Morgunblaðið - 13.01.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 13.01.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 C 17 BUXNAPILS HVITT HÚÐLITT SVART VERÐ KR. 1.295 POSTSENDUM ekki einu sinni um að „gefa sér“ fimm rúblur svo að þeir gætu losað sig við timburmennina frá deginum áður. Á miðvikudaginn var hringt í mig úr háskólanum og ég spurð af hverju ég mætti ekki til vinnu. Það kom mér stórlega á óvart að deild- arstjórinn sagðist ekkert vita um þetta mál. Þeir höfðu þá hringt á skrifstofu rektors. Deildarstjórinn sagði að ekki hefði verið hringt í hann persónulega, starfsfélagar mínir væru mjög óánægðir með að þurfa að kenna meðan ég sæti heima, hann sagði líka að stúdent- amir væru mjög órólegir. Á endan- um lofaði hann þó að kippa þessu í lag. Nú var góða stemmningin sem íslensku dagblöðin höfðu fært mér með öllu horfin. Ég var stressuð og óróleg en hélt áfram að þýða. Síðdegis á föstudaginn fannst mér ég hafa lokið verkinu. Þá var ég sótt og skilaði af mér verkefninu. En ég hafð sleppt einni greininni, Venjulega var það einhver sém var lærðari en hinir („framagosi") eða fór oftar til útlanda sem túlkur („hann selur íkona“). Og nú gerðist það í kaffihléi einn daginn að finnskukennarinn, kona á þrítugs- aldri, horfði fast á mig og sagði brosandi: „Það er langt síðan við höfum tekið einhvem fyrir. Hver skyldi verða næstur?" Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Ég held áfram að kenna. Svo skrifaði ég grein um grísk og latnesk tökuorð í rússnesku og þýð- ingu þeirra á sænsku og íslensku. Mér fannst það sérstaklega at- hyglisvert að í íslenskum þýðingum voru smíðuð nýyrði, en Svíarnir notuðu oftast tökuorðin óþýdd. Til þess að fá greinina prentaða þurfti samþykki deildarinnar. Þetta var rétt fyrir jól og allir starfsmenn deildarinnar komu saman til að ræða um greinina. Þegar ég heyrði spurningarnar fannst mér að mér hlyti að hafa misheyrst: „Af hveiju berðu saman sænsku og íslensku? Gorbatsjov og Reagan ræðast við í höfða með túlkum sínum í henni sagði frá Parísarferð Raísu í fyrra, og mér fannst hún ekki beinlínis koma Reykjavíkurfundin- um við. Embættismaðurinn setti upp óánægjusvip og sagði: „Þú ert ekki búin með verkefnið.“ Hann vildi endilega að ég þýddi þessa grein. Ég skildi ekki af hveiju hann var svo ákafur í grein frá fyrra ári um tískusýningu í París. Sama dag hringdi ég í vinkonu mína sem þekkir til á æðri stöðum og hún útskýrði málið fyrir mér. Þessi embættismaður sinnti tengslum flokksins við franska kommúnista og hafði verið í fylgdarliði Raísu í Parísarferðinni. Á sunnudaginn var verkefninu lokið. En nú var ég fallin í ónáð. Ég var ekki sótt, heldur varð ég að koma mér sjálf í flokksmiðstöð- ina. Vörðurinn spurði sem fyrr: „Hvar er flokksskírteinið þitt?“ í þetta sinn var útgönguleyfið ekki framlengt. Ég tók neðanjarðarlest- ina heim. Viku seinna voru mér borgaðar 100 rúblur fyrir vinnuna. Embætt- ismaðurinn sem lét mig hafa verkef- nið fékk stöðuhækkun. Þegar ég kom aftur í háskólann fögnuðu stúdentamir mér og voru spenntir að heyra hvað skrifað hefði verið um fundinn í erlend blöð. Ég var fegin að komast aftur í vinn- una. En starfsfélagar mínir voru þurrir á manninn, spurðu mig ekki um neinar þýðingar og nenntu ekki að tala við mig. Áðeins ein kona, sem gegndi því skrýtna starfi að vera grískukennari við skandínav- ísku deildina (starfið var bitlingur, enda heyrir gríska ekki undir nor- ræn mál), stöðvaði mig einu sinni þegar við íhættumst á ganginum og sagði: „Vertu varkár, það má ekki fréttast að þú hafir sambönd innan flokksins. Hafðu bara hægt umjsig og gefðu ekki færi á þér.“ Ég opnaði munninn en hún beið ekki eftir svarinu. „Nú ligg ég í því,“ hugsaði ég. Hver er næstur? Skyndilega var allt- breytt. Fólk sem áður var afskiptalaust fór nú að hafa í hótunum við mig. Það var siður í deildinni að taka einhvern fyrir, gera úr honum blóraböggul. Pennavinir Ungur Nígeríumaður sem getur ekki um aldur: Osahon Agbonanbare, Nr. 30 Iheya Street, New Benin, Benin City, Bendel State, Nigeria. Átján ára spænskur piltur með áhuga á tónlist, ferðalögum, íþrótt- um, frímerkjum o.fl.: Guillermo Coll Real, Fray Junipero Serra 30, 07360 Lloseta, Mallorca, Spain. kítján ára Alsírpiltur með áhuga á tónlist og útivist: Smail Sadmi, 15 rue Voltaire, Kouba, 16050 Alger, Algerie. Fimmtán ára frönsk stúlka sem segist mjög hrifín af íslandi. Skrif- ar- á ensku eða þýsku: Laurie Morceau, 11 rue de Breux, 51200 Brugny, France. Þýsk hjón, 31 og 32 ára, vilja skrifast á við íslenska fjölskyldu: Andreas Klaschka, Fritz Giessner Strasse 9, 5500 Nordhausen, Germany. Þau mál eiga ekkert sameiginlegt. Og rússnesku? Þú vilt kannski taka finnsku líka?“ spurði fínnskukenn- arinn, „og fara til Finnlands?" „Og hvað um praktíska þýðingu greinar- innar? Getum við kennararnir notað hana í kennslu? Nei, áreiðanlega ekki.“ Loks stóð grískukennarinn upp og sagði: „Við biðjum þig að skrifa ekki fleiri svona greinar. Þú ert bara að reyna að sýnast klókari en við hin. Eða heldurðu kannski að þú verðir deildarstjóri fyrst þú varst fengin til að þýða, efni um fund Gorbatsjovs og Reagans?" Meðan þessu fór fram sat deild- arstjórinn og pískraði eitthvað í símann við eiginkonu sína. Allir steinþögðu. Þannig stóðu málin þegar hringt var úr Vináttuhúsinu og ég beðin að fara til íslands sem túlkur fyrir sendinefnd. Þá þurfti ég að fá undir- skriftir þriggja starfsfélaga minna, deildarstjóra, stéttarfélagsfulltrúa og flokksfulltrúa. Á tímum per- estrojku er það nefnilega vinnuhóp- urinn sem ákveður hvort maður er hæfur eða óhæfur til að fara yfi.r landamæri Sovétríkjanna. Ég reyndist óhæf. Fyrst og fremst var ég fráskilin og agabrot mín voru hræðileg, einkum hvarf mitt þessa viku í október. Hver vissi hvað ég var þá að gera? Enginn hafði séð mig. Var ég nokkuð að vinna? Þá var mér allri lokið. Ég gafst upp og sagði upp vinnunni. — Eg öfunda þig ekki, sagði vin- kona mín. Um þessar mundir eru það bara óvinir perestrojku sem leita sér að vinnu, og atvinnuleysi fer vaxandi. — Þú hefðir átt að biðja starfsfé- laga þína afsökunar, sagði pabbi minn. — Fyrir hvað? spurði ég. Og þá mundi ég eftir sögunni um Nadezhdu Mandelstam: „Hún sat úppi á borði og vingsaði fótun- um.“ Ég vissi ekki að ég hafði þegar stigið fyrsta skrefið á leiðinni til íslands. Én það er önnur saga. Höfundur er rússnesk kona búsett á Islandi. Konwwsf lúámskeið á vorönn 1991 TUNGUMAL ENSKA - DANSKA jUORSKA - SÆNSKA FRANSKA - ÍTALSKA SPÆNSKA - ÞÝSKA 11 vikna námskeið 22 kennslustundir íslenska Stafsetning I Stafsetning og málfræði II 11 vikna námskeið 22 kennslustundir íslenska - fyrir útlendinga 11 vikna námskeið 22 kennslustundir Bókband 10 vikna námskeið 40 kennslustundir Brids 8 vikna námskeið 32 kennslustundir Glugga- útstillingar 4 vikna námskeið 30 kennslustundir Leirmótun 6 vikna námskeið 25 kennslustundir Leturgerð og skrautritun 7 vikna námskeið 21 kennslustund Ljósmyndun 8 vikna námskeið 24 kennslustundir Myndbandagerð Grunnnámskeið 1 viku námskeið 14 kennslustundir Framhaldsnámskeið 2 vikna námskeið 24 kennslustundir Myndlist 10 vikna námskeið 38 kennslustundir Silkimálun 4 vikna námskeið 16 kennslustundir Taumálun 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Trésmíði 8 vikna námskeið 32 kennslustundir Barnafata- saumur 6 vikna námskeið 24 kennslustundir Bútasaumur 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Að hanna eigin föt 6 vikna námskeið 24 kennslustundir Fatasaumur 6 vikna námskeið 24 kennslustundir Innanhúss- skipulagning 8 vikna námskeið 24 kennslustundir Garðyrkja 5 vikna námskeið 15 kennslustundir Gróðurskálar og sólstofur 5 vikna námskeið 15 kennslustundir Matreiðsla 4 vikna námskeið 16 kennslustundir Bókfærsla 1Ö vikna námskeið 25 kennslustundir Verslunar- reikningur 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Vélritun 11 vikna námskeið 22 kennslustundir Skipulag og rekstur smærri fyrirtækja 8 vikna námskeið 24 kennslustundir TÖLVU- NÁMSKEIÐ PC-grunn- námskeið 3 vikna námskeið 20 kennslustundir Ritvinnsla - Word Perfect 2 vikna námskeið 16 kennsiustundir Tölvubókhald 3 vikna námskeið 24 kennslustundir Kennsla hefst 28. janúar Innritun og upplýsingar um námskeiöin 14.-24. janúar kl. 17-21 í símum 641507 og 44391 og á skrifstofu skólans í Snælandskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.