Morgunblaðið - 27.01.1991, Blaðsíða 35
'iíIöMúNBéAðiB
(nvARpmómMmmmm
QTCMNCAUJiaea
35
Sjónvarpið:
Boðorðin
22 2«
Undanfarið hefur mannkyn ekki haldið bóðorð Bibíunnar
00 af mikilli staðfestu, en Sjónvarpið mun eigi að síður halda
áfram að sýna útfærslu pólska leikstjórans Krysztofs Ki-
eslowskis á þeim boðskap er í þeim felst. í kvöld erum við komin
að sjöunda þættinum en hann byggir á boðorðinu: Þú skalt ekki stela.
Stuldur sá, er Kieslowski færir okkur heim sanninn um, er þó
ekki þjófnaður á dauðlegum hlutum, heldur öllu heldur tilfínningast-
uldur. Sagan segir frá ungri stúlku sem hreppir hlutskipti einstæðr-
ar móður. Móður hennar sjálfrar þykir dóttir sín hafa sett mikinn
blett á heiður fjölskyldunnar og grípur til þess ráðs að leyna vini
og vandamenn staðreyndum málsins. Hún lælur því sem hið ný-
fædda meybarn sé sitt eigið og elur það og móður þess upp sem
systur. Dóttir hennar fellir sig ekki við þessa skipan mála og ákveð-
ur að „stela“ barni sínu frá móður sinni.
Þýðandi er Þrándur Thoroddsen.
Sjónvaipið:
Lrtróf
Arthúr Björvin bregður á sig ballettskónum í forleiknum
0"| 05 Litrófi kvöldsins og fylgist með æfmgu íslanska dans-
Cil. ~~ flokksins á Draumi á Jónsmessunótt, sem færður er upp
í Borgarleikhúsinu. Sýningin, frumsamdir dansar við tónlist Mend-
elsohns, er ein hin viðamesta er færð hefur verið upp hérlendis og
taka um fjörutíu dansarar og leikarar þátt í henni.
„Mætti einhver líkn og þá gáfu ljá oss, að líta oss sjálf sem aðrir
sjá oss“ kvað Robert Bruns. Nefnd er nú starfandi sem fjalla skal
um ímynd og kynningu íslands á erlendum vettvangi og hefur nokk-
uð kveðið að henni í fjölmiðlum undanfarið. Litróf fer á ijörur nefnd-
arinnar og ræðir við formann hennar, Guðrúnu Agústdóttur.
Einnig má nefna, að Litróf mun leiða okkur inn á sýningu Nem-
endaleikhússins á fjörugum farsa úr Vesturheimi, „Leiksoppum" eft-
ir bandaríska leikritaskáldið Craig Lucas.
Arthúr Björgvin Bollason er að venju umsjónarmaður Litrófs en
stjóm upptöku annast Þór Elís Pálsson.
LANDSHLUTAUTVARP ARAS2
8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðutland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 Á besta aldri. Umsjón Ólafur Tr. Þórðarson.
Létt tónlist, gestur i morgunkaffi. 7.00 Morgun-
andakt. Sé.rs Cesil Haraldsson.
9.00 Fram að hádegi. Umsjón Þuriður Sigurðar
dóttir. Kl. 9.15 Heiðar, heilsan og hamingjan.
9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.00 Hver er þetta.
Verðlaunagetraun. Kl. 10.30 Morgungestur. Kl.
11 Margt er sér til gamans gerl. Kl. 11.30 Á
ferð og flugi.
12.00 Hádegisspjall. Umsjón Helgi Pétursson,
13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Ásgeir Tómas
son.
Kl. 13.30 Gluggað í siðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugð-
ið á leik i dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins.
15.00 Topparnir takast á. Kl. 15.30 Efst á baugi
vestanhafs. Kl. 16.15 Heiðar, heilsan og hamingj-
an. (Endurtekið frá morgni).
16.30 Akademían.
Kl. 16.30 Mitt hjartans mál.
19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backman. Ljúfir
kvöldtónar.
22.00 [ draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey
jólfsdóttir. Draumar hlustenda ráðnir.
24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand-
ver Jenssön.
ALFA
FM 102,9
8.45 Morgunbæn. Tónlist.
10.00 íslensk tðnlist.
13.30 Alfa-fréttir.
16.00 „Svoria er lifið” Ingibjörg Guðmundsdóttir.
19.00 Dagskrárlok.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Eirikur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar.
9.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Starfsmaður dagsins
valinn. iþróttafréttir kl. 11. Valtýr Björn Valtýsson.
11.00 Valdis Gunnarsdóttir á vaktinni.
12.00 Hádegisfréttir.
14.00 Snorri Sturluson. Fróðleikur, létt spaug og
óskalög, •
17.00 ísland i dag. Jón Ársáell Þórðarson og Bjarni
Dagur Jónsson taka á málum liðandi stundar.
18.30 Hafþór Freyr á vaktinni.
22.00 Kristófer Helgason. Tónlist.
23.00 Kvöldsögur. Símatimi ætlaður hlustendum.
24.00 Kristófer Helgason á vaktinni.
02.00 Þráinn Brjánsson á næturvakt.
EFFEMM
FM 95,7
7.30 Til i tuskið.
8.00 Morgunfréttir. Kl. 8.20 Textabrotið. Kl. 8.40
Frá hinu opinbera. Kl. 8.50 Stjörnuspá. Kl. 9.00
Frétayfirlit.
12.00 Hádegisfréttir.
19.00 Breski og bandariski listinn, Vilhjálmur ViF
hjálmsson kynnir 40 vinsælustu lögin i Bretlandi
og Bandarikjunum. •'
22.00 Jóhann Jóhannsson á rólegu nótunum.
STJARNAN
FM 102/104
7.00 Dýragarðurinn. Stjömutónlist, leigubílaleikur.
getraunir.
9.00 Vinsældatónlist. Bjarni Haukur Þórsson.
11.00 Geðdeildin. Dóri-Mödder, Lilli og Baddi,
Svenni sendill og allar fígúrunar mæta til leiks.
Umsjón Bjami Haukur og Sigurður Helgi.
12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Getraunir og
orð dagsins.
14.00 Sigurður Ragnarsson. Ráðgjafaþjónusta
Gabríels Stefánssonar, kvikmyndagetraunir, leikir
og tónlist.
17.00 Björn Sigurðsson
20.00 Vinsældapopp. Jóhannes B. Skúlason.
22.00 Arnar Alberlsson.
02.00 Næturtónlist.
ÚTRÁS
FM 104,8
16.00 MS 20.00 MH
18.00 Framhaldsskólafréttir. 22.00 IR
18.00 FB
Rás 1;
Lestur
Passíu-
sálma
§^■■1 Ein er sú hefð, sem
QO 20 ekki hefur fallið nið-
ur í Útvarpinu frá
árinu 1944, en það er lestur
Passíusálma. Herra Sigur-
björn Einarsson, síðar biskup,
las sálmana fyrst og síðan
hafa ýmsir lesið. Að þessu
sinni mun Ingibjörg Haralds-
dóttir rithöfundur lesa Passíu-
sálmana og hefst lesturinn á
Rás 1 í kvöld.
Utan á hús
FYRIRLIGGJANDI
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29
Rás 1:
Ó, langt, langttjam
15 M
í dag verður fluttur fjórði þáttur Gunnars Stefánssonar á
03 Rás 1 um sænskumælandi ljóðskáld, en hann verður einn-
ig fluttur riæsta fimmtudagskvöld. Þátturinn í dag nefnist
„0, langt, langt fjarri" og fjallar um sænska skáldið Gunnar Ekel-
öf. Lesari er Þórunn Elfa Magnúsdóttir.
Gunnar Ekelöf var eitt helsta ljóðskáld Svía á þessari öld, fæddur
1907 og lést 1968. Hann var meðal þeirra sem ruddu nútímaljóðlist
braut á Norðurlöndum og hefur haft mikil áhrif á yngri skáld. í
þættinum er rakinn ferill hans en hann gaf út fyrstu bók sína, Seint
á jörðu, árið 1932 og þótti hún nýstárleg á sínum tíma. Eftir það
rak hver bókin aðra og vann Ekelöf sér mikla viðurkenningu, hlaut
meðal annars sæti í sænsku akademíunni. Árið 1966 fékk hann
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Diwan över fursten
af Emgion. I þættinum heyrum við skáldið fara með ljóð úr þeirri
bók.
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Að dansa við
hvem sinn fingur
Þeir (Kanarnir) dansa og
syngja við hvern sinn
fingur", stóð í síðdegis
blaðinu mínu um daginn. Merki-
legt! Þeim er ekki fisjað saman
iarna suður frá. Læddist samt
að lúmskur grunur um að straum-
rof hefði bara orðið milli hugsunar
og máls. Hluta úr ræðunni hans
Jónasar Kristjánssonar í Árna-
safni sem ekki fékk rúm í Gárum
um daginn skaut þá upp. Kemur
iar ekki í ljós að til eru ráð til
að skilja hvað maður er að segja!
„Þegar skýra skal torræð orð
nútímamálum, eða finna upp-
runa orða og skyldleika þeirra sín
milli er vænlegt að leita til
fornra tungumála þar sem orðin
eru oft gagnsæ og uppruni auð-
skýrðari. Latínan er móðir allra
rómanskra mála — ítölsku,
frönsku, spænsku, portúgölsku og
fleiri, og einnig ensku að talsverðu
leyti þótt hún sé í stofni sínum
germanskt mál. Með tilstyrk latín-
unnar má því skýra breytingar
sem orðið hafa á þessum tungu-
málum í aldanna rás, leiða saman
skyld orð sem ólík virðast í fljótu
bragði og varpa ljósi á dulda upp-
runalega merkingu ýmissa orð-
skrípa. Þetta skilja þjóðirnar vel
og kunna að hagnýta sér í kennslu
og rannsóknum. Italir telja eigin-
lega að þeir tali latínu enn í dag,
og Frakkar kunna vel að nota
fornmálið til að skýra undirstöðu
síns nútíðarmáls. Með svipuðu
móti gætu norrænar nútímaþjóðir
hagnýtt íslenskuna, hið fagra „að-
almál", til að bregða birtu yfir sín
aflöguðu tungumál ...“ Hann
nefndi lítið dæmi: verkstjóri í
danskri prentsmiðju sá á titilblaði
íslenskrar bókar nafn prentstað-
arins, Kaupmannahöfn.,, Ja, Köb-
mændenes havn,“ sagði hann og
skildi loksins hvað sú borg hét sem
hann hafði alið í allan sinn aldur.
„Á efri árum mínum hefur
staða mín oftsinnis lagt mér þá
skyldu á herðar að kynna ístensk-
ar fornmenntir á erlendum vett-
vangi,“ sagði Jónas. „Þá segist
ég vera að „boða fagnaðarerind-
ið“. Þá finn ég til þess að okkar
menntir eru ekki kunnar og metn-
ar svo sem efni standa til. Við
flettum upp í almennum bók-
menntasögum og finnum þar
skrifað fimmfalt lengra mál um
hið þýska Niflungaljóð eða hið
franska Rolandskvæði heldur en
um Eddu eða Njálu, og þó hikum
við eigi við að setja þessi íslensku
verk skör hærra hinum erlendu
sem nefnd voru. Þá skynjum við
vanmátt fáliðans og gerum okkur
ljóst að í tungu okkar og bók-
menntum eigum við auðlind sem
ekki hefur enn verið kynnt eða
nýtt svo sem vert væri.
Ég gat þess áðan að'íslenskan
væri ekki kennd og notuð á
Norðurlöndum að nokkru ráði í
sambandi við nám í tungum
heimaþjóða. En þessu hefur verið
betur farið sums staðar í öðrum
löndum, íslenska hefur verið
kennd hér og þar við erlenda há-
skóla í.tengslum við nám í fom-
ensku og fornþýsku. Þá komast
nemendur í kynni við lifandi
tungumál og skemmtilegri bók-
menntir en þeir eiga að venjast á
' hinum fornu örendu tungumál-
um.“ Jónas sagði svo frá því að
hann hefði verið að gera vinkonu
sinni þann greiða að útvega
kennslugögn um íslenskar forn-
bókmenntir vegna kennslu í
íslenskum fræðum við háskóla í
Rómaborg, en þar á að kenna
fornensku sem undirstöðu
nútímamálsins. Síðan bætist
íslenskan við, og þá glæðist áhug-
inn fyrir hinum fornu fræðum
þegar nemendur finna bragðið af
lifandi tungumáli og bókmennt-
um.
Þrátt fyrir allt malið okkar á
milli á hátíðlegum stundum um
að eitt sé nauðsynlegt, að varð-
veita íslenska tungu, kemur hvar-
vetna í ljós hve þetta grunnmál er
í raun munaðarlaust. I haust kom
ég í einn af þessum fáu háskótum
sem kenna íslenska tungu, Há-
skólann í Caen í Frakklandi. Þar
innritast fjöldi nemenda í norræn
mál og menningu, enda tengsl og
áhugi gífurlegur í Normandíhér-
<5* * »■“ 'ttim Mnnt&fci
Mt
;w
v <»« muiV ttsteuj l rmj
.? Örf fmí tn » te
KtœStpBt&tíJ
f,;*Wujnts)*€tiýlþnrtlfcao
t 'tiítuiu liö Lfcut Öafteötítiátr
f Lsrat 6ti4«íti®»f ét
VniiutoiWtilfSfcttírte
? 1 mÞÍi ffejttjaaS
i wm á«i%*ý>tl!<wt«|4LS*
Smtt* * *4ta%**tta
ÍS*.Ö*itft«t»tl*U'0&B«
ílwiLLttmtSAIr^ttítt*
5 it %. fctwtft stttiijtSfct «t»i6n
aði á norrænni menningu þar sem
menn telja sig afkomendur víking-
anna sem komu með Göngu-
Hrólfi og settust þar að. Þessir
2-3 tugir nemenda læra miðalda-
málið og nútímaíslensku kennir
Steinunn Breton. En svo kemur
babb í bátinn. Þegar þeir eftir
ákveðinn fjölda anna þurfa að
velja sér framhaldsnám í ein-
hveiju norðurlandamáli verður
hrun. Hin málin ná yfirhöndinni
því önnur Norðurlönd bjóða fram
námsstyrki - enginn stuðningur
til framhaldsnáms í íslensku.
Þarna fer forgörðum stórt tæki-
færi. Nemum nýtast þó fomsögur
- í frönskum þýðingum.
Annað dæmi og kannski öllu
verra. í Comell-háskóla í Ithaca
í New Yorkfylki er fræðistofnun
með stærsta íslenska bókasafninu
í Ameriku, Fiskesafni, stofnað
1868 og var lengi stolt okkar ís-
lendinga. Nú er þar enginn
íslenskur safnvörður lengur til
leiðbeiningar. Áhuginn á þvi
dvínar auðvitað og þeir sem bera
það og íslensk fræði fyrir brjósti
óttast að með lítilli notkun muni
ekki líða á löngu áður en í harðri
samkeppni komi fram kröfur um
að loka því. íslendingar sýna eng
an áhuga og engan lit til að forða
því.
Kannski væri ögn af því fé sem
varið er í hátíðleg átök og ráð-
stefnur fyrir okkur sjálf til að
sfcmfæra hvort annað um hina
óviðjafnanlegu menningu okkar
og tungu, betur varið til lítils
stuðnings við þá sem eru að og
hafa öll tækifæri til þess að út-
breiða hana í verki. Enda: Að
ljúga að öðrum er ljótur vani, að
ljúga að sjálfum sér er hvers
manns bani.