Morgunblaðið - 20.04.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 20.04.1991, Síða 4
í Listasafni ASI við Grensásveg verður opnuð myndlistarsýning á verkum úr Ljóðabók barnanna klukkan 16.00. Á sýningunni verða myndir sem eru notaðar til skreytingar í ljóðabók eftir börn á grunnskólaaldri, sem kemur út nú í vikunni. Nemendur úr Tónmenntaskólanum í Reykjavík leika við opnunina. Það var Alþýðusamband íslands sem átti hugmyndina að tilurð bókarinnar, í tilefni af 75 ára afmæli sambandsins og fékk menntamálaráðuneytið og Bóka- útgáfuna Iðunni, sem gefur bókina út, til liðs við sig. Efni í bókina barst hvaðanæva af landinu, alls 6.000 ljóð. En sá stakkur sem bók- inni var sniðinn, rúmaði aðeins um hundrað höfunda. Útgáfunefnd var því mikill vandi á höndum við valið, en hafði það að leiðarljósi að draga fram sem fjölbreyttasta mynd af þeim hugarheimi sem birtist í ljóð- um barnanna. í upphafi var ráðgert að ljóðin fjölluðu um daglegt líf, en hug- myndaflug barnanna lætur ekki alltaf að stjóm og stutt er hjá þeim í skáldlega hugsun. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir unga listamenn og hafa þær einnig borist alls stað- ar að af landinu. En til að forvitn- ast nánar um þá hugsun og þann tilgang sem liggur að baki ljóða- gerðar barna, fékk Morgunblaðið tvö börn til að rabba um bókina; Brynhildi Pálmarsdóttur, úr 5. bekk Víðistaðaskóia, og Atla Norðmann Sigurðsson, úr átta ára bekk Breiðagerðisskóla. En hvað kom til að þau sendu ljóð inn í keppnina? Brynhildur: „Mig langaði bara til að prófa það, eftir að okkur var sagt frá henni í skólanum. Ég hef ekki skrifað mikið af ijóðum, en við vorum hvött til þess í skólanum." Lestu mikið af ljóðum? „Við lærum ljóð í skólanum; eitt í viku eða eina til tvær vísur. En mér finnst mjög gaman að lesa ljóð.“ Hvernig ljóð fmnst þér skemmti- legust? „Ljóð um ísland og mér er alveg Mynd úr Ljóöabók barnanna eftir Önnu Margréti Vignisdóttur, ó óra, Akureyri. sama hvort þau eru hefðbundin eða óbundin.“ Hvað finnst þér um útgáfu þess- arar bókar? „Mér finnst auðvitað mjög gam- an að fá að vera með í henni. Það er skemmtilegt að eiga Ijóð sem er meðal þeirra hundrað sem valin eru úr 6.000 Ijóðum. Mér finnst það líka gott framtak að gefa þessa bók út fyrir krakka, því það er líklegra að við skiljum ljóðin í þeim betur en ljóð eftir fullorðna. Og mér þætti sjálfsagt að við fengjum að læra hana í skólanum.“ Ég sá þig Ég horfi á grenitrén hneigja sig í golunni ég sé þig þarna leggjast langt niðri i lautinni. Sjálf stend ég á ijallinu hátt og horfi í kringum mig. Hvað ertu að segja í ljóðinu? „Stundum er svo langt á milli fólks og stundum er eins og allir séu einir. Allavega er of mikið um það.“ Atli Norömann Sigurðarson og Brynhildur Pólmarsdóttir. og hún útskýrir þau fyrir mér. Það fínnst mér mjög skemmtilegt." Mynd úr Ljóöabók barnanna eftir Söndru Björk Marteinsdóttur, ó. bekk í Húsabakkaskóla, Svarfaðardal. Atli: „Mig minnir að það hafi verið mamma sem hvatti mig til að senda ljóðið mitt inn og ég varð svolítið glaður þegar mér var sagt að það yrði í bókinni." Skrifar þú stundum ljóð? „Já, sko, við lærum eitt ljóð fyrir hvern miðvikudag í skólanum, og skrifum þau niður í sérstaka vinnubók. Einstaka sinnum erum við svo látin búa til ljóð í skólanum - þó alltof sjaldan. En þegar okkur var sagt frá ijóðasamkeppninni í skólanum, bjó ég til þetta ljóð um vini mína, ljósastaurana." Lestu ljóð fyrir utan þau sem þú lærir í skólanum? „Mamma les stundum fyrir mig ljóð á kvöldin og þá get ég spurt hana um þau, ef ég skil þau ekki Vinir Allt er fullt af ljósastaurum fyrir utan. Þegar ég fer í skólann klappa þeir á kollinn minn og segja passaðu þig passaðu þig á bílunum á bílunum sem bruna hjá. Um hvað fjallar þitt ljóð? „Ég er að skrifa um ljósastaurana, því ef þeir væru ekki, væri erfiðara að vera til. Þá sæju bílstjórarnir okkur ekki eins greinilega og myrkrið væri svo mikið.“ Hvað finnst ykkur um að halda Listahátíð æskunnar? Atli: „Mér finnst þetta sniðugt og ég vildi gjarnan sjá margt af því sem er boðið upp á, en mest langar mig að sjá þessi 6.000 ljóð sem voru send inn í þessa keppni.“ Brynhildur: „Já, mér finnst þetta líka sniðugt og ég ætla að reyna að sjá allt sem ég get.“ ssv i sasaa LEIKFÖNG LIÐINS TÍMA í tilefni af listahátíðinni verður Árbæjarsafn með sýningu á leikföngum i eigu safnsins í dag milli klukkan 13.00 og 17.00. Asýningunni kennir margra grasa; allt frá leggjum og skeljum, sem þóttu miklir dýrgripir hér áður fyrr, þegar flest börn ólust upp í sveit - og reyndar langt fram á þessa öld,“ segir Unnur Eiríksdóttir, safn- vörður. „Böm, hér áður fyrr, gátu ekki leikið sér eins mikið og börn í dag, því þau þurftu að hjálpa til á heimilunum. Til dæmis þurftu sjö ára börn að skila af sér einu pari af sokk- um á viku, en venjulega lærðu þau að prjóna þriggja til fjögurra ára gömul. Dúkkur voru gjarnan skornar úr tré og beinum - og hér á safninu höfum við reyndar eina slíka trédúkku. Undir lok síðustu aldar var farið að flytja inn verksmiðjuframleidd leik- föng, sem voru seld í krambúðum og það er dálítið sniðugt að ég var að skoða auglýsingu frá verslun sem hét Verzlunin Þorlákur O. Johnson, þar sem verið var að auglýsa dúkkur á 75 aura stykkið. Fyrsta sérverslunin með leikföng er Liverpool, stofnuð 1930, og er enn starfandi. Leikfangagerð hófst hér á landi um svipað leyti og var Leikfanga- gerð Benedikts Elvars sú fyrsta sinnar tegundar hér. Síðar komu ýmsar litlar leikfangagerðir í kjölfarið, sem fram- leiddu aðallega tréleikföng. Þær störf- uðu yfirleitt bara í nokkur ár. Síðan kemur Reykjalundur til sögunnar 1945 og er stærsta leikfangaverksmiðja sem starfað hefur hérlendis. Þar voru þess- ir ágætu SÍBS-kubbar framleiddir. Sú verksmiðja starfaði til ársins 1960, en lagði þá upp laupana; hefur líkast lil ekki verið samkeppnisfær við erlendan innflutning. Á síðastliðnu ári vissi safnið aðeins um eina leikfangagerð á íslandi, Dúa bíla á Þingeyri. Okkur er ekki kunnugt um hvoit hún er enn starfandi. En það má vera ljóst að leikfangagerð er ekki lifandi iðngrein á íslandi í dag.“ ssv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.