Morgunblaðið - 21.02.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.02.1991, Qupperneq 16
Víterkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! VIÐSKIPn AIVINNUIIF FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 VICT9R .. .mest selda tölvan í dag EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 Utanríkisverslun Fólk Tækifærissinnar geta ekki byggt upp útflutning — segir Björn Guðmundsson viðskiptafulltrúi sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og kannar möguleika á auknum útflutningi SÉRSTAKIR viðskiptafulltrúar Islands hafa aðsetur í tveimur löndum, Danmörku og Banda- ríkjunum. Hlutverk þeirra er að ýta undir og kanna möguleika á auknum útflutningi hvers kyns framleiðslu frá Islandi og er starf- semi þeirra á vegum samtaka iðn- aðarins. Annar viðskiptafulltrú- anna er Björn Guðmundsson og hefur hann aðsetur í Kaupmanna- höfn. Auk þess að leita hófanna í Danmörku hefur hann einnig þreifað fyrir sér í Færeyjum og Svíþjóð. — I þau nærri fjögur ár sem ég hefi gegnt þessu starfi hef ég oft rekið mig á að það eru sorglega margir sem segja að ekki sé hægt að treysta íslendingum í viðskiptum. Menn hafa kannski stofnað til við- skipta af því að þeir vilja til dæmis fá gæðafisk frá Islandi en eftir fáa mánuði er allt í einu ekki lengur hægt að sinna viðskiptunum. Menn verða að hafa úthald og ákveðna stefnu. Tækifærissinnar geta ekki byggt upp útflutning. Björn segir að þetta eigi sér að sumu leyti eðlilegar skýringar en að öðru leyti sé þetta spurning um að marka sér stefnu, framléiðslustefnu og að hugsa lengra fram í tímann en fáa mánuði. — Stundum er skýringin á snögg- um endi viðskipta við Island sú að fyrirtækið hefur orðið gjaldþrota. Sum íslensku útflutningsfyrirtækin standa á brauðfótum fjárhagslega. Þau eru lítil og oft eru menn að etja kappi hver við annan í stað þess að snúa bökum saman og heíja sameiginlega markaðssókn. íslensk- ur fiskur á í nægri samkeppni við fisk frá Noregi og Kanada. SÍF segir Björn dæmi um samtök margra framleiðenda sem sameinast •í einn farveg og stunda vöruþróun og markaðsleit. — Ég held að það verði að vera takmarkað frelsi í fiskútflutningi okkar. Stóru samtök- in standa sig vel og ná bestum ár- angri þegar til lengdar lætur þrátt fyrir að einstakir framleiðendur nái stundum hærra verði. Hins vegar er þetta ekki bara spurning um verð á hveijum tíma heldur hvort við ís- lendingar ætlum að lifa sem sjálf- stæð þjóð og viðhald atvinnu og byggð um mest allt landið eða hvort við ætlum að selja okkur eins og hverja aðra námuþjóð og selja aðeins hráefni. Við hljótum að þurfa að leggja aðaláherslu á að vinna hráefni okkar sem mest sjálf. Minnkandi afli kallar á meiri virðisauka heima fyrir og að því verður að stefna. Björn nefnir dæmi um að stór matvælafyrirtæki á Norðurlöndum hafi sýnt áhuga á að fá keypt mat- væli frá íslandi, fulltrúar þeirra hafi skoðað aðstæður á íslandi, sýnishorn hafi verið send út og menn verið ánægðir með þau. Oftar en ekki hafi erlendu fyrirtækin síðan hætt við þar sem þau treystu því ekki að staðið yrði við loforð um magn og afgreiðslutíma. — Ætli það þurfi ekki einhvers konar ungmennafélagsvakningu til að breyta þessum viðhorfum okkar. Stjórnendur fyrirtækjanna sem stunda vilja útflutning þurfa að auka samvinnu sína og stjórnvöld verða að skapa þeim ýmis betri skilyrði en nú eru til að menn geti öruggir skipulagt starfshætti sína lengra fram í tímann. Þá held ég að hægt verði að tefla fram íslenskum út- flutningsafurðum og ná sterki stöðu í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir í öllum greinum á heimsmarkaði. Þá fær slagorðið — íslenskt, veit á gott — sanna merkingu, segir Björn Guðmundsson að lokum. jt Framkyæmdastjóri Ágætis B MATTHÍAS H. Guðmundsson hefur tekið við stöðu framkvæmda- stjóra Ágætis hf. Matthías fæddist 6. maí 1958. Hann lauk viðskipta- fræðipróf frá Há- skóla Islands árið 1983 og varð starfsmaður í hag- deild Reykjavík- urhafnar. Árið 1984 hóf hann störf í Hagdeild Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Árið 1985 tók hann við stöðu skrifstofustjóra Búnaðardeildar SÍS og árið 1989 varð hann for- stöðumaður Endurskoðunardeild- ar. Auk þess var Matthias formað- ur Tölvustýrinefndar Sambands íslenskra samvinnufélaga um skeið. Einnig sinnti hann félagsmál- um töluvert innan Sambandsins. Matthías er kvæntur Grétu Kjart- ansdóttur bankastarfsmanni og eiga þau tvö börn. Matthías Marka ðss tjóri hjá Útflutningsráði ■ VILHJALM- UR Guðmunds- son var ráðinn markaðsstjóri matvæla hjá Út- flutningsráði ís- lands um áramót- in sl. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslans 1977 Villijálmur og útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá HÍ vorið 1985. Hann hef- ur einnig lokið mastersprófi í alþjóð- legum viðskiptum frá háskólanum í Lundi. Vilhjálmur starfaði hjá Karnabæ hf. til ársins 1985. Árið 1987 var hann ráðinn til Fjárfest- ingafélagsins, þar sem hann hafði umsjón með hlutabréfamarkaðnum og var jafnframt framkvæmdastjóri Vogalax hf. Áður en hann hóf störf hjá Útflutningsráði var hann framkvæmdastjóri Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva. Sambýliskona Vilhjálms er Margrét Baldursdóttir og eiga þau 2 börn. Breytingar hjá íslandshanka MBIRNA Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri íslandsbanka á Eiðistorgi, Selt- jarnarnesi. Birna er 29 ára gömul og lauk prófi frá viðskiptadeild Há- skóla Islands vo- rið 1985. Að námi loknu tók hún við starfi fram- kvæmdastjóra ís- lenskra getrauna en réðist til Iðnað- Birna arbankans í september 1987 sem forstöðumaður markaðssviðs. í nóv- ember 1989 tók Birna við starfi deildarstjóra markaðsdeildar Stöðvar 2 þar sem hún hefur starf- að síðan. MKRISTÍN Guð- mundsdóttir hef- ur verið ráðin for- stöðumaður reikn- ingshalds og áætl- anadeildar ís- landsbanka. Hún er viðskiptafræð- ingur að mennt og lauk prófi frá Há- skóla íslands árið 1980. Kristín hóf störf hjá Iðnaðar- bankanum árið 1979 og gegndi m.a. stöðu fulltrúa útibússtjóra í útibúinu við Háaleitisbraut. Á ár- unum 1980-1985 starfaði hún sem innri endurskoðandi Iðnaðarbank- ans en tók að því loknu við stöðu forstöðumanns fjármálasviðs bank- ans. Frá stofnun Islandsbanka hefur Kristín gegnt stöðu forstöðu- manns reikningshalds bankans en nýverið var sú deild sameinuð áætl- anadeild. Kristín er gift Ólafi Jóns- syni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og eiga þau tvö börn. Kristín Sjálfstæðari Seðlabanka VALUR Valsson, bankastjóri og formaður Sambands íslenskra við- skiptabanka, vék að því á .upplýs- ingafundi með fjölmiðlafólki á dög- unum að bankamenn væru ugg- andi yfir fréttum af því að í athug- un sé að færa Seðlabankann til í stjórnkerfinu og þá úr viðskipta- ráðuneyti í forsætisráðuneyti. Val- ur var hér að vísa til starfa svokall- aðrar stjórnarráðsnefndar Alþingis sem er milliþinganefnd og var falið það verkefni að gera tillögur um breytingu á Stjórnarráði íslands með það fyrir augum að gera starf- semi þess markvissari, m.a. með fækkun ráðuneyta og stofnana þess og tilfærslu verkefna. Nefndin hefur nú skilað áliti sem er til meðferðar hjá þingflokkunum og ríkisstjórn. Og mikið rétt hjá Vali Valssyni — ein af tillögum nefndarinnar hnígur í þá átt að Seðlabankinn verði fluttur af vald- sviði viðskiptaráðuneytis til for- sætisráðuneytisins. Þetta eru ugg- vænleg tíðindi en það má hins vegar vera bankamönnum nokkur huggun að harla lítil eining er um þessa tillögu meðal stjórnarliða í stjórnarráðsnefnd. Hún virðist fyrst og fremst eiga upp á pall- borðið hjá framsóknarmönnum. Alþýðuflokksmenn hafa hins vegar mikinn fyrirvara á þessu at- riði í áliti stjórnarráðsnefndar og telja Seðlabankann best kominn þar sem hann er nú, þ.e. hjá við- skiptaráðuneytinu. Það er einnig athyglisvert að á sama tíma og álit stjórnarskrárnefndar er til at- hugunar hjá ríkisstjórn og þing- flokkum er að hefjast í viðskipta- ráðuneyti endurskoðun á lögum Seðlabankans í samræmi við sam- þykkt ríkisstjórnar sem gerð var er gengið var frá skipun Birgis Isleifs Gunnarssonar í stöðu seðla- bankastjóra. Alþýðubandalagsmenn halda svo fram þriðja sjónarmiðinu — því að eðlilegasf s.é að Seðlaþ^nkinn, heyri undir fjármálaráðuneytið. Rökin sem væntanlega eru not- uð fyrir því að fella Seðlabankann undir forsætisráðuneytið eru áreiðanlega þau, að hér á landi hafi mál skipast þannig að forsæt- isráðuneytið hefur þróast út í ein- hvers konar efnahagsmálaráðu- neyti þótt það eigi eðli málsins samkvæmt ekki að teljast fagráðu- neyti. Þetta er þó á engan hátt eðlilegt ef betur er að gáð. Reynsl- an annars staðar af Vesturlöndum sýnir ótvírætt að traustustu efna- hagsstjórnina er að finna þar sem seðlabankarnir eru sjálfstæðastir og meira og minna einráðir um stjórn peningamála meðan ríkis- stjórnum og þá fyrst og fremstfjár- málaráðuneytum viðkomandi landa er ætlað að hafa skikk á ríkis- fjármálunum. Það má engu að síður færa fyrir því viss rök líkt og alþýðubandalagsmenn gera að eðlilegt geti verið að fella Seðla- bankann uncjir fjárrriálaráðupeyþ^,, enda þekkist slíkt allvíða og helg- ast af því að náin samráð þurfa að vera milli stjórnar á ríkisfjármál- um og peningamálum. Það er þó áreiðanlega heilla- vænlegast að Seðlabankinn haldi áfram að heyra undir það fagráðu- neytið sem fer með málefni pen- ingamarkaðarins og fjármálastofn- ana að öðru leyti. í þeirri endur- skoðun sem er að hefjast innan viðskiptaráðuneytisins á seðla- bankalögunum ættu menn því að stíga skrefið til fulls, veita Seðla- bankanum sjálfstæði og verkefni á borð við það sem gerist t.d. hjá seðlabönkunum í Þýskalandi og Bandaríkjunum. í þessum löndum og reyndar víðast hvar annars staðar í hinum þróaðri hagkerfum eru það seðlabankarnir en ekki við- skiptabankarnir sem gefa tóninn varðandi almennar vaxtaákvarðan- ir með forvöxtum sínum og fjár- magnsmarkaðurinn fylgir í kjölfar- ið. p.ejttá ,eru þjnp.yeg^r; e,kki ,beifiM fyrirmæli eða tilskipun miðstýrðs stjórnvalds heldur ábending fag- legrar stofnunar sem fjármagns- markaðurinn virðir og tekur mark á með þessum hætti. Á þennan hátt verða vextir að áhrifaríku hag- stjórnartæki sem seðlabankarnir beita gegn verðbólgu — fari hún vaxandi hækka þeir vextina en lækka þá að sama skapi ef sam- dráttur er í efnahagslífinu með það fyrir augum að auka fjárfestinguna. Á þetta hlutverk seðlabanka hefur skort hér á landi og nú er lag að breyta því með þeirri endur- skoðun sem er að hefjast í við- skiptaráðuneytinu á seðlabanka- lögunum. Og undir öllum kringum- stæðum verður Alþingi að koma í veg fyrir að Seðlabankinn verði gerður að hreinni málpípu og handbendi ríkisvaldsins eins og greinilega er ætlunin með þeim áformum að færa Seðlabankann undir forsætisráðuneytið. - H j i t : I 1 - I ( I • ‘, f : -BVS' ’ • 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.