Morgunblaðið - 27.01.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.01.1991, Blaðsíða 30
30 ___ KONUR Þefræn mis- munun kynj- anna g heimsótti vin minn um dag- inn. Hann er giftur konu sem er baeði skynnæm og stjórnsöm. Auðvitað mætti nefna margan annan kost á þessu ljúfa fljóði eins og ónefndur hagyrðingur mundi orða það, en þetta tvennt snertir söguna. Þessi kunningi minn er sérviturt ljúfmenni, ævin- lega búinn til málamiðlana, nema þegar vegið er að því sem íslenskum karl- manni er heilagt. Þá snýst hann til varnar og beitir því gjarnan því vopni sem hógværðin leggur honum í hendur: Hann þagnar og fer. Ekki þarf að orðlengja hvernig þessi varnarbarátta hins hógværa er skýrð á máli þess sem sækir: Hann er þumbari, þver- haus og fýlupoki. Hitt sjá allir réttsýnir menn að þögnin og flótt- inn eru ekkert annað en mátt- vana viðbrögð hins kúgaða við ofureflinu. „Ég sagði um þennan kunn- ingja minn að hann stæði vörð um fornar, karlmannlegar dyggð- ir. Ég leit til hans um daginn, rétt í þann mund sem íslenskum körlum var að byija að renna mörinn, sem þeir höfðu.safnað á kærleikshátíð lausnarans. Hann. var ekki upplitsdjarfur. Við sát- um í lítilli skonsu sem honum hefur af harðfylgi tekist að halda fyrir sig í þessum kastala sem þau hjónin byggja. Ég sá strax að eitt- hvað var að. Frúin tók mér snúð- ugt, eins og hún gerir þegar kast- ast i kekki milli þeirra hjónanna. Og rétt eins og ætti einhverja sök á þessu sagði hún: „Hann húkir einn inni í kompu.“ „Og af því oss blauðum körlum hefur verið innrætt hve miklir andsk ... kúgarar við erum þá fylltist ég ósjálfrátt sektarkennd: Erfðasynd karlrembunnar hvílir okkur. Ég fór inn í kompu þar sem þessi kunningi minn sat á stól og tók í nefið. (Hann þorir ekki að reykja heima hjá sér, því það truflar ofurnæmt þefskyn eig- inkonu hans ). „Það er lágskýj- að“, sagði ég fullur samúðar við hinn útskúfaða vin minn. „Ég spurði nú bara hvað væri í mat- inn,“ svaraði hann. „Og hún er þá komin á edikskúrinn." „Þú meinar sitrónukúrinn" leiðrétti ég. „Mér er sama hvað það heit- ir,“ sagði hann. „Nema þetta séu hormónasveiflur. Fyrirtíða- spenna." Eins og margir fleiri af hinni blauðu kynslóð karla grípur þessi kunningi minn gjarnan til lífeðlisfræðilegra lausafregna sér til huggunar í fumkomuleysinu. Ég varð að taka undir þetta: „Já, það er meira segja sagt að það fylgi þessu mælanleg aukin glæpahneigð." „Aldrei hef ég vitað til þess,“ svar- aði sá aumi, „en mikið vildi ég heldur að hún stæli í búðum." Og hann hélt áfram að rekja raunir sínar. „Ég er orðinn svo illa farinn af þessu heimilisof- beldi, _ að ég er hálfvegis miður min. Ég get ekkl keyrt því ég æði án þess að hugsa yfir á rauðu ljósi.“ (Vinnufélagarnir halda að hann sé hugsjónamaður um al- menningssamgöngur). „Ég tek •stundum strætó í vinnuna, og um daginn rankaði ég við mér á miðri leið í vinnuna, í fullum strætis- vagni, og tók eftir því að ég hélt á troðfullum ruslapoka í fanginu. Það stóð upp úr honum klesst súrmjólkurferna.” Þessi saga sannfærði mig um ömurlegt hlutskipti hins blauða islenska karlmanns (sem sumir * kalla ranglega mjúkan). En Jafn- framt gladdist ég yfir framförun- eftir Sigurð G. Tómasson MORGUNBLADIÐ FÓLK í FRÉTTUM sunnl-uagur 2v. JANÚAR 1901' 4 „OFURKRAFTUR“ Var sárast um kílóin sem ég missti „Þetta er í fyrsta skipti síðan land byggðist, að einhver gerir eitthvað verulega veglegt í líkamsræktarmálum og þá á ég við tækin sem boðið er upp á. Þau eru það besta sem völ er á í heiminum í dag og má líkja við að maður æki um á Mercedes Benz, en ekki einhverju miðl- ungsfarartæki. Ég hef ferðast um heim allan og séð þá aðstöðu sem boðið er upp á vítt og breitt. Þetta er það besta og ég hefði aldrei fórnað öllu því sem ég fórnaði, íbúðinni, bílnum og öll- um mínum peningum, til þess að opna svona stöð nema að bjóða upp á það besta sem völ er á,“ sagði Jón Páll Sigmarsson kraftakarl, sterkasti maður heims, í samtali við Morgunblað- ið. Gestir virða fyrir sér æfingatæki. Jón opnaði fýrir nokkrum dögum nýjan líkamsræktarsal á Suður landsbrautinni. Stöðin gæti aldrei heitið neitt annað en „Ofurkraftur“. „Ofurkraftur" er á tveimur hæð- um, alls 632,6 fermetrar. Á neðri hæðinni er móttaka og tækjasalur, en á efri hæðinni er búningsað- staða, bað, gufur og ljósabekkir. Þar er líka eróbik-salur sem saga er að segja frá. Jón Páll: „Jú, ég seldi íbúðina mína og allt sem ,ég átti og ætlaði að búa í stöðinni. Svo fór að íbúðin mín í stöðinni var tek- Jón Páll í tækjasalnum. Se og hör greindi nýlega með mörgum myndum frá ferð ungmennanna og var sérstaklega til- tekið hvað hin margrómaða íslenska náttúra hafði mikil áhrif á krakkanna. Það hafi verið „sterk upplif- un“ fyrir þau. Þá hafi þau heimsótt Höfða þar sem „Re- agan og Gorbatsjov lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins,“ eins og danski blaðamaður- inn segir. Fjórmenn- ingarnir fóru á svið- ið á Hótel íslandi og hristist og skókst húsið af undirtekt- um Islendinga við Lambadadansi þeirra. En hápunkt- ur 3 daga dvalarinn- ar á íslandi hafi án nokkurs vafa verið heimsókn í Bláa lón- ið,„sem er furðuleg og spennandi upplif- un sem laðar að ferðamenn frá öllum heimshornum." Á Keflavík- urflug- velli fyr- ir fram- an Flug- leiða- þotu. Danska vikuritið Se og hör efndi á síðasta ári til samkeppni í „Lambada“-dansi, en það er suður- amerískur dans sem var um tíma mjög í tísku og þótti (og þykir) bæði djarfur og erótískur. Dansar- arnir eru fremur fáklæddir, einkum konurnar, og yfirbragðið allt mjög kynferðisiegt. Þátttaka var mikil enda Danir rómaðir fijálslyndis- menn í kynferðismálum og al- mennri djörfung. Tvö pör sigruðu, Thomas Hettich og Maia Asted annars vegar og Kenneth Stenlund og Vivi Siggard hins vegar. Þetta þætti allt saman vart í frásqgur færandi nema vegna þess að hluti af sigurlaununum reyndist vera „Drömmetur“ til íslands (og raunar einnig til New York). Höfði heim- sóttur. Dönsku ungmennin sýna landanum hvernig dansa eigi hinn erótíska dans, Lambada. VINNINGUR Lambadadansarar í „drömmetur“ til Islands H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.