Morgunblaðið - 20.04.1991, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.04.1991, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991 Guðmundur Hafsteinsson tðnskáld: TÓNVERK ER EINS OG ANDIEGT FERÐAIAG Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðmundur Hafsteinsson ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Þórhalli Birgissyni fiðluleikara. TVÖ NÝ, íslensk verk verða flutt á tónleikum sem haldnir verða i Askirkju í dag. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og verkin sem flutt verða eru einleiksverk fyrir selló og einleiksverk fyrir fiðlu eftir Guðmund Hafsteins- son tónskáld. Það eru þau Brynd- ís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Þórhallur Birgisson fiðluleik- ari sem flytja verkin. Höfundurinn, Guðmundur Haf- steinsson, hóf nám í píanóleik árið 1970 og stundaði það lengst af hjá Halldóri Haraldssyni. Hann lærði einnig hljómfræði og kontrapunkt í Tónlistarskólanum í Reykjavík, hjá Þorkeli Sigurbjöms- syni og Jóni Ásgeirssyni - eða til 1975. Árið 1977 hélt Guðmundur til Bandaríkjanna og var þar í eink- atímum í tónsmíðum fyrstu tvö árin hjá hinum fmnsk ættaða Charles Wuorinen. Guðmundur innritaðist síðan í Julliard-tónlistarháskólann árið 1979 og útskrifaðist þaðan, með doktorsgráðu, árið 1986. Hann kenndi við Julliard um skeið, en síðan lá leiðin heim til íslands og hefur hann verið kennari við Tón- listarskólann í Reykjavík síðan. Verkin sem verða frumflutt í Áskirkju í dag, kallar Guðmundur „Spuni 1“ og „Spuni 11“ og em sem fyrr segir einleiksverk, fyrir strengjahljóðfæri. „Strengjahljóð- færi em, ef til vill, merkilegustu hljóðfæri sem hafa verið búin til,“ segir Guðmundur: „Á vissan hátt em þetta óskaplega einföld hljóð- færi; þetta em bara strengir sem em strekktir á hljómkassa og út frá þeim tæknilegu hlutum sem hafa uppgötvast síðan þau voru búin til - á 17. öld - þá geta þau jafnvel talist frumstæð. En einmitt þessi fmmstæðni felur í sér óendanleik- ann. Það er að segja, það er hægt að búa til alla hugsanlega tóna inn- an raddsviðs hvers strengjahljóð- færis, sem er ekki hægt á hljóð- færi sem eru „tæknilega" fullkomn- ari. Jafnframt er það líkami flytjand- ans. Hann kemur í stað tækninnar; fingurnir sem stoppa tónana og halda boganum. Þessi nána snert- ing við líkama flytjandans, gerir það einnig að verkum, að blæbrigð- in sem hægt er að laða fram úr strengjahljóðfærum, em ótæm- andi.“ En hvað geturðu sagt mér um þessi tvö verk þín? „Sellóverkið var samið veturinn 1985-1986 og er mjög viðamikið. Það tekur hálfa klukkustund í flutn- ingi; er „íturiegt" verk; það er að segja, mikið þanið út. Það er í sex þáttum og mætti líkja því við villi- gróður, því það er mjög villt í sér. Fiðluverkið var samið að beiðni Nordisk konservatorierád og samið veturinn 1989 til 1990. Það er mun agaðra en sellóverkið og afmark- aðra verk. Ég set því verki ákveðn- ari skorður og mætti líkja því við garð sem er skipulagður; meira í ætt við gróður sem hefur verið klipptur til, eftir geómetrískum hugmyndum, þannig að hann líkist skúlptúrum. Það er afar erfitt að skrifa tón- verk fyrir eina rödd, þar sem þessi eina rödd verður að koma til skila bæði línu og hljómi; bæði lagrænni og hljómrænni hugsun, en það sem er samt alltaf erfiðast, er að búa til hið lifandi hold tónlistarinnar. Það er að segja, hverja hendingu fyrir sig, því hver hending verður að formast í huga manns. Annað sem er afskaplega erfitt við að búa til tónverk, er að láta það ganga upp í heild sinni. Þá á ég við að hvert nýtt atriði, hver nýr þáttur, bætir einhvetju við sem mundi vanta ef það stæði ekki þar sem það stendur. Tónverk er eins og.andlegt ferða- lag - sem maður verður að koma ríkari til baka úr, en þegar lagt var af stað.“ Þetta er hátt klif nú á dögum, þegar svo mikið er til af meistara- verkum. Kannski er maður galinn að halda að maður geti bætt ein- hveiju við. En tónlistin er gædd þeim undramætti að geta tengt okkur við afkima sálarinnar - frá innsta ljósi til ysta myrkurs." Þá hlýtur öll tónlist að hafa til- gang? „Tilgangur tónlistarinnar, finnst mér, er að gleðja og göfga. En til þess verða tónverk að fela í sér bæði ljós og skugga. Frá sjónarhóli flytjandans, held ég að jafn erfitt sé að flytja einleiks- verk og að semja það, vegna þess að flytjandinn verður að túlka öll blæbrigðin og ekki hægt að skemmta sér með þeirri fjölbreytni sem skapast þegar mörg hljóðfæri leika saman. Það er ekkert hægt að fela. í einleiksverki kemur það betur fram en annars staðar, að það er í hugsuninni í tónverki, sem það lifír - og ekki í neinu öðru.“ ssv Umhverfis listskðpun Yoko Ono Öll mín verk eru ákveóió form óskhyggju haldið áfram að óska meóan þið takió þátt í verkinu Sem barn í Japan, var ég vön að fara í hof, skrifa niður ósk á þunnan pappír 'og hnýta hann utanum trjágrein. Trén í forgörðum hofanna voru alltaf full af óskahnútum fólks, sem úr fjarlægð litu út einsog hvít nýútsprungin blóm. y 0 Innhljóð/Innbygging, er yfir- skrift sýningar Yoko Ono á Kjar- valsstöðum. En hvað er innhljóð. Segja má að hver listamaður þurfi sína eigin skilmála, sín eigin hug- tök eða tjáningarhætti til að skapa sína útgáfu af því sem er að ger- ast. Yoko Ono telst einn af brayt- ryðjendum Fluxux, listhreyfingar á sjöunda áratugnum, þar sem kalia má tjáningarháttinn tóniist hugans: skammtíma- eða algjör- lega óhlutbundna list sem var ein- ungis til í hinum hreina og tóma heimi hugans; þögul tilmæli sett saman til að skapa örlítinn titring í innri hugarfylgsnum njótandans. Sumir geta kallað það Minimal- isma eða Konseptlist, en þau hug- tök ná ekki að lýsa róttækum og margvíslegum aðferðum „hljóðs þagnarinnar" sem beitt var við þann flokk Fluxus-geminga sem áttu sér stað í vinnustofu Yoko Ono 1960 til 61. „Eðlilegt ástand lífsins og huga okkar er rr^irgbrot- ið. Nú getur listin boðist til að nema brott þennan margbreyti- leika og skapa tóm, sem hægt er að leiða fólk í gegnum í áttina að fullkominni hugarró," skrifaði listakonan 1966. Og um fleira er hér að ræða. í sambandi við skammtímalist eru innhljóð og innbygging lykilhug- tök að ákveðinni ímyndun, jafnvel að sérstaklega ljóðrænni ímynd- un. Svo virðist sem jafnvel í mörg- um einföldustu og knöppustu orða-verkum (eða Ieiðsögnum) Yoko Ono geti listakonan ekki annað en samtímis borið fram vott af táknhyggju eða jafnvel hugsjónastefnu, því fyrirmæli hennar benda yfirleitt lengra en hið venjulega eðli sjálfeyðandi minimal geminga, sem voru dæ- migerð Fluxusverk. Það má sjá í verki einsog „Fljúgiðfrá 1963, þar sem fyrirmælin éru einfald- lega „Fljúgið"; orðið sjálft er svo þrungið merkingum að fátækleg uppsetningin eykur aðeins á mög- uleika hins ljóðræna við líkinguna. Þetta er ef til vill það verk sem best lýsir athugasemd Yoko Ono: „Oll mín verk eru ákveðið form óskhyggju. Haldið áfram að óska meðan þið takið þátt í verkinu." Á sýningum er „Fljúgið" oft sett upp með aðstoð hluta; lítil trappa hvetur skoðendur á hljóðl- átan hátt til að færa óskina yllr í veröld hins mögulega. Þetta sýn- ir það samspil orða og hluta sem er kjarni skúlptúrverka Yoko Ono: Nákvæmlega staðsettar skeiðar, öfugar nálar eða kaðalspottar lis- takonunnar geta tæknilega séð verið tilbúnir hlutir (Ready- Mades), en ekki í hefðbundinni merkingu slíkra verka, þar sem orðin sem fylgja hlutunum era ekki ytri viðbætur, eins og titlar, heldur virðast orðin nota þá sem hluta af stærra ljóðrænu eða íhug- unarsamhengi. Þetta tengist einn- ig beint hugtaki hennar innbygg- ing: „Eitthvað sem þróast frá fyr- irmælum og er samt ekki full- komnað — ekki fullbyggt — aldrei fullbyggt... eins og ókláruð kirkja með himinhvelfinguna fyrir- þak.“„Efnisheimur“ Yoko Ono byggist aldrei á fullmótuðum list- fræðilegum kennisetningum eða lausnum; hluturinn kann að virð- ast draumkennd mótun einhverrar hugmyndar eða orðaleiks, en það þarf ímyndun áhorfandans til að ljúka verkinu, til að gefa því ákveðna merkingu eða stefnu. Og á sama hátt og orðin „eins og ókláruð kirkja með himinhvelfmg- una fyrir þak“ hafa á sér súrrealí- skan blæ, þá virðist mikill hluti verka Yoko Ono eiga rætur að rekja til óljósra súrrealískra að- ferða; þó með þeim mikilvæga mun að á meðan flest súrrealísk verk endurspegla draumaheim sem þegar hefur verið skipulagður í þaula af listamanninum, þá virð- ist hið súrrealíska inntak í verkum Yoko Ono fremur liggja í þeim metnaði að þeim er ætlað að kveikja óskilgreinda drauma hjá áhorfandanum. Hún setur ekkert á svið, heldur segir þér að ein- hvers staðar sé ef til vill svið að finna. Byggt á grein Inu Blom í sýningarskránni Inso- und/Instructure.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.