Morgunblaðið - 09.03.1991, Síða 7

Morgunblaðið - 09.03.1991, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1991 B 7 núlistasöfn sem íhaldssöm söfn, en önnur galtóm og hér hlýtur eitthvað að koma til annað en það sem er til sýnis í salarkynnunum. Getur einhver skýrt það, að þegar sett er upp stór sýning á æviverki nafnkenndra myndlistarmanna, þá eru iðulega langar biðraðir fyrir utan viðkomandi safn af langt að komn- um gestum. Jafnvel þarf maður að bíða í daga og vikur til að röðin komi að manni. En svo er hægt að skoða perlur heimslistarinnar í ró og næði á söfnum í næstu borg! Þetta upplifði ég þegar ég var síðast í New York og skrapp til Fíladelfíu, en þar er eitt besta listasafn í Amer- íku m.a. með ótrúlega góðum mynd- um Cézannes og þær gat ég skoðað í dijúga stund aleinn og hamingju- samur. Auk þess er þar svo mikið af verkum eftir Marchel Duchamp úr einkasafni Arensberg frá Minne- sota, Minneapolis, að það er á við yfirlitssýningu verka hans. Auðvitað eru til nærtæktar1 skýringar, en málið er þó flóknara í kjarna sínum en svo, að það sé hægt að leysa það á einfaldan hátt. Sýningar vekja athygli og eftir- tekt og kastljósið beinist að þeim um stund, en aðalatriðið er það, að halda athyglinni stöðugt vakandi með brögðum listar, — frábærri svið- setningu og hönnun. Skapa safninu forvitnilega ímynd. Hönnun sýningar er alls ekki lok- ið þótt vandað hafi verið til uppheng- ingar og allra umbúða, því eftir er þá mikilvægasta hönnunin, sem er óáþreifanleg en felst einmitt í því að gera hana forvitnilega. Einna minnisstæðastur er mér kaflinn um kínversk ættuðu stúlk- una Maya Lin, sem aðeins 21 árs að aldri og nemandi í listaskóla, sigr- aði í samkeppni um minnisvarða fallinna hermanna í Víetnamstríðinu í Washington 1981. Skákaði hún þar ýmsum nafnkunnustu myndhöggv- urum Bandaríkjanna. Minnisvarð- inn, sem er veggur úr svörtu gran- íti, sem á eru rituð nöfn fallinna hermanna í Víetnam í tímaröð - ekki stafrófsröð, því að menn deyja ekki eftir stafrófsröð (!) eins og Maya Lin orðaði það, hefur haft ómæld áhrif og komið fólki niður á jörðina varðandi þetta ljóta stríð. Stöðugur straumur fólks hvað- anæva að úr Bandaríkjunum hefur verið að þessu látlausa minnismerki þar sem það sér lifandi spegilmynd sína bregða fyrir á kolsvörtum veggnum og þar sem sér í nær enda- lausar nafnaraðir hinna dánu, óhagganlegur eins og dauðinn. Aðdáunarvert er hvernig hin unga stúlka af mikilli rökfimi útskýrir verkið, og hvernig hún hispurslaust gagnrýnir landsmenn sína fyrir framkomu þeirra gagnvart þessum hermönnum, sem voru einungis að beijast fyrir þjóð sína eins og skyld- an bauð. Hún hafði uppgjafahermenn sér til aðstoðar og sagði, að eina ráðið til að hefja lækningu sé að viður- kenna sársaukann. Með þessu verki hefur Maya Lin sem sagt náð að breyta viðhorfi fjöl- margra til stríðsins og jafnvel ungir og ærslafullir smákrakkar, sem koma í skólabílum að minnismerkinu ganga hljóðir og alvarlegir þar hjá og drúpa höfði. Maya Lin fékk fijótlega ann- að verkefni fyrir sunnan, er byggðist á mannrétt- indabaráttunni, almennri hug mynd um jafnrétti og réttlæti. Svarta granítið er hér aftur komið, og einnig nafnaáráttan, en nú er formið annað, eins konar glíma við samhverlt og ósamhverft jafnvægi. Hún notar óspart hin svölu og ró- andi áhrif rennandi vatns, sem tígu- lega og á snjallan hátt streymir um yfirborð verksins. Hér gekk hún út frá hinum frægu orðum Martins Luthers Kings: „Við erum ekki án- ægð og verðum ekki ánægð fyrr en réttlætið flæðir sem lind og réttsýn- in sem fljót.“ Þetta eru með sanni lifandi dæmi þess hvernig minnismerki geta verið samtengd sögunni en þó í eðli si'nu nútímaleg sköpun. Snertir kjarna hugtaksins. Saga Ijóðanna 3 Draumur heimsin eftirJón Óskar Myndskreyting eftir Kristján Davíðsson. Þú vaknar morgun einn og sérð til veðurs og bak við þig er heimsins mikli draumur um fegra líf og sáttgjarnari hendur og allra brauð og allra sólskinsstundir, þú vaknar morgun einn og heyrir brotna í afargreipum vindsins fúna stofna og bak við þig er heimsins mikli draumur um allra brauð, þú heyrir vindinn spyrja.- Hvað dvelur þig? og fingur þínir kreþpast og vöðvar þínir hnyklast, og þú segir-. Efbróðir minn hefur vaknað, efhann vaknar á þessari stundu, ef hann hlustar með mér á söngva vindsins, ef hann Ijœr mér afl sitt og fœr mitt afl og ef hann söðlar hest sinn og ef ég söðla hest minn og við söfnum liði í hverri sýslu, austur, vestur, norður, suður, vinum okkar og þeirra vinum, sem hafa brauð sitt vætt í tárum og óska þessum heimi fegri landa og upþskerustunda hverju svöngu barni, þá gæti draumur okkar rætzt á morgun um betra líf og sáttfúsari hendur. Þú vaknar morgun einn og sérð til veðurs. Draumur heimsins birtist í annarri ljóðabók Jóns Oskars, Nóttinni á herðum okkar (Helgafell 1958). Áður hafði Jón sent frá sér Skrifað í vind- inn (1953) og smásagnasafnið Mitt andlit og þitt (1952). Nótt- in á herðum okkar er veglega útgefin í stóru broti með teikn- ingum eftir Kristján Davíðs- son listmálara sem einnig sá um útlit bókarinnar. Teikning- arnar eru mjög áberandi gerð- ar í anda tassismans sem þá var nýr af nálinni. Jón Óskar segir að sumum hafi þótt Kristján of fyrirferðarmikill í bókinni, en ég leit svo á að bókin væri eftir okkur báða og það gerði hana skemmti- legri, bætir Jón við. Hann seg- ir að Kristján hafi tekið verk- efnið mjög alvarlega og bókin hafi m.a. vakið athygli er- lendra listamanna. Á þessum árum var samstarf skálda og listamanna náið. Jón Óskar orti Draum heims- ins í París 12. ágúst 1954. - Ég spurði hann hvort ár- talið og dagsetningin segði eitthvað sérstakt. Já, svaraði Jón, ég var búinn að vera á fjórða mánuð í París við frönskunám, allur tími fór í námið sem var strangt. Þremur vikum áður en ég fór heim byij- aði ég að yrkja þau ijóð sem urðu seinna uppistaðan í Nótt- inni á herðum okkar, ég orti á hveijum degi í hálfan mánuð. Meginhluti bókarinnar varð til á þessum tíma. Það var ýmislegt sem orkaði á mig, m.a. það sem var að gerast í heimsmálum, blóðbaðið í Guatemala og það að á sama tíma voru Frakkar í styijöld í Víetnam sem þá var kallað Indókína. Tvö atriði sem orkuðu sterkt á mig og urðu hvati þeirrar hugsjónar um mannkynið sem kemur fram í ljóðinu. Ég sá fyrir mér öll þau auðæfi sem fara í vopnabúnað og hernað meðan milijónir sultu í heiminum. Draumurinn hefur ekki ræst? Þetta er ekki neitt raunsæis- ljóð. Ég veit ekki hver draumur heimsins er. Þetta er draumur minn um draum lieimsins, draumur um það sem mig langar til að geti gerst. Eins og í ævin- týri. Hver er þessi heimur ljóðsins, einhver ákveðin hugsjón? Það má hugsa sér að ég hafi verið með sósíalismann í huga, að minnsta kosti bræðralag, hug- sjónir frönsku byltingarinnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. I öðru ljóði í sömu bók, Frels- inu, deilirðu á framkvæmd sósíalismans, dauðann sem tók að framkvæma hugsjón þína. Kennslukonan í ljóðinu útskýrir blóðið sem rann, en einn dag mun hún sprengja ómerk orð sín. Ég býst við að þú sért þarna að yrkja um innrásina í Ungveij- aland 1956? Já, það er rétt. Þú nefndir byltingu, er bylting boðuð í ljóðinu? Vindurinn or ákveðið bylting- artákn. Vindurinn hristir burtu það sem fúið er, sviptir burtu því sem er ónýtt, en kallar á öfl til að byggja. Hvað um byltinguna? Draumurinn heldur áfram. Draumur minn um draum heims- ins. Er þá einhver von um að draumurinn rætist? Hvað gerðist ekki í Austur- Evrópu í lok síðasta árs þegar skyndilega verður þessi gífurlega breyting, hvað gerðist ekH þá og öllum að óvörum? Er það þá eitthvað í átiina? Menn hafa farið að hiopa á markaðshyggju, en það er eins og annar barnaskapur sem kem- ur upp þegar einhveijar skyndi- breytingar verða. Manstu eftir viðbrogðum manna við ljóðinu? Ýmsir hafa nefnt það við mig að þetta tiltekna ljóð hafi haft áhrif á þá. Þú notar rím einu sinni í ljóð- inu: brotna/stofna. Rímið er bara tilviljun. Ég hugsa hvergi um rím, aðeins hljóm. Hrynjandi er áberandi í Nótt- inni á herðum okkar, ljóðin mætti kalla háttbundin innan sinna marka? Já, það gildir um flest ljóðin, undantekningar eru nokkur prósaljóð. I byijun ljóðsins er talað um sáttgjarnar hendur, en í lokin verða þessar sömu hendur sátt- fúsar. Mér fannst fallegra að endur- taka ekki alveg, svona orð geta orðið væmin. Nú liafðir þú ásamt Sigfúsi Daðasyni þýtt hið mikla ljóð Chile-skáldsins Pablos Neruda, Skógarhöggsmaðurinn vakni og birt í Tímariti Máls og menning- ar. Eru ekki áhrif frá Neruda í Draumi heimsins? Það eru engin tengsl þarna á milli. En varstu ekki að lesa og þýða frönsk skáld á þessu tíma- bili? Ég þýddi ekki frönsk skáld meðan á þessari Parísardvöl stóð, allur tíminn fór í frönsku- námið. Ég gaf mér varla tíma til að lifa. Samkvæmt frumdrögum ljóðsins sem eru varðveitt í ljós- riti hefur ljóðið lítið eða ekki breyst frá fyrstu gerð. Á eftir fjórðu ljóðlínu um allra brauð og allra sólskinsstundir er línan „og dögurð handa öllum snauðum börnum", en hún er innan sviga eins og skáldið hafi strax verið í vafa um hana, enda er henni sleppt í lokagerðinni. í frumgerð kom til greina að línan um að óska þessum heimi fegri landa yrði „unna þessum heimi fegri daga“, en er umsvifalaust liafnað með útstrikun. Sum ljóða Jóns Óskars,. ekki síst í Nóttinni á herðum okkar, geta kallast ætt- jarðarljóð. Þegar ég nefrii þetta við hann og spyr hvort kalla megi Draum heimsins ættjarðar- ljóð segir hann að það sé miklu frekar ættjarðarlaust ljóð. Ljóðin í Nóttinni á herðum okkar eru mörg af því tagi að þau eiga greiða leið til lesan- dans, eru aðgengileg og mjög ljóðræn. Jón Öskar hefur goidið þess eins og fleiri skáldbræður hans úr röð atómskálda að sú firra náði fótfestu að Ijóð þeirra væru óskiljanleg og ekki ort fvr- ir venjulegt fólk. Jón Óskar er einmitt eitt þeirra skálda sem höfðar til margra. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.