Morgunblaðið - 20.04.1991, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRIL 1991
ÉG NÝT HINN
- s e g I r o k o 0 n r, s e m o p n a r u m n æ s t u h e I g i s ý n
YOKO ONO er líklega ein af þekktustu konum síðustu ára-
tuga,- hún er japarrska konan sem margir kenna um að hafa
eyðilagt Bítlana, konan sem giftist John Lennon, konan sem
söng með honum á hljómplötum og konan sem stóð við
hlið hans er geðsjúklingur skaut hann til bana fyrir utan
Dakota-bygginguna í New York fyrir rúmum tíu árum. Og í
dag er Yoko Ono þekkt sem ekkja Bítilsins. En hún er sitt-
hvað fleira. Yoko Ono var nefnilega allþekktur listamaður
á sjöunda áratugnum, hún var einn af frumkvöðlum Fluxus-
hreyfingarinnar svonefndu í New York um og upp úr 1960;
hreyfingar sem innleiddi þar hverskonar gerninga, tónverk,
listhluti og frumlega hugmyndalist. Sem frú Ono Lennon
hélt hún áfram að vinna að list sinni, og síðustu árin með
endurnýjuðum krafti. Nú er hún væntanleg til Islands til að
opna samsýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum, og þar
verða ennfremur sýnd verk annarra listamanna Fluxus-hreyf-
ingarinnar. I tilefni þessa fékk ég tækifæri til að sækja lista-
manninn heim í íbúð hennar í Dakota byggingunni morgunn
einn fyrir skömmu; í stóra og rúmgóða íbúð með stóru eld-
húsi þar sem við Yoko og Jon Hendrics, sem annast sýning-
ar á verkum hennar, settumst niður umkringd nokkrum sæl-
legum angóruköttum og einum höltum Golden Retriever
hundi.
Yoko Ono á sýningu hennar i Lisson Galleríinu í London, 1967.
Uti féllu rytjuleg
snjókom sem engin
boð höfðu gert á undan sér, New
York-búar höfðu talið vorið komið,
og eins var um trén; þau voru óðum
að springa út og hrylltu sig í þess-
um óvænta kulda. Aðstoðarmaður
Yoko kom úr bakaríinu og bar
morgunverð á borð, þar á meðal
mildan og ákaflega bragðgóðan
graflax sem hann fullyrti að væri
íslenskur. Þar með var Island kom-
ið til tals, og þau komin með hug-
ann við væntanlega heimsókn og
þurftu margs að spyija; um veðrið,
Bláa lónið, myndlist og annað slíkt.
En smám saman tókst mér að
lauma inn nokkrum spurningum
milli eigin svara, og þá kom í ljós
að Yoko var meira en fús að ræða
um listsköpun sína.
Yoko segir að ef tala megi um
listferil þá hafi hann alls ekki haf-
ist þegar hún kom til New York
fyrir 1960, og í raun viti hún ekki
hvenær hún hafi byijað að fást við
list. ÖIl böm tjái sig til dæmis, þótt
þau séu ekki kallaðir listamenn. „Eg
get ekki munað hvenær ég varð list-
amaður, en ég man hinsvegar eftir
þeim tíma þegar ákveðið fólk sem
ég þekki, gafst upp á því að vera
listamenn," segir hún.
- Hvað um Fluxus-hreyfinguna
sem varð til hér um 1960 og þú
Skuggaverk: Skráargat, 1971.
Verk til að stíga á, 1961.
að.
varst einn af frumkvöðlunum
Hvað var að gerast?
„Það sem gerist venjulega þegar
einhverskonar hópar eða hreyfingar
verða til í listum, er að nokkrir ein-
staklingar sem eiga eitthvað sam-
eiginlegt taka sig saman og ákveða
að búa til stefnuskrá. Fluxus varð
ekki til þannig. Það sem gerðist var
að George Maciunas, einn lista-
mannanna, tilkynnti að þetta væri
hreyfing, og yrði sem slík að hafa
nafn. En við listamennirnir vorum
í raun bara að vinna að okkar verk-
um, einsömul og á okkar hátt-,' án
þess að kalla það Fluxus eða ein-
hveiju öðru nafni. Þannig ákvað
George í fyrsta lagi að við værum
hreyfing, og í öðru lagi ákvað hann
nafnið. Hann má eiga heiðurinn af
nafninu, það voru hans örlög að
koma með það, rétt eins og það var
John Lennon, en ekki Paul, George
eða Ringo, sem kom með nafnið
The Beatles."
Fannst sem ég væri að gera
eitthvað nýtt
- Þrátt fyrir að stefnuskráin
væri engin, þá var viss hlekkur á
milli ykkar listamannanna.
„Já, það er rétt. í ádeilu okkar
á samfélagið til dæmis. En mér
fannst líka að ég væri að gera eitt-
hvað sem væri alveg nýtt.“