana eins og í himinsælli leiðslu. Svo smeygði það sér einhvem veginn inn í huga hans, að ekki væri það sæmi- legt að horfa svo fast á hana að þessu verki. Hann sneri sér frá henni og var sneypulegur á svipinn, eins og drengur, sem fengið hefir ofan- ígjöf.“ Þetta efnisatriði notar Ólafur Jó- hann þegar hann lýsir því hvernig Sigrún María fór aftur í skó og sokka áður en farið var yfír ána og hvem- ig piltinum varð við. „Hann sagði ekki neitt og fitlaði í vandræðum sínum við beislistauminn, en sneri sér undan og strauk Grána gamla um flipann, meðan hún festi sokkana við teygjuböndin undir pilsinu og reimaði að sér öklaháa stígvélas-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.