Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
c 27 -
í Laxárdal og Guðrún Þorláksdóttir
Jónssonar.prests á Skútustöðum og
Rebekka Björnsdóttir frá Bakka á
Tjörnesi. Komu þar saman ættir
Birnu og mömmu.
Rebekka og Steingrímur fluttu
fljótlega til Akureyrar og þá varð
litla stúlkan eftir hjá ömmu sinni
og afa. Hún hét líka eftir dreng sem
Guðrún og Þorbergur misstu korn-
ungan. Hann hét Björn Hildigeir
og Birna Hildigerður var fullt nafn
Birnu. Þau voru aðeins tvö systkin-
in, hún og Baldur, f. 1904. Hann
býr í Reykjavík og var mikið ástríki
með þeim systkinunum.
Birna giftist Sigfúsi Jóelssyni 17.
ágúst 1934. Hann var fæddur á
Húsavík 1. febrúar 1907, sonur
Jóels Friðrikssonar og Sigurveigar
Sigfúsdóttur. Sigfús tók kennara-
próf 1934 og sama ár fluttust þau
til Reyðarfjarðar þar sem hann
gerðist kennari og síðar skólastjóri
og námstjóri Austurlands. Til
Reykjavíkur fluttu þau árið 1962
þar sem hann kenndi við Haga-
skóla meðan heilsa hans leyfði en
hann lést 1977 eftirerfið veikindi.
Með Birnu og Sigfúsi fluttu til
Reyðarfjarðar Guðrún amma henn-
ar og fóstra og Þorvaldur Þorbergs-
son móðurbróðir hennar.
Þau höfðu búið á Sandhólum eft-
ir fráfall Þorbergs sem lést 1918.
Á vegum Birnu voru þau til dauða-
dags og einnig foreldrar Sigfúsar,
Sigurveig og Jóel. Tveir uppkomnir
synir þeirra, Friðrik og Valdimar,
voru þá látnir og Sigfús einn eftir
barna þeirra.
Birna og Sigfús eignuðust 3 börn,
þau eru: Bergþóra, búsett í Þýska-
landi, Friðrik Valdimar, kennari við
Verslunarskóla íslands, kona hans
er Alexía M. Gunnarsdóttir og
Steingrímur, loftskeytamaður, kona
hans er Auður Vilhelmsdóttir. Einn-
ig ólst dóttursonur þeirra, Sigfús
Grétarsson, upp hjá þeim. Hann er
skólastjóri á Hallormsstað kvæntur
Margréti Sigbjörnsdóttur.
Eftir að Birna og Sigfús settust
að í Drápuhlíð 2 mátti segja að
þangað lægju allra leiðir bæði að
austan og norðan. Gestrisni og
greiðasemi þeirra hjóna var með
afbrigðum og ég held að fáir dagar
hafí liðið svo að þar bæri ekki gesti
að garði. Og söm var rausnin og
viðmótið við hvern sem kvaddi dyra
og eins mun hafa verið á Reyðar-
firði. Ég hef áður sagt frá hvað
vinátta mömmu og Birna átti sér
djúpar rætur en hún náði til fleiri.
Við systkinin frá Fjalli, okkar börn
og barnabörn nutum hennar einnig
og ástúð hennar og innileiki var
slíkur að það var sem henni væri
gerður stór greiði ef leitað var til
hennar. Öll getum við tekið undir
erindi sem ég sendi henni á áttræð-
isafmæli hennar.
Ein bjartasta minning úr bemskunnar heim
er brosið og hláturinn þinn.
Tryggð þín og vinátta öll þessi ár-
er arfurinn þingeyski minn.
Bima Steingrímsdóttir var glæsi-
leg og óvenjulega vel gerð bæði í
sjón og raun. Hún var mjög vel
lesin og heima á flestum sviðum,
fylgdist vel með og hafði sjálfstæða
skoðun á hveiju málefni. En fannst
líka sjálfsagt að aðrir hefðu sínar
skoðanir og hún átti alla ævi sam-
leið með æskufólki, fyrst vegna
starfa Sigfúsar á Reyðarfirði og
síðan áfram. Gestir hennar í
Drápuhlíð 2 voru ekki síður ungir
en aldnir því með öllum átti hún
áhugamál og var alltaf jafn ung í
anda þrátt fyrir háan aldur.
Fyrir hönd móður minnar, systk-
ina og fjölskyldna okkar færi ég
vinkonu okkar og frænku dýpstu
og innilegustu þakkir fyrir að vera
eins og hún var.
Börnum hennar, tengdadætrum,
barnabörnum og langömmubörnum
sendi ég hugheilar samúðarkveðjur
og gleðst með þeim yfir minningun-
um sem hún skilur eftir sig.
Þar sem góðir menn fara eru
Guðs vegir.
Ásta Ketilsdóttir frá Fjalli
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!
í JAPIS
Á útsölunni í Japis er allt að 50% verðlækkun á
eigulegustu munum, svo sem .. .
HLJÓMTÆKI
Sony HMK-V82, 70 wött/fjarst. án hátalara.
. Fullt verð 29.800.-/NÚ 19.900,- stgr.
Panasonic SG-HM09, 40 wött, m/tónjafnara.
Fullt verð 24.500,-/ Nú 19.800,- stgr.
Panasonic SG-HM10, 40 wött, digital útvarp.
Fullt verð 31.600.-/NÚ 24.900,- stgr.
FERÐATÆKI
Sony CDP-291. Fullt verö 21.500.-/
NÚ 16.900,- stgr
Sony CDP-391, m/fjarstýringu.
Fullt verð 23.500.-/NÚ 18.900,- stgr.
Technlcs SLP-1T7. Fullt verð 23.600.-/
Nú 19.900,- stgr.
MYNDAVELAR/MYNDBANDSTÆKI
Panasonic NV-MC20, VHS-C fullkomin fjöl-
skylduvél, verð án tösku. Fullt verð 84.900,-/
Nú 69.900,- stgr.
Panasonic NV-MS50, Super VHS-C Hi-Fi stereo.
Fullt verð 149.000,-/NÚ 99.900,- stgr.
Panasonic NV-F70, myndbandstæki, Hi-Fi stereo.
Fullt verð 98.540.-/NÚ 79.900,- stgr.
Samsung VK 8220. Fullt verð 51.200,-/
NÚ 29.900,- stgr.
SJONVARPSTÆKI
Sony CFS-204, stereo m/kassettutæki.
Fullt verð 8.450.-/NÚ 6.390,- stgr.
Sony CFS-D30, „Mega bass/auto reverse".
Fullt verð 12.980.-/NÚ 9.9S0,- stgr.
Sony CFS-W304, tvöfalt kassettutæki.
Fullt verð 11.500.-/NÚ 8.900,- stgr.
Panasonic RXFS420,20 wött, FM/LB/MB/SB.
Fullt verð 10.750.-/NÚ 8.750,- stgr.
Panasonic RXC-S750, 60 wött, lausir hátaiarar.
Fullt vérð 25.400.-/NÚ 19.900,- stgr.
GEISLASPILARAR
Panasonic TX-2488, stereo/teletext/S-VHS, hvitt.
Fullt verð 89.900,-/NÚ 69.900,- stgr.
Sony KV-C2913, Nicam stereo/teletext/S-VHS.
Fullt verð 178.900,-/NÚ 139.900,- stgr.
VASADISKO
ÖRBYLGJUOFNAR
Samsung RE-576TC, 600 wött, tölvustýröur.
Fullt verð 25.800,-/NÚ 16.800,- stgr.
Panasonic NN-5250, 700 wött, 21 litra.
Fullt verð 21.800.-/NÚ 18.960,- stgr.
Panasonic NN-63S8, fullkomlnn. tölvustýrður.
Fullt verð 37.500.-/NÚ 25.900,- stgr.
Panasonic NN-8507, örbylgju- og grillofn.
Fullt verð 65.400.-/NÚ 44.700,- stgr.
RYKSUGUR
Panasonic MCE-61, 850 wött/lnnb. fylgihlutUr.
Fullt verð 7.980.-/NÚ 5.980,- stgr.
Panasonic MCE-89, 850 wött m/styrkstilli.
Fullt verð 10.950.-/NÚ 8.950,- stgr.
RAKVELAR/REIKNIVELAR
Panasonic RQ-P50, m/vönduðum heyrnart. Cr02/metal.
Fullt verð 3.250,-/NÚ 2.600,- stgr.
Panasonic RQ-V51, m/FM/AM útvarpi.
Fullt verð 5.260.-/NÚ 3.990,- stgr.
Panasonic RQ-V151, m/FM/AM útvarpi, „auto-reverse".
Fullt verð 7.590.-/NÚ 5.990,- stgr.
/ 0
Panasonic ES-862, rakvél m/hleðslutæki.
Fullt verð 5.450.-/NÚ 3.950,- stgr.
Panasonic ES-815, rakvél f. rafhlöður.
Fullt verð 1.370.-/NÚ 990,- stgr.
Panasonic JE-390, reiknivél.
Fullt verð 1.710.-/NÚ 850,- stgr.
Panasonic JE-661, reiknivél m/strlmll.
Fullt verð 5.460.-/NÚ 2.700,- stgr.
ALLAR VORUR
SELDAR MEÐ
AFSLÆTTI
EINNIG GEISLADISKAR
JAPIS
Brautarholti 2, simi 625200.