Morgunblaðið - 21.02.1991, Side 12

Morgunblaðið - 21.02.1991, Side 12
12 B ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 KÖHL GKS hf„ Hesthálsi 2-4 110 Reykjavík. Simi 91-672110 1200 BW10 m/örmum Kr. 31.000,- VANDAÐIR STÓLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI GAMLA KOMPANÍIÐ KRISTJÁN SIGGEIRSSON SKRIFBORÐSSTÓLAR í MIKLU ÚRVALI (konos MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 Sjónarhorn „Gáð til veðurs“ íheimi fjármála á Wall Street eftir Þorstein Guðbrandsson I heimi milljarðaviðskipta með verðbréf og hlutabréf er vissara að vita hvað maður er að gera, eða svo skyldi maður halda. Ef hr. Meðaljón skyldi nú ætla spreyta sig á fjárfestingum í verðbréfum, hvað þá? Skyldi það vera að hann ætti sama möguleika til að hagnast á því og þeir sem hafa þetta að at- vinnu? Þetta virðist allt vera afskap- lega óaðgengilegt og torskilið við fyrstu sýn. Urvalið af hlutabréfum, skuldabréfum, kaupréttarsamning- um og hvað þetta kallast nú allt, er næstum endalaust. Svo er auðvit- að til fólk, sem að leiðbeinir þeim sem ekki treysta á eigin hæfni í svona fjárfestingum. Fyrir venjulegt fólk, sem kaupir verðbréf í þeim tilgangi að diýgja vinnutekjur sínar, þá er tilhugsunin um þá áhættu, sem felst í verð- bréfaviðskiptum oft nóg til að beina spamaði þess í annan farveg. Þeir sem eru hins vegar nógu áræðnir til að taka þessa áhættu, fá yfir- leitt ráðleggingar eða leita sér upp- lýsinga úr ýmsum áttum. Það eina sem er hér um bil alveg öruggt er að ráðin verða æði ólík og mis- vísandi. Hér á eftir er talað um sumt af því sem menn rekast á þegar leitað er upplýsinga um væn- legar fjárfestingar í verðbréfum. Það er alltaf hægt að græða Við fyrstu sýn þá mætti ætla að þegar verðið hækkar á markaðnum, þá græði maður en þegar það Iækk- ar þá tapi maður. Þetta er auðvitað rétt ef þú átt verðbréf. Það eru hins vegar fleiri leiðir til að hagn- ast á verðsveifium, en bara að eiga verðbréf. Það sem mestu máli skipt- ir er að spá rétt um hreyfingu markaðarins. Það er nefnilega hægt að græða jafnt þegar verð hækkar eða lækkar. Galdurinn er bara sá að sjá það fyrir. Til að hagnast á hækkandi verði er einfaldlega keypt og selt síðan þegar hærra verð fæst fyrir. Til að hagnast á lækk- andi verði, selja menn „stutt“ (e. short), sem kallað er, en þá taka menn bréf að láni og selja þau, í þeirri von að kaupa þau aftur þegar verðið hefur lækkað og skila í hend- ur eiganda. Kosturinn við að selja „stutt“ er sá að yfirleitt tekur verð- lækkun mun styttri tíma en verð- hækkun og þess vegna hægt að efnast vel á stuttum tíma. Gallinn er hins vegar sá að áhættan er mun meiri. Græðgisvísitalan Til að henda reiður á öllu því upplýsingamagni og talnabunum, sem fjárfestum gefst færi á að rannsaka, notast menn oft við ýmsa mælikvarða til að auðvelda sér ákvarðanir. Á Wall Street eru menn iðnir við að reikna allskonar vísitöl- ur og hlutföll, sem gefa til kynna ástand og horfur á markaðnum. Sú allra þekktasta er Dow Jones Ind- ustrial Average, sem er meðalverð hlutabréfa í 30 bandarískum iðnað- arfýrirtækjum, sem verslað er með í kauphöllinni í New York. Þessi vísitala er reiknuð út af The Wall Street Journal, sem þeir félagar Dow og Jones stofnuðu fyrir um 100 árum. Með því að fylgjast með Dow Jones-verðbréfavísitölunni má nokkurn veginn sjá hvemig almenn verðþróun er á hlutabréfum. En vísitölurnar eru margar og gefa mismunandi vísbendingar. Onnur og öllu óþekktari vísitala er græðgisvísitalan. Henni er ætlað að mæla hversu fégræðgi fjárfesta er mikil og hversu áræðnir þeir eru í viðskiptum. Ef vísitalan er há þá þýðir það að þeir eru mjög æstir í glæfralegar fjárfestingar og það þykir ömggt hættumerki og að búast megi við verðlækkun á mark- aðnum. Eins þegar hún er lág, þá er talið ráðlegt að kaupa. Græðgis- vísitalan var t.d. mjög há rétt fyrir verðhrunið í október 1987. Hún var aftur á móti mjög lág í byijun níunda áratugarins, rétt áður en sú verðhækkunaralda hófst, sem gat af sér fleiri „uppa“ en áður höfðu þekkst. Þumalputtareglur í verðbréfaviðskiptum Það er algengt að menn noti sér upplýsingar, eins og græðgisvísi- töluna, og byggi á þeim ýmsarþum- alputtareglur til að nota í viðskipt- um. Græðgisvísitalan er dæmi um það þegar menn synda á móti straumnum. Fjöldinn allur af slíkum reglum eða hollráðum er til og mjög misjafnt hvaða trú menn hafa á slíkum spádómum. Einn hópur þessara ráðlegginga er grundvall- aður á þeirri trú að ekki sé gott að apa sínar fjárfestingar eftir því sem almennt er talið best. Slíkar reglur eru byggðar á þeirri forsendu að fjöldinn hafi oftast nær rétt fyr- ir sér, en sjái samt ekki fyrir meiri- háttar breytingar á verðþróun. Þess vegna sé best að gera ekki eins og allir hinir, heldur fara þveröfugt að. Þetta á sérstaklega við ef mat fjár- festa á útlitinu er almennt og sam- dóma, sem reyndar gerist ákaflega sjaldan. Þetta miður góða álit á visku þeirra sem versla á verðbréfa- markaðnum, á jafnt við um kaup- hegðun minni spámanna og þeirra, sem vinna við það að ráðleggja öðrum til um fjárfestingar. Aðrir segja að best sé að byggja á hæfni þeirra sem þykja klókir í verðbréfaverslun (e. smart money rules). Það er t.d. almennt álit að þeir sem fjárfesti á skuldabréfa- markaði, séu mun spámannlegar vaxnir en þeir sem eingöngu fjár- festa á hlutabréfamarkaðnum. Þeir séu því fyrri til að átta sig á breytt- um horfum í heimi peningamála. Með því að bera saman ávöxtun- arkröfur fyrir mismunandi áhættu- flokka á skuldabréfum, þá megi lesa úr því hvað skuldabréfafjár- festar álíta um útlitið. Þannig sé hægt að segja fyrir um hvað gerist á hlutabréfamarkaði þar sem hann er seinni að taka við sér. Pílukastið sigrar spekingana Síðan eru þeir sem starfa í ýms- um fyrirtækjum sem tengjast verð- bréfaverslun einnig duglegir við að viðra sínar skoðanir á því hvað þeir telja góðar íjárfestingar. Það má sjá meðmæli þeirra í blöðum eins og The Wall Street Journalog Barr- ons, eða í hinum mörgu sjónvarps- þáttum sem helga sig viðskiptalíf- inu. Þessir spekingar hafa oft góð ráð á takteinum, en til gamans má geta þess að The Wall Street Journ- a 1 hefur að jafnaði keppni þar sem nokkrir slíkir sérfræðingar reyna með sér við val á fjárfestingum. Hver þeirra velur hlutabréf í einu eða fleiri fyrirtækjum, og síðan sigrar sá er hagnast mest (eða tap- ar minnst), á ákveðnu tímabili. Til samanburðar velur blaðið síðan hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum af handahófí, með því að kasta pílum á fyrirtækjalista. Til marks um hæfni spekinganna þá er það ekki óalgengt að pílukastið gefi betri árangur. Gott að fylgjast með fótboltanum Að síðustu þá langar mig að segja frá þeirri aðferð við að spá markaðsframvindu, sem líklega er sú óvenjulegasta af þeim öllum. Það hefur verið sagt að segja megi til um verðhreyfingu hlutabréfamark- aða í Bandaríkjunum, með því að fylgjast með úrslitaleik amerísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta (Sup- erbowl). Deildinni er skipt í tvo riðla sem eru nefndir AFC og NFC (fyr- ir American Football Conference og National Football Conference). Sigurliðin í hvorum riðli leika síðan saman um ameríska titilinn. Sé sig- urliðið úr AFC þá merkir það að verðlækkun sé framundan á hluta- bréfum en sigri liðið úr NFC þá er von á verðhækkun. Þetta á að sjálf- sögðu ekkert skylt hvort við annað og ef einhver trúir þessu þá myndi það vera kallað hjátrú. Hinu er ekki að neita að þessi „spádómur“ hefur gengið það oft eftir að töl- fræðilegar líkur á að um tilviljun sé að ræða eru mjög litlar. Höfundur er rekstrorhagfræðing- ur meðBSí tölvunarfræði og MBA og MS í stjórnun. Fræðsla Námskeið um vöruþróun í KJÖLFAR ráðstefnu Hagræðingafélags íslands um vöruþróun, sem haldin var 30. janúar hefur Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofn- unar íslands hannað námskeið um vöruþróun, sem Stjórnunarfélag Islands heldur í húskynnum sínum 25. og 26. febrúar nk. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur meðvitaða um eðli og hlutverk vöruþróunar og kenna þeim að skipuleggja og fram- kvæma vöruþróunarverkefni í fyrir- tækjunum sínumeða stofnunum. Námskeiðið er fyrir forstjóra, fostöðumenn, framkvæmdastjóra og aðra þá sem bera ábyrgð á þró- un vöru og þjónustu. Leiðbeinendur eru Páll Kr. Pálsson, Karl Friðriks- son verkefnisstjóri og Gunnar Orn Harðarson tæknifræðingur. IÐNLÁNASJÓÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 • • | i .pniarQBií?! r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.