Morgunblaðið - 21.02.1991, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991
Efnahagsmál
Viðskiptahallinn tæplega
10 milljarðar króna
SVO virðist sem viðskiptahallinn verði upp undir 10 milljarðar króna
sem er talsvert meiri halli á viðskiptajöfnuði en talið hafði verið.
Þetta kemur frá í nýjustu þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar frá 14.
febrúar sl. en þar segir að bráðabirgðatölur um vaxta- og þjónustu-
jöfnuð bendi nú til þess að halli á viðskiptajöfnuði fyrir sl. ár verði
um 10 milljarðar króna í heild og svari til um 3% af landsframleiðslu.
I þjóðhagsspánni frá 20. desember sl. er hins vegar talið að viðskipta-
hallinn verði um 7 milljarðar króna á því ári eða um 2,4% af lands-
framleiðslu, sem er talsvert lægra hlutfall en gert var ráð fyrir í
upphaflegri þjóðhagsáætlun, eða 2,9%. Þarna hafa því orðið veruleg
umskipti til hins verra á skömmum tíma.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir reyndar
að nú sé komin á daginn villa í
Engar hömlur mega vera á við-
skiptum hlutabréfa með skráningu í
B-hluta. Fjöldi hluthafa þarf að vera
a.m.k. 50, eigið fé 15 milljónir og
fyrirtækið þarf að hafa starfað í
a.m.k. eitt ár.
HMARK mun í vikulegum auglýs-
ingum í Viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins birta gengi hlutabréfa í B-skrán-
ingu og mun gengið byggjast á til-
boðum um kaup eða sölu sem liggja
fyrir. Ef slík tilboð eru ekki fyrir
mun birtast verð síðustu viðskipta.
gögnum Hagstofunnar sem valdi
því að viðskipahallinn sé að líkind-
um ofmetinn um u.þ.b. 500 milljón-
Fyrirtæki sem skráð verða í B-
hluta þurfa að láta HMARKI í té
ársreikninga um leið og þeir liggja
fyrir svo og milliuppgjör þegar þau
eru gerð. Það þarf ennfremur að til-
kynna HMARKI um öll atriði sem
kunna að hafa áfgerandi áhrif á fjár-
hag eða markaðsstöðu. Þá er áskilið
að fyrirtæki tilkynni um breytingar
á hlutafjáreign þeirra hluthafa sem
eiga 5% hlutafjár eða meira, svo og
viðskipti stjómenda með hlutabréf í
fyrirtækinu.
ir króna en engu að síður sé niður-
staðan talsvert lakari en búist hafi
verið við undir lok síðasta árs.
Breytinguna megi fyrst og fremst
rekja til mjög aukins innflutnings
sem komi fram í tölum undir lok
ársins og sé að verulegu leyti sérs-
taks eðlis, þ.e. annars vegar þotu-
kaup Flugleiða og hins vegar veru-
leg aukning í innflutningi á vöru-
og sendibílum umfram það sem
gert hafi verið ráð fyrir og stafi
af því að menn hafi verið að nýta
sér virðisaukaskattinn til frádráttar
fyrir áramótin.
Þórður segir einnig ýmsar
vísb'endingar vera um heldur meiri
veltubreytingar undir lok ársins og
atvinnuleysisstigið hafi verið lægra
en áætlanir hljóðuðu upp á, svo að
á einhveijum tíma hafi gætt heldur
meiri bjartsýni heldur en tekið var
með í reikninginn. Ekki sé fráleitt
að ætla að álvæntingar hafi átt hér
hlut að máli en stríðsvindar í upp-
hafi þessa árs slóu á þessa þróun,
því að Þórður Friðjónsson ekkert í
kortunum þessa stundina gefa til-
efni til að óttast að þensla og verð-
bólga kraumi undir niðri heldur
verði þjóðarbúskapurinn að teljast
í viðunandi jafnvægi að þessu leyti.
Þórður bendir hins vegar á að í
síðustu þjóðhagsspánni sé vikið að
tveimur þáttum sem ástæða sér til
að gefa frekari gaum, þ.e. miklum
lántökuáformum hins opinbera á
innlendum markaði, sem nánar er
vikið að í annarri frétt og hins veg-
ar þeirri kyrrstöðu sem ríkir í þjóð-
arbúskapnum en nú eru allar horfur
á að upp renni fjórða árið í röð án
teljandi hagvaxtar. Þórður segir að
svo langvinnt samdráttarskeið hafi
ekki gengið hér yfir síðustu áratug-
ina því að yfirleitt hafa þessar nið-
ursveiflur ekki staðið lengur en um
tveggja ára skeið. Því er í þjóðhags-
spánni áhersla lögð á mikilvægi
þess að ijúfa þessa kyrrstöðu til
að koma efnahagslífinu á braut
hagvaxtar á ný.
IHI.Mll
Sérrit um
*
Mand fylg-
ir Financ-
ial Times
DAGBLAÐIÐ Financial Times
ætlar að gefa út sérrit um ísland
sem fylgja mun blaðinu 16. mars
nk. Verður þar fjallað um efna-
hagsmál íslendinga, stjórnmál,
orku- og ferðamál, atvinnugrein-
ar eins og fisk- og áliðnað o.fl.
Financial Times er selt víða um
heim og er upplag þess að jafnaði
rúmlega 300.000 eintök. Er blaðið
prentað í Frankfurt, Tókíó, Frakk-
landi, New York og Englandi.
Að sögn Einars Guðjónssonar
umboðsmanns Financial Times á ís-
landi hafa ýmsir aðilar eins og
bankastofnanir, einstaklingar og ein-
staka fyrirtæki sýnt töluverðan
áhuga á að fá birtar auglýsingar í
blaðinu. Frestur til að skila auglýs-
ingum rann hins vegar út sl. þriðju-
dag. Áætlað er að sérritið verði
a.m.k. ijórar blaðsíður að stærð og
verður efni þess unnið af blaðamönn-
um Financial Times, sem voru á ferð
hér á landi nýlega til aðafla sér éfnis.
omRon
SJÓÐSVÉLAR
Gera meira
en að uppfylla
kröfur
fj ármálar áðuney tisins.
Yfir 15 gerðir fyrirliggjandi
Verð frá kr. 29.800.-
SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf
NÝBÝLAVEGI 16 • SÍMI 641222
-tækxii og þjónusta á traustum grunni
Hlutabréfamarkaður
HMARK að hefja B-
skráningu hlutabréfa
HLUTABRÉFAMARKAÐURINN HMARK tekur á næstunni upp svo-
nefnda B-skráningu hlutabréfa. Um er að ræða hlutabréf fyrirtækja
sem uppfylla ekki öll skilyrði til þess að HMARK gerist viðskiptavaki.
Þessi hlutabréf verða því eingöngu tekin í umboðssölu. Markmiðið er
að greiða fyrir viðskiptum með hlutabréf í fyrirtækjum sem t.d. hafa
fáa hluthafa, lítið eigið fé eða hafa starfað í skamman tíma.
FRAKKLAIMD — Frá stofnfundi Fransk-íslenska verslunar-
ráðsins í ágúst 1990. Aðalfundurinn verður haldinn í París í mars nk.
Verslun
Fransk-íslenska verslunar-
ráðið heldur aðalfund íParís
AÐALFUNDUR Fransk-íslenska verslunarráðsins, F.Í.V., verður
haldinn í Frakklandi 19. mars næstkomandi. Ráðið var stofnað
29. ágúst síðastliðinn með það að markmiði að vinna að eflingu
viðskiptatengsla milli landanna tveggja. Verslunarráð í Boulogne-
sur-Mer er miðstöð þessara samskipta af hálfu Frakka.
íslenski hópurinn fer utan
sunnudaginn 17. mars að sögn
Árna Reynissonar, framkvæmda-
stjóra F.Í.V. Daginn eftir verður
farið í skoðunarferðir, m.a. að
Ermasundsgöngunum. Þá verður
haldinn vinnufundur með félögum
ráðsins. Aðalfundur Fransk-
íslenska verslunarráðsins fer fram
þriðjudaginn 19. mars í Bou-
logne-sur-Mer. Þar munu Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra íslands og Jean-Marie
Rausch, utanríkisviðskiptaráð-
herra Frakklands halda erindi um
fransk-íslenskt samstarf á sviði
viðskipta. Formaður ráðsins,
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sölusambands
íslenskra fiskframleiðanda og Ro-
bert Hyzy, viðskiptafulltrúi Frakk-
lands á íslandi, munu ræða um
viðskipti Frakklands og íslands.
Á fundinum verður einnig fjall-
að um tæknisamvinnu landanna
tveggja og orkumál. Frakkar og
íslendingar eiga í vaxandi sam-
vinnu innan Evrópu um tækni og
vísindi (EUREKA áætlunin) m.a.
á sviði hafrannsókna og tækni í
sjávarútvegi. Á sviði orkumála
verður kynning á möguleikum ís-
lendinga, en Frakkar eru mikil-
vægir framleiðendur búnaðar til
orkuflutninga auk þess sem þeir
flytja sjálfir út orku til Bretlands.
Þá verða umræður um ferðamál.
Að fundi loknum verður gestum
boðið til Alberts Guðmundssonar,
sendiherra íslands í Frakklandi.
Daginn eftir gefst þátttakend-
um kostur á að leita nýrra við-
skiptasambanda með aðstoð
Fransk-íslenska verslunarráðsins.
Þessi þáttur verður undirbúinn
fyrirfram. Áætluð heimkoma er
fimmtudaginn 21. mars.
1. MITSUBISHI Fjöldi 119 % 27.0
2. TOYOTA 94 21.4
3. SUBARU 53 12.0
4. AE-LADA 27 6.1
5. NISSAN 23 5.2
6. HONDA 20 4.5
7. SUZUKI 13 3.0
8. MAZDA 13 3.0
9. CHRYSLER 12 2.7
10. SKODA 10 2.3
Aðrir 57 12.7
Bifreiðainn-
flutningur
jan ’90 og ’91
- FÓLKSBÍLAR,
nýir og notaðir
HÓP- VÖRU- og
8ENDIBÍLAR,
nýir og notaðir
122
HEILDARBÍLAINNFLUTNINGUR j janúar á þessu ári var 602
miðað við 395 á sama tíma í fyrra. Innfluttir fólksbílar voru að venju stærsti
hluti heildarinnar. í síðasta mánuði voru fluttir inn 480 fólksbílar, en í sama
mánuði í fyrra voru þeir 308. Innfluttum vörubílum í janúar fækkaði miðað við
sarría tíma í fyrra. Þá voru fluttir inn 53 vörubílar, en aðeins 17 í ár. Hins
vegar jókst ínnflutningur sendibíla enn. I síðasta mánuði voru fluttir inn 105
sendibílar samanboriö við 34 i fyrra. Mitsubishi var með mesta markaðs-
hlutdeild i innflutningi nýrra fólksbíla í janúar, eða 27%. Þar á eftir kom
Toyota með 21,4% markaðhlutdeild. Af Subaru voru seldir 53 nýir fólksbílar
í mánuðinum sem gaf 12% markaðshlutdeild. Aðrar tegundir náðu ekki 10%
af markaðnum. Mitsubishi flutti einnig inn mest af nýjum sendibílum í
siðasta mánuði eða 18 sem voru tæp 24% af markaðnum. Toyota og Ford
voru hvor um sig með 13,2% markaðshlutdeild og Nissan fylgdi fast á eftir
með 11,8%.
—........———— t i ' - 'i........... ií ...