Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991 15 framhjá slíkum lögbrotum. Kvóta- salan úr byggðunum getur leitt það af sér að sumar þeirra fári í eyði, ekki síst kvótasala smábátanna. Ég trúi því ekki að landsbyggðarfólkið láti hvað sem er yfir sig ganga án þess að snúast til varnar. Umhverfismálin Og hvað er að gerast i umhverfis- málum? Ég veit ekki betur en við Islendingar séum aðilar að alþjóða- samþykkt um að draga verulega úr hvers konar mengun á næstu árum. Til að standa við slíkt samkomulag er ríkisstjórnin að semja um bygg- ingu 420-430 þús. tonna álbræðslu. Leyfa hér atvinnurekstur sem aðrar þjóðir eru að reyna að losa sig við vegna mikillar mengunar. Er ráða- mönnum okkar sjálfrátt? Við stöndum á krossgötum. Við lifum á miklum umbrotatímum. Stórfelld byggðaröskun hefur átt sér stað í landinu og þannig'er stað- ið að málum að lítil von er á að breyting verði til batnaðar nema þjóðin skynji sinn vitjunartíma. Stórfelld eignatilfærsla hefur átt sér stað í skjóli vaxtafrelsis og ok- urs og ýmiss konar vafasamra við- skipta. Við sitjum uppi með fámenna auðstétt. Launamunur hefur aldrei verið meiri í landinu og fer vax- andi. Tekjur margra duga ekki fyrir nauðþurftum. Úrræði ráðamanna er að semja um orkusölu til ál- bræðslu þó fyrir orkuna fáist ekki kostnaðarverð. Ef slík stefna nær fram að ganga er byggðastefnan í verki sú að innan fárra ára verði hér borgríki. Ríkisstjórnin er að reyna að semja um að við göngum í evrópskt efna- hagssvæði sem þýðir að stefnt ei inn í EB, þrátt fyrir að sumir ráða menn sveiji slíkt af sér, a.m.k. fyri kosningar. Innganga í EB þýði verulega skerðingu á sjálfstæc þjóðarinnar. Í GATT-viðræðunur hefur íslenska ríkisstjórnin lag fram tilboð um innflutning fyri unnar landbúnaðarvörur. Látið er veðri vaka að hér sé um óveruleg magn að ræða og það sé landbúnac arráðherra sem stjórni þeim inr flutningi á hveijum tíma. Stac reyndin er sú að í þesu tilboði feli stefnubreyting hvað varðar im flutning á landbúnaðarvörum ser framleiddar eru hér innanlands oj að mestu leyti fer eftir duttlungun landbúnaðarráðherra í hve miklum mæli slík heimild verður notuð. Hvernig mundi t.d. Jón Baldvin Hannibalsson nota slíka heimild yrði hann landbúnaðarráðherra eftir næstu kosningar? Hvað með heil- brigðiseftirlit með slíkum innflutn- ingi? Og nú heimilar viðskiptaráð- herra innflutning á svokölluðu ost- líki og rökin fyrir þeim innflutningi eru, að sögn ráðherrans, að hér sé ekki um að ræða landbúnaðarfram- leiðslu, þ.e.a.s. að jurtaolía sé ekki landbúnaðarframleiðsla. Mér sýnist mikið slys að viðskiptaráðherra skuli ekki hafa lært náttúrufræði í stað hagfræðinnar. Það hefði líklega komið þjóðinni að meira gagni. Við trúum því ekki að almenning- ur í þessu landi láti það yfir sig ganga sem lýst er hér að framan og láti enn blekkjast af lýðskrumi gömlu flokkanna. Lokaorð Samtök jafnréttis og félags- hyggju hafa gengið til samstarfs með einstaklingum og hópum í öll- um kjördæmum landsins til að reyna að knýja fram stefnubreytingu í umræddum málum. Þessi samtök hafa hlotið nafnið Heimastjórnar- samtökin og er stefnt að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Heima- stjórnarsamtökin bjóða fyrst og fremst fram til að koma í veg fyrir viðreisnarstjórn, þ.e.a.s. samstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Þessir tveir flokkar bera fyrst og fremst ábyrgð á misréttinu í landinu. Hér að framan hefur verið lýst loforðun- um og einnig efndunum hjá öllum gömlu flokkunum. Þessir tveir flokkar bera fyrst og fremst ábyrgð á misréttinu í landinu. Við hvetjum alla til að kynna sér ástandið í landinu og þá samninga sem nú eru í gangi við erlenda aðila. Forðum daga var kjörorð ungmennafélag- anna í landinu „íslandi allt“. Við þurfum öll að tileinka okkur það kjörorð og standa saman um jafn- rétti og jöfnun lífsaðstöðu og hver vill ekki heimastjórn í víðasta skiln- ingi þess orðs? Hveijir vilja láta af hendi til annarfa þjóða sjálfsákvörð- unarrétt okkar? Þeir sem það vilja ættu að gefa sig fram. Ég óska þjóðinni gæfu og gengis á árinu. Höfundur er alþingismaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju. Skrifstofutækni -""'t Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur VerÖiÖ miðast viö skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 Yfirb i irðir - Margir keppa vrö paó aiia sina tid að standa upp úr og ná Jengra, en þegar á reynir leyna þeir sér ekki hinir einu og sönnu YFIRBURDIR LETTOSTAR , þrír góðir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.