Morgunblaðið - 21.02.1991, Page 7

Morgunblaðið - 21.02.1991, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 B 7 hagslífinu sem nú gengur yfir — ekki aðeins vegna þess hve eignir hafa lækkað mikið heldur einnig vegna þess að miklu fleiri eiga eig- ið húsnæði og hlut í fyrirtækjum nú en áður. Auknar lántökur heimil- anna í ljósi mikilla eigna gerir fólk enn næmara fyrir lækkun á fast- eigna- og hlutabréfaverði nú en áður. Mikilvægt er að gæta sérstaklega að jafnvægi á húsbréfamarkaði Hvað segir þessi kenning um þær aðstæður á íslenskum fjármála- markaði sem lýst var hér að ofan? Eignir heimilanna hafa aukist gífurlega á síðustu árum. Sparifé Islendinga, reiknað sem 75% af inn- lánum bankanna, helmingur af verðmæti spariskírteina og hluta- bréfa auk allra eigna verðbréfasjóð- anna, hefur tvöfaldast að raunvirði frá árinu 1985 (sjá mynd). Hluti af aukningunni er vegna þess að verðmæti skráðra hlutabréfa al- menningshlutafélaga er nú orðið 30 milljarðar króna en engin hluta- bréf voru skráð hér innanlands fyrr en haustið 1985. Hlutabréfaverð hækkaði að meðaltali um 78% á árinu 1990. Verðmæti íbúðarhúsa í landinu er um 280 mrð.kr. og hefur aukist um nálægt 30% yfir hækkun lánskjaravísitölu frá því á árinu 1980. Þessi mikla aukning á eignum heimilanna kann að hafa orðið til þess að fólk fann hjá sér minni þörf til að leggja eins mikið fyrir og það hafði gert síðustu misserin. Hluti af þeirri hugarfarsbreytingu kann að vera að verðmæti á Islandi eru nú orðin sýnilegri en áður var. Nú eru skráð á hlutabréfamarkaði hlutabréf 20 til 25 fýrirtækja sam- tals að verðmæti 30 mrð.kr. sem er nýmæli í sögu þjóðarinnar. Verð- mæti ýmissa annarra eigna, svo sem annarra verðbréfa, fasteigna, listaverka o.s.frv., er líka betur skráð en áður og auðveldara er að koma eignum í verð en áður. Ef þessi kénning á við rök að styðjast gæti sparnaður á íslandi sem hlutfall af tekjum haldið áfram að minnka enn um hríð og vextir gætu farið hækkandi ef ekki dregur úr eftirspurn eftir lánsfé. Hvort þetta er rétta skýringin á breyttu fjárstreymi í landinu frá því sumar- ið 1990 kemur ekki í ljós fyrr en um síðir. Þangað til er full ástæða fyrir alla viðkomandi til að gæta sérstaklega að jafnvægi á húsbréfa- markaði. Húsbréfakerfið er enn ekki nema liðlega ársgamalt, mark- aðurinn er enn mjög lítill og mikið vantar á að húsbréf hafi unnið sér traustan sess á fasteignamarkaði eða á verðbréfamarkaði. Mikilvægt er að viðskipti með húsbréf verði ekki fyrir skakkaföllum eða álits- hnekki vegna breytinga á ytri að- stæðum á markaðnum og eru hús- bréfum með öllu óviðkomandi. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB — Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. i ■ r h!' || ! > ■ RsmiSflHHli SÖLÚAÐILAR: E. TH. MATHIESEN HF. PENNINN SF., HALLARMÚLA 2 E.TH. MATHIESEN HF. BÆJARHRAUN110 • HAFNARFIRÐ! ■ SÍMI651000 ORKUGJALD — Undir- ritaður hefur verið samningur milli Eurocard og Hitaveitu Reykjavíkur um sjálfvirkar skuld- færslur eða boðgreiðslur orku- reikninga á Eurocard greiðslu- kort. Nýti orkunotandi sér þessa tegund greiðslu færist mánaðar- lega á kortið upphæð sem sam- svarar áætlaðri mánaðarnotkun. Á myndinni eru f.v. Atli Örn Jóns- son aðstoðarframkvæmdastjóri Kreditkorta, Gunnar Bæringsson framkvæmdastjóri Kreditkorta, Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri og Eysteinn Jónsson frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. I Kaupmannahofn tengist þú áætlunarflugi SAS til allra heimshorna! £Sí—^ zzzs*** Þjónusta SAS viö íslendinga fer stöðugt vaxandi. Kaupmannahöfn er tilvalinn áningarstaöur á ieiðinni lengra út í heim og frá 1. apríl 1991 fljúgum við til Kaupmannahafnar þrisvar í viku. Þeim fer sífellt fjölgandi hérlendis sem nýta sér hið yfirgripsmikla og þægilega leiðanet SAS sem nær um heim allan. Nú flýgur SAS til 80 borga í 29 löndum. Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína og kynntu þér nánar þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Þegar haldið er út í heim fellur ferðaáætlun þín vel að áætlun SAS, - það máttu bóka! M/SAS Laugavegl 3, sími: 62 22 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.