Morgunblaðið - 13.01.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MENNINGARSTRAUMAR SÚNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
C 23
BORGARROKK
ROKKSVEITIRNAR Ham, Bless og Infusoria héldu
tónleika fyrir skemmstu í Hótel Borg. Þar kynnti Bless
breiðskífu sveitarinnar, Gums, sem kom út ytra fyrir
nokkru, en var gefin út hér á landi í síðustu viku,
Infusoria, sem hét Sororicide í eina tíð, kynnti nýjan
gítarleikara.
3
CP
pr
o.
p
c
o
Það var reyndar Ham
sem hélt tónleikana,
en sveitin kom nú fram öðru
sinni með nýjum trommu-
ieikara og með nokkur ný
lög í farteskinu, en sveitin
er að leggja drög að nýrri
breiðskífu sem taka-á upp
með vorinu. Einna mesta
athygli vakti lagið Party
Town, en sveitin kynnti
einnig nýjar útsetningar á
eldri lögum, eins og Rape
Machine, Svín og Hold.
Bless, sem var í geysigóðu
formi, hélt sig aftur á móti
helst við efni af Gums, en
tók einnig nýrri lög í bland
þéttir sveitina.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
UÞÓ nokkuð sé liðið síðan
breiðskífumar Gumsmeð
Bless og Crusher of Bones
með Reptilicus komu út ytra,
hafa plötumar verið ófáanleg-
ar hér á landi. Ekki verður
rakið hér hva olli, en úr rætt-
ist á föstudag, því þá bárust
til landsins íyrstu eintökin af
plötunum tveimur. Cmsher
of Bones var gefín út af
breska fyrirtækinu People
Wlio Can’t og er fyrsta breið-
skífa Reptilicus. Áður hefur
sveitin sent frá sér
kassettu og plötu sem ekki
var hægt að spila. Sveitin
fagnar útkomunni með tón-
leikum í Tveimur vinum á
þriðjudag. Á undan Reptilicus
spila Hilmar Óm Hilmars-
son og Tibet, en þess má
geta að sérstakt quadrop-
honic-hljóðkerfí verður sett
upp á staðnum og mun það
vera í fyrsta sinn sem slíkt
er gert á tónleikum hér á
iandi. Gums er fyrsta breið-
skífa Bless, en sveitin hefur
sent frá sér tólftommu. Gums
gefur bandaríska fyrirtækið
Rough Trade út, en Bless
hefur haldið tvenna útgáfu-
tónleika síðan sveitin kom úr
mikilli reisu um þvera N-
Ameríku seint á síðasta ári.
DÆGURTONLIST
Afhverju dá íslenskirgagnrýnendurPaul Simonf
Ævmtýmmennska
skífur virtist sem innblást-
urinn væri að yfírgefan Sim-
on og hann viðurkenndi í
viðtali að lagabrunnurinn
væri nánast
SNEMMA á síðasta ári fengu dagskrárgerðarmenn á Rás
2 valikunna sérfræðinga í dægurtónlist til að velja bestu
breiðskífur áranna 1980 til 1989, erlendar og innlendar.
Ekki verður hér rakið nánar hvemig fór, en eftirminni-
legt er að plata Pauls Simons, Graceland, var örugg í
efsta sæti. Stuttu fyrir áramót kannaði DV hug tónlistar-
gagnrýnenda og -áhugamanna og í (jós kom að plata árs-
ins var Rhythm of the Saints með þeim sama Paul Simon.
eftir
Amo Matlhíasson
Líklega þarf varla að
kynna Paul Simon fyr-
ir þeim sem á annað borð
hafa gaman af tónlist, því
samstarf hans og Arts Garf-
mmmmmmmmmm unkels
gerði
hann
heims-
frægan og
vellauðug-
an. Þrátt
fyrir vel-
gengnina
urður þeir
Art afskaplega þreyttir hvor
á öðrum og slitu samstarfi,
Art til að verða frægur leik-
ari, en Paul til að leita nýrra
leiða í tónlist. Segir ekki
meira af Art, en Paul reyndi
fyrir sér í alskyns tónlist og
hélt áfram sigurgöngu sinni,
þó ekki ætti hann eftir að
ná til eins sundurleitra
áheyrenda aftur eða eins
margra.
Paul Simon var alltaf leið-
andi í samstarfi sínu við
Garfunkel, samdi lögin og
réð ferðinni að mestu, en
uppúr slitnaði þegar hann
vildi fara út af sykraða þjóð-
lagapoppsporinu. Á fyrstu
sólóbreiðskífu hans bar og
á ævintýraþrá í poppi og
næstu ár reyndi hann fyrir
sér í reggí, trúartónlist, jass
rytmablús og nánast öllum
afbrigðum bandarískrar
tónlistar. Eftir fimm breið-
1. 1 '-"jppiaa 1 \F -- • i |Sp í 4 ' \ ||| Þá fékk hann í hend- ur plötu með suður-
tóniist sem
f 1* ^ 1 Paul Sim- on Frá Vestur- Afríku til ! Brasilíu.
hreif hann. Afrakstur
þeirra hrifningar var Grac-
eland, sem hann gerði með
suður-afrískum tónlist-
armönnum, og seldist í á
áttundu milljón eintaka um
heim allan.
Eftir Graceland segist
Paul hafa hrifíst af þróun
afrískrar tónlistar í Suður-
Ameríku eftir ábendingu
kunningja síns, tónlistar-
mannsins Miltons Nascim-
entos. Paul hafði þegar
kynni af trommum frá
Vestur-Afríku og úr
Karíbahafí og afréð að fara
til Brasilíu. Þar hreifst
hann af fjölrytmum götu-
hljómsveita og af fjörinu í
irasilsískri tónlist. Brasil-
íuförin varð lengri en ætlað
var og ferðimar urðu fleiri
og þá með hljóðritunarapp-
arötum til að taka upp
trommur og áslátt. Síðan
var haldið með upptökumar
til New York og Paul hófst
handa við að semja lög sem
féllu að rytmanum. í blönd-
una bætti hann svo vestur-
afrískum gíturum og söng
og útkoman varð Rhythm
of the Saints.
Rhythm of the Saints
hefur fengið síðri viðtökur
en Graceiand og þykir
t.a.m. öllu tormeltari. Fletir
gagnrýnendur hafa þó tek-
ið henni vel, en þó hún
hafi hvergi náð að vera
valin besta plata ársins
nema á íslandi, þá er hún
jafnan talin með þeim
bestu.
GRIPIIMN GLÓÐVOLGUR
Þorsteinn Magnússon
vakti fyrst athygli
Þorsteinn Magnússon á
tónleikum með Vinum
Dóra í Púlsinum 6. jan-
úar.
fyr- ir snjallan gítarleik
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
með tilraunarokksveitinni
Eik fyrir hálfum öðrum
áratug og fékk snemma
viðurnefnið Steini í Eik.
Hann var síðar í fralnlínu
rokkbylgju þessa áratug-
ar með Þey, aukinheldur
sem hann lék með ijölda
annarra sveita og tón-
listarmanna. Fyrir nokkr-
um árum hætti að heyrast
í Þorsteini, en hann er
snúinn aftur og sýndi það
á Púlsinum að hann hefur
engu gleymt. Þegar Þor-
steinn var að stíga sín
fyrstu spor á tónlistar-
brautinni var hann kallað-
ur Steini blús og það
mátti heyra að hann
kunni ágætlega við sig
sem einn af Vinum Dóra.
NY UTGAFA
SVIPTINGAR eru ekki miklar í útgáfumálum hér á landi
og ekki á hverjum degi sem ný fyrirtæki taka til starfa
á þeim vettvangi. Fyrir stuttu gerðist það þó að Pétur
Kristjánsson, sem lengi starfaði hjá Steinum og stýrði
síðar útgáfu hjá Skífunni stofnaði eigin fyrirtæki.
Pétur sagði að fyrirtækið
nýja, sem enn hefur
ekki hlotið nafn, yrði eins og
hvert annað útgáfufyrirtæki
í fullri samkeppni við önnur
slík, en hann hygðist einnig
flytja inn plötur frá ýmsum
merkjum. Hann sagðist,
standa í samningaviðræðum
við innlenda fljdjendur um
útgáfu og við áhugaverð
smámerki ytra. Aðalstarf
fyrirtækisins verður þó á
sviði „publishing", þ.e. að
annast útgáfurétt ýmissa ís-
lenskra laga sem erlend fyr-
irtæki hafa sýnt áhuga á að
fá fyrir erlenda flytjendur.
Pétur sagði að hans mat
væri að þessi hlið útgáfu,
sem lítið eða ekkert hefur
verið sinnt hér á landi, ætti
eftir að verða geysistór og
vonandi að sama skapi arð-
bær fyrir lagasmiði. Pétur
sagði að stofnun fyrirtækis-
ins hefði ekki átt sér langan
aðdraganda, en þó væri
Morgunblaðið/Sverri
nokkuð síðan hugmyndin
vaknaði. „Það hefur v.erið
sagt að lífið byrji um fer-
tugt. Ég var níu og hálft ár
hjá Steinum og er búinn að
vera tvö ár hjá Skífunni, sem
hefur verið mjög ánægjulegtr
en fínnst tími til kominn að
breyta til, þar sem ég verð
fertugur á næsta ári.“
I
1