Morgunblaðið - 20.04.1991, Page 2

Morgunblaðið - 20.04.1991, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ 'LAUGÁRDAGUR 20. APRÍL 1991 Sólveig Bessadóttir Morgunbiaðið/KGA Tveir kynnar verða á hátíðardag- skránni, sem verður síðan end- urtekin laugardaginn 27. apríl. Annar kynnirinn er Sólveig Bessa- dóttir, 13 ára stúlka úr Álftamýrar- skóla, og kemur hún víðar við sögu þá viku sem Listahátíð æskunnar stendur yfir. Sólveig, sem er blind, les upp úr óútkominni verðlauna- bók, í samkeppni um barnabækur sem Vaka/Helgafell stendur fyrir á hveiju ár. Upplesturinn verður í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sunnudaginn 21. apríl, klukkan 15.00. Mánudaginn 22. apríl les hún upp í Sóheimasafninu, klukkan 11 - og á þriðjudaginn 23. apríl, klukk- an 14.00 í bókasafninu í Gerðu- bergi. Þegar ég hitti Sólveigu að máli, var hún í dönskutíma í Alftamýrar- skóla, þar sem hún er nemandi í 8. bekk, það er að segja nýfermd - fermdist 7. apríl síðastliðinn. Hún var að skrifa danskan stíl af miklum hraða á ritvél með blindraletri. Hún er kvik og ákveðin; virkaði strax á mig sem manneskja sem veit hvað hún vill - og fær það. Þar sem Sól- veig verður líklega meira í upp- lestri en önnur börn meðan á hátíð- inni stendur, lá beinast við að spyrja hana hvernig búið er að blindum börnum, hvað bókaútgáfu snertir. „Nú orðið er mjög vel að okkur búið. Bæði er, að mikið er til af bókum með blindraletri, auk þess sem við eigum aðgang að hljóðbók- um á bókasöfnum. Þetta er allt annað, eftir að tölvutæknin kom til sögunnar. Við getum, til dæmis, pantað hveija þá bók sem við viljum lesa frá útgefanda. Við fáum hana á disklingi sem við setjum í prent- ara sem prentar hana út með blindr- aletri. Það er mjög einfalt.“ Hér áður fyrr þurfti að skrifa allar bækurnar á blindraritvéi og síðan voru þær plastaðar út,“ segir Sólveig og sýnir mér heljar mikla möppu sem hefur að geyma eina skáldsögu. Eg er ekki alveg viss um að maður léti bjóða sér að lesa bækur sem hafa þetta umfang. „Það hlýtur að hafa verið hræðilegt að vera tii þá,“ bætir Sólveig við og hlær: „Enda var lítið hægt að fá af bókum. Og hugsaðu þér, það eru ekki nema 4-6 ár síðan þetta breyttist. Sem betur fer man ég ekkert eftir því, vegna þess að ég er svo vel tímasett.“ Sjálf segist Sóiveig mest lesa skáldsögur og þegar ég spyr hana hver sé uppáhaldsrithöfundurinn hennar, svarar hún: „Andrés Indrið- ason er í uppáhaldi hjá mér eins og er. Mér finnst flestar bækurnar hans góðar - síðasta bókin sem ég las eftir Andrés er „Mundu mig, ég man þig“, og mér þótti hún mjög góð. Annars hef ég ekki iesið mikið síðan um jól. Það hefur verið svo mikið að gera í skólanum.“ Þegar við höldum áfram að spjalla saman, kemur þó í ljós, að Sólveig er upptekin af fleiru en skólanum. Hún hefur verið að læra á píanó í nokkur ár. Er í tímum einu sinni í viku og þegar ég spyr hana um eftirlætistónskáldið, þegir hún dálitla stund, segir svo: „Eg veit ekki. Þau eru svo mörg, en ætli ég haldi ekki aðeins meira upp á Mozart en hina.“ Þar að auki æfir Sólveig sund með íþróttafélagi fatlaðra, tvisvar í viku og hefur keppt fyrir hönd félagsins, bæði hér heima og í keppnisferðalagi til Færeyja. Móðir hennar hafði þegar sagt mér að hún væri alltaf til í alit og þegar ég spurði Sólveigu hvort hún sé vön að koma fram, þar sem hún ætlar að verða kynnir á hátíðardagskránni, sagði hún: „Já, ég hef komið fram áður. Það var í tilefni af Ári læsis, í nóvemb- er síðastliðnum. Þá komu krakkar frá Æfíngadeild Kennaraskólans, frá ísaksskóla og Vesturbæjarskóla upp í Blindraheimili og við vorum tvær sem lásum upp fyrir krakkana og kynntum þeim bækur okkar og letur.“ Nú ertu í almennum grannskóla. Hvað finnst þér um hann? Þessu svarar Sólveig ekki fyrr en einn af kennurunum hennar gengur inn í herbergið, en segir þá:„Þeir eru STRANGIR, með stór- um stöfunj." Kennarinn hrekkur í kút og spyr hana hvort hún kunni ekki að meta það; hvort það sé ekki einmitt mjög gott, og hún svar- ar að bragði, ekki laus við stríðnist- ón: „Jú, jú, það er mjög gott að kennarar séu ákveðnir - en í hófi.“ Hvað finnst þér um Listahátíð æskunnar og hver finnst þér til- gangurinn með henni? „Mér finnst mjög gott mál að halda svona hátíð. Tilgangurinn finnst mér kannski fyrst og fremst vera sá að við krakkarnir getum skipst á upplýsingum; kynnt það sem við erum að gera fyrir öðrum krökkum og skoðað hvað þau eru að gera. Þetta er mjög gott tæki- færi til að sýna hvað fatlaðir eru að fást við, því um það vita ekki margir, til dæmis hvað við getum í rauninni gért. Það er helst að þeir sem standa manni næst geri sér grein fyrir því - ekki aðrir. Svo held ég að fullorðið fólk almennt ætti að gefa sér tíma til að fylgjast með hátíðinni; skoða myndlistina, hlusta á tóniistina og sjá leiksýning- arnar - og þá ekki síst þeir sem engin börn eiga.“ Dönskutíminn er búinn, frímínút- urnar líka og komið fram í næstu kennslustund. Sólveig er greinilega kappsamur nemandi og lítt hrifin af því að missa úr kennslustundum. Ég tef hana því ekki lengur, enda stundaskráin þéttskipuð hjá Sól- veigu, þar sem hún þarf að búa sig undir upplestur og kynnisstarfið eftir skólann. ssv I HVERJUM EINSTAKLINGI BLUNDAR LISTAMAÐUR Listahátíð æskunnar hefst í dag, á dagskránni eru á annað hundr- að atriði auk opinna húsa og óvæntra uppákoma. Hátíðin verður formlega sett í Borgarleikhúsinu klukkan 14.00, þar sem börn munu sjá um sérstaka hátíðardagskrá, sem verður endurtekin næstkom- andi laugardag. Listahátíð æskunnar er hápunktur á átaki því sem nefnt hefur verið „Börnin skapa heiminn," og hefur sérstök nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins starfað undir því einkunnarorði, í rúmt ár. Það eru Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið sem standa að Listahátíð æskunnar og er þetta í fyrsta sinn sem hátíð af þessu tagi er haldin hér á landi. I haust var skipuð nefnd um hátíðina og hefur Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamála- ráðherra, verið formaður hennar. Eins og sjá má af dagskrá þeirri sem boðið er upp á þá níu daga sem hátíðin stendur, hefur nefndin haft í nógu að snúast. En hver er tilgangurinn með Listahátíðinni? Tilgangurinn með hátíðinni," svarar Guðrún, „er að sýna listsköpun barna tilhlýðilega virðingu — og gera henni jafnhátt undir höfði og list hinna fullorðnu. Þar á ég við að vera með sýningar á myndverkum barna á alvöru lista- söfnum, leiklist þeirra í Borgarleik- húsinu o.s.frv. Tilgangurinn erþó kannski fyrst og fremst sá að sýna bömunum sjálfum að það sem þau eru að hugsa og gera, er bæði mikið og merkilegtf Börn hafa verið að vinna að list- sköpun í leikskólum, grunnskólum og sérskólum í Ijöldamörg ár, en það hefur aldrei fyrr verið ákveðið að halda sérstaka listahátíð barna, sem er mjög sérkennilegt, þegar til þess er litið að listahátíð, aðal- lega ætluð fullorðnum, hefur verið haldin hér annaðhvert ár, frá 1970. Við trúum því hér að öll börn fæðist með þörf fyrir listsköpun og að í hveijum einstaklingi blundi listamaðurinn. Það er býsna mikil- vægt að leyfa þessari þörf að fá eðlilega útrás og hlúa að henni, þá líður fólki betur — svo einfalt er það. Þetta átak tengist skólastefnu sem hefur verið lögð fram af menntamálaráðuneytinu og nær fram til aldamóta. Þar kemur fram, að með auknum tímafjölda nem- endayngstu bekkja grunnskóla skapast möguleikar á meiri kennslu í listum og verkmenntun en verið hefur — og þar er stefnt að því að þessar greinar verði 'h af skóla- starfínu og að listin verði samofin öllum námsgreinum. Síðastliðið haust var kennslu- dagurinn lengdur um eina kennslu- stund hjá yngstu bekkjunum og í haust bætist enn einn tími við. í rúmt ár hefur verið starfandi nefnd, á vegum menntamálaráðu- neytisins, sem unnið hefur að átaki í barnamenningu, undir yfirskrift- inni „Börnin skapa heiminn". Sú nefnd hefur staðið fyrir mjög mörg- um listviðburðum og Listahátíð æskunnar er í beinu framhaldi af þeirri vinnu.“ — Hvernig er uppbyggingu há- tíðarinnar háttað? „Ég býst við að þeir aðilar í Reykjavík, sem unnið hafa að und- irbúningi hennar, séu nokkur þús- und — en það verða eingöngu börn sem koma fram á hátíðinni. Full- orðið fólk hefur það hlutverk að aðstoða við undirbúning. Hátíðin er unnin í samvinnu við grunnskóla og leikskóla, fjölmarga listamenn, tónlistarskólana og dansskólana. Einnig Gerðuberg, Norræna húsið, listasöfn og önnur söfn, kirkjuna, leikhúsin og félagsmiðstöðvar, svo eitthvað sé nefnt. Hvern dag vik- unnar, sem hátíðin stendur, verða fjölmargir listviðburðir um alla borg. Listasmiðjur verða í gangi í Gerðubergi, Norræna húsinu, Listasafni íslands, Ásmundarsal, Félagsmiðstöðinni Fjörgyn og á fleiri stöðum. Í Borgarleikhúsinu verða hát- íðardagskrár; á opnunardaginn klukkan 14.00 kemur fram fjöldi barna, með leikatriði, tónlistar- flutning, upplestur og dans. Sú dagskrá verður endurtekin viku seinna á sama stað. Á sumardaginn Rætt við Guðrnnu Ágústsdótturtot- mann nelndar um Lístahátíð æskunnar fyrsta verður þar hátíðardagskrá fyrir böm á leikskólaaldri og þar koma fram börn á þeim aldri. Þá verða tónleikar víðs vegar um bæinn; í íslensku Óperunni og alla eftirmiðdaga á Hótel Borg. Auk þess verða tónleikar í Gerðu- bergi og Norræna húsinu og tónlist verður flutt við opnanir á öllum , myndlistarsýningum meðan á há- tíðinni stendur. Myndlistarsýningar verða í Listasafni Islands, Lista- safni ASÍ, Hlaðvarpanum, Útvarp- húsinu, Gerðubergi og á fjölmörg- um stofnunum og fyrirtækjum í bænum. Danssýningar verða á hveijum eftirmiðdegi á Hótel Borg, Hótel íslandi og í Borgarleikhúsinu og allir dansskólarnir verða með opið hús, einnig tónlistarskólarnir og myndlistarskólamir. Það verður líka opið hús í skólum borgarinnar, svo og leikhúsum og fjölmargir myndlistarmenn bjóða börnunum að koma í heimsókn á vinnustofur sínar. Árbæjarsafn ogÞjóðminja- safnið verða með sérstakar sýning- ar á gömlum leikföngum og í Lista- safni ASÍ verður sýning á mynd- skreytingum úr Ljóðabók barn- anna, sem Alþýðusamband íslands stendur fyrir og Iðunn gefur út í tilefni af 75 ára afmæli sínu. Rokktónlistin fær sinn stað á hátíðinni og unglingahljómsveitir munu verða á hveijum degi í Púls- inum við Vitastíg, frá klukkan 17.00, einnig á Lækjartorgi á síð- asta vetrardag og ef til vill oftar. Unglingar í Félagsmiðstöðvum eru nú að búa sig undir að verða alþingismenn í einn dag og þeir ætla að vera í Alþingishúsinu við Austurvöll, með málþing frá klukk- an 15.00 til 17.00, mánudaginn 22. apríl og þar munu þau segja okkur — fullorðna fólkinu — hvernig þau vilja láta stjórna landinu. Vonandi mæta sem flestir þingmenn á pall- ana. Þá verða sérstakar bamaguðs- þjónustur, þar sem börn koma fram, í kirkjum borgarinnar og þess má einnig geta að leikskólarn- ir verða með ýmsar uppákomur víðs vegar um borgina." — En hvers vegna er hátíðin aðeins haldin í Reykjavík? „Eins og ég sagði áðan, hefur listahátíð fyrir fullorðna verið hald- in hér í Reykjavík, annaðhvert ár, frá 1970. Við, hérí menntamála- ráðuneytinu, sáum fyrir okkur að Listahátíð æskunnar yrði haldin það ár sem Listahátíð í Reykjavík er ekki haldin. Ráðuneytið mun halda aðra listahátíð, að tveimur árum liðnum og þá í einhveiju öðru fræðsluum- dæmi, síðan hveiju fræðsluum- dæminu á eftir öðru, þannig að eftir nokkur ár hafi Listahátíð æskunnar verið haldin um allt land. Þarna má benda á M-hátíð til hlið- sjónar, sem hefur verið haldin í öllum kjördæmum, nema Reykja- nesi og Reykjavík.“ — Er eitthvað, öðru fremur, sem hefur vakið athygli ykkar, sem að undirbúningi hátíðarinnar standið? „Já, það sem hefur komið okkur mest á óvart, er hversu mörg börn starfa við alvarlega listsköpun hér í Reykjavík — og hversu marga góða, unga listamenn við eigum. Og ég hef aldrei starfað að nokkru verkefni sem hefur verið tekið jafn- vel, alls staðar." — Nú stendur hátíðin í níu daga og það má segja að hún sé mjög þétt skipuð. Hvern dag er fjöldi myndlistarsýninga, tónleika og leikja. Haldið þið að foreldrar séu almennt í stakk búnir að fara með börnin sín á þetta allt? „Já, ég hef trú á því að mjög margir foreldrar gefí sér tíma. En það er í rauninni tilgangurinn með þessu; að sýna hvað vinna barn- anna er merkileg. Það er líka alveg ljóst, að börnunum finnst afar mik- ilvægt að hafa foreldrana með sér. Maður verður alltaf að hafa það í huga — sem foreldri — að það er ekki svo lengi sem þau vilja helst hafa mann með sér. Því hvetjum við foreldra til að veita þessari hátíð athygli og við hvetjum líka fólk sem ekki á börn, til að veita henni athygli. En hvað börnin varðar, þá er það nú svo að bæði kennarar og fóstrur munu fara með börnin á sýningar og list- viðburði, á skólatíma — svo er það undir foreidrunum komið, hvað þeir vilja gera með börnum sínum." Hveijir sáu um úndirbúning? „Við vorum ijögur í undirbún- ingsnefndinni, auk ritara, sem er jafnframt framkvæmdastjóri hátíð- arinnar og eins starfsmanns. Tengiliðir hafa séð um hveija list- grein og hafa haft hóp fólks með sér, kennara, fóstrur, forstöðu- menn stofnana, börn og unglinga. Höfuðþungi undirbúningsins hefur því verið á herðum starfsmannanna Hrafnhildar Gunnlaugsdóttur og Ingibjargar Frímannsdóttur. En menntamálaráðuneytið hefur verið undirlagt af hátíðinni síðastliðnar vikur. Auk þess hafa starfsmenn grunnskóla og leikskóla, nemenda- félög grunnskóla og þeir sem starfa í félagsmiðstöðvum, unnið að und- irbúningi — auk fjölmargra ann- arra. Þetta er auðvitað frumraun hjá okkur, sem við vonum að tak- ist vel og verði vel tekið. Við öðl- umst núna reynslu sem ætti að nýtast við undirbúning næstu há- tíðar — í einhveiju öðru umdæmi.“ — Að lokum, kostnaðarhliðin, er þetta ekki rándýrt fyrirtæki og hversu mikið geta foreldrar reiknað með að eyða í aðgangseyri? „Kostnaði hefur verið haldið í lágmarki. Nefndin fékk 2 mílljónir til hátíðarinnar. Ýmsir aðilar hafa styrkt verkefnið og vinnuframlag margra í menntamálaráðuneytinu og um alla borg er ekki inni í þess- ari upphæð. En hvað varðar að- gangseyri, þá er aðgangur ókeypis að öllum viðburðum, nema hátíðar- dagskrám í Borgarleikhúsi, og á tónleikum í Óperunni 21.04. kl. 14, þar sem hann verður eitt hundrað krónur." Viðtal/SSV .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.