Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 9
Almenna auglýsingastofan hf MOKGUNBLAÐLÐ FIMMTUDAGUR 17.: JANÚAR 1991 REKSTA {{V5r|íí fyrif tölvur og prentara Eigum fyrirliggjandi á lager prentborða í flestar . tegundir prentara, þ.á.m. IBM, STAR, FACIT, Silver Reed, Message Consept o.fl. o.fl. TÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665/687175 9, [Stríð, friður ogherskáir ritstjórar Deilt um strfðið Fresturinn sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Saddam Hussein til að kalla herafla sinn á brott frá Kúveit er útrunninn. Hermennirnir við Persaflóa og heimurinn allur bíður nú eft- ir því sem gerist næst. Vangavelturnar eru óendanlegar og skoðanirnar jafnmargar og mennirnir sem láta þær í Ijós. í Staksteinum í dag er staldrað við sjónarmið sem hafa kom- ið fram í umræðum hér á landi. Vandræði Þjóð- viljans Þjóðviljinn á í tölu- verðum vandræðum með að fóta sig í afstöðu sinni til atburðanna við Persa- flóa. Ef til vill er það vegna ágreinings innan Alþýðubandalagsins um málið, en flokkurinn á aðild að ríkisstjóm, þar sem utanríkisráðherrann segist styðja heilshugar áform þeirra sem liafa forystu um það á vett- vangi Sameinuðu þjóð- anna að koma írökum á brott frá Kúveit og beita til þess valdi, ef ekki er annarra kosta völ. Þá hefur Þjóðviljinn ekki sömu leiðsögn og áður, þegar marxistar um heim allan tóku höndum saman. Á miðvikudag í siðustu viku birtist forystugrein í Þjóðviljanum undir yfir- skriftinni: Strið, friður og herskáir ritstjórar. Þar er spjótunum sér- staklega beint að Dag- blaðinu-Vísi (DV) og blaðið gagm-ýnt fyrir að birta forystugrein, þar sem „hæðst var mjög að framtaki friðarsinna, og var þeim margsinnis líkt við þá sem fyrir stríð vildu friðmælast við Hitl- er...“ Siðau segir í Þjóð- viljanum: „Óþarft er þetta hjal og fáránlegt. Þeir sem mæla með þolinmæði í samningagerð í þessu máli sem öðrum háska- legum, þeir hafa að sjálf- sögðu engan áhuga á að gera greiða grimmum Iiarðstjóra á borð við Saddam Hussein. Þeir minna hinsvegar á aimað ■sem miklu varðar að nútímastrið er líklegt til að verða feiknarlega blóðugt, og að slíkt stríð er háð með aðferðum sem bitna grimmilegar á óbreyttum borgurum sárasaklausum en herj- unum sjálfum." Síðan þessi orð birtust í Þjóðviþ’anum hefur Saddam Hussein hafnað öllum tilmælum um að draga herafla sinn til baka og virt tilboð um samninga að vettugi. Innrás hans í Kúveit, upphaf stríðsins, hefrn- bitnað grimmilega á sárasaklausum borgur- um í Kúveit eins og skýrsla Amnesty Inter- national sýnir best. „Nytsamir sak- leysingjar í forystugrein DV á þriðjudag er þessari gagnrýni Þjóðviljans svarað á þennan hátt: „Friðardúfur og nyt- samir sakleysingjar á Vesturlöndum hafa stuðlað að sannfæríngu Saddams Hussein íraks- forseta um, að hann kom- ist upp með að innlima Kúvæt. Hann heldur, að Vesturlandabúar séu svo aðframkomnir " friðar- sinnar, að þeir þoli ekki að sjá stríð. Á svipaðan hátt töfðu friðardúfur og nytsamir sakleysingjar endalok kalda striðsins um heilan áratug eða svo. Þótt Sov- étríkin hafi fyrir löngu verið komin efnahags- lega að fótum fram, héldu ráðamenn þeirra, að þeir gætu splundrað vamarsamvinnu Vestur- landa.. Friðardúfur og nyt- samir sakleysingjar á Vesturlöndum hafa vald- ið skaða með því að koma inn þjá Saddam Hussein, að bandamenn hafi ekki innri mátt til að hefja gagnsókn. Hið sama hafa gert afdankaðir stjóm- málamenn, sem hafa ver- ið i pílagrímsferðum til Bagdad. Sem betur fer bendir allt til þess, að friðardúf- ur og nytsamir sakleys- ingjar geti ekki stöðvað réttmæta og tímabæra gagnsókn bandamanna við Persaflóa." „Friðaraðgerð- ir“ í forystugrein Tímans í gær er sagt, að „drengi- legur fyrirvari" hafi ver- ið á boðuðu striði við ír- aka. Þá segir einnig: „Þess er m.ö.o. vænst að hinn frjálsi heimur hafi vald á fyrirhuguðum friðaraðgerðum á Arab- íuskaga og grennd, hvort sem friðurinn (brottför Iraka frá Kúveit) verður til fyrir réttlátt stríð eða samninga á síðustu stundu, sem einstöku stjónunálamaður hins fijálsa heims er að gera sér vonir um. En hvað sem verður, þegar siðustu sandkomin reirna úr stundaglasi Persaflóa- deilunnar, hefur greini- lega lítið breyst um þann fyrirboða válegra tiðinda. i millirikjamálum sem ákvörðun sovéthers felur í sér að bæla niður frels- iskröfur Litháa með her- valdi." Þessi orð Tímans verða ekki túlkuð á ann- an veg en þann, að blaðið telji réttmætt að fara með her á hendur Sadd- am Ilussein. Fyrirmynd Frakka? Því er haldið stíft á loft, að afskipti íslend- inga af málefnum Eystrasaltslanda ráði miklu um framvindu mála þar. Hinu hefur ekki verið hampað, að afskipti íslenskra stjórn- valda af deilunum við Persaflóa hafi haft al- þjóðleg áhrif. Steingrím- ur Hermannsson forsæt- isráðherra virðist þó telja, að hlutur íslands kunni að vera einhver þar. I samtali við Morg- unblaðið í gær sagði hann, að Frakkar hefðu á síðustu klukkustundun- um áður en frestur Sam- einuðu þjóðanna rann út lagt fram „samskonar til- lögu“ og ríkissljórn sín og bætti Steingrímur síðan við: „Ég er ekki að segja að hugmyndin hafi komið frá okkur en Bandaríkin og Bretar hafa hafnað henni.“ Þetta orðalag verður ekki misskilið — forsætis- ráðherra vill koma þeirri hugmynd á framfæri, að kannski hafi Francois Mitterrand á lokastundu áttað sig á snjallræði, sem fælist í tillögu islensku ríkisstjórnarinn- ar. Það er margt óvænt sem kemur í (jós, þegar að er gáð. Svo sem kumi- ugt er hefur Steingrimur Hermannsson einkum haft samstarf við Yasser Arafat, leiðtoga PLO, um málefni Mið-Austurlanda en Arafat styður Saddam llussein eindregið og er manna ákafastur í að til stríðsátaka komi við Persaflóann. Láttu sparifé þitt bera góðan arð á öruggan og einfaldan hátt. Sparifjáreigendur þurfa ekki lengur að hugsa sig um tvisvar þegar þeir velta fyrir sér ávöxtunarleiðum sem í boði eru. Ef þeir kjósa að vita af sparifé sínu í tryggum höndum og góðri ávöxtun og njóta jafnframt kunnáttu sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum, festa þeir kaup á Einingabréfum Kaupþings. 1 Gengi Einingabréfa 17. janúar 1991. I 1 Einingabréf 1 5,292 Einingabréf 2 2,865 1 Einingabréf 3 3,479 i Skammtímabréf 1,776 Við bjóðum nú þrjár tegundir Einingabréfa: Einingabréf 1 - fjárfest í verðtryggðum skuldabréfum, tryggðum með fasteignaveði. Einingabréf 2 - fjárfest í spariskírteinum ríkissjóðs, bankatryggðum skuldabréfum og öðrum sambærilegum-verðbréfum. ^ Einingabréf 3 - fjárfest í óverðtryggðum skuldabréfum, skammtímakröfum og öðrum verðbréfum sem gefa hæstu mögulega ávöxtun. Hafðu strax samband við sérfræðinga okkar. Þú getur treyst á Einingabréf Kaupþings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.