Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 08.03.1991, Síða 8
& B HVERS ^EGNA LATA KONUR BERJA SIG? að undirlagi manns sína slitið tengsl við vinkonur og fjölskyldu, konum sem aðeins þekkja vináttu grund- vallaða á kynferðislegum tengslum. Að missa maka sinn er því það sama og að verða einn. Þá má ekki gleyma viðhorfum, ættingja og vina sem oft eiga mjög erfitt með að tengja þennan mann yjð ofþeldi. Else gefur fimm ástæð- ur fyrir því að viðhorf annarra geti virkað sem hindrun gegn því að kona fari frá manninum: 1)með því að loka augunum fyrir því sem er að gerast, 2) að vita, en .neita að blanda sér í málið, 3) með því að halda því fram að ekki sé um of- þeldi að ræða heldur „hjónaslags- mál", 4) með því að líta á það sem hlutverk sitt að bera klæði á vopnin og 5) með því að sjá ofbeldið sem vandamál fjölskyldunnar sem eigi að leysast af henni. Þess vegna getur verið svo erfitt fyrir konu að segja, hingað og ekki lengra. Við sérhverja fyrirgefningu verður erfiðara fyrir konuna að gera sér grein fyrir tilfinningum sínum. Sumar setja mörkin við morðtil- raun, aðrar við ofbeldi gegn börn- unum, sumar segja að einhver ómerkilegur atburður hafi allt í einu opnað augu þeirra fyrir, aðrar segja á ákvörðunin hafi vaxið smám sam- an innra með þeim. En svo eru auðvitað konurnar sem hafa sætt sig við ofbeldið og skynja engin mörk. Ofbeldi = Uppeldi En hvað gerist eftir að mörkin hiafa verið sett? Áður en við grípum þar niður í bók Else Christensen er rétt að líta á skoðanir hennar um ofbeldi og ofbeldisumhverfi: Það er almennt álitið að ofbeldi finnist fyrst og fremst þar sem áfengisvandi eða önnur félagsleg vandamál eru fyrir hendi. Rétt er að heimilisofbeldi er einnig í þess- um hópum, en ekki öðrum fremur. Það er heldur ekkert sem gefur til kynna að heimilisofbeldi sé grófara þar en annars staðar. Það er ógnvekjandi að heimilisof- beldi finnst alls staðar í þjóðfélag- inu. Sum staðar er bara auðveldara að kóma auga á það en annars staðar. Raunar ætti það ekki að koma neinum á óvart að ofbeldi sé fyrir hendi í mörgum fjölskyldum. Við lif- um í samfélagi þar sem ofbeldi og líkamsrefsingar eru viðurkennd að- ferð til að hafa stjórn á mannlegum samskiptum. Ofbeldi gegn börnum er algengt og nefnist þá yfirleitt uppeldi. í félagshópum barna og unglinga eru þau einnig, hvort sem þeim líkar betur eða verr, neydd til að viðurkenna rétt hins sterkasta. Meðal karlmanna getur líkamlegur styrkur enn veitt upphefð, jafnvel á fullorðinsárum, þótt valdabaráttan geti tekið á sig aðrar myndir. í samskiptum einstaklinga er of- beldi eða hótun um ofbeldi oft not- að til að stjórna öðrum. Þrátt fyrir allt nýtur stór og sterkur karlmaður meiri virðingar en lítið peð, sbr. nauðsyn þess að sannfærandi full- trúar lögregluvaldsins séu yfir lág- markshæð. Þrátt fyrir allt er samfé- lag okkar mun háðara svokallaðri „goggunarröð" en við almennt vilj- um álíta. Kunn er goggunarröðin þar sem maðurinn lemur konuna, konan barnið og barnið hundinn. Sérhver einstaklingur, sem ekki getur varist eða sett skýrt fram sín mörk, er í hættu með að verða beittur ofbeldi beint eða óbeint. Almennt séð velja konur að líta svo á að heimurinn sé góður, fólk sé gott og því sé ekki nauðsynlegt að afmarka skýrt stöðu sína gagn- vart öðrum til að fá rými fyrir sjálfan sig. Þær trúa því að fólk geti stjórn- ast af innri temprun frekar en ytri, því þannig ætti það að vera hjá fullorðnu, þroskuðu fólki. En flestir eiga erfitt með að ná þroska fullorð- ins einstaklings og sumum tekst það aldrei. Else bendir á öðrum stað á að með tilliti til þess að uppvöxtur kvenna miði að hinu hefðbundna kynhlutverki og þeirra viðhorfa sem ríkja í uppvexti karla, auk annara staðreynda megi komast að þeirri niðurstöðu að ofbeldið verði mögu- legt vegna þess að áður er búið að viðurkenna ofbeldi sem leið til að gera út um mannleg samskipti og að konurnar verði þolendur vegna þess að félagsleg staða þeirra sé veikari en karlmanna. Við skulum Ijúka þessari saman- tekt úr rannsókn Else Christensen þar sem hún fjallar um nauðsynleg- ar breytingar kvenna, sem og karla, eftir að mörkin hafa verið sett. Það sem konan þarf að læra Konan þarf fyrst og fremst að byggja upp sjálfstraust sitt og öðl- ast færni í að tjá tilfinningar sínar, læra að setja mörk og gera kröfur um að þau séu virt. Einnig að læra að leysa vandamál með því að bregðast við þeim strax. Hún þarf að læra að verða heil Börn í kvennnnthvarfi Else Christensen hefur, auk rannsókna sinna á konum í dönskum kvennaathvörfum, rannsakað atferli og líðan barna sem dvelja þar með mæðrum sínum og má ætla að svipaða sögu sé að segja um sambæri- leg íslensk börn. I niðurstöðun- um kemur fram að einkennin eru: IAð hafa upplifað ofbeldi • og afleiðingar þess á fjöl skyld una. 2Stöðug hræðsla. Hvað • gerist? Hvenær næst? Hvernig endar þetta? 3Blendnar tilfinningar. • Ást/hatur í garð beggja for eldra. 4Þögn. Ofbeldi er ekki til • umraeðu, barnið einangr ast með áhyggjur sínar án hjálpar frá fulloðnum. 5Skömm. Börnin fyrirverða • sig fyrir heimili sitt og þögn in ásamt skömminni veld- ur því að ofbeldið verður ósýni- legt út á við. Þá sýna rannsóknirnar einnig: ... að dveljist börnin nógu lengi í kvennaathvarfi til þess að hægt sé að koma við ráðgjöf, skilar hún alltaf einhverjum ár- angri. ... að 30% barnanna hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi. ... að líf stórs hluta barna á aldr- inum 7-12 ára, sem rannsóknin tók til, stjórnaðist af hræðslu Kvennaathvarfið í Reykjavík Kvennaathvarfið í Reykjavík er opið allan sólarhringinn fyrir konur sem hafa verið beittar ofbeldi íheimahúsum eða hafa orðið fyrir nauðgun. Þangað má einnig hringja allan sólar- hringinn í síma 91-21205. Markmiðið er að veita stuðning og aðstoð án þess að dæma, húsaskjól og stuðning til sjálfshjálpar. í Kvennaathvarf- inu er enginn sem leggur konur inn og enginn sem útskrifar þær. Konur koma þegar þær að eigin mati þurfa þess og fara þegar þær eru tilbúnar til þess. Starfskonur geta aðstoðað dval- arkonur m.a. við að hafa sam- band við aðra stuðningshópa kvenna eins og Kvennaráðgjöf- ina og Vinnuhóp gegn sifjaspell- um. Einnig geta þær komiö á tengslum við sérfræðinga s.s. sálfræðing, lögfræðing.félagsr- áðgjafa, prest, lækni eða lög- reglu. í athvarfinu starfar upp- eldismenntaður barnastarfs- maður sem veitir mæðrum stuðning og aðstoð varðandi börn þeirra. Þarstarfareinnig kennari. í Kvennaathvarfinu er konum einnig veitt ráðgjöf og stuðningur þótt þær dvelji þar ekki. Öll mál sem til Kvennaat- hvarfsins koma er farið með í fullum trúnaði. Á síðasta ári voru skráðar 174 komur kvenna í athvarfið og 95 komur barna, auk 1.706 símtala. Frá því um miðjan desember sl. hafa fleiri konur að meðaltali dvalist í at- hvarfinu, sem og börn, en áður hefur þekkst. Þótt húsnæði sé vistlegt er Ijóst að það þarf að stækka með tilliti til þessarar aukningar og þess að komum kvenna og barna hefurfjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. En aðstandendur leggja áherslu á að alltaf sé rúm fyrir konu sem kemur í athvarfið. Þegar þetta er skrifað dvelja þar 8 konurog 18 börn. VE manneskja og það krefst mikils stuðnings. Til að breytingin geti átt sér stað er algert skilyrði að konan búi ekki með manni sínum í ákveð- inn tíma, a.m.k. hálft ár. Niðurrifið á persónuleika hennar á sér upp- haflega rætur í því að hann hefur haft of mikla stjórn á lífi hennar. Og þótt stuðningurinn sé mikill nýt- ist hann ekki konunni á meðan hún er í sambúð með manninum. í sam- búðinni hefur persónuleiki konunn- ar nánast máðst út. Mörk hennar hafa einnig þurrkast svo út að hún er að mörgu leyti óhæf um að segja „já“ og „nei" eftir innstu sannfær- ingu og treysta henni. Hún þarf hreinlega að læra að treysta eigin dómgreind og bregðast við í sam- ræmi við eigin tilfinningar. Endur- byggja sig frá grunni. Þeim, sem ekki vill, verður ekki breytt Maðurinn þarf í raun að gangast undir sömu breytingar, en frá öðru sjónhorni. Því er það grundvallarat- riði að maðurinn vilji breytast og afsala sér þeim forréttindum sem ofbeldið hefur veitt honum. Læra að lifa við það fá ekki öllu sínu fram- gengt í einkalífinu og læra að leysa úr samskiptaörðugleikum. Það er ekki alltaf sem menn gera sér grein fyrir forréttindunum og völdunum. Margir álíta að konurnar séu sér alltaf sammála viðbrögð þeirra við staðreyndunum eru oft að kenna konunum um að hafa blekkt sig. Ofbeldismaðurinn á erfitt með að trúa því að konan hafi alltaf verið sammála til þess eins að komast hjá ofbeldi. Önnur forréttindi, sem ofbeldismaður hefur, er að tiltölu- lega litlar kröfur eru gerðar til hans. Einfaldlega vegna þess að flestar konur eru tilbúnar að gefa mannin- um meira rými og vera ánægðar með hann — ef hann bara ekki slær. Þrátt fyrir þau forréttindi sem ofbeldið veitir er of mikil einfeldni að halda því fram að ofbeldið sé beinlínis meðvituð aðferð til að ná þeim. Else telur að enginn viti með vissu hvers vegna sumir beita of- beldi en ekki aðrir. Sennilega hafi fæstir menn meðvitað markmið með því. En hún bendir á að það, sem karlmaður öðlist fyrst og fremst með heimilisofbeldi, sé að komast hjá því að vera veginn á sömu vogarskál og aðrir. Tíminn sem hann sé laus við ofbeldið sé góður, nánast óháð því hvernig hann annars hagar sér. Grundvallaratriðið er að maður- inn sjálfur vilji breytast, segir Else. Það þýðir ekki að bjóða manni meðferð sem ekki vill breyta sér. Það er ekki hægt að breyta þeim sem ekki vill. Þess vegna er eina von konu, sem ekki sættir sig við að búa við ofbeldi og óskar eftir því að fá að hafa áhrif á eigið líf, að flytja frá manninum. Og umfram allt að hætta að trúa því að hlutirn- ir breytist af sjálfu sér ef hún bara fyrirgefur einu sinni enn. Samantekt/Vilborg Einarsdóttir SLENSK HÖNNUN HÖNNUNARDAGUR 7. MARS 19! Veggspjald, sem Jón Reykdal, listmálari, hannaði í tilefni Hönn- unardagsins. Einn helsti viðburðurá sviði íslenskrar hönn unarerHönnunardag urinn, sem haldinn var í gær í þriðja skipti. Form ísland, félag áhugamanna um hönn- un, gekkstfyrirog annaðist undirbúning dagsins í sam- vinnu við framleiðendur og fyrirtæki, sem selja hannað- arvörur. Markmið Hönnun- ardagsins er að kynna helstu nýjungar í íslenskri hönnun, aðallega nýjustu línuna íhús- gögnum og innréttingum. Hér má sjá nokkur sýnis- horn, en í næsta biaði verður fjallað um það helsta frá níu fyrirtækjum, sem þátt tóku í Hönnunardeginum. Skrifstofuhúsgögn frá GKS hf. Hönnuður: Pétur B. Lúthersson, húsgagnaarkitekt. Eldhúsinnrétting frá Brúnási. Hönnuðir: Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, innan- hússarkitektar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.