Morgunblaðið - 09.03.1991, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1991
Maya Lin. Minnisvarði fallinna hermanna í Víetnamstríðinu í Washington.
Sköpun
Stefnubreyting?
Sjónmennta-
vettvangur
Bragi Ásgeirsson
Undanfarið hefur verið óvenju
mikið um efni sem skarar
sjónmenntir á báðum sjón-
varpsstöðvunum og ber þar
hæst röð sex þátta á Stöð
tvö, sem tóku fyrir hina ýmsu þætti
þess sem við nefnum hönnun, en
útlendir Design og nefndist þátta-
röðin réttilega „Sköpun".
Þetta eru atriði sem gegna miklu
hlutverki í nútímaþjóðfélagi og eru
allt í kringum okkur í hinum smæstu
hlutum sem við höfum handa á milli
í hina stærri, svo sem vélknúin tæki,
bíla, flugvélar og jafnvel geimför.
Einfaldlega þá kemur hönnunin
alls staðar inn í mótun nútímahluta
og þá jafnt í áþreifanlegum sem
óáþreifanlegum hlutum. Þá mótar
umhverfíshönnun allt líf okkar og
þannig hefur vel hannað umhverfi
jafn góð áhrif á okkur og illa hann-
að og klúðurslegt afleit. Eins og
segir í einum þættinum: „Að lifa,
borða, verzla eða jafnvel að iðka
trúarbrögð hefur allt sína umhverf-
isumgerð. Umhverfíshönnun getur
verið ferð frá hinu þekkta til hins
óþekkta, stökk inn á ókortlögð
svæði.
Afurð mannshandarinnar og
skapandi ímyndunarafls kemur lög-
un á autt rými og fyllir það hreyf-
ingu og lífi. — Hugmyndir fæðast
sem í raun eru ekki komnar frá
okkur sjálfum, en það er okkar að
framkvæma þær aftur og gæða
fersku lífi.“
Hérlendis greina menn yfirleitt
hönnun í tvo flokka sem eru hagnýt
hönnun og iðnhönnun, en minna fer
fyrir óáþreifanlegu hlutunum svo
sem að hanna drauma og tálsýnir(I),
en það er nú einmitt til í dæminu
eins og kom svo vel fram í síðasta
þættinum. Auglýsingahönnuðimir
nefnast stundum fortölufólkið, en
það leitast með öllum mögulegum
ráðum við að gera vöruna eftirsókn-
arverða.
ættimir vom ekki einasta
fróðlegir heldur á köflum
beinlínis á við hreint
skemmtiefni og af þessum
þáttum geta hérlendir lært
mikið við gerð innlendra þátta um
svipað efni.
Það má fullyrða að sjónræn hönnun,
sé æðra stig skipulags, að því leyti
að hún hefur með lífræna þáttinn
að gera og tekur miklu fleiri þætti
með inn í dæmið, en hægt er að
afgreiða með reglustikum og reikni-
stokkum.
Oft er það þannig að velskipulögð
borga- og bæjarhverfi svo og þorp
úti á landi, sem líta svo vel út á
uppdráttum húsameistaranna verða
ólífræn og stöðluð í raun, því þar
vantar mannlega þáttinn í fram-
kvæmdina. Lífið sjálft í öllum sínum
tilbrigðum og margbreytileik.
Eg kom ósjálfrátt inn á þetta svið,
er ég lýsti nýjum framkvæmdum í
Parísarborg er sumar voru fullgerð-
ar kringum byltingarárið 1989, en
mjög rík áhersla er lögð þar á mann-
lega þáttinn. Enda er það svo að
maður undrast iðulega í úthverfum
borgarinar hve mannlífið er það
auðugt, því maður er öðru vanur úr
norðrinu. Ekki er það þó alls staðar
í París, því menn hafa þar gert vit-
leysur eins og annars staðar, en það
hefur einmitt orðið til þess að enn
meira kapp hefur verið lagt á líf-
ræna þáttinn í nýjum framkvæmd-
um.
Það skiptir nefnilega mestu að
fólki líði vel og að mannlífið þróist
eðlilega, en að fólk fái ekki þá tilfinn-
ingu að það sé lítilsverður smáein-
ingur í þrælskipulögðu, stöðluðu og
ófijóu umhverfi.
Við sjáum það víða, að þótt
mannlífíð sé líkast iðandi
kviku í sumum stórborgum,
þá er oft um lífræna kviku
að ræða, en ekki þreytt og
tómlegt andlit skynlítils múgs, sem
mæddur af andstreymi hvunnda-
gsins mjakast áfram. Það gerir ein-
mitt lifandi umhverfi, upplífgandi
byggingar, fjölbreytilegur klæðnað-
ur fólksins og eitthvað óskiljanlegt
lífshungur þeirra, er búa í fijálsu
samfélagi sem gefur einstaklingnum
lými til átaka og drauma.
Er svo er komið keppast borgir
við að gera úthverfi sín sem lífræn-
ust með opnum svæðum og sjónræn-
um fjölbreytileika og hér kemur ein-
mitt hin lífræna hönnun inn í dæ-
mið. Menn hafa lært af mistökum
fyrri ára,' ólífrænum svefnborgum,
ömurlegum verksmiðjubyggingum
og ofskipulögðum íbúðarhverfum í
stíl skókassa, sem eru ýmist láréttir
eða lóðréttir. í þessum hverfum hef-
ur margt óeðlið þróast, lífsleiði er
meiri en annars staðar svo og morð
og sjálfsmorð tíðari. Og eins og ég
sagði í síðasta sjónmenntavettvangi,
þá hafa menn tekið það til bragðs
sums staðar að sprengja þessi hús
í loft upp og byggja ný, sem meira
eru fyrir augað, ásamt því að leggja
meiri áherslu á opin svæði og upp-
lífgandi umhverfi.
Ég tek dæmi af húsum og skipulagi
vegna þess, að það er einna auðskilj-
anlegast, flestir hafa t.d. upplifað,
að borgarhlutar, sem eru of skipu-
lagðir verða að dauðum hverfum
eftir að vinnutíma lýkur. En sömu
atriði eru í fullu gildi um allt sem
hefur með lífræna sköpun að gera.
Að gæða hlutina í kringum okkur
lífsmögnun með svipmikilli sköpun
og hanna um leið umhverfi okkar
og drauma!
Ekki fer þetta allt fram á teikni-
borðinu því að menn verða að taka
tillit til mannlífsins og aðstæðna á
hveijum stað. Lífræn sköpun er eng-
ar hillingar draumóramanna heldur
sér henni í síauknum mæli stað allt
um kring eins og þættirnir sex á
Stöð tvö voru einmitt til vitnis um.
Og til þess að vera í takt við tímana
þurfum við útkjálkabúamir, að vera
okkur meðvitaðir um þessi atriði og
það skiptir í raun sköpum á sumum
sviðum.
Þá er auðvitað mikilvægast að
fjölmiðlar haldi vöku sinni um þessa
þróun, sem sjónvörpin hafa ósjálf-
rátt verið að gera með ýmsum þátt-
um um sköpun undanfarið.
Ég minnist gagnmerks finnsks
þáttar um ljósmyndun í Ríkissjón-
varpinu á dögunum, en því miður
var hann á óguðlegum tíma eftir
fréttir og ég náði ekki að taka hann
úpp.
Þessi þáttur var líkt og þættirnir
sex ákaflega lifandi og það er fjarri
því að slíkt efni eigi að afmarka við
sérstakan tíma, heldur á það að
koma á almennum sendingartíma
líkt og þættirnir um Sköpun.
Það er algjör misskilningur að
slíkir þættir nái einungis til fámenns
hóps og maður veltir því fyrir sér
hvort sjónvörp eigi að ná til höfuðs-
ins, eða vera miðill fótamenntar,
andlausra spennuþátta og innan-
tómrar sígljáamenningar.
Ég er sístur manna til að óska
eftir sjálfsumglöðum menningarvit-
um og fjölmiðlafíklum, sem vilja
miðstýra sannleik sínum til fólksins
og eru á svipuðu menningarstigi og
falstrúboðar nútímans.
Nei, ég er að auglýsa eftir inni-
haldsríkum og hlutlægum þáttum
um mikilvæg atriði í mannlífinu, list-
ir, menningu og tækni en engri norr-
ænni mötun og miðstýringu í anda
útkjálkasósíalismans.
A nýjum tímum þurfum við víða
yfirsýri og umfram allt er mikilvægt
að nota myndmiðlana til að auka
þekkingu almennings á umhverfi
sínu og lífinu allt um kring.
Þættir sem slíkir vekja einmitt
viðbrögð hjá fólki og lætur það fara
að hugsa um hlutina og rýna í um-
hverfi sitt, nákvæmlega á sama hátt
og vel mótaður hlutur vekur við-
brögð hjá hinum þroskaða skoðanda.
Hinar miklu breytingar í fjar-
skiptum með fullkomnun
ljósvakamiðlanna hefur
gerbreytt heiminum á fáum
árum og er nú sterk
asta aflið, sem jafnvel skipulögðustu
hervélar ráða ekki við. Nærtækast
er hrun kommúnismans fyrir austan
tjald með falli Berlínarmúrsins og
fyrr en varir kann járntjaldið svo-
nefnda, fullkomlega að heyra sög-
unni til.
Það er því þýðingarlaust að ætla
sér að viðhafa sömu vinnubrögð og
áður í samskiptum við almenning,
því að hann er svo miklu betur upp-
lýstur og sjálfstæðari en áður og
lætur ekki í sama mæli segja sér
fyrir verkum.
Þetta kemur fram á mörgum svið-
um á stundum óvæntum eins og er
um aðsókn að söfnum, sýningum og
hvers konar menningarfyrirbærum.
Aðstreymið er iðulega margfalt á
við það sem búist var við í upphafi,
og á hvorn veginn sem er, þ.e. einn-
ig mun minni en ráð var fyrir gert.
Þannig er Myndsenna (Bilderstreit)
í Köln 1989 nærtækasta dæmið, en
sú risasýning varð að loka fyrir tím-
ann vegna lítillar aðsóknar. En hvað
varðar sýninguna Hálist og láglist í
MOMA í New York, sem nú er nýlok-
ið og flutt hefur verið til Chicago,
þá varð aðsóknin öllu meiri en búist
var við þrátt fyrir að gagnrýnendur
sölluðu hana niður. Var sagt, að
manníjöldinn hafi streymt á sýning-
una eins og stýrt af ósýnilegum öfl-
um!
Um leið og almenningur virðist
vera orðin meðvitaðri um fjölbreytni
mannlífins, þá er eins og einstefnu-
og miðstýringarmönnum hafi aukist
ásmegin í dauðateygjunum, og menn
virðast t.d. vera að samræma lista-
skólakerfið víða um heim. En því
fylgir sú hætta að svo margt gam-
alt og upprunalegt glatist með öllu
og víst er það að suma hluti kunna
einungis örfáir verkmenntamenn að
framkvæma í dag. Á þetta minnist
hin snjalla Andrée Putman, og segir
að ákveðna aðferð við að búa til
gráa gifsáferð á vegg, er hún notar
í innanhússhönnun og sem líkist
vindlingareyk og ítalir notuðu áður,
kunni einungis fjórir iðnaðarmenn í
öllum heiminum í dag. Putman, sem
byggir mikið á vinnubrögðum fyrir-
rennara sinna, sem sumir voru
óþekktir, segir, að hún hafi skilað
sínu varðandi fortíðina og að hún
bæti með því varla miklu við það
sem hún kallar fornleifafræði, því
að þeir frábæru sem hún fann eru
núna frægir.
Og eins og hinn heimskunni bíla-
hönnuður Gerald Hirschberg orðaði
svo réttilega: „Þá er framúrstefnan
gagnslaus ef allir eru að bisa við
hana, því að þá vantar fastan punkt
í tilveruna."
Sá maður ætti að vita hvað
hann syngur, því að hann
er einn af djörfustu hönnuð-
um bílaiðnaðarins og hefur
bæði verið á oddinum hjá
General Motors og Nissan. Breytir
reglulega um umhverfi til að staðna
ekki.
Heill þáttur var einmitt um bíla-
iðnaðinn og mikið af honum um
Porschefjölskylduna, sem hefur í
þijá ættliði hannað frábærar bifreið-
ir, en í þeim húsum vilja þeir notast
sem mest við handaflið, eða eins og
sá er hafði orðið fyrir fjölskylduna
sagði: „Nota augu, snertiskyn, ná-
kvæmlega og móta í höndunum og
með líkamsorku sinni, sem er deyj-
andi list.“ Sá sami segir að tilfinning
nútímafólks fyrir bílunum og sam-
setningu þeirra fari minnkandi og
sé einungis eftir hjá eigendum mót-
orhjólanna, sem séu í beinu sam-
bandi við sjálft farartækið.
Ekki er ég að fara út fyrir ramma
umræðuefnisins er ég vík að mynd-
list, því ekki má gleymast að mynd-
listarsýningar og þá einkum þær
stóru eru heilmikið hönnunaratriði
út af fyrir sig og ekki síður allt
myndlistarskólanám, þ.e. lífræn
sköpun.
Sem myndmiðill er sjónvarpið ein-
mitt öðru fremur sköpunar- og hönn-
unaratriði, en það vill gleymast í
ákafa manna við að þóknast afþrey-
ingariðnaðinum og þeirri frómu ósk
hans, að þriðja og fjórða flokks efni
sé það sem fólkið vill. En það er
mikill misskilningur og ég veit að
jafnvel ósköp venjulegt fólk hefur
tekið það til bragðs að taka upp
menningarþætti á laugardags- og
sunnudagseftirmiðdögum, sem það
getur ekki horft á einhverra hluta
vegna. En það er því miður á þeim
dögum sem besta efnið er sent út.
Auðvitað er afþreyingarefni jafn
gott og gilt og annað efni, en það
á ekki að hafa þann mikla forgang
sem það hefur, því að menningar-
efni getur verið mjög skemmtilegt
sé það fært í réttan búning, sem er
að sjálfsögðu svipmikil sjónræn
sköpun.
Hér má vísa til þess, að sum lista-
söfn eru alltaf full af fólki, jafnt