Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 2

Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ 'SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1991* EINS OG GIILT RAF Tíminn hafði svo sann- arlega stoppað. Ég kom akandi til Len- ingrad frá Helsinki sem er í 420 km fjar- lægð, nákvæmlega jafn langt og frá Reykjavik til Akur- eyrar. Það eru 230 km til Vaahmiaa á landamærunum frá Helsinki. Siðan tekur við einskismannsland. Frá landa- mærunum að Viipurii (Vyborg) fyrrum höfuðborg Kyijálafylkis, sem Finnar misstu í seinni heims- styijöldinni, eru 70 km. Sjötíu langir kílómetrar. Rússar ráku alla Finna af kyijálasvæðinu þegar þeir hernámu það, og við landa- mærin hafa þeir ekki komið upp byggð að nýju. Vegurinn er eins og hvítt strik i svörtum skóginum. Trén byrgja alla sýn, fela fallin býli og óplægða akra. Öðru hvoru, oft, þarf að stoppa við óhijálega skúra þar sem ungir soldátar standa vörð, og gæta þess að eng- in óviðkomandi umferð fari um þessa götu. Varla er nú mikil hætta á því, landamæranna er vel gætt, og þegar komið er frá Viipurii, kemst enginn áfram án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Enginn. „Friður“ sténdur á einum tíu tungumálum á risastóru skilti þeg- ar maður kemur inn í Viipurii. Friður var það síðasta sem mér datt í hug þegar ég ók út úr borg- inni austur til Lenihgrad. Viipurii þótti áður með fegurri borgum Finnlands. Þar sem austur og vest- ur mættust. Sænsk og rússnesk menning. En borgin, í daufri aftan- birtu desembermánaðar, er eins og helstu sviðsmeistarar kvik- myndanna hefðu haldið samkeppni um svið a’ð hryllingsmynd. Hryll- ingsmynd um endalok vestrænnar menningar. Og megnan óþef lagði yfir austurhluta borgarinnar. Babúskur og morkin epli Leningrad. Stór borg, stórborg. Falleg gul stórhýsi speglast í Nevu, ísilögðu fljótinu sem borgin stend- ur við. Blossandi sporvagnar, rafknúnir strætisvagnar, fullir af fólki. Rúðuþurrkulausir rússneskir bílar gleyma að gefa stefnuljós. Eða í biðröð eftir bensíni. Fólk all- staðar, fólk, vel klætt í kuldanum. í biðröð eftir brauði, eftir mjólk, eftir kjöti, eftir... Eða á leið í biðröð eftir sjónvarpstæki eða skóm. Sérstaklega skóm. Dagblað- ið, dagblöðin lesin á krossviðarplöt- um allsstaðar. Skeggrætt um hvað er skrifað, deilt. Rjúkandi andar- dráttur, raki, kuldi, ís. ís virðist vera vel fáanlegur, seldur beint úr kössunum, ekki nema fimm mínútna bið. Einkennisklæddir karlmenn á besta aldri, hermenn, lögreglumenn, fleiri hermenn og lestarstjórar. Allir í svipuðum ein- kennisbúningum. Gamlar konur gæta smábarna, standa í biðröð- um, eða selja skemmd epli og mandarínur, á fijálsu verði. Len- ingrad er líka eldri konur sópandi gangstéttir og göturæsi, þungur reykur af rússneskum sígarettum. Styttur af Lenin á áberandi stöð- um. Fólk að gifta sig eftir hádegi. Stórar breiðgötur og samstæður stór miðbær. Fallegur. En mannlíf- ið kom mér fyrir sjónir sem dap- urt. Uppgjöf, vonleysi, fíótti. Trúin á framtíðina brostin. Fátækt. En ekki áberandi sultur. Hamingjan, saltió og straujárnió Julia Voznesenskaja, rithöfund- ur frá Leningrad, kemst svona að orði í bók sinni Damskij Dekamer- Fóstran vildi ekki að börnin yrðu mynduð. Hrædd. Hokin eftir 70 ár í biðröð. Pravda lesin meðan beðið er eftir næsta sporvagni. Brúðgumarnir voru flestir á vestrænum íþróttaskóm. on:....þama sérðu hve góðu lífí konurnar í þessu landi lifa. Það nægir að við komumst yfir eitthvað sjaldséð, þá geislum við af gleði í þijá daga. Trúir þú því virkilega að konurnar á Vesturlöndum viti eitthvað um lífið sjálft og gleðina? Fá þær nokkurntíma að kynnast þeirri stórkostlegu sælutilfínningu og gleði þegar ung kona fær bijóstahaldara í réttri stærð án þess að standa í biðröð? Eða þeirri gleði sem húsmóðir upplifir þegar hún hefur fengið eitt kíló af reyktu bjúga fyrir hátíðir? Nei, þær lifa erfíðu lífí. Tómu og innihaldslausu? Nei, það eru gleðiefnin sem við erum einar um. Og stundum vildi ég vera án þeirra líka. Stundum ' hugsa ég, sagði Natasja, er það eitthvað í þessu stóra landi sem aldrei hefur skort? Höfum keppni sagði Larisa. Hver getur fyrst munað eftir einhveiju sem alltaf hefur verið til. Og ég ætla að byija. Eldspýtur. — Jæja manstu ekki eftir að í fyrra sumar lokuðu þeir verksmiðjunni hér vegna end- urbóta, og engum datt í hug að panta qldspýtur annarsstaðar frá. Tekönnur. — Tekönnur. Hættu nú alveg. Ég fór sjálf til Moskvu til að kaupa eina slíka. — Straujárn. — Fyrir fimm árum fannst ekki einu sinni járnklumpur, eins og amma notaði, í búðunum. — Sápa. — Ekki minnast á sápu. í fyrra hafði ég sápu með til tengda- mömmu í stað tertu á gamlárs- kvöld, þú getur ekki ímyndað þér hvað hún var glöð. Konurnar hlógu og töldu upp vöru eftir vöru sem einhvemtíma hafði vantað. Vegg- fóður, þvottaklemmur, handklæði, pottar, leirtau, bleyjur, hitamælar, meðöl, skóreimar, tannkrem, sængurföt, hnífapör, skriffæri, skólabækur, undirföt á börn og fullorðna, þvottaefni, uppþvotta- burstar, pappír, sígarettur, vodka, getnaðarvamir, blómapottar, nál- ar, og áfram héldu þær í það óend- anlega, en höfundur lætur hér staðar numið því annars yrði bókin tvö bindi. Olga vann keppnina. Salt, sagði hún, og konumar urðu sammála að síðan í heimsstyijöld- inni hefði salt ætíð verið til í Len- ingrad. En á landsbyggðinni er stundum saltskortur, sagði Zina,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.