Morgunblaðið - 09.03.1991, Blaðsíða 8
8 B
M'ORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 9. MARZ 1991
„Besta “gerð þrælahalds
Lincoln
„Chicago
Beau“
McGraw-
Beauchamp.
Ljósraynd/Björg Sveinsdóttir
FYRIR stuttu var staddur hér á
landi bandaríski munnhörpuleik-
arinn, rithöfundurinn, fyrirlesar-
inn og útgefandinn Lincoln Mc-
Graw-Beauchamp. Hann kom
hingað til samningaviðræðna við
prentsmiðjuna Odda um prentun
á bókmenntatímariti sem hann
ritstýrir og gefur út í Chicago,
en einnig til tónleikahalds og lék
á tvennum tónleikum með íslensk-
um tónlistarmönnum.
Lincoln McGraw-Beauchamp,
sem gjaman er kailaður
Chicago Beau, hefur fengist
við tónlist síðan hann gerðist
farandtónlistarmaður 17 ára
á sjöunda áratugnum. Hann fluttist
til Parísar 1969 og tók þá þátt í að
taka saman og ritstýra ljóðasafni
sem bar heitið Southside Poets og
gefið var út í Lundúnum. Það ár
hljóðritaði hann einnig ljóða- og
prósalestur með eigin undirleik og
tónlistarmanna eins og Memphis
Slim og Archie Shepp og gaf út, en
hann hefur gert nokkrar slíkar breið-
skífur. Fram á áttunda áratuginn
ferðaðist L. McGraw-Beauchamp um
Evrópu og Afríku til fyrirlestrahalds,
en 1974 fluttist hann til Bandaríkj-
anna á ný og hóf störf hjá fjárfest-
ingafyrirtæki. Meðfram starfi þar lék
hann inn á hljómplötur með ýmsum
af fremstu brautryðjendum jassins,
t.a.m. Art Ensemble of Chicago, auk
þess sem hann hljóðritaði blús. 1987
stofnaði hann útgáfuna Literati Int-
emational, sem meðal annars gefur
út Literati Internazionale, Literati
Chicago og The Original Chicago
Blues Annual. Þessi tímarit hafa
vakið töluverða athygli meðal bók-
menntamanna, ekki síður en tónlist-
aráhugamanna, þar sem þau hafa
orðið vettvangur fyrir ritverk litra
Bandaríkjamanna í lausu máli og
bundnu, en em þó ekki eingöngu
ætluð þeim, aukinheldur sem blökku-
tónlist er jafnan áberandi í þeim. I
spjalli var Beau spurður hver væri
staða svartra rithöfunda í Bandaríkj-
unum í dag.
Aðskilnaðarstefna I
bókmenntum
„Það er tvímælalaust aðskilnaðar-
stefna í bókmenntum í Bandaríkjun-
um. Það kemur fyrir að hvítir útgef-
endur gefa út svarta höfunda, eins
og til að mynda upp á síðkastið að
svartir kvenhöfundar hafa verið
gefnir út, en það er vegna þess að
kvenrithöfundar em í tísku, ekki
vegna áhuga á blakkri bókmennta-
hefð.
Hvítir útgefendur skilja ekki
hvernig svartir höfundar skrifa og
margir telja það ekki rétt málfræði-
lega. Ýmsir svartir rithöfundar hafa
á valdi sínu að skrifa á fyrsta flokks
„opinberri" ensku, en svartir rithöf-
undar skrifa yfirleitt eftir tilfinningu,
sem hvítir ritstjórar og útgefendur
skilja yfirleitt ekki, alveg eins og
margir hvítir menntamenn geta ekki
dansað, en að skrifa er stundum eins
og að dansa.
Ein ástæða þess að ég stofnaði
Literati Chicago, var að gefa litum
rithöfundum tækifæri til að tjá sig
í riti sem væri byggt upp sem tíma-
rit, án þess að hengja sig í evró-
bandarískar reglur um hvað sé bók-
menntir og hvað ekki.“
Töluverður munur á hvítum
og svörtum rithöfundum
Er einhver munur á efnistökum
hvítra rithöfunda og svartra?
„Já, það er töluverður munur á
og ég get gefið þér dæmi úr væntan-
legu hefti af Literati Intemational.
Þar verður til að mynda saga eftir
unga konu frá Trinidad, Elizabeth
Nunes Herrel. Mörg af hennar rit-
verkum fjalla um andlegar hneigðir
og.eigindir blökkumanna og inn í þau
fléttast pólitískt ástand hvers tíma
með tilvísunum í voodoo, hoodoo og
ámóta. Hvítir rithöfundar hafa vissu-
lega skrifað um slíkt, en tilfinninga-
tengsl foms átrúnaðar svartra þræla
og afkomenda þeirra og Ijóðræna lífs
þeirra kemst ekki til skila. Meðal
annars þess vegna eiga svartir rithöf-
undar erfítt með að fá verk sín útgef-
in. Ég hef haldið námskeið sem fjalla
einmitt um þetta vandamál og heita
„Svartir rithöfundar og hvítir rit-
stjórar". Það eru vissulega til svartir
ritstjórar, en þeir vinna þá flestir hjá
hvítum útgáfum og þurfa að taka
tillit til þess. Vandamálið er að það
eru svo fá fyrirtæki sem ljá máls á
því að gefa út svarta höfunda. Um
þessar mundir eru rithöfundar frá
Suður-Ameríku vinsælir meðal
menntamanna í Bandaríkjunum og
því mikið gefið út eftir höfunda eins
og Marques, Paz og Allende. Þeir
falla að smekk hvítra því það er
hægt að lesa þá úr samhengi við það
sem er að gerast í Bandaríkjunum.
Svartir höfundar eru að segja frá
einhveiju sem er að gerast í fátækra-
hverfínu í næsta borgarhluta eða
lýsa fólkinu sem býr í næsta húsi.
Önnur svört kona sem á sögu í
næsta tímariti er Eugenia Collier.
Hún skrifar að hluta á mállýsku og
segir frá þrælskonu sem notuð er til
undaneldis. í sögunni segir frá því
hvemig hún fótbrýtur eitt barnið til
að það verði ekki selt frá henni. Einn-
ig verða í blaðinu sögur eftir rithöf-
unda úr ýmsum smærri menningar-
samfélögum, t.a.m. portóríkanska
rithöfundinn Miguel Avanin, sem
rekur ljóðkaffihús í New York. Að
vissu leyti eru samskipti milli hvítra
og spænskumælandi manna ágæt,
en merkimiðinn „spænskumælandi",
sem hannaður er af hvítum, nær
yfír fólk með ólíkan uppruna og
menningu. Meðal þess er stéttabar-
átta og kynþáttafordómar og innan
sömu Ijölskyldu geta verið einstakl-
ingar sem eru nánast svartir og aðr-
ir sem eru nánast hvítir."
í Brasilíu fyrir stuttu sá ég að í
því þjóðfélagi, sem er nánast ein-
göngu skipað kynblendingum, er
allmikið um kynþáttafordóma og
þeir sem unnu skítverkin voru þeir
sem voru með afrískasta útlitið.
„Ástandið var svipað í Bandaríkj-
unum fram að því að þrælahaldi var
aflétt, því þar settu blendingar sig
skör hærra en þeir sem voru „kol-
svartir“. Eftir að þrælahaldi var af-
létt settu ríkin mörg lög sem skil-
greindu stöðu svartra, s.k. Jim Crow-
lög. Þá lentu margir kynblendingar
og kreólar, sem höfðu sett sig á
háan hest vegna þess að þeir voru
áttungar eða fjórðungar, í þeirri að-
stöðu að þeir voru ekki lengur næst-
um hvítir, þeir voru „bara“ svartir
eins og allir hinir.“
Um það leyti er frumstæð tónlist
svartra að breytast í blús; hverju
breyttu þessi umskipti?
„Þau skiluðu sér í tónlistinni, því
kreólarnir voru betur menntaðir og
tónlistarmenn yfirleitt klassískt
menntaðir. Þegar þeir fóru svo að
umgangast svarta tónlistarmenn sem
voru að spila einfaldari afríska tón-
list varð til útsettur jass og þróaðri
blús. Hvítir tónlistarfræðingar hafa
reynt að búa til fæðingarvottorð fyr-
ir blúsinn, en það er þvættingur. Ef
þú vilt endilega reyna að festa hönd
á því hvenær og hvar blúsinn varð
til þá var það þegar einstaklingar
voru teknir frá fjölskyldum sínum
og ættlandi með valdi, þegar börn
voru tekln frá móður sinni og seld,
þegar mönnum var breytt í dýr; þá
varð til blús, þegar menn túlkuðu
hlutskipti sitt í fullkominni örvænt-
ingu. Umskiptin úr afrískri tónlistar-
hefð í frumblús, hljóta að hafa orðið
við þessar aðstæður."
Kreólamenning og munnleg
geymd
Hvað með blöndun kreólamenn-
ingar og munnlegrar geymdar?
„Afríkubúar vora rifnir burt úr
menningu sinni, sviptir máli sínu og
þvingaðir til að taka upp kristna trú.
Þeir náðu þó að gera nokkuð sem
er sérafrískt, að bera gott og illt í
sömu skál. Þeir sameinuðu kristna
trú og vestur-afrísk trúarbrögð; sam-
einuðu t.a.m. í trúnni ímynd heilags
Péturs og skógarguðsins Ogouns í
stað að halda þeim aðskildum. Þann-
ig sameinuðu þeir einnig vestræna
ritlist og afríska munnlega geymd.
Hvítir segja margir að svartir Banda-
ríkjamenn tali afleita ensku, en ég
held því þvert á móti-fram að þeir
tali fyrirtaks mál og miklu betra, við
eram að tjá okkur á hátt sem er
ofan og neðan orðanna hljóðan."
Svartir era áberandi í skemmtana-
iðnaði og íþróttum í Bandaríkjunum.
„Þeir sem ná langt I dægurtónlist
eða íþróttum hafa ekki beitt sér eins
og þeir gætu fyrir alla þá sem sitja
eftir í fátækrahverfunum. Þeir vilja
bara eignast stærra hús með stærri
sundlaug, fleiri gullkeðjur, hafa fleiri
konur í kringum sig. Því miður er
það einnig svo að svartir mennta-
menn í Bandaríkjunum mynda eins-
konar hástéttarklíkur, sem ég kann
ekki við. Sem rithöfundur, útgefandi
og blúsmaður er ég á skjön við þá
klíku. -
Fyrir 20—25 árum stóð réttinda-
barátta svartra Bandaríkjamanna,
sem ég, líkt og íjölmargir, tók þátt
í. Þá opnuðust ýmsar dyr og margir
blökkumenn komust inn í háskóla-
klíkur, tóku upp akademískt líf og
stöðnuðu þar og urðu eins slæmir
og þeir sem voru þar fyrir. Ef ekki
væri fyrir svarta nemendur sem bera
með sér inn í háskólana hugmyndir
og strauma úr svörtu samfélagi í dag
myndu þessir svörtu akademíkerar
ekkert vita hvað væri að gerast á
meðal kynbræðra þeirra. Sumir
þeirra halda þvi á lofti að.þeir séu
svartir innan um víðsýna hvíta koll-
ega, en vilja leyna því þar sem það
skiptir máli, á vettvangi réttindabar-
áttunnar.
Yfirborðskenndar
teiknimyndapersónur
Ástandið hefur versnað mikið
síðan á sjöunda áratugnum. Blökku-
menn hafa það verra efnahagslega
og pólitísk meðvitund er hörmuleg.
Á sjöunda áratugnum áttu blökku-
menn hetjur; hetjur sem tóku þátt í
baráttunni og deildu kjöram með
þorra almennings. Hetjur dagsins í
dag era popptónlistarmenn og
íþróttamenn sem hafa í tekjur millj-
ónir dala á ári. Þeir eru í þeirri að-
stöðu að geta breytt aðstöðu og kjör-
um svartra Bandaríkjamanna; þeir
geta barist fyrir auknum menntunar-
möguleikum og gegn ólæsi, sem er
reyndar að vissu leyti erfítt fyrir þá
þar sem þeir eru flestir ólæsir sjálf-
ir, þeir gætu barist fyrir pólitískum
og menningarlegum umbótum, en
eina sem þeir gera er að kasta á
milli sín boltum og tuða um líknar-
störf, þeir leggja einhveijar þúsundir
dala í að láta taka myndir af sér
með fötluðum, til að auka tekjur
sínar við að auglýsa íþróttaskó eða
ámóta. Á sama tíma er ástandið
meðal svartra áhangenda þeirra svo
slæmt og gildismatið svo brenglað
að krakkarnir drepa hveijir aðra til
að stela íþróttaskóm eins og stjarnan
notar. Ef þessir menn settu 10% af
þeirri orku sem þeir eyða í að afla
sér fjár í að bæta menntunarhorfur
svartra eða auka sjálfsvitund svert-
ingja sem búa í hreysum í Chicago,
New York eða Washington, og hafa
búið í hundrað ár, gætum við gjör-
breytt lífí svartra barna. Loks þegar
svartir menn era áberandi eru þeir
ópólitískir og yfirborðskenndar
teiknimyndapersónur sem eru að
leggja sitt til sjálfsvígs svarta kyn-
stofnsins. Þetta ástand er „besta"
gerð þrælahalds sem hægt er að
hugsa sér, sem hvíti maðurinn kom
á með afburðasnilld."
í rapptónlist sumra blökkumanna
ber mikið á bræði í garð hvítra.
„Já, það er mikil reiði í bókmennt-
um líka, en meira ber á þunglyndi
og vonleysi. Þetta fer þó allt eftir
einstaklingnum, en það er líka mikil
ást.
Upplýstir villimenn
Mat manna á bókmenntum, hvað
sé gott og hvað slæmt, byggist á
vestrænni fyrirmynd. Svartir rithöf-
undar og listamenn eru nýstárlegir
eða upplýstir villimenn. Ég kynntist
þessu í Bretlandi, þar sem ég sat
inni á sjöunda áratugnum fyrir að
ráðast á lögregluþjón. Ég var að
ræða við hann og hann sagði á yfir-
lætislegan hátt að ég hlyti að hafa
það gott í Bretlandi því þar væru
menn svo umburðarlyndir. Ég sprakk
og sló hann, því það sem hann var
að segja er „þú ert fyrirlitlegur og
óæðri, en það er allt í lagi því við
eram svo umburðarlyndir.““
Stundum finnst manni sem svartir
rithöfundar nái viðurkenningu þrátt
fyrir að þeir séu svartir en ekki vegna
getu sinnar, t.a.m. höfundar eins og
Ralph Ellison eða James Baldwin.
„Þetta er spuming um að vera á
réttum stað á réttum tíma. Ef Ellison
hefði skrifað Invisible Man 10 árum
fyrr eða síðar hefði bókin ef til vill
aldrei verið gefm út. Sama má segja
um James Baldwin. Baldwin var
óvinsæll meðal svartra rithöfunda
vegna þess að þeim fannst eins og
hann hefði verið valinn sem „þægi-
legur“ svartur rithöfundur."
Er blúsinn ekki löngu búinn að
syngja sitt síðasta?
„Nei, blúsinn lifir og styrkir stöðu
sína. Hann hefur verið í lægð, en
hrár blús hefur verið lifandi. Ég hef
verið að kenna blús í skólum undan-
farin ár og fmn fyrir því að það er
töluverður áhugi hjá ungu fólki, sem
er að uppgötva að blúsinn er hluti
af menningararfleifð þeirra. Blús og
jass ná þó sem stendur ekki til stórs
hluta svartra ungmenna, sem hafa
dofnað fyrir hreinni tilfinningu. En
það lagast."
Viðtal: Árni Matthíasson