Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐlÐ FIMMTUDAGUR ÍT. JÁNÚAR 1991
PERSAFLOADEILAN:
Bandaríkja-
memi íjölga sí-
fellt í liði sínu
írakar æfa árásarflug að næturlagi
Washington. Daily Telegraph.
ÍRAKAR og fjölþjóðlega liðið, sem stefnt er gegn þeim, hafa hald-
ið áfram að styrkja viðbúnað sinn við botn Persaflóa af fullum
krafti undanfarna daga. Saddam Hussein íraksforseti hefur fjölgað
skriðdrekum um 200 og hefur nú alls 4.200 til reiðu og hermönnum
um 5.000 frá því á fimmtudag í síðustu viku. Einnig hefur hann
fjölgað brynvörðum liðsflutningabilum og fallbyssum. Bandaríkja-
menn hafa nú um 415.000 hermenn á svæðinu og búist er við að
fjöldi þeirra verði kominn upp í nær 450.000 í lok mánaðarins en
aðrir andstæðingar Saddams hafa samanlagt um 265.000 manna
lið. Viðbúnaður Bandaríkjaflota er hinn mesti frá því í heimsstyrjöld-
inni síðari.
Fjögur bandarísk flugvélamóð-
urskip eru á Rauðahafinu, hið
fímmta er á siglingu á sjálfum
Persaflóanum og sjötta skipið á
Arabíuflóa. Öll skipin eru það ná-
lægt átakasvæðinu að flugvélar
þeirra geta tekið þátt í árásum á
Iraka og skipunum fylgja flota-
deildir með orrustuskipum. Enn er
verið að skipa upp bandarískum
skriðdrekum í Saudi-Arabíu en
Pete Williams, talsmaður varnar-
málaráðuneytisins, lagði áherslu á
að hægt yrði að framfylgja fyrir-
varalaust sérhverri skipun George
Bush forseta um árás.
Williams sagði að íraski herinn
í Kúveit virtist ennþá leggja megin-
áhersluna á að treysta vamimar
en hershöfðingjamir gætu einnig
hafið árás með skömmum fyrir-
vara. íraski flugherinn hefur að
undanförnu tekið upp aðferðir vest-
rænna flugheija við æfingar á ár-
ásarferðum að næturlagi og lág-
flugi spengjuflugvéla. Framvarða-
sveitir íraka keppast við að afla
birgða og varahluta af ótta við að
sprengjuflugmönnum bandamönn-
um takist að hindra birgðaflutn-
inga. írakar eru taldir hafa fjölgað
mjög tundurduflum við strönd Kúv-
eits.
Bandaríski fiugherinn hefur
gripið til þess óvenjulega ráðs að
senda tvær sérsmíðaðar tilrauna-
flugvélar af Boeing- 707 gerð, er
eiga að annast könnunarflug, á
vettvang þótt framleiðendur vél-
anna hafí ekki fyllilega lokið hönn-
un og smíði þeirra. Vélamar eru
nefndar Joint Stars og geta „séð“
hluti handan sjóndeildarhringsins
og þannig aflað nákvæmra upplýs-
4jt Herstyrkurinn
við botn Persnflón
^ írak 17 545.000
Flugmóburskip Herskip Hermenn Skriddrekar
Samtals 6 189 733.476 2.510 2.200 4.047
Argentína 2
Astralia 3
Bahrain 2.300
Bandaríkin 6 102 425.000 1.200 2.200 3.500
Bangladesh 2.000
Belgia 3
Bretland H 34.000 170 72
Búlgaría 276*
Danmörk 1
Egyptaland 40.000
Frakkland 11 13.500 40 80
Grikkland 1
Holland 3
ítalia 3 8
Kanada 1.700 12
Marokkó 5.000
Niger 500
Noregur 1
Nýja Sjóland 2*
Oman 4 25.500 ' 63
Pakistan 5.000
Pólland 2*
S.A.F. 15 40.000 200 80
Sódi-Arabía 8 118.000 550 180
Senegal 500
Sovétrikin 2*
Spónn 3
Sýrland 15.000 300
Tékkóslóvakía 200*
Tyrkland 9 5.000 50 50
Aá: íkki hofo ollir tihækir hermenn ájo ó Arobíuskogo, semhérewupp toldir, em verið kvodér til hndomæro Kúveit. Þyriur etu innifoldar ítöhm um fíugvéhr. Stjomo merkir oð viðkomondi toki ekkiþótt 1 hemoði.
inga um viðbúnað og liðsflutninga
andstæðinganna allt að 200 km að
baki framvarðasveitum þeirra.
Gefí Bush forseti skipun um að
hefja hemaðaraðgerðir mun hann
afhenda hana Dick Cheney vamar-
málaráðherra er síðan kemur henni
á framfæri við Colin Powell, for-
séta herráðsins. Samtímis munu
embættismenn Hvíta hússins skýra
leiðtogum annarra ríkja í bandalag-
inu gegn Saddam frá ákvörðun
Bush. Powell mun senda hershöfð-
ingjunum bandaríska liðsins við
Persaflóa fyrirmæli um aðgerðir.
Viðbrögð í Evrópulöndum:
Reuter
B-52 sprengjuþotur til Miðausturlanda
Meira en tuttugu bandarískar sprengjuþotur af gerðinni B-52 hafa
verið sendar til Miðausturlanda, að því er bandaríska sjónvarpið NBC
skýrði frá í gær. Ekki var upplýst til hvaða ríkis þær voru sendar.
Hver B-52-þota getur borið tólf stýriflaugar og nokkrar þeirra geta
flogið allt að 16.100 km án þess þurfa að bæta við sig eldsneyti en
aðrar allt að 12.000 km.
Danmörk:
Mótmæli í mörgum borg*-
um og beðið fyrir friði
París, Amsterdam, Milnchen, London. Reuter.
ANDI dapurleika og uppgjafar ríkti víða í Evrópulöndum í gær er
vonir um friðsamlega lausn á Persaflóadeilunni urðu nánast að engu
þegar frestur Sameinuðu þjóðanna rann út án þess að Saddam Hus-
sein íraksforseti drægi her sinn frá Kúveit. Kirkjur voru opnar langt
fram á þriðjudagskvöld í mörgum iöndum og Jóhannes Páll II páfi
baðst fyrir í einkakapellu sinni í Páfagarði. Hópar fólks efndu sums
staðar til mótmæla gegn stríði.
Hundruð mótmælenda söfnuðust
saman við byggingu franska þingsins
þar sem fram fóru umræður um beit-
ingu hervalds gegn Saddam en fjöl-
mennt lögreglulið kom í veg fyrir
að fólkið ryddist inn. Óeirðalögregla
gætti bandaríska sendiráðsins við
Bjóða lækna og neyð-
argögn til átakasvæða
Kaupmannahðfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
UFFE Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, lagði í gær
fram frumvarp um að Danir byðu fram læknisaðstoð ef til átaka
kemur við Persaflóa, bæði með því að senda þangað hjúkrunarfólk
og gögn og eins með því að flytja særða til Danmerkur. Frumvarpið
á að afgreiða með forgangshraða nú á allra næstu dögum.
Meðan sem mest bar á árásum ast hafa verið framin til að safna
og sprengjutilræðum arabískra
hryðjuverkamanna fyrir nokkrum
árum var Danmörk ekki undanskil-
in. Starfsemi hryðjuverkahópa í
Danmörku hefur verið ofarlega á
baugi hér undanfarna mánuði því
sem stendur fara fram umfangs-
mikil réttarhöld yfir hópi Dana sem
ákærður er fyrir morð á lögreglu-
manni og fyrir nokkur rán sem virð-
fé handa palestínskum hryðjuverka-
mönnum. Sú deild dönsku lögregl-
unnar sem fæst við hryðjuverk læt-
ur ekki upþi hver viðbúnaðurinn sé
nú, þegar búist er við að írakar eða
hópar araba iáti sér hugsanlega
ekki nægja átök við Persaflóa held-
ur beini skeytum sínum víðar.
Undanfarna daga hafa verið
haldnir fjöldafundir víðs vegar um
Danmörku vegna yfirvofandi átaka
við Persaflóa. Þar hafa komið fram
ýmis sjónarmið. Því er ýmist haldið
fram að stríðið hafi hafíst 2. ágúst
og yfirvofandi árás bandamanna sé
ekki upphaf heldur seinbúið svar.
Þá greinir menn á um hvort skoða
eigi árás þeirra sem vörn fyrir og
stuðning við sjálfsákvörðunarrétt
þjóða eða tryggingu fyrir aðgangi
að ódýrri olíu. Inn í þetta fléttast
svo vangaveltur um hver eigi að
draga sig hvaðan; Rússar frá Lithá-
ep, Bandaríkjamenn frá Persaflóa
eða írakar frá Kúveit.
Place de la Concorde. Ötti við hryðju-
verk araba í tengslum við stríðsátök
hefur valdið því að sala á haglabyss-
um og veiðibyssum hefur stóraukist
í landinu. Einn byssusalinn sagði
fólk ekki treysta lögreglunni til að
gæta öryggis borgaranna. Aðrir
sögðu að of umfangsmiklar og æs-
ingakenndar sjónvarpsfréttir ásamt
trúgirni almennings væru orsökin.
öryggisgæsla var stórefld við
Heathrow-flugvöll í London af
hræðslu við hermdarverkamenn og
tóku vopnaðir hermenn þátt í gæsl-
unni. *
Jóhannes Páll páfi sendi frá sér
friðarhvatningu til íraka og Banda-
ríkjamanna er frestur SÞ var að
renna út. Hann bað íraka að „sýna.,
hugrekki" með því að stíga skref í
friðarátt og varaði Bandaríkjamenn
við því að styrjöld gæti haft í för
með sér „nýtt og jafnvel verra órétt-
læti.“ Beðist var fyrir í kirkju heilags
Páls í London fram á nótt og and-
stæðingar stríðs söfnuðust saman á
Trafalgar-torgi þar sem þeir héldu á
kertum og sungu friðarsöngva.
Við skrifstofu Helmuts Kohls,
kanslara Þýskalands, í Bonn var
komið fyrir skilti með áletruninni:
„Sendið stjórnmálamenn til eyði-
merkurinnar, ekki hermenn.“ Mót-
mælagöngur voru í Hamborg, Berlín,
Köln og Frankfurt. Lögregla var
kölluð út til að fjarlægja mótmælend-
ur sem safnast höfðu saman við aðal-
stöðvar Bandaríkjahers í Berlín.
Mótmæli voru einnig við hlið Rhein-
4‘ . ..t ú ' á ; -w"- ‘i ■.;->
^ , |
líl'Á. — ■ v% Ém "**?*''** im ihí ?.
imú v2 **■ HSL #9,>í'
Reuter
Þúsundir andstæðinga styrjaldar
við Persaflóa halda á borðum
með slagorðum á torginu Place
de la Concorde í París í gær.
Um 50 vinstrisinnaðar hreyfing-
ar stóðu saman að mótmælunum.
Main herstöðvarinnar bandarísku en
fjöldi bándarískra hermanna hefur
verið sendur þaðan til Saudi-Arabíu.
Afstaða fjölmiðla skiptist mjög í
tvö horn. Sumir hvöttu til þess að
lengur yrði látið á það reyna hvort
hægt væri að finna stjómmálalega
lausn eða viðskiptaþvinganir kæmu
Saddam á kné en aðrir mæltu með
snöggu áhlaupi á íraska herinn.
Bresk blöð voru mörg herská en
tónninn í frönsku blöðunum var dap-
urlegri. Sjúkrahús í Bretlandi,
Þýskalandi og Grikklandi hafa fengið
skipun um að búa sig undir að taka
við særðum hermönnum frá Persaf-
lóa.
Verð á olíu til húshitunar hækkaði
í Þýskalandi og víðar vegna hamst-
urs.