Morgunblaðið - 21.02.1991, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
VIDSKIPTI/ATVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1991
B 11
ROLEGT - í kjölfar Persaflóastríðsins hefur farþegum innan
Evrópubandalagsins fækkað um þriðjung og eru margar flugstöðvar
hálf tómar.
Flugrekstur
Eastern Airlines
í gjaldþrotaskiptum
New York, Reuter
Bandaríska flugfélagið Eastern Airlines hefur fengið samþykki
skiptaréttar fyrir sölu flugvéla, lendingarleyfa, brottfararhliða og
annarra eigna félagsins. Að lokinni skiptameðferð verður þetta 65
ára gamla flugfélag lagt niður.
Eignir Eastern voru boðnar út í
misstórum einingum og seldar
hæstbjóðendum. Nokkur af stærstu
flugfélögum Bandaríkjanna skiptu
á milli sín eignunum. Til dæmis
keypti Northwest Airlines áðstöðu
og lendingarleyfi Eastern á flugvell-
inum í Washington. United Airlines
átti þó upphaflega hæsta tilboðið
en dómsmálaráðuneytið tilkynnti
að komið yrði í veg fyrir kaupin á
grundvelli laga um hringamyndun.
Talið var að frekari umsvif United
Áirlines í Washington myndu draga
úr samkeppni. Continental Airlines
yfirtók hluta af skuldum Eastern í
skiptum fyrir sex Airbus A300
breiðþotur og lendingarleyfi á La-
Guardia flugvelli í New York. Þá
keypti Delta Air Lines tíu Lockheed
L-1011 breiðþotur ásamt varahlut-
um.
Danmörk
Persaflóastríðið, efnahagserfið-
leikar í Sovétríkjunum, sameining
þýsku ríkjanna og óttinn við sam-
drátt í Bandaríkjunum hafa haft
mikil áhrif á verðbréfaviðskipti en
Jörgen Pagh segir, að óvissan sé
óaðskiljanlegur hluti af íjármála-
markaðnum. Það sé líka þannig
með mikla atburði, að samtímis því
að loka einum dyrum opni þeir
Flugrekstur
Evrópubandalagið
bjargar flugfélögum
Brussel, Reuter
Framkvæmdanefnd Evrópubandalagsins hefur nú til lokaumfjöllunar
tillögur um tímabundna aðstoð við flugfélög sem orðið hafa fyrir
Ijóni af völdum Persaflóastríðsins. Tillögurnar fela öðru fremur í
sér að vikið verður frá ýmsum reglum sem eiga að tryggja sam-
keppni í flugrekstri. Að þremur mánuðum liðnum er ætlunin að
snúa aftur inn á braut frjálsræðis í samræmi við áætlun um innri
markað Evrópubandalagsins 1992.
W m
Persaflóastríðið hefur leitt til
þess að flugfarþegum í löndum
Evrópubandalagsins hefur fækkað
um tæplega þriðjung. Verði tillög-
urnar samþykktar getur Fram-
kvæmdanefndin heimilað flugfélög-
um að hafa samráð um að minnka
sætaframboð á flugleiðum þar sem
farþegum hefur fækkað. Slíkt sam-
ráð er ólöglegt samkvæmt skráðum
reglum bandalagsins. Flugfélög
munu einnig halda flugleyfum þótt
þau felli niður flug á tímabilinu.
Framkvæmdanefndin mun hraða
afgreiðslu hækkunarbeiðna flugfé-
laga. Hingað til hefur Fram-
kvæmdanefndin haft tvo mánuði til
að fjalla um hækkunarbeiðnir. Á
sama tíma verður lagt að ríkis-
stjórnum að fresta innheimtu helm-
ings loftferðagjalda um allt að tvö
ár. Einnig verður ríkisstjórnum
leyft að aðstoða flugfélög við að
mæta stórauknum tryggingar-
kostnaði. Ríkisstyrkur má þó ekki
vera meiri en nemur kostnaðarauka
vegna Persaflóastríðsins. Fram-
kvæmdanefndin leggur til að virðis-
aukaskattur af flugrekstri verði
ekki hærri en 9% á tímabilinu.
syningar
eru okkar fag
Eigum gistingu ó IGEDO
fatasýninguna i
Dusseldorf 10.-13.
mars n.k. en hún er ein
stærsta sýning sinnar
tegundar i heiminum.
HlflHIISlÐflH
mm
-VIÐSKIPTAÞJONUSTA
Austurstræti 17
Símar 622011 & 622200
Rétti tíminn til
hlutabréfakaupa
BOTNINUM er náð og nú er rétti tíminn til að festa fé í hlutabréf-
um. Er þetta boðskapurinn í bréfi, sem Jörgen Pagh, frammámaður
í danska fjárfestingarfyrirtækinu Rolemu, hefur sent viðskiptavinum
sínum og hann fullyrðir, að oft sé best að fjárfesta þegar útlitið er
sem dekkst.
gjarna aðrar. Segir Pagh, að hluta-
bréfaverð sé nú svo lágt, að fjárfest-
endur með framtíðarhagsmuni í
huga geti gert mjög góð kaup.
Rolemu annast jafnt erlend sem
innlend verðbréfaviðskipti og er það
danskra fjármálafyrirtækja, sem
bestum árangri skilaði á árunum
1985-90.
Tilkynning um útgáfu markaösveröbréfa:
HÚSBRÉF
1. flokkur 1991
Kr. 5.000.000.000,-
— Krónur fimmmilljarðar 00/100.
Útgefandi: Byggingasjóður ríkisins, húsbréfadeild
Útgáfudagur: 15. janúar 1991
Vextir: 6%
Lokagjalddagi: 15. janúar 2016
Einingar bréfa: 10.000,100.000,1.000.000
Umsjón með útgáfu: Landsbréf hf.
- v-
.. ,
IH
m
<
tn
O
LANDSBRÉP H.li
Landsbankinn stendur með okkur
Suöurlandsbraut 24,108 Reykjavik, sími 91-679200
Löggill veröbréfafyrirtæki. Aðili að Veröbréfaþingi Islands.
Skrifstofustóllinn
sem flestir
íslendingar kjósa
að sitja á.
é R
íróstóllinn styður við
bakið og eykur vellíðan og af-
köst með því að halda líkaman-
um í réttum vinnustellingum.
Velja má um 15 gerðir. Áklæði,
sem kaupandi velur sérstak-
lega, er mjög vandað og fæst í
fjölbreyttu litaúrvali.
Iðni.rknisiolmm hHur
prniað Biro skrilMolustóla Irá
Birii-Steinari h.l. Biró skril-
stoluMólar standast i óllum
tilvikum hámarkskrólur htis-
Ifagna- og innrétlingaprólana.
Idntœknistotnun Isiands
b í r ó
s t e i n a r
SMIOJUuJBi E • 200 KÓPAVOGI • 8ÍMI 4S600