Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 3

Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 3
'MÖfeétJNéL^ÐÍÐ! Ftíá’f ÍÍDÁGÖM5 áJ M'1r2Í; 1 9& % % Nokkrar staðreyndir um Stígamót Á því eina ári sem liðið erfrá því Stígamót tóku til starfa, 8. mars 1990, hafa verið tekin þar 503 viðtöl vegna sifjaspella og annars kynferðisofbeldis. Þaraf eru 315 viðtöl, eitt eða fleiri, við þolendurkynferðisofbeldis, sem flestir voru konur, samtals 250 einstaklingar. Tengdust mál þeirra ýmist nýafstöðnu kynferð- isofbeldi eða frá fyrri tíð og í sum- um tilvikum var um hvort tveggja að ræða. Yngsti þolandinn sem rætt var við var 3 ára gömui stúlka, eisti þolandinn 81 árs gömul kona. Þá voru mörg viðtal- anna við aðila sem starfa á einn eða annan máta að málefnum barna. Búseta þeirra þolenda sem leit- uðu til Stígamóta skiptist þannig að 60% þeirra bjuggu á höfuð- borgarsvæðinu, en 40% á lands- byggðinni og var dreifing þeirra nokkuð jöfn eftir landshlutum. Þessi fjöldi er athyglisverður, ekki síst með tilliti til þess að erfitt getur verið að ræða um kynferðis- ofbeldi í síma, en mörg viðtalanna við þolendur á landsbyggðinni fóru fram símleiðis. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta á þessu heila ári, voru ofbeldismenn karlmenn í nær öll- um tilvikum. Sá yngsti 9 ára gam- all og sá elsti 90 ára gamall. Af málunum 503 var ofbeldismaður- inn í 117 tilvikum faðir þolanda, í 68 tilvikum stjúpfaðir, í 127 tilvik- um ættingi, í 89 tilvikum vinur eða kunningi, í 8 tilvikum maki þol- anda, í 62 tilvikum ókunnugur og í 104tilvikum heyrði ofbeldismað- urinn undir annað en pfangreint. í þeim hópi er m.a. að finna kenn- ara þolanda, nágranna, sérfræð- inga og aðra aðila sem þolendur telja ekki með öllu ókunnuga. í mörgum viðtölum var ekki greint frá hjúskaparstöðu ofbeid- ismannsins, en af þeim viðtölum þar sem slíkt kom fram var meiri hluti ofbeldismanna kvæntur. Þá kom einnig í Ijós að ekki var hægt að merkja meiri tíðni kyn- ferðisofbelda hjá einni stétt um- fram aðra, hvorki hvað varðar stétt og stöðu ofbeldismanna né heidur þolenda. Á árinu var unnið í 18 sjálfs- hjálparhópum, þar af voru 12 hóp- ar fyrir þolendur sifjaspella og 4 fyrir þolendur nauðgunar. Sér- stakur sjálfshjálparhópur var starfrækturfyrir unglingsstúlkur og sérstakur hópur fyrir mæður og maka þolenda. í sjálfshjálþar- hópunum koma konursaman til þess að deiia með hver annarri sárri reynslu og sækja styrk til að takast á við vandamál sem rekja má til sifjaspellanna eða nauðg- unarinnar. Rætt er um afleiðingar ofbeldisins á líf kvennanna, tján- ingu, sjálfsmat, þunglyndi, sam- skipti við karlmenn ofl. 4-5 konur eru í hverjum hóp og 2 leiðbein- endur og hittist hver hópur 15 sinnum á þriggja mánaða tíma- bili. Allar konur eiga einnig rétt á einstaklingsviðtölum, á undan eða eftir. Þá eru einnig haldnir vikulega svokallaðir 12-spora fundir fyrir þolendur sifjaspella. Einnig eru haldin sjálfsvarnarná- mskeið, veitt ráðgjöf og þolendum sem þess óska veittur stuðningur og aðstoð við skýrslutöku hjá RLR, læknisskoðun og það ferli sem þeir vilja fara í með sín mál. Fullur trúnaður ríkir gagnvart öll- um sem leita til Stígamóta, þjón- ustan er endurgjaldslaus og ekki þarf að gefa upp nafn. Símanúm- er Stígamóta er 91 -626868 og 91-626878. VE brjóta reglur foreldra sinna, t.d. útivistarreglur eða það að þær megi ekki smakka áfengi og ekki verður það til að hjálpa þeim. Við- brögð foreldranna mótast stund- um því miður meira af reglunum sem voru brotnar, en glæpnum sem var framinn. En það skiptir óskaplega miklu máli að allir þolendur geti sagt frá nauðguninni, geti rætt um það sem gerðist við vinkonu, móður, vin, systur og hvern sem er. Því ef þolandinn hefur einhvern sem hægt er að ræða málið við er lík- legra að málið komist áfram, þol- andinn hljóti aðstoð og jafnvel kjark til að kæra nauðgunina. En það er sammerkt með öllum þol- endum í nauðgunarmálum að þau eru hrædd við að sökinni verði komið yfir á sig með spurningunni — hvað gerðir þú? Enda eru það því miður algeng viðbrögðin frá umhverfinu." — Viðbrögð sem verða tii þess að margir nauðgarar eru aldrei kærðir, ekki satt? „Jú, það er erfitt að segja við konu sem hefur verið nauðgað, nú skalt þú kæra. Því það er litið á þolendur nauðgunar allt öðrum augum en fórnarlömb annarra glæpa. Það spyr enginn mann sem brotist hefur verið inn hjá: Af hverju varst þú ekki heima hjá þér, af hverju geymir þú fjármæta hluti heima hjá þér, af hverju átt þú fallegt heimili, af hverju ertu með glugga á húsinu þínu ... En kona sem hefur orðið fyrir nauðg- un þarf að svara sambærilegum spurningum. Hún þarf að gera grein fyrir ferðum sínum, klæðn- aði, hvort hún var búin að drekka, hvort hún ræddi við manninn, hvort hún gerði þetta og gerði hitt, jafnvel hvernig hennar persónu- lega lífi og þar með kynlífi er hátt- að. Hún þarf að gera grein fyrir sínu háttalagi og sinni hegðan, langt út fyrir það sem hún þyrfti að gera hefði hún verið beitt annars konar ofbeldi. Það er kannski ekkert óeðlilegt að margar konur hugsi sem svo, ég á fullt í fangi með að komast í gegnum afleiðingar nauðgunarinnar, ég hreinlega treysti mér ekki til að kæra.“ Nauðgunartilraunir — Hvað um nauðgunartilraunir „Við skilgreinum nauðgunartil- raun rétt eins og nauðgun, það felst engin munur á ofbeldinu hvort sem samfarir koma til eða ekki. Við nauðgunartilraun, eins og nauðgun er konan búin að finna fyrir algeru valdsleysi og það er ekki á hennar valdi að stjórna því hvort til samfara kemur á endanum eða hvort nauðguninni er afstýrt með einhverju móti. Þetta er nokk- uð sem ástæða er til að leggja áherslu á og aðstoðin hér er ekki síst fyrir konur sem verða fyrir nauðgunartilraun en konur sem er nauðgað. Afieiðingarnar geta verið þær sömu,“ segir Björk. Þess má geta að í frumvarpi til laga um breytingar á hegningarlögunum segir m.a í athugasemdum um frumvarpið: „Ákvæði 190 gr. og 194.—201. gr. eru nú á því byggð, að sam- ræði eigi sér stað. Ekki er ætlast til í frumvarpi þessu, að fullframið samræði sé virt með sama hætti og tíðkast hefur í réttarfram- kvæmd, þ.e. þegar getnaðarlimur karlmanns er kominn inn í fæðing- arveg konu og samræðishreyfing- ar hafnar. Nægilegt er, að getnað- arlimur karlm’anns sé kominn inn í fæðingarveg konu að nokkru leyti eða öllu. Sáðlát þarf ekki að hafa átt sér stað, og meyjarhaft þarf ekki að rofna, ef því er að skipta." Afleiðingar nauðgunar — Talandi um afleiðingar, hverj- ar eru algengar afleiðingar nauðg- ana, til að mynda hjá konum sem leita til Stígamóta löngu eftir að þeim var nauðgað? „Hingað koma til dæmis konur," segir Björk, „sem eru hræddar við að fara út og hræddar við að hitta karlmenn. Sjálfsímynd þessara kvenna er oft stórlega skert og brengluð vegna þess að þeim.var nauðgað og því miður eru margar búnar að líða hreint helvíti, hafa flosnað upp úr öllu sem viðkemur hjónabandi, sambandi við kærasta og tengslum við fjölskyldu sína. Nauðgun er ekki atburður sem hægt er að gleyma." Staðreyndir um viðbrögð kvenna vegna nauðgana er m.a. að finna í skýrslu nauðgunarmála- nefndarsem Dómsmálaráðuneytið gaf út 1989, þar sem einn nefndar- manna, Guðrún Agnarsdóttir læknir, lýsir m.a. niðurstöðum þekktra erlendra rannsókna á við- brögðum fórnarlamba. Viðbrögðunum er skipt í tvö stig og einkennist fyrra stigið af skipu- lagsleysi eða ringulreið. Á fyrstu klukkustundunum eftir nauðgun geta konur fundið til afar marg- breytilegra tilfinninga og áfallið getur verið svo mikið að konan verði fyrir losti. Tvenns konar við- brögð koma fyrst og fremst fram, ýmist sýna konur tilfinningar eins og ótta, reiði, kvíða með gráti, spennu ofl. og hins vegar öguð viðbrögð eins og tilfinningar þeirra séu bældar undir yfirveguðu yfir- bragði. Á fyrstu vikunum kunna ýmis líkamleg einkenni að koma í Ijós s.s. vegna líkamlegra áverka og þeirra aðferða sem beitt var við nauðgunina. Vöðvaspenna í formi höfuðverkja og þreytu er annað þekkt einkenni, sem og svefntruflanir af ýmsum toga. Meltingartruflanir og ógleði sem og margvísleg einkenni frá kynfær- um og þvagfærum þekkjast einnig. Tilfinningaviðbrögðin á fyrra stiginu mótast af fjölmörgum til- finningum í kjölfar nauðgunar, s.s. ótta, niðurlægingu, reiði, hefndar- löngun og sjálfsásökun. Ótti við líkamlegt ofbeldi og dauða er yfir- gnæfandi. Siðari stigið einkennist af endur- skiþulagningu lífsins. Allar konur sem rannsóknirnar náðu til urðu fyrir röskun á lífsmynstri sínu eftir nauðgunina og hæfni þeirra til að takast á við einkennin mótaðist mjög af persónustyrk, félagslegum stuðningi nánustu aðstandenda og því hvernig fólk umgekkst þær sem brotaþola. Til lengri tíma litið lýsa áhrif nauðgunar sér oft í öryggisleysi, jafnvel þannig að konur vilja skipta um heimilisfang og símanúmer eða komast í burtu. Martraðir og sjúkleg hræðsla hrjá margar og tengjast oft aðstæðum þegar verknaðurinn var framinn. Þá lenda margar konur í erfiðleikum og kreppu með kynlíf sitt eftir nauðgun, sérstaklega þær sem ekki hafa kynlífsreynslu áður. Mak- ar kvennanna fá oft einnig kreppu- einkenni og eiga í vandræðum með að aðlaga sig þeirri staðreynd að maka þeirra hefur verið nauðgað. Stuðningur við maka og mæður Reyndar þarf ekki að leita í er- lendar rannsóknir eftir vitneskju um viðbrögð, þær konur sem hafa leitað sér aðstoðar í Stígamótum þekkja flestar mörg einkennanna, ef ekki öll. Sem og aðstandendur þeirra, en að sögn viðmælenda okkar er stuðningur við maka fórn- arlamba mjög mikilvægur og oft leita konur til Stígamóta vegna nauðgunar fyrir tilstilli eiginmanns eða unnusta, eða þá að makarnir eru fyrri til að leita eftir aðstoð og stuðningi. Það sama er að segja um eiginmenn kvenna sem hafa orðið fyrir sifjaspelli og aðstand- endur barna sem beitt eru kynferð- isofbeldi. „Það er mjög mikilvægt að fórn- arlamb kynferðisofbeldis í hvaða mynd sem er hljóti stuðning sinna nánustu. og að þeim aðilum sé hjálpað til að veita þann stuðn- ing,“ segir Björk. Stuðningurinn á Stígamótum felst ekki einvörðungu í viðtölum og ráðgjöf, heldur er mikil áhersla lögð á að hjálpa þolendum til sjálfshjálpar með svonefndum sjálfhjálparhópum, auk þess sem sambærilegir hópar eru starfrækt- ir fyrir eiginmenn, mæður og aðra aðstandendur. Ábyrgðin er ofbeldismannsins „Það hefur mikið gerst á þessu eina ári og meira en margar okkar þorðu að vona,“ segir Asgerður, en bætir við að víða sé langt í land. „En augu fólks opnast sífellt betur fyrir þeim staðreyndum að mörg börn verða fyrir kynferðisofbeldi og mörgum konum er nauðgað. Og því að ábyrgðin getur aldrei orðið neins nema þess sem beitir ofbeldinu. Því ofbeldi er þetta fyrst og fremst og hefur minna með kynlíf að gera en hvötina að niður- lægja og upphefja sjálfan sig á kostnað þess sem minna má sín. Við eigum vonandi eftir að sjá aukinn skilning á þessari stað- reynd," segirÁsgerður og undirrit- aðri er hugsað til tólf ára kollega hennar sem komu í Stígamót með blað og penna til að taka viðtal í skólablaðið sitt og spurðu í mesta sakleysi: Tengist ofbeldi mikið sifj- aspelli og nauðgunum? Viðtal: Vilborg Einarsdóttir Hvad segja hegningar- lögin um kynfrelsi kvenna ? Héráeflirfara þœrgreinarhegningarlaganna sem laka til kyn- frelsiskvenna. Rétleraðgetaþessaðnúliggurfyriráþingifrum- varptillagaumbreytingaráalmennumhegningarlögumfrá 1940 oger i því aðfinna nokkrar breytingar sem taka til eftirfar- andi hegningarlagagreina. M.a. erlagt tilíbreytingarfrumvarp- inu að ístaóþessað tala um „kvenmann"er talað um „mann- eskju". Þá ereinniglagt til aðþarsem nú ertalað um „holdlegt samrœði" standi „hoidlegt samrœði eða önnur kynferðismök. “ En sem stendurhljóma hegningarlagagreinarnar svo: 194. grein. — Ef kven- manni er þröngvað til holdlegs samræðis með ofbeldi eða frelsis- sviptingu, eða með því að vekja henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar sjálfrar eða náinna vandamanna hennar, þá varðar þaðfangelsiekkiskemuren 1 ár og allt að 14 árum eða ævilangt. Sömu refsingu skal sá sæta, sem kemstyfirkvenmann með því að svipta hana sjálfræði sínu. 195. grein. — Hver, sem hefur samræði utan hjónabands við kvenmann, sem er geðveik eða fáviti, eða þannig er ástatt um, að hún getur ekki spornað við samræðinu eða skilið þýðingu þess, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. 196. grein. ■ Ef maður 197. grein. — Ef umsjónar- maður eða starfsmaður í fang- elsi, geðveikrahæli, fávitahæli, uppeldisstofnun eða annarri slikri stofnun hefur samræði við kven- mann, sem komið var fyrir á hæl- inu eða stofnuninni, þá varðar það fangelsi allt að 4 árum. 198. grein. ■ Hver, sem kemst yf ir kvenmann utan hjóna- bands með því að misnota frek- lega þá aðstöðu sína, að kven- maðurinn er háður honum fjár- hagslega eða í atvinnu sinni, þá varðar það fangelsi allt að 1 ári, eða, sé kvenmaðurinn yngri en 21 árs, allt að 3 árum. 199. grein. neyðirkvenmann til holdlegs samræðis með því að hóta henni ofbeldi, frelsissviptingu, sakburði um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hennar eða öðru veru- legu óhagræði, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum, enda varði brotið ekki við 194. eða 195. grein. - Hver, sem kemst yf ir kvenmann vegna þess að hún heldur ranglega, að þau hafi samræði í hjónabandi, eða hún er í þeirri villu, að hún heldur sig hafa samræði við einhvern annan mann, þá varðar það fang- elsl allt að 6 árum. Þá er einnig að finna í hegningar- lögunum greinar sem taka til kyn- frelsis kvenna, sérstaklega ungra stúkna, en fyrst og fremst eru það ofangreindar lagagreinar. KVENNA ATHVARF 91-21205 /•. ku . IMámskeið Samtaka um kvennaathvarf Meðal efnis eru umræðuefnin; kynhlutverkin, að gera öðr- um til hæfis, hjálparleysi kvenna, jafnréttismál, kostir kvenna og áhrif og eðli ofbeldis. Kynnt verður starfsemi Kvennaathvarfs og Stígamóta, fjallað um nauðgunarmál og kynferðislegt ofbeldi á börnum. Gert er ráð fyrir virku starfi þátttakenda í umræðum, hóp- starfi og myndmeðferð. Námskeiðið verður í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, fjögur mánudagskvöld og einn laugardag, og hefst 11. mars kl. 20.00. Þátttökugjald er kr. 2.500,-. Frekari upplýsingar og innritun í síma 23720 kl. 10-12 virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.