Morgunblaðið - 20.04.1991, Page 10
10' c
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991
Listahátió æskunnar
ERFITT AÐ KOMAST AÐ I
SAMRÆÐUM VIÐ FULLORÐNA
ÞAÐ verður mikið um að vera í
Borgarleikhúsinu á morgun,
sunnudaginn 21. apríl, og óhætt
að segja að húsið verði undirlagt
af leiklist frá morgni til kvölds,
því þar verða hvorki fleiri né
færri en ellefu leiksýningar. Sýn-
ingarnar verða bæði á litla og
stóra sviði leikhússins og eru það
grunnskólar og félagsmiðstöðvar
borgarinnar sem sýna verk sem
þar hafa verið í æfingu upp á
siðkastið. Er þetta aðeins einn
liðurinn í Listahátíð æskunnar
og má með sanni segja að í Borg-
arleikhúsinu verði Leiklistar
hátið.
jr
Alitla sviðinu verða tvær sýningar
frá Hólabrekkuskóla, „Þögnin
sem hvarf“, og „Hvað gera
fullorðnir?" og ein frá Vogaskóla,
„Það gerðu þetta allir aðrir“. Þá verð-
ur leikhópurinn Norðurljósin með
eina sýningu, „Happ“, sem er lát-
bragð og spuni og Fellahellir sem
sýnir „Hans og Gréta - örlagasaga
unglinga", Á stóra sviðinu ríður Ár-
bæjarskóli á vaðið og þar áéftir
Hólabrekkuskóli, báðir með kabarett.
Eftir hádegishlé sýnir Laugarnes-
skóli „Bóndadæturnar", og síðan er
Austurbæjarskóli með verk sem
nefnist „Kúgun“. Þar næst sýnir
Hagaskóli „Ævintýri Prins Lu“, og
að lokum sýnir Ölduselsskóli „Klíst-
ur“.
Leiklistin virðist lifa góðu lífí í
Hólabrekkuskóla, því þaðan koma
þrír leikhópar af þeim ellefu sem
taka þátt í leiklistarhátíðinni. Blaða-
maður og ljósmyndari Morgunblaðs-
ins litu inn á æfingu hjá einum hópn-
um, í vikunni og þar voru saman
komnir krakkar úr 9. bekk, sem voru
að æfa „Þögnin sem hvarf". Þetta
voru tólf krakkar, þau Sigríður, Ag-
nes, Ágústa, Alda, Edda, Jón Páll,
Guðbjörg Erla, Álfheiður Ólafía (að-
stoðarleikstjóri), Leifur (hljóð- og
ljósamaður), Guðný og Guðrún,
ásamt leikstjóra sínum og höfundi
verksins, Sigurði Lyngdal.
í stuttu máli fjallar verkið um
stúlku sem leggur
upp í ferð, til að leita
að þögninni sem
móðir hennar hefur
tapað. Móðirin talar
í síbylju og heyrir
ekkert sem stúlkan
hefur fram að færa.
Á vegi stúlkunnar
verð hin ýmsu dýr,
álfar og alls kyns
náttúrufyrirbæri og
hún þarf að leysa
ýmsar þrautir, áður
en hún kemst til
nornarinnar sem
hefur stolið þögn
móðurinnar.
Þegar hópurinn
hefur rennt einu
sinni í gegnum verk-
ið, setjumst við nið-
ur til að ræða það
og ég spyr hvort
krakkamir séu sam-
mála því sem verkið
er að segja, það er,
hvort þeim finnist erfítt að fá fullorð-
ið fólk til að hlusta á sig.
„Já,“ svara þau einum rómi: „Full-
orðna fólkið er svo frekt að maður
kemst aldrei að. Þögnin sem hvarf,
er sú þögn sem maður myndar í sam-
tali, til að hleypa öðrum að. í verkinu
talar mamman í sífellu og stelpan
kemst ekki að - vegna þess að þögn-
in hefur verið teki frá mömmunni. I
lokin, .þegar stelpan hefur fundið
þögn mömmunnar, segist hún ætla
að passa vel upp á þögnina sína í
framtíðinni og hlusta á dóttur sína.“
Er mikil leiklistarkennsla hjá ykk-
ur í skólanum?
„Tíundi bekkur er með leiklistar-
kennslu í vali. Hólabrekkuskóli var
Litlft Inn á
leikæfingu í
Hnlabrekknsknla
fyrsti skólinn sem bauð upp á hana
sem val og var lengi vel einn, en
síðan hafa nokkrir skólar fylgt á
eftir. Auk þess er íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur með leiklist-
arkennslu," svarar Sigurður Lyngd-
al. „í þá kennslu höfum við tekið
krakka, allt frá tíu ára aldri og að-
sóknin hefur verið mikil. Það hefur
oft gerst að krakkar byiji tíu ára,
sæki námskeiðin hvem vetur og taki
síðan leiklist í vali í 10. bekk. Þann
tíma sem ráðið hefur staðið fyrir leik-
listarkennslu í skólanum, hafa verið
allt frá 60 og upp í 100 krakkar á
námskeiðunum í gegnum árin.“
Sem fyrr segir, er það níundi bekk-
ur sem hér æfír og af þessum hópi
hafa allir nema einn sótt um leiklist
í val fyrir næsta vetur. Hvers vegna?
Þau eru sammála um að það sé
mjög gaman að koma fram. Þau eru
líka sammála því sem fram kemur í
verkinu, að erfitt sé fyrir böm að
komast að í samræðum við full-
orðna. En hvaða fullorðna fólk er
það helst, foreldrar eða kennarar?
„Kennarar,“ svara þau einum
rómi: „Allavega komumst við ekki
að í skólanum. Þar er almennt ekki
hlustað á okkur. Okkur fínnst við
oft beitt órétti, þegar við fáum ekki
að útskýra okkar mál. Það geta ver-
ið eins einfaldir hlutir og að koma
of seint. Kennarinn spyr hvers vegna
maður hafi sofíð yfir sig og þegar
maður ætlar að fara að svara, segir
hann kannski: „Nei, vertu ekkert að
þessu,“ og síðan fær maður að heyra
að maður eigi að fara fyrr að sofa
á kvöldin - án þess að það sé endi-
lega ástæðan fyrir því að maður kom
of seint. Maður verður dálítið van-
máttugur, þegar maður fær hvorki
að útskýra, né veija sig.“
En nú er það mamman sem hlust-
ar ekki í leikritinu.
„Já, en okkur fínnst hún fremur
vera tákn fyrir fullorðið fólk en
mömmur." Krakkamir eru sammála
um að mömmur þeirra hlusti betur
en kennaramir, en bæta svo við:
„Þær fjasa kannski dálítið meira,"
skellihlæja síðan og standa upp, því
líða tekur á kvöldið og um að gera
að halda æfíngunni áfram, svo ekki
verði sofíð yfír sig næsta morgun.
Það nennir örugglega enginn kenn-
ari að ansa því að blaðamaður hafi
tafíð þau.
ssv
Morgunblaðið/llúnar Þór
HoiftMiliósin:
BÆRINN OKKAR
BORGIN YKKAR
NORÐURUÓSIN, leikhópur átj-
án barna á aldrinum 7 til 12 ára,
sýnir dagskrá með ýmsum atrið-
um á barnalistahátíðinni nú um
helgina. Börnin eru öll frá Akur-
eyri og hafa sótt námskeið í leik-
list undir leiðsögn Arnar Inga
Gíslasonar listamanns.
Hann hefur til umráða húsnæði
í gömlu snyörlíkisgerðinni í Gil-
inu svokallað á Akureyri þar sem
starfrækt hefur verið leiksmiðja
síðustu vikur. Verkið sem börnin
sýna heitir „Bærinn okkar, borg-
in ykkar“.
Ragnheiður, Rakel, Rögnvaldur,
Sóley Lilja, Kristjana Hrönn,
Sunna, Iris Rut, Bryndís
Dröfn,Sandra Hlíf, Ása Vala,
Ólöf Ása, Örn Ingi, leikstjóri,
Katrín Ösp, Katrín, Karen, Dúa,
Tinna, Björg, Katrín, Sigurrós,
og Dagný Linda
Auk bamanna í leiklistarhópn-
um eru með í suðurför fimm
krakkar í myndlistarhóp, en
þau hafa einnig sótt námskeið hjá
Emi Inga. Þau munu sýna fímmtán
málverk og jafnmarga skúlptúra í
Stöðlakoti við Bókhlöðustíg.
Leikhópurinn Norðurljósin sýnir
verk sitt tvisvar sinnum, fyrri sýn-
ingin verður í Gerðubergi í dag,
laugardag kl. 15, en þá verður sýnd
samfelld dagskrá, fyrst leikrit um
nýja lausn á happdrættisfysn ís-
lendinga, þá látbragðsleikur, ljóða-
flutningur og síðan spunaleikrit, en
í lokin sýna börnin leikverkið „Bær-
inn okkar, borgin ykkar". Stefán
Vilhjálmsson hefur gert nýja texta
við þekkt lög og sér Bjami Hafþór
Helgason um undirleik.
í verkinu er reynt að draga upp
mynd af því hvernig fólki líði á
Akureyri, hvernig þeir líta á sig sem
Akureyringa og hvernig er að koma
suður til höfuðborgarinnar í heim-
sókn. Mikið er um hljóð af ýmsu
tagi í verkinu, hreyfilist og dans.
Óm Ingi samdi þennan leikþátt
í náinni samvinnu við börnin sem
leika, þau komu með sínar hug-
myndir, gerðu athugasemdir og síð-
an var verkinu breytt og það bætt
eftir því hvernig vindar blésu hveiju
sinni.
Seinni sýning Norðurljósanna á
verkinu um bæinn sinn verður á
leiklistardegi sem haldinn verður á
morgun, sunnudag. Þá sýna krakk-
amir úr myndlistarhópnum verk sín
í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg á
sunnudaginn og verður sýningin
opnuð kl. 15. Sýnd verða bæði
málverk og skúlptúrar, en krakk-
amir úr hópnum hafa sótt nám-
skeið hjá Erni Inga í vetur.
-mþþ