Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991
__i______□______1-______ . _____Lj_■ . ■ . ■ —
Ekki sam-
komulag um
kjördag
TILLAGA Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra um að
kjördagur verði ákveðinn 11. maí
í vor hefur ekki verið samþykkt
og er enn til umfjöllunar hjá þing-
flokkunum. „Ég er búinn að halda
einn fund um þetta efni með for-
mönnum þingflokkanna og mun
halda annan nú á næstunni," sagði
forsætisráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Steingrímur sagði að fram hefðu
komið skoðanir i þá veru að kjósa
ætti fyrr, þar sem kjörtímabilinu
lýkur hinn 25. apríl næstkomandi.
„Ef kosningunum verður flýtt þarf
að ijúfa þing fyrr en áætlað er og
þá er ég hræddur um að það verði
ansi mörg mál sem ekki tekst að
afgreiða," sagði forsætisráðherra,
en stefnt er að því að ljúka þinginu
um miðjan marsmánuð. Steingrímur
sagði að ef menn stæðu fast á því
að kjósa yrði áður en kjörtímabilinu
lyki formlega yrði að færa kosning-
arnar fram til 20. apríl, sem hann
taldi vera æði snemmt.
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann væri
þeirrar skoðunar að stjórnarskráin
mælti svo fyrir að kjörtímabilið væri
fjögur ár og því yrði að kjósa innan
þeirra tímamarka. „Það er einfald-
lega vegna þessa ákvæðis í stjórnar-
skránni sem ég tel að það eigi að
kjósa þann 20. apríl en ekki 11.
maí, en alls ekki vegna þess að ég
telji þann dag á nokkurn hátt heppi-
legri kjördag," sagði Þorsteinn.
r----------7i
166 móttöku-
diskar bættust
við í fyrra
ÁRIÐ 1990 veitti samgöngu-
ráðuneytið 166 leyfi fyrir jarð-
stöðvum, eða mótttökudiskum
fyrir eríendar sjónvarpsstöðv-
ar. Árið 1989 voru 79 slík leyfi
veitt þannig að fjölgunin á milli
ára er mikil.
Lang stærstur hluti þeirra sem
fengu leyfi fyrir móttökudiskum á
síðsta ári eru einstaklingar. Tólf
fyrirtæki eða húsfélög fengu leyfi
en 154 einstaklingar. Árið 1989
voru það 66 einstaklingar sem
settu upp hjá sér móttökudiska en
13 fyrirtæki og húsfélög.
Einstaklingar greiða 5.000
krónur fyrir leyfið og gildir það í
tíu ár en fyriræki og húsfélög
greiða 6.000 fyrir samskonar leyfi.
Borgarráð:
Gjaldskylda
í stöðu-
mæla stytt
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillögu Þróunarfélags
Reykjavíkur um að gjaldskylda
stöðumæla verði styttur um
eina klukkustund og verði fram-
vegis frá kl. 10 til kl. 16 á al-
mennum verslunartíma fram til
næstu áramóta.
Jafnframt var lögð fram tillaga
frá félaginu um að Austurstræti
verði opnað fyrir bílaumferð í 6
mánuði frá febrúar næstkomandi.
í greinargerð með tilögunni seg-
ir, að fyrirhugaðar séu miklar
framkvæmdir við Vonarstræti sem
torveldi umferð um miðborgina.
Auk þess hefur yfirgnæfandi
meirihluti hagsmunaaðila í mið-
bænum eindregið óskað eftir opn-
un Austurstrætis til reynslu í
ákveðin tíma.
SNARSALA
r,----------
-r20%_
VAR2^000t-
Núie^pp^
EM 258
SA*sYO
ORBYLGJUOFN
Í25%-
CEP 6022 _
20" SJÓNVARP
;_2A0/0
.96V
SÍMI MEÐ SIMSVARA
-=-20%
VHR 5100
VIDEOTÆKI
^20%__
yARJTfíJjOOr^-—
NÚ 61j200r— VHR 5700
HI-FI VIDEOTÆKI
IS7039VT
28"
• BLAUPUNKT
SJÓNVARPSTÆKI
CEP 2572
X20°/o
25“ SJÓNVARP
EX190
ígfgT
VAR 23.400,
NúTÍl72Ó.
1X490
toyota SAUMAVEL
SYSTEM X500
SAtíYO
h-25%
VAR 42.500,-
NÚ 31.875,-
HLJÓM-
TÆKJA-
STÆÐA
án geislaspilara
BOSCH
HANDVERKFÆRI
GERIÐ GÓÐ KAUP
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780