Morgunblaðið - 20.04.1991, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.04.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRIL 1991 C 5 Listasafn Islands GITARTONLEIKAR Gítartónleikar verða í Listasafni íslands, á morgun, sunnudaginn 21, apríl, og hefjast klukkan 15.00. A tónleikunum leika sex gítarnemar úr Tónskóla Sigursveins og er þau öll nemendur hjá Símoni ívars- syni, gítarleikara. Gítarnemarnir sem koma fram á tónleikunum heita Birna, Berglind, Sigrún Páll, Jón Örn og Sæþór. Öll eru þau á byijunar- stigum í gítarnáminu, eða 1. og 2. stigi. Frá æfingu á „Til þín“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Páll er nýkominn í Tónskóla Sigur- sveins, en stundaði áður gítarnám á Húsavík. Er námið hér eitthvað frá- brugðið, því sem hann vandist þar? „Já, það er allt öðruvísi. Hér er farið í erfiðari lög og gerðar meiri kröfur.“ En eruð þið ánægð með námið í þessum skóla? „Já,“ svara þau einum rómi, „bæði hvað varðar uppbyggingu og kennslu." ssv Bima hefur lært í þijú ár, Berg- lind og Sigrún í eitt ár, Páll í fjögur ár, Jón í þijú ár og Sæþór í tvö ár, en hann stundaði áður nám hjá kennaranema. Á tónleikunum leikur hópurinn „Canon,“ eftir Pacelback, verk eftir Sigursvein D. Kristinsson, sem hann vann upp úr Draumkvæði, íslensku þjóðlagi, „Sarabande,“ eftir Handel og „Malaguena," spænskt flamingó- lag.“ Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins leit inn á æfingu hjá hópnum í vikunni, voru þeir Jón Örn og Sæþór staddir úti á landi, en þau Birna, Berglind, Sigrún og Páll sátu með hljóðfærin og bjuggu sig undir tón- leikana. En hvers vegna völdu þau gítarinn? Birna: „Það er mjög gaman að geta spilað á gítar og maður hittir ekki marga sem kunna á klassískan gítar." Sigrún: „Þetta er skemmtilegt og fjörugt hljóðfæri." Berglind og Páll taka undir þetta og segja að ástæðan fyrir valinu sé ekki sú að þau langi í popphljómsveit — eins og sagt er að sé fremur algengt með gítamema — sérstaklega stráka. Þau hafa öll komið fram á tónleik- um áður, bæði í skólanum og á Degi tónlistarinnar í febrúar síðastliðnum, þar sem þau léku saman. Auk þess að vera í einkatímum tvisvar í viku, mynda þau samspilshóp sem æfir saman eina kennslustund, aðra hveija viku og eru sammála um að það sé mjög gott. „Það er líka mjög gott að koma fram í hóp, betra en einn sér,“ segja þau. „Maður hefur alltaf styrk af hinum og það er ekki eins óþægilegt að fipast." Hefur það ekki áhrif á hina? „Nei, ekki svo mikil — og ef það gerist, kemst sá hinn sami strax inn í vérkið aftur, þ'ví við höfum lært öll lögin mjög vel.“ Hvað æfið þið ykkur mikið heima fyrir tírnana." 1 Sigrún, sem er greinilega með blæðandi gítardellu, svarar sam- stundis: „Tvo tíma á dag. Gítarinn gengur fyrir öllu.“ Þau hin eru greini- lega ekki eins illa haldin og segjast reyna að æfa sig eitthvað á hveijum degi. Til að útskrifast með einleikara- próf á gítar, þurfa nemendur að hafa lokið níu stigum. En ætla þau sér öll svo langt? „Nei, ekkert endilega. Við erum fyrst og fremst að læra þetta fyrir okk'ur sjálf.“ LISTDANSI BORGARLEIKHÚSI ÁTTA stúlkur frá Listdansskóla Þjóðleikhússins sýna frumsaminn dans á hátíðardagskránni í Borgarleikhúsinu í dag. Dansinn sem þær sýna, nefnist „Til þín“, og sömdu stúlkurnar hann sjálfar við tónlist, etýðu, eftir Chopin. o túlkurnar heita Tinna, Kristín, Birna, Valgerður, Ingibjörg, Aðalheiður, Hildur og Sigríð- ur og skipa þær úrvalsflokk skól- ans. „Við sömdum dansinn þegar Hlíf, kennarinn okkar fór í vikufrí í vetur og sýndum henni þegar hún kom til baka — svo hann er í raun- inni til hennar.“ Stúlkurnar hafa allar verið í Listdansskóla Þjóðleikhússins í fjögur ár. Þær æfa sex sinnum í viku — tvær og hálfa klukkustund á dag, nema á laugardögum, þá æfa þær í ema og hálfa klukku- stund. Þannig að óhætt er að segja að þær bæti vinnudegi við skóla- dag sinn. En fá þær einhver tæki- færi til að sýna? „Við höfum sýnt á nemendasýn- ingum Þjóðleikhússins á hvetju ári, en þetta er í fyrsta sinn sem við sýnum utan þeirra sýninga.“ Hafið þið haldið hópinn frá byij- un? Þessu svarar kennarinn þeirra, Hlíf Svavarsdóttir: „Við reynum yfirleitt að láta hópana hérna halda sér. En þetta er úrvalshópur, þann- ig að í honum hefur verið mikil hreyfing — þótt vissulega sé alltaf einhver viss kjarni. Breytingarnar á hópnum fara mikið eftir úthaldi stelpnanna. Á þessum aldri kemur í ljós, hvetjar hafa líkama og getu til að halda áfram. Þetta er mjög mikið álag, vegna þess hversu æfingar eru langar og erfiðar og það era ekki allir sem halda það út. Þið hafið enga herra... „Nei — og það er hræðilegt að hafa enga stráka!" svara stelpurn- ar einum rómi. „Það er í rauninni alveg furðulegt að strákar skuli ekki fara í ballett á íslandi." Hvers vegna haldið þið að það sé? „Þeir segja að þetta sé alltof mikið álag.“ Og hér skýtur Hlíf inn í: „Við höfum verið með hóp af fimleika- strákum í þjálfun hér í vetur — sem hefur gefist ágætlega. En þeir segja að þetta sé alltof mikið andlegt álag; ballettinum fylgi svo mikil ögun og einbeiting. Þeir virð- ast síður hafa áhuga á því en stelp- urnar — af hveiju sem það stafar. Við erum nú samt að vona að ein- hveijir þeirra haldi áfram." En þótt þessi hópur sé úrvals- hópur og hafi verið við nám í List- dansskólanum í fjögur ár, á hann langt í land — að minnsta kost fjögur til sex ár. Hvað tekur svo við? „Þá verður íslenski dansflokkur- inn orðinn stór og öflugur," segja þær mjög ákveðið, „ogþá dönsum við líklega með honum." Lengi lifi bjartsýnin. Finnst ykk- ur ástæða til að ætla að svo verði? „Já, við erum ákveðnar í því!“ ssv Birna, Berglind, Sigrún og Páll. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg 4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.