Morgunblaðið - 25.04.1991, Blaðsíða 5
I MORQUNBLA'ÐIí)' VIDSKIPTI/ATVINNinLfF ' 25.1 APIíÍL 1991
<0 '5
Ferðamál
Ferðaþjónusta er
alvöru atvinnugrein
Rætt við Ómar Jóhannsson, einn af eigendum Island Tours í Þýskalandi
SKÝR MARKMIÐ í ferðaþjónustu og forganga stjórnvalda uni að
selja ákveðinn ramma utan um starfsemina er forsenda þess að ferða-
þjónusta á íslandi eflist og styrkist í sessi sem gjaldeyrisskapandi
atvinnugrein. íslendingar eiga alla möguleika á að snúa þessum
málum sér í hag, en í dag er á liuldu hvað íslendingar ætla sér með
ferðaþjónustu í framtíðinni. Þetta kom fram í viðtali Omars Bene-
diktssonar við Morgunblaðið, en Ómar er einn þriggja íslenskra eig-
enda ferðaheildsöluunnar Island Tours í Þýskalandi. Fyrirtækið legg-
ur áherslu á sölu íslandsferða og samstarf við aðila í íslenskri ferða-
þjónustu. Island Tours hefur frá stofnun verið með skrifstofu í Ham-
borg. í lok árs 1989 bættist við skrifstofa fyrirtækisins í Frankfurt og
á sama tíma hóf Island Tours sölu íslandsferða í Sviss í samvinnu
við aðra aðila.
Ómar Benediksson var á leið heim
til íslands í árslok 1985 eftir tæp-
lega tveggja ára dvöl í Hamborg í
Þýskalandi þar sem hann veitti for-
stöðu nýstofnaðri landkynningar-
skrifstofu Ferðamálaráðs og hags-
munaaðila í íslenskri ferðaþjónustu.
Skúli Þorvaldsson, eigandi Hótel
Holts og Böðvar Valgeirsson, hjá
Atlantik, höfðu þá samband við
Ómar og buðu honum að taka þátt
í stofnun íslenskrar ferðaskrifstofu
í Þýskalandi sem seldi þarlendum
ferðamönnum ferðir til íslands.
„Skúli og Böðvar höfðu báðir
svipaðar hugsjónir og vildu vinna
þeim framgöngu með stofnun þess-
arar ferðaskrifstofu. Þeim fannst
að íslendingar ættu að ættu að taka
meira af markaðs- og sölumálum
íslenskrar ferðaþjónustu á erlendum
mörkuðum í sínar hendur. Mér leist
vel á þessar hugmyndir og eftir smá
umhugsunartíma ákvað ég að slá
til. Island Tours var síðan stofnað
4. apríl 1986 með jafnri eignaraðild
okkar þriggja," sagði Ómar.
„Margir töldu markaðinn
ekki til skiptanna"
- Hvernig gekk það fyrir íslend-
inga að byggja upp rekstur fyrir-
tækis á erlendri grundu í samkeppni
við þarlenda aðila?
„Ölíkt því sem hér tíðkast, bregð-
ast Þjóðveijar vel við þegar erlendir
aðilar sýna áliuga á að fjárfesta í
landinu. Þeir líta svo á að það sé
jákvætt að fá aukið fjármagn í at-
vinnureksturinn. Þeir hvetja reynd-
ar frekar til þess, enda skapar þetta
atvinnu í landinu. Stofnun fyrirtæk-
isins var því ekki svo flókið mál að
uppfylltum ákveðnum skiiyrðum.
Við lögðum sjálfir fram fé í upphafi
og höfum síðan þarlenda viðskipta-
banka eins og tíðkast í rekstri fyrir-
tækja. Island Tours er hins vegar
rekið á formi sem er óþekkt á ís-
landi. Það er einkafyrirtæki með
tveimur ábyrgðarmönnum og er
nokkurs konar sambland af einka-
fyrirtæki og hlutafélagi. Það var
baritta um fyrirtækið frá upphafi
og ýmsir töldu slæmt að íslenskir
aðilar kæmu inn á þýskan markað
í samkeppni við menn sem í mörg
ár hefðu unnið við að selja ferðir
til íslands. Sem betur fer höfðu
.þeir þó rangt fyrir sér sem töldu
þennan markað of lítinn til skip-
tanna. Staðreyndin er sú að á þess-
um tíma sem liðinn er frá því að
við tókum til starfa hefur markaður-
inn allt að því tvöfaldast. Með auk-
inni samkeppni leggja menn meira
á sig og uppskera samkvæmt því.
Það eru eðlilegar afleiðingar heiðar-
legrar samkeppni. Ég er þó ekki að
eigna okkur allan heiðurinn af
stækkun markaðarins," sagði Ómar.
Nífölduð velta á fimm árum
- Nú hefur Island Tours verið
rekið á sama forminu í fimm ár.
Eru fyrirhugaðar einhverjar breyt-
ingar þar á?
„Já, við höfum ákveðið að breyta
fyrirtækinu í hlutafélag frá og með
31. október nk. Við erum einnig
opnir fyrir þeim möguleika að taka
þá inn nýja hluthafa. Við teljum að
slíkar breytingar á rekstrinum geti
treyst okkur enn frekar í sessi ásamt
því að gefa öðrum hagsmunaaðilum
möguleika á að komast nær mark-
aðnum. Breytingin samræmist líka
þeirri skoðun okkar að íslendingar
eigi að vinna saman að sínum mál-
um frekar en hver í sínu horni. Við
erum í dag stærstir meðal þeirra
sem selja þýskum ferðamönnum
ferðir til Islands og eigum marghátt-
að samstarf við aðila í íslenskri
ferðaþjónustu. Okkur telst til að í
dag sé fjórði til fimmti hver Þjóð-
veiji sem kemur til íslands sem
ferðamaður á okkar vegum. Veltu-
aukningin hefur því eðlilega verið
umtalsverð. Á fyrsta starfsári okkar
veltum við um einni milljón þýskra
marka, eða um 35 milljónum
íslenskra króna. I ár á ég von á að
salan verði níu sinnum meiri og
hátt í 3.000 farþeg;ar ferðist á okk-
ar vegum. ,“ sagði Ómar og bætti
við að Island Tour væri eini söluað-
ili íslandsferða sem gæfi vetr-
arbæklinga.
- Hverju þakkar þú helst þennan
árangur sem Island Tours hefur náð
á tiltölulega skömmum tima?
„Margar ástæður liggja þar að
baki, en fyrst og fremst er þetta
árangur mikillar vinnu. Fyrirtækið
hefur á að skipa einvalaliði meðal
starfsfólks. í dag vinna sex manns
hjá Island Tours þannig að meðal-
sala á hvern starfsmann er nokkuð
há. Það skiptir miklu máli í svona
rekstri ásamt því að ná sem hæstu
meðalverði á hvern farþega. Starfs-
fólk okkar er allt þýskt og mikið
áhugafólk um ísland. Þá erum við
með skrifstofur í góðu húsnæði í
hjarta hvorrar borgar fyrir sig,
Hamborg og Frankfurt. Staðsetn-
ingin er mikilvæg og er að mínu
áliti í samræmi við það góða orð sem
fer af Island Tours bæði í Þýska-
landi og hér heima.
Við leggjum mikla áherslu á að
standa við það sem sagt er og lofum
engu upp í ermina á okkur. Við
getum m.a. þakkað því þá miklu
viðskiptavild sem fyrirtækið ótví-
rætt á. Þá höfum við allaf lagt mik-
ið upp úr því að undirbúa hvern
farþega vel og upplýsa hann um það
sem hægt er að búast við í íslands-
ferðum. Við leggjum þannig mikla
vinnu í hvern viðskiptavin. Ferðirnar
eru því dýrar, en Þjóðveijar þekktir
fyrir að krefjast_ góðrar þjónustu í
staðinn," sagði Ómar.
„Erum trú því að verð og
gæði fari saman“
- Þýðir þetta að þið reynið frek-
ar að höfða til ferðamanna sem eru
tilbúnir til þess að greiða hærra
verð fyrir betri þjónustu?
„Við markaðssetjum okkur með til-
liti til fólks sem á peninga og ég,
held að það hafi tekist nokkuð vel
hjá okkur. Að sjálfsögðu þjónum við
líka þeim sem leita til okkar og vilja
ferðast ódýrt, en við leggjum meg-
ináherslu á dýrari markaðinn. Við
erum trú því að gæði og verð fari
saman og spilum inn á að Þjóðvetj-
ar eru tilbúnir til þess að greiða
aðeins betur fyrir betri þjónustu.
Það hefur verið mikil velmegun
í Þýskalandi undanfarin ár og Þjóð-
veijar ferðast meira en aðrar þjóðir.
Þeir eru líka sólgnir í að læra eitt-
hvað nýtt og undirbúa sig vel til
þess að fá sem mest út úr ferðinni.
Áður en þeir koma til íslands eru
þeir t.d. flestir búnir að lesa sér
heilmikið til um landið. Þjóðveijar
ganga þess vegna mjög á eftir því
að það standist sem þeim var lofað
fyrir ferðina og það er engin laun-
ung að þeir þykja erfiðir ferðamenn.
Það ef í sjálfu sér gott og veitir
mönnum sem starfa í þessu fagi
ákveðið aðhald. Ég get líka fullyrt
að íslendingar eru engu síður kröfu-
harðir sem ferðamenn. Munurinn
er kannski sá að íslendingar hugsa
nær eingöngu um verð í sambandi
við ferðalög. Þeir virðast hins vegar
oft ekki gera sér grein fyrir sam-
bandinu á milli verðs og gæða og
kreíjast alltaf fullkominnar þjón-
ustu, án tillits til verðsins sem þeir
greiða fyrir.
Það virðist nokkuð útbreidd skoð-
un hér að Þjóðveijar eyði litlu sem
engu á ferðum sínum til íslands.
Þeir eru kannski í meðallagi þegar
reiknuð er meðaltalseyðsla á dag,
en hins vegar er engin þjóð sem
dvelur hér lengur að jafnaði af öllum
þeim ferðamönnum sém til íslands
koma. Það er síðan annað mál að
íslendingum hættir til að reyna að
meta ferðamenn sem hingað koma
eftir klæðaburði þeirra. Útlendingar
í gönguskóm er þannig í þeirra aug-
um ólíklegir til þess að hafa mikið
af peningum milli handanna. Þetta
er rangt mat. Þjóðveijar kunna að
ferðast og þar sem þeir koma flest-
ir til íslands til þess að ferðast um
og skoða náttúruna eru þeir klædd-
ir í samræmi við það. Það er ekki
þar með sagt að þeir ferðist um á
puttanum og borði nesti að heiman,
sagði Ómar.
Skýra stefnu vantar í
íslenskum ferðamálum
- Þú talar um víðtækt samstarf
Island Tours við aðila í íslenskri
ferðaþjónustu. Hvernig gengur það
samstarf? Hvernig er íslensk ferða-
þjónusta skipulögð?
„Við skiptum mikið við fjölda aðila
hér á landi. Þar má telja ferðaskrif-
stofur, bíla- og hestaleigur, hótel,
gistiheimili o.fl. Við einbeitum okkur
að því að reyna að velja það sem
hentar hveijum einstökum við-
skiptavin þannig að við fáum án-
ægða farþega til baka. Við erum
þannig í góðu sambandi við mjög
margar deildir íslenskrar ferðaþjón-
ustu og ég tel að starfsemi okkar
komi íslensku þjóðinni til góða þar
sem við tökum þátt í að afla henni
gjaldeyristekna. Þáttur ferðaþjón-
ustu í þeim viðskiptum er því miður
oft vanmetin á Islandi.
íslendingar eiga alla möguleika á
að verða sjálfstæð og efnahagslega
sterk þjóð. Það er t.d. búið að gera
mikið af góðum hlutum í fiskiðnaði,
en fiskurinn í sjónum er takmarkað-
ur og því eðlilegt að fara að ein-
hvetju leyti út á nýjar brautir. Flest
af því sem hér hefur verið reynt
nýtt í gjaldeyrisskapandi atvinnu-
þáttum, s.s. loðdýrarækt og fisk-
eldi, hefur gjörsamlega brugðist.
Samt studdi ríkisvaldið þessar
greinar margfalt á við ferðaþjón-
ustuna. Ferðamálaráð þarf að væla
árlega til þess að fá eitthvað fram-
lag úr fjárlögum, jafnvel þó að
tekjustofn þess sé lögbundinn.
I dag er mikill vöxtur í ferða-
mannaþjónustu hér á landi. Það er
þess vegna nauðsynlegt að halda
vel á málum og fyrst og fremst
verður að vera hér skýr ferðamála-
stefna. Hingað til hafa hvorki
stjómvöld né almenningur í landinu
verið tilbúin til að líta á ferðamanna-
þjónustu sem alvöru atvinnugrein.
Þetta hugarfar þarf að breytast, en
það gerist ekki nema með ákveðinni
stefnumörkun sem jafnframt teng-
ist því hvernig við viljum að gengið
sé um landið okkar,“ sagði ðmar.
„Stjórnvöld setji rammann
og láti þar við sitja“
- Nú tala margir um hættuna á
því að aukinn ferðamannastraumur
til íslands kunni að fara illa með
óspillta íslenska náttúru. Hvað er
hægt að gera til þess að koma í veg
fyrir að slíkt gerist?
„Það gefur auga leið að við verð-
um að taka höndum saman um
verndun íslenskrar náttúru sem m.a.
er mikilvægasta verðmæti ferða-
þjónustu hér á landi. Hins vegar tel
ég víst að erlendir ferðamenn ganga
ekki verr um íslands en íslendingar
sjálfir. Okkur er heldur ekki stætt
á að loka Íslands fyrir þeim ferða-
mönnum sem vilja ferðast um landið
á eigin vegum á sama tíma og stefn-
an í Evrópu er almennt sú að opna
landamæri. Við verðum að aðlaga
okkur breyttum aðstæðum. Fyrsta
skrefið og það mikilvægasta er því
að setja hér skýrar umgengnisreglur
og kynna þær vel fyrir fólki,“ sagði
Ómar.
- Þú segir að þörf sé á breyttu
hugarfari og stefnumörkun í
íslenskri ferðaþjónustu. Hverra er
það að ákvarða slíka stefnumörkun.
Eiga stjórnvöld að þínu áliti að
stjórna því hvernig ferðaþjónusta
verður byggð upp hér?
„Stjórnvöld eiga að skapa stefn-
una, en aðeins í grófum dráttum.
Það er hins vegar oft svo á íslandi
að menn láta sér ekki nægja að
skapa stefnu fyrir einhveija
ákveðna atvinnugrein, heldur
sökkva menn sér í reglugerðir sem
oftar en ekki byggjast á alls kyns
óþarfa hömlum og höftum. Það er
engan veginn nógu mikið fijálsræði
í þessum málum hér. Það má ekki
rígbinda rekstur fyrirtækja í hverri
atvinnugrein niður í algerlega fastar
skorður. í heilbrigðum atvinnu-
rekstri verða menn að hafa að ein-
hveiju leyti fijálsar hendur með
reksturinn. Það er þannig hlutverk
stjómvalda einungis að skapa
mönnum eðlilegar aðstæður til
rekstrar. Það sem á eftir kemur á
að vera í höndum fyrirtækjanna
sjálfra. Ég er þeirrar skoðunar að
íslendingar eigi að taka meira af
markaðs- og sölumálum í sínar eig-
in hendur og færa sig þannig nær
markaðnum. Það gildir einu hvort
um er að ræða ferðaþjónustu eða
aðrar atvinnugreinar. Samvinna út-
flutningsaðila er mikilvæg fyrir okk-
ur, enda erum við þannig í mun
sterkari samkeppnisaðstöðu við er-
lenda aðila," sagði Ómar.
- Hvað er verið að gera í þessum
málum í dag. Eru einhveijar breyt-
ingar í vændum í stjórnun íslenskra
ferðamála?
„Síðustu ár hefur verið rokkað
talsvert til með lög og reglur, en
það hefur ekki breytt neinu. Hér
er þörf á setja ákveðin markmið
með ferðaþjónustu og síðan þurfa
menn að gefa sér ákveðinn tíma til
að ná þessum markmiðum. Ný lög
um ferðamál, sem iiggja fyrir Al-
þingi, eru spor í rétta átt, en mikið
starf er enn óunnið. Það er allt á
huldu hvað við íslendingar ætlum
okkur með ferðaþjónustuna, hvort
stefnan sé að gera hana að alvöru
gjaldeyrisskapandi atvinnugrein,
eða hvort við ætlum að láta þetta
dangla svona óbreytt. Ferðaþjónust-
an getur vaxið við þær aðstæður,
en hún gerir það mun hraðar og á
arðbærari hátt ef unnið er skipulega
að uppbyggingunni. Það þarf að
gera markaðskannanir og setja upp
stefnu til ársins 2000. Markmiðin
eiga að vera í tölum, en ekki einung-
is í háfleygum setningum," sagði
Ómar Benediktsson. HKF
- Tilleigu
í Fossvogi
Einbýlishús til leigu frá maí 1991
til september 1992.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 2. maí
merkt: „Foss -13718“.