Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 4

Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 4
IeeI HAU/Al. .8! HUOAd’r/.VHJg HIUAJSVÍUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1991 4 b en þarna sjáið þið hve við hljótum að vera hamingjusamar. Það er alltaf skortur á einhverju, þannig að það er aldrei vöntun á hlutum að gleðjast yfir. Þegar maður hefur komist yfir eitthvað þá er maður glaður. Hafi maður fengið hlutinn á svarta markaðnum fyrir þrefalt verð er maður glaður, og ef svo ólíkiega vill til að maður hafi náð einhveiju á réttu verði, í ríkisversl- un, er það mesta hamingja í veröld- inni.“ Keisarinn og kartöflurnar Þrátt fyrir þennan kafla um hamingjuna komu Rússar mér fyr- ir sjónir sem daprir. Tortryggnir, hræddir. Hræddir við framtíðina. Allir sem ég ræddi við töluðu illa um Gorbatsjov, mjög illa. Sögðu „líttu í kringum þig, nú getur fólk talað, sagt öllum að fara til fjand- Morkin epli til sölu. Sölumaðurinn sofandi. ans, eða næstum því, en búðirnar eru tómar. Frekar viljum við hafa það eins og á Bresnev-tímanum, fullar búðir matar, en ekkert mál- frelsi." Annan daginn í Leningrad hitti ég nokkra háskólanema. Karl- menn. Þeir stóðu fyrir framan Háskólabókasafnið, rammaðir inn í risastórar súlur. Ég lyfti mynda- vélinni til að taka mynd. Þegar ég lít inn í vélina eru þeir allir horfn- ir eins og jörðin hafi gleypt þá. Ég bíð agndofa, örlítið hræddur. Skömmu síðar gægist andlit bak við súlu, annað andlit, þriðja, ég geng að þeim. „íslendingur" segi ég, á rússnesku, eina orðið í því máli sem ég kann. „Við héldum ef til vill að þú værir KGB“ segir Pavlik sem talaði besta ensku af þeim. „KGB,“ sagði ég og glotti, „lít ég út fyrir að vera rússneskur James Bond.“ Þeir hlógu, maður veit aldrei. „íslendingur," segja þeir, „þið trúið allir á álfa og hvað heita svona risar, tröll? Og svo lif- ið þið lengst allra í veröldinni og eigið miðað við höfðatölu, flesta bílasíma. Hér er erfitt að fá síma. Og höfuðborgin heitir Reykjavík. Já, og á íslandi búa 25 milljónir." „Tuttugu og fimm milljónir,“ sagði ég og hváði. „Á Norðurlöndum búa 25 milljónir, en á Fróni búa 250.000.“ Þeim fannst það hlægi- leg tala. „Það getur þá varla verið þjóð, með menningu og tungu.“ Þeir voru forvitnir, vildu vita um álit mitt á Leningrad. „Falleg,“ sagði ég. „Ertu búinn að fara á Hermetage listasafnið, það stærsta í Evrópu á eftir Louvre í París? Hvað fínnst þér um það?“ „Fal- legt,“ sagði ég. „Leningrad minnir óneitanlega á Stokkhólm, nei, Fen- eyjar eða bara Leningrad, falleg. Hvað með framtíðina? Gor- batsjov?" „Hann,“ þeir skáru sig allir á háls í þykjustunni. „Hann er fífl, trúður sem talar og talar en ekkert skeður. Reyndar á hann erfítt, tók við 18.000.000 bírókröt- um í arf frá gamla kerfínu. 18 milljón manna skrifstofuher sem hefur gert allt til þess að gera honum erfítt fyrir. Breytingar eru bannorð, bírókratarnir hafa sér- réttindi í þessu alþýðulýðveldi sem þeir vilja ekki fýrir neinn hlut missa. Perestroika, hér segir mað- ur að það þýði að maður hafí tvær fötur, önnur er full af kartöflum, hin tóm. Þú hellir yfír í hina föt- una, árangurinn? Hávaði." „Hver getur tekið við,“ spyrég? „Roman- off, frændi fyrrum keisara sem býr í USA. Romanoff," segja þeir allir samhljóða. „Það er enginn hér í Ráðstjórnarríkjunum sem getur leitt okkur_ út úr þessum ógöngum." Ég lít upp og hátt, hátt á einum stólpanum er límt veggspjald af gömlu keisarafjöl- skyldunni. Eins og víðar í þessari fyrrum höfuðborg Rússlands. Þeir sögðu mér sögur sem erfítt er að trúa. Meðallaun eru tæpar 1.300 íslenskar á mánuði, 250 rúblur. Ferðafreisi, höft þar að lútandi, verða afnumin á þessu ári, en vega- bréf kostar 9.000 rúblur. Hver hefur efni á því? Gleðikonur sem stunda hótel sem vesturlandabúar sækja og svartamarkaðsbraskarar. Aleksandr, einn úr hópnum, hafði orðið sér úti um vegabréf. Ég spurði ekki hvemig, en hann sagði að hann hefði staðið í biðröð hjá Aeroflot í þijá og hálfan mánuð til að fá farseðil til Toronto í Kanada. Þrjá og hálfan mánuð. 900 rúblur kostaði farseðillinn, ekki dýrt á vestrænan mælikvarða, en þeir sögðu mér að verðið myndi líklega tífaldast þegar ferðafrelsi yrði komið á. í þijá og hálfan mánuð kom hann á skrifstofu Aeroflot, og ef hann mætti ekki, yrði honum hent út úr röðinni. Annar, Andrei, hafði farið sína fyrstu ferð til útlanda síðasta sum- ar. Til Póllands. Hann var í röð i 7 vikur til áð fá gjaldeyri. í 2 vikna ferð. Allir sem ég talaði við vilja komast burt. Burt frá þessari ólgu, óstjórn. Annað hvort til Kanada eða Norðurlanda. Og ef skriðan fer af stað mætti ætla að 5% myndu reyna að koma sér til Norður- landa. Fimm af hundraði, álíka margir og fóru héðan í hallærinu um 1970. En 5% Sovétmanna eru 15.000.000. Því er nauðsynlegt fyrir Vesturlönd að hjálpa, aðstoða eins og Rauði krossinn er að gera núna. Morgunmaturinn og hænan Að vera í rúma viku í Leningrad tekur á taugarnar. Á nóttunni var hringt á hotelherbergið. Enginn í símanum. Matur illfáanlegur, ann- an daginn fékk ég sjálfdauða hænu, ekkert meðlæti. Ég var reyndar orðinn úrkula vonar um að fá neitt, því að nokkrir klukk- utímar liðu áður en þjónninn kom með þessa vansköpuðu hænu. Síðan var það súkkulaði í morgun- mat, súkkulaði í hádegismat, kaffi og kvöldmat. Súkkulaði sem ég hafði keypt í Finnlandi áður en ferðin hófst. Reyndar hafði ég keypt fleira, en hluta tók tollurinn á landamærunum. Hitt hvarf af hótelherberginu, sporlaust. Bílnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.